Morgunblaðið - 25.08.1956, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.08.1956, Qupperneq 7
Laugardagur 25. ágúst 1956 MORGUNBLAÐIÐ 7 TALtfNt 1 IHf’ ’IFD fíY ■\___M*-0 B&T • ____________________________ ■ v».N I 'W-w J : _______; "i 1 Sklpin flytja enn fleiri farþega eai flugvélarnar FERÐALÖG yfir Atlantshafið hafa stórlega aukizt á árunum eftir heimsstyrjöldina. Hefur aukning orðið baeði á ferða- lögum með sldpum og flugvélum, þótt flugferðaaukningin hafi oröið heldur meiri. Einkum eru það flugfélögin sem hafa á undanförnum árum getað. auglýst stóraukna farþegaflutninga og hafa margir þess- végna staðið í þeirri meiningu, að farþegaflutningar skipanna hafi minnkað, en svo er ekki, heldur þvert á móti. ingum ÖrlfpBfn "®55% AUKNING Árið 1948 ferðuðust um 630 þúsund með skipum yíir At- lantshafið. En síðastliðið ár, 1955, nam tala skipsfarþega 964 þús- undum og hafði því aukizt á þessum árum um 55%. Teikning þessi lýsir í skýrum dráttum aukningu þeirri, sem orðið hefur á farþegaflutningum yfir Atianíshafið. Tala flugfarþega hefur tvöfaldazt síðan 1948 og er orðin meiri en tala sjófarþega það ár. En ferðir með skipum liafa einnig aukizt á sama tíma og halda cnn forustunni. Færeyski prósturÍRii tosafíi donskum. Varö HVALLÁTRUM, Rauðasands- hreppi, 22. ágúst: — í sumar he- ur Verið unnið að vegagerð í Ör- lygshöfn og er verið að leggja veg frá Gjögrum að Gili. Hefur aðallega verið unnið á Tungu- hlíð í sumar og mun verkinu Ijúka um næstu helgi. Með þessum vegi, sem tengist Hafnarfjallsveginum, verður einnig bílfært í kringum Örlygs- höfn. Hefur hingað til orðið að sæta sjávarföllum yfir Hafnar- vaðal á svo nefndu Utanbæja- vaði, senr hefur verið hinn versti farartálmi. — Þórður. Vegurlnn mllli Hér- aSs og Borgarfjarðar eystri fullgerSur BORGARFIRÐI eystra, 20. ágúst. — Vegavinnuflokkur hefur und- anfarnar vikur unnið að því að ljúka síðasta kaflanum sem ófull- gerður var á Borgarfjargarveg- inum. Þessi kafli var í Njarðvík og er honum nú lokið, svo nú er beint samband með fullgerðum vegi frá Héraði til Borgarfjarðar eystri. Tíð hefur verið óvenju köld og ógæftir til sjávarins. Hefur eng- inn bátur róið undanfarið. — Ingvar. 6AÐ hefur vakið nokkrar aeilur í Færeyjum, að þegar færeyski prófasturinn sr. Jákup Joensen heimsótti ísland í sambandi við Skálholtshátíðina flutti hann ávörp og prédikaði, en ekki á íæreysku, heldur á dönsku. Birtir eitt færeysku blaðanna „14. september" bréf frá færeyskum sjómanni um þetta, en prófastur- inn svarar því til, að íslendingar hafi beðið hann að tala fremur á dönsku. Færeyski sjómaðurinn sagði í bréfi sínu, að bæði Færeyingar og íslendingar, sem hlýddu á Skálholtshátíðina hafi beðið eft- ir því að hinn færeyski prestur tæki til máls á færeysku* En þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum, því að hann hafi þá eftir allt saman talað á dönsku. SKÝRING PRÓFASTS Prófastur Jákup Joensen svar- ar þessu á eftirfarandi hátt í bréfi til blaðsins: Á Skálholti tosaði eg á donsk- um, tí at eg varð biðin um tað. Biskupur íslands tosaði eisini fitt á donskum. Presturin Gíslason bað meg halda andakt á ellisheiminum. — Kann eg tosa á fþroyskum? spurdi eg. ■— Nei, tað er ikki so gott, sagði hann. E? tosaði tá á donskum, og hann var tolkur. At eg helst vildi tosa á fþroy- skum, mátti fiskimaðurin í Is- landi kunnað skilt, av tí at'fyrsti parturin av tí lítlu Skálholttaluni fyrst varð