Morgunblaðið - 24.05.1956, Side 9

Morgunblaðið - 24.05.1956, Side 9
Fimmtudagur 24. maí 1956 MORCUNBLAÐIÐ 9 il«»*« iiiiiisi tmiiif inimi iiimif •«« «r« t | Bandamannasaga: | ,,/Wuno md ég fífil minn fegri4 Hús Menntaskólans á Laugarvatni. Aðeins önnur álma þess hefur verið reist. Ríður nú mjög á að ljúka hinni álmunni, sem á að koma hægra megin við þessa. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Menntasetrið að Laugarvatni IV. grein Þegar menntaskólahúsið væri full- byggt gæti það rúmað 160 nemendur HÉR hirtist f jórða greinin um menntasetrið á Laugaratni. Áður hafa komið greinar um Héraðsskólann, Húsmæðra- skóla Suðurlands og íþrótta- kennaraskólann. Hér birtist stutt samtal við dr. Svein Þórðarson,, skólameistara Menntaskólans. Eftir er ein grein, sem segir frá heima- vist Menntaskólans. Á hátiðisdögum eru fanar dregn ir að hún við Menntjskólann á Laugarvatnl íslenzki fáninn og hvítbláinn. sem er mcrki skólans. MENNTASKÓLINN á Laugar- vatni var stofnaður 12. apríl 1953. Var það Björn Ólafsson þáver- andi menntamálaráðherra, sem álcvað stofnun hans. En unnið hafði verið að undirbúningi þessa máls í nokkur ár m. a. með stofn- un svonefndrar Skálholtsdeildar við Héraðsskólann, er var lær- dómsdeild þótt ekki gæti hún brautskráð stúdenta. En þessi Skálholtsdeild varð kjarni hins nýja Menntaskóla. Þannig mælti dr. Sveinn Þórð- •rson skólameistari, erfréttamenn Mbl. áttu stutt viðtal við hann um starfsemi Menntaskólans, en þá um vorið 1953 var hann skip- aður skólameistari og tók þegar að undirbúa skólastarfið. HÁLFBYGGT HÚS FÉKKST TÍL AFNQTA. — Hvað lá nú fvrst fyrir að gera, er þér komuð austur’ — Það var að hér gæti verið aðstaða fyrir Menntaskólahald. Þar ber fyrst að nefna að tryggja honum húsnæði. Var það gert með samningi við hérðsskólann. Var Menntaskólanum afhent hið nýja ©g hálfbyggða hús, sem Héraðs- skólanum var ætlað. í þessu húsi fer mestöll kennsla fram. En íþróttir og sund eru kennd 1 fimíeikasal íþróttakennaraskól- ans og sundlaug Héraðsskólans. Hefur Menntaskólinn þannig not- ið ágæts samstarfs og fyrir- greiðslu hjá öðrum menntastofn- unura Laugarvatns þessi fyrstu SJÁLFUM SÉR NÓGIR. .— Teljið þér heppilegt að starf- rækja menntaskóla í sveit? — Þetta er eini menntaskólinn í sveit og hefur hann því sérstöðu að ýmsu leyti. Sakir þess er hann eingþngu heimavistarskóli. Að sumu leyti er þetta fyrirkomulag hentugra. Sennilega er það ó- dýrara fyrir nemendur. Þeir hafa meira næði til námsins. Menn hafa allt á einum stað sem þeir þurfa til námsins og lifa hér líkt og í sínu eigin þjóðfélagi, sjálf- um sér nógir. FERÐIR TIL REYKJAVÍKUR. — Kemur það samt ekki fyrir að nemendur vilji skreppa til Reykjavíkur. — Jú, að sjálfsögðu. Alltaf þarf einhver úr svona stórum hóp að fara sinna erindagerða til borgarinnar, t.d. til læknis eða fara í búðir o.s.frv. Ég hef haft þá reglu, að ég leyfi mönnum að fara til Reykjavíkur einum og einum, en þó líði ekki styttra en þrjár vikur milli leyfa. En nemendurnir nota sér fæstir þessi leyfi. Að vísu er nokkuð mikið um þau á haustin, áður en nem- endurnir hafa samlagast félögum sínum í skólanum, en seinni hluta vetrar falla þau að mestu niður. Það á sinn þátt í að fækka ferð- um til borgarinnar, að félagslíf er mikið í skólanum, svo að eng- um leiðist, dansleikir, kvik- myndasýningar, málfundir o.fl. TAKA TRYGGÐ VIÐ STAÐINN. — Hvernig