Morgunblaðið - 24.05.1956, Síða 1

Morgunblaðið - 24.05.1956, Síða 1
 JUttMðfrf 4o. árgangur 114. tbl. — Fimmtudagur 24 maí 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins // IMendes France sagði af sér í gær: Vinstri stjórnin" riBlast Búizf við víðtœkum áhrifum í Frakklandi París í gærkvöldi. ENDES FRANCE, annar aðalsmiður „vinstri stjórnarinnar" í Frakklandi, gafst upp í dag og sagði af sér. Hann er óánægður með stefnu Mollet-stjórnarinnar í Algiermálum, og í efnahags- málum óttast hann að stefna stjórnarinnar muni leiða til verðbólgu. í þriðja lagi hcfur Mendes France jafnan verið órótt innan- brjósts síðan Mollet neitaði að bjóða honum embætti utanríkis- ráðherra, þá er „vinstri stjómin" var mynduð. „Vinstri stjórn" Mollets og Mendes France hefur nú setið í rúmlega þrjá mánuði. Ekki er álitið að stjórnarkreppa hefjist í Frakklandi fyrst um sinn, þótt Mendes France sé far- inn. En út um byggðir landsins er talið að ákvörðun hins kunna leiðtoga radikalsósíalista flokks- ins muni hafa mikil áhrif. I>að varð kunnugt í gærkvöldi, er Mendes France ræddi við Rene Coty, forseta Frakklands, að hann hefði hug á að segja af sér. Coty reyndi að fá hann til þess að hverfa frá þessu ráði og í dag snerist Mollet ákaft á sveif með forsetanum. Mendes France lof- aði að hugsa málið og ræddi síð- an í dag við flokksmenn sína Varaliðsmenn vilja ekki fara til Alsír Dijon, Frakklandi 24. maí: — Ungir varaliðrmenn úr franska hernum ré$ust út úr herflutn- ingalest í úthverfi Dijon á Frakk- landi í dag og skutu af skamm- byssum upp í loftið og vörpuðu handsprengju. Enginn særðist og eftir tuttugu mínútur hélt lest- in áfram. En þetta var í fjórða skiptið, sem varaliðsmennirnir höfðu stöðvað lestina, sem var á leið- inni frá París til Marseillse. I-Iin- ir ungu menn voru að mótmæla því, með þessum hætti, að þeir skyldu vera sendir til Algier. í lestinni voru um eitt þúsund varaliðsmenn. innan þings og utan. Síðdegis í dag mætti hann á ráðuneytis- fundi og þar tilkynnti hann, að hann myndi ekki hverfa frá ákvörðun sinni. Flokksmenn Mendes France verða kyrrir í stjórninni, þ. á. m. landvarnaráðherrann. — Land- varnaráðherrann styður þá stefnu Mollets í Algier að brjóta skæruliðana í landinu á bak aft- ur og hefja ekki samninga um frjálslega stjórnskipan í landinu íyrr en því er lokið. Mendes France vill hefja samninga við Algiermenn strax. Mendes France hefur ekki stuðning nema hluta flokks síns. Og þótt hann hverfi nú úr stjórn- inni er talið að kommúnistar muni halda áfram stuðningi sín- um við stjórn Mollets. Fyrir kommúnistum vakir að koma á „samfylkingu“ við jafn aðarmenn í Frakklandi. DE GAULLE Úti um byggðir Frakklands mun ákvörðun Mendes France leiða menn á nýjan leik til um- hugsunar um öngþveitið í frönskum stjórnmálum. Háværar raddir hafa heyrzt undanfarið um nauðsyn breytts stjórnarfars og hafa menn hallazt að forseta- stjórn, líkt og gerist í Banda- ríkjunum. Sem hugsanlegt forsetaefni hefur á síðustu vikum oft heyrzt nafn de Gaulles. Sir John þjarmar að Kýpnrbúum Nicosia í gærkvöldi. EF eigendur húsa eða mann- virkja á Kýpur láta undir höfuð leggjast að þurka út slagorð, sem máluð eru á veggi þeirra, er hægt að setja þá í fangelsi í þrjú ár eða sekta þá um tæpar 5 þús. krónur, eða hvorttveggja. ur á bak aftur. Mikilvægasta ráð- stöfunum Sir Johns Hardings til þess að brjóta skæruliða á Kýp- ur á bak aftur. Mikilvægast ráð- stöfunin sem Sir John boðaði í dag er þó sú að skylda 12 ára og eldri til þess að bera vegar- bréf, með mynd og fingraförum. Viðurlög við því að bera ekki vegabréf, eða að neita að sýna þau brezkum öryggisvörðum geta numið allt að 10 ára fangelsi. Á þennan hátt hyggst Sir John að hafa upp á leiðtogum skæru- liða á eynni. í garði Aiþingishússins í gaer var einn mildasti dagur vorsins til þessa. Sólin skein frá morgni til kvölds og sumarsvipur var á fólkinu. Hinir mörgu fallegu trjágarðar höfuðborgarinnar eru nú að verða full laufg- aðir. Ljósm. Mbl. tók þessa mynd í Alþingishússgarðinum. I»ar var ákaflega kyrrt og rólegt um þær mundir. Og Alþingishúsið er tómt og enginn veit hverjir þar muni eiga sæti eftir 24. júní í isumar. En trén í garði þinghússins laufgast og blómin springa út án alls tillits til þess, hverjir ná kosningu og hverjir falla. Koptar til Alsir ALGIER, 24. maí. — Lacoste, landsstjóri, skýrði frá því í dag, að flugvélaskipið „Dixmude væri á leiðinni til Algier með 17 stóra kopta, sem hver gæti borið 20 hermenn. Koptarnir verða notað- ir gegn skæruliðum. 108 flugvél- ar eru á leiðinni til Algier, sagði Lacoste. „Draumurinn" um raforkuhHað Beringssund Fyrirspurn til utanríkisráðherra BLAÐIÐ Frjáls þjóð birtir 19. þ. m. þýðingu á viðtali utanríkis- ráðherra íslands við „Bandaríkjafréttaritara" sænska blaðsins Expressen, undir fyrirsögninni „Herstjórnin hér sek um yfirgang og íhlutun". Morgunblaðið vill ekki gera ummæli þau, sem þar eru höfð eftir ráðherranum, að umtalsefni, án þess að fyrst sé vitað að hann vilji við þau kannast. Er hér með þeirri fyrirspurn beint til ráðherrans, hvort um- mæli hans séu rétt eftir höfð — en ef svo er ekki, hvað sé rangt í því viðtali, sem hinn sænski blaðamaður hefur birt. Með því að ummælin eru mjög alvarlegs eðlis, er þess vænzt að ráðherrann láti ekki dragast að svara þessari fyrirspurn, eða láta blöðum í té þær upplýsingar sem hér er um beðið. Washington, 24. maí. RÚSSNESKIR vísindamenn láta sig dreyma um að tengja saman Alaska og Síberíu með járnbraut. Draumurinn er að gera mikið orkuver i Beringssundi og leggja járnbrautina yfir stíflugarðinn í sundinu. Orkuna á að nota til þess að hita upp Síberiu og Al- aska „og búa til heita strauma, gvipaða Golfstraumnum.“ Sendifulltrúi Sovétríkjanna í Washlngton, Alexander I Zinchuk skýrði frá þessu f ræðu, en bætti því að hér væri „greinilega ekki um að ræða fyrirætlanir, sem hægt væri að framkvæma á stutt- um tíma — þær eiga frekar heima f rfki draumanna." En hann nefndi aðrar fyrlrætl- anir og sagði að Rússar ráðgerðu að smíða kjarnorkuknúna járn- braut, sem gæti verið á ferð í 300 daga, án þess að taka elds- neyti að nýju. í dag skýrði æðsti maður atom- rannsókna í Moskvu frá því að Rússar myndu bráðlega geta smíðað flugvél knúna kjarnorku og ráðgerð væri smíði á 44 þús. hestafla ísbrjóti, knúnum kjarn- orku. Truman ber til baka Neapel 23. maí: — Harry S. Truman, fyrrum forseti Banda- ríkjanna stöðvaði í dag um stund ferð sína um sögustaði, til þess að ræða við blaðamenn og neitað því að hann hefði sagt í gær: „Einhver grunnhygginn hershöfðingi fr*uskipaði innrás- ina í PalwMkO árið 1943.“ „Ég myndi aldr»i lá*a mér slík um- mæli um muroi sagði Trti- man. Brentano til Norður- landa Bonn 24. maí: — Herr von Brentano utanríkisráðherra V,- Þjóðverja er lagður af stað f heimsókn til Danmerkur og Noregs. Ábending Eisenhowers Takið kafbálana úr umferð Washington í gærkvöldi. MIKILVÆGI fækkunarinnar í rússneska hernum (Rússar ráð- gera 1.200.000 manna fækkun) er undir því komin, hvað við mann- afla þana rerður gert, sem leyst- ur ver^-.r úr herþjónustu, sagði Eisenhowc,- forseti á blaðamanna- fundi í dag. Ákvörðun þessi gæfi góðar vonir, en betri raun hefði það þó gefið, ef Rússar hefðu fækkað kafbátum sínum um 375. Forsetinn kvaðst telja það lík legt að fyrir Rússum vekti með fækkuninni í hernum að aðhæfa herafla sinn hinum nýju vopn- um, á sama hátt og Bandaríkja- menn gerðu fyrir nokkrum árum. Egyptar gerðu ‘vitleysu' Washington í gærkvöldi. EISENHOWER forseti kvaðst líta svo á, er hann talaði við blaðamenn í dag, að það hefði verið rangt af Egyptum að við- urkenna Pekingstjórnina. En ein einstök athöfn framandi þjóðar breytir engu um vináttu Banda- ríkjamanna til hennar, sagði for- setinn. ---. Mýsnar gera innrás Sydney, Ástralíu, 23. maí. MILLJÓNIR músa hafa gert inn- rás í nokkrar borgir í Nýju Suð- ur Wales og ráðizt inn á heimili manna. Mæður reyna að verja börn sín að næturlagi með því að setja moskítonet umhverfis rúm þeirra. Mýsnar hafa komizt alla leið inn í ísskápa og eyði- lagt matvæli. (Reuter). Buddhð minnzf með lilfögrum skrúðgöngum Colombo, Ceylon: í gærkvöldi. BÚDDHATRÚARMENN um gjörvallan heim minntust i kvöld 2500 ára dánardægurs Buddha. Þessa hefir verið minnzt með bænahaldi og skrúðgÖngum, þar sem tjaldað hefir verið hinum fegurstu litum í blómskrýddum vögnum. Buddhatrúarmenn -í heiminum eru 450 miljónir, en trúin skiptist í ýmsar greinar. Það eru Buddhatrúarmenn á Ceylon, í Indlandi og Burma, sem minnast 2500 ára ártíðarinnar nú. Buddhatrúarmenn í Kína og Tibet sem hafa annan tímareikn- ing um líf Buddha, munu á morg- un lesa bænir og minnast þess, er Buddha hlaut algleymi (nír- vana). Skotinn til bana Nicosia, 23.maí: — Skæruliðar skutu til bana brezkan öryggis- vörð í þorpi 112 km frá Nicosia í kvöld. ✓--

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.