líkar yður við Laug- arvatn, sem skólastað? — Staðurinn hefur sem heild mjög marga kosti sem skólaset- ur. Virðast nemendur sem dvelj- ast hér taka mikla tryggð við staðinn. Hér er náttúrufegurð og möguleikartil allskyns íþrótta eru góðir. Jarðhitinn er mikilvægur fyrir rekstur skólanna og s.l. vetur batnaði aðstaðan mjög við það að Sogsrafmagn var leitt hingað. Áður var notazt við dísel- stöðvar. MIKIL AÐSÓKN. — Hvernig hefur aðsókn að skólanum verið? — Strax fyrsta árið sóttu 70 nemendur hann. Síðan hefur nemendatalan verið 90 og þar með full áskipað. Umsóknir hafa ætíð verið fleiri en við höfum getað tekið. Og ganga fyrir nem- endur úr sveitum eða stöðum, þar sem Menntaskólar eru ekki starfandi. Annars eru nemendur frá öllum landshlutum, en flest- ir eru frá Suðurlandi, Vestur- landi og Vestfjörðum. Dr. Sveinn Þórðarson, skólameistari. AÐKALLANDI BYGGINGARMÁL. — Hver eru nú helztu fram- tíðar viðfangsefnin? — Það er fyrst og fremst hús- byggingarmálin. Við erum að- krepptir með húsnæði og aðstaða erfið fyrir bragðið. Vantar okkur bæði íbúðir fyrir kennara og nemendur. Að þessum málum er unnið en þyrfti að vera af meiri krafti. Mest ríður á að byggja aðra álmu skólans, norðurálm- una. Þá ætti skólinn að geta tek- ið 160 nemendur, sem ég álít heppilega stærð. Þegar svo væri komið væri tímabært að innrétta sali í kjallara skólans fyrir eig- in heimavist, en menntaskóla- nemendur eru í fæði í heimavist Héraðsskólans og þar leggja þeir fram mikla vinnu í borðsal, sem skipt er niður á þá eftir vissum reglum. GOTT KENNARALIÐ. — Hefur ekki verið erfitt að fá nægilegt kennaralið til að starfa við menntaskóla í sveit? EINU SINNI voru Framsókn og Alþyöuflokkurinn voldugir flokk ar i þessu landi. Það var lítið Ián fyrir ísland, en saman áttu þeir ráð á stjórn landsins úm langt árabil. Sambúð þeirra var oft með endemum, og ekki var sambúðin innan hvors flokks betri. Hvor um sig hrakti hina helztu foringja sína frá sér. Formennska Framsóknarflokks ins hefir lent í höndunum á skoðana lausum glamrara og sam- vizkulausum valdabraskara, en til forysíu Alþýðuflokksins er nú |kjörinn sá maður, sem jafnvel innan þess flokks tvístígur mest í hverju máli. ★ ★ ★ Þetta gamla sambýlisfólk hef- ir nú verið skilið að skiptum um hrið. En Framsóknarmad- dömuna vantar nöldrið sitt. Vinnumannstetrið sem hún bjó með forðum er raunar orðið furðu hrumt, en samt vill hún ólm ná — Nei, þar höfum við einnig verið heppnir og notið Héraðs- skólans. í fyrstu var það eitt mesta vandamálið að tryggja Menntaskólanum hæft kennara- lið. Það var gert þannig að skip- aðir voru fjórir fastir kennarar, sem einnig stunda kennslu við Héraðsskólann. Fastir kennarar eru nú Eiríkur Jónsson, Ólafur Briem, Sveinn Pálsson, Þórður Kristleifsson og Haraldur Matt- híasson. En stundakennarar, sem einnig kenna við Héraðsskólann eru Þórður Þorgeirsson, Bene- dikt Sigvaldason, Esther Krist- jánsdóttir og Bergsteinn Krist- jónsson. EKKERT TÖFRAORÐ. — Að lokum er það ein spurn- ing herra skólameistari. Er það algengt að nemendur, sem hald- ast lítt við nárnið í öðrum skól- um, sæki um skólavist í þessum Menntaskóla í sveit? — Það má vera að nokkur brögð séu að því. Aðstandendur þeirra vona að með því að koma þeim í skólavist í sveit haldist þeir betur við námið. Þetta get- ur þó verið tvíeggjað sverð, enda er námsárangur ætíð fyrst og fremst kominn undir námshæfi- leikum og ástundun nemandans. Það er ekkert töfraorð til, eins og það að koma nemandanum í sveit. En ef hann tekur þeim aga, sem hann verður að sæta hér, þá má vera að hann geti tek- ið framförum. Fram til þessa hafa 35 stúdent ar verið brautskráðir frá Mennta skólánum á Laugarvatni og í vor munu 20 ganga undir stúdents- próf. Það er stærsti hópurinn sem enn hefur brautskráðst það- an undir einkunnarorðum skólans sem eru „Manngildi, þekking, at- orka.“ Nokkur glöð andlit úr Menntaskólanum á Laugarvatni. í hann aftur. Og til þess að ginna hann til sín, hefur hún gert við hann hinn einkennilegasta pró- ventusamning, sem sögur fara af. Hið eðlilega væri, að Framsókn, sem enn heldur að hún sé krafta- kerling, tæki Alþýðuflokks- -fauskinn í próventuna, en hún hefur talið honum trú um, að það sé hún, sem sé að ganga í próventu hjá honum. Hún segir við hann: „Láttu mig bjóða fram alstaðar, þar sem er snefill af von um að ég komi að manni. Kuslið í hinum kjördæmunum skal ég gefa þér. Þú mátt eiga þessa gemlinga okkar á stöðum, þar sem við kolföllum hvort sem er. Hefir þú séð hvílík höfðings- kona ég er? Þú átt t.d. ekkert fylgi í Austur-Húnavatnssýslu eða á Snæfellsnesi. Ég gef þér hverja mína kind á þessum stöð- um.“ v ★ ★ ★ Alþýðuflokkurinn er of aðfram- kominn til þess að átta sig á prettum kerlingar. Hann athug- ar það ekki, að jafnframt pró- ventusamningnum hefir sú gamla narrað hann í vanheilagt hjóna- band. Hún ætlar að kæfa hann í faðmlögunum. Það fer fyrir hon- um eins og sagt var um Karl XI Frakkakonung forðum: „Þeg- ar liann vaknaði um morguninn, fannst hann dauður í rúmi sínu.“ Og mætti Alþýðuflpkkurinn þá mæla, gæti hann tekið undir með þjóðskáldinu: „FÓTSÁR AF ÆVINNAR EYÐI- MÖRK, EINN UNADSBJ ETT FANN ÉG TIL ÞESS AÐ DEYJA.“ ★ ★ ★ En hvcrnig fer svo með pró- ventuféð? Enginn efast um að Framsókn sé einlæg — í prett- vísinni. En sætta bændur sig við það, að þeim sé skipað að kjósa hvaða Alþýðuflokksframbjóð- anda sem er? „Það er Framsókn- armark á þér góði. Það á að soramarka þig undir Alþýðu- flokkinn." Þessi „dagskipun“ er nógu slæm, þegar mönnum er bent á, hvaða Alþýðuflokksmann þeir eigi að kjósa, — og veit þó hamingjan, að margt sem þar er í boði er ekki beisið. En það er ekki einu sinni svo vel. Þeim er boðið í labbakúta-lotterí Al- þýðuflokksins. Það á með þessu móti að reyna að safna í sarp- inn, svo að Alþýðuflokkurinn fál einhverja uppbótaþingmenn, — og það á þar með að ginna kjós- endur til þess að reyna að koma að mönnum, sem þeim er jafnvel enn óljúfara að sjá á þingi en þessar ómyndir, sem þeim eru sýndar í kjördæminu. ★ ★ ★ Nei, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn mega reiða sig á það, að þarna hafa þau gleymt aðal- atriðinu í útreikningum sinum Kjósendur láta ekki hafa sig að ginningarfíflum. Þau ganga til kosningar undir merki hræðsl- unnar og undir því merki hefir aldrei verið sigur unninn. Þessi tveir flokkar mynduðu einu sinni voldugt bandalag, voltíugt óheillasamveldi í íslenzk- um stjórnmálum. En það verður ekki cndurre'st. ★ ★ ‘ ★ Persneskí stórskáld kvað fyrir meira en 809 árum — og er því Iíkast sem það hafi séð valda- drauma Hræðslubandalagsins fyrir sér: Sögu eina segja vil eg þér, — og sagan er ei búin tii af mér: Það sem áður voldugt ríki var, villiasninn er nú kóngur þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.