íramborin á f0royskum og síðan uppafturtikin á donsk- um. Eg mátti iklti nýta meir enn 3—5 mínuttir at tala í. Tað undrar meg, at tygum fi- skimaður í íslandi ikki takka ís- lendingum fyri, at teir frá dóm- kirkjuni í Reykjavík útvarpaðu alla ta fþroysku gudstænastuna, sum eg hevði har seinnapartin ein leygardag. Helgarferðir Bifreiða VI heila nótt SIGLUFIRÐI, 20. sept. — Magn- ús Guðjónsson verkstjóri fékk 14 punda lax í Skeiðfossánni á íöstudagskvöldið. Frá því hann „setti i“ laxinn og þar til hann náði honum á land voru 6 klst. og 40 mínútur. Stríddi hann við lax- inn frá því dimmdi á föstudags- kvöld, unz birti af morgni á laug- ardag. — Guðjón. si BIFREIÐASTÖÐ íslands efnir til þessara skemmtiferða um næstu helgi: Á laugardaginn kl. 8,00 verður Iagt af stað í tveggja daga ferð um Dali, vestur að Bjarkarlundi og Reykhólum. Verður á vestur- leið ekið um Fellsströnd og 'Skarðsströnd að Bjarkarlundi og gíst þar. Á sunnudagsmorgun verður ekið að Reykhólum, síðan til baka um Saurbæ og Miðdali, Borgarfjörð með viðkomu í Reylt holti og heim um Uxahryggi og Þingvelli. Á sunnudaginn kl. 9,00 verður farin ferð í Þjórsárdal að Hjálp og Stöng, og verða fornminjamar þar skoðaðar. Sama dag kl. 13,30 verður farin hringferðin Krísuvík, Stranda- kirkja, Hveragerði, Sogsfossar og Þingvellir. I«0% AUKNING Með flugvélum ferðuðust árið 1948 yfir Atlantshafið um 350 þúsund farþegar. En á s. 1. ári var tala flugfarþega komin upp í, 692 þúsund og hafði því tvö- íaldazt. 1,6 MILI JÓN FARÞEGA S.l. ár ferðuöust 1,650,000 manna yfir Atlantshafið og fóru 58% með skipum en 42% með flugvélum. Hyggja flugfélögin nú á mikla sókn í þessum efnum með tilkomu nýrra risaflugvéla og vonast þau til að komast upp fyrir skipafélögin. Dráttur getur þó orðið á því, vegna þess, að íarþegafluíningar skipanna auk- ast einnig jafnt og þétt. SKIPAFÉLÖGIN ÓHP.ÆDD Farseðlar yfir Atlantshafið eru ódýrari með skipum en með ílugvélum en flestir' kjósa þó sjóléiðina vegna þeirrar hvíldar og skemmtunar, sem þeir njóta þar fram yfir flugferðina. Kemur það því oft fyrir að fólk fer sjóleiðis minnsta kosti aðra leið- ina. Helzti kostur flugvélanna fram yfir skipin er að sjálfsögðu hrað- inn. En skipaeigendur hafa nú í hyggju að smíða stór farþega- skip, sem eru miklum mun hrað- skreiðari en þau sem tíðkast hafa til þessa og einnig er í ráði að auka farþegatöluna á þessum framtíðarskipum, svo að upp verði tekið kapphlaup við flug- vélamar bæði um hraða og verð. Vegagerð að hefj Valdastöðum, 19. ágúst. NÚ NÆSTU daga, mun verða hafin vinna við að fullgera veg, sem endurbyggður var fyrir nokkrum árum. Liggur þessi veg- ur norðan Laxár, milli Valda- staða og Reynivalla. Mun að þessu hin bezta samgöngubót. Vildi gamli vegurinn á þessari Ieið oft verða ófær að vetrarlagi, vegna svella og snjólaga, sem á hann hlóðst. Liggur þessi nýi veg- ur nckkru norðar en gamli vegur inn er nú. — St. G. CAIMEL suðubæfur Og kleramwr, 10 stk. box, kr. 12,50. Klemmur kr. 15,00 Carðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun. 1 g Benzinmælar Aurhlífar Viðgerðaljós Sæiaáklæði I’okulugtir Ferðatöskur Verkfærasett Oskubakkar Sólskermar og margt fleira HJÓLBARÐAR 560x15 fP5teJánsson HÚSAVÍK, 23. ág. — í nótt var næturfrost hér í annað skipti á sumrinu. Fyrri frostnóttin var að- faranótt 1. ágúst. í morgun var hélað í Ljósavatnsskarði, Reykja- dal og í Mývatnssveit. Á nokkr- um stöðum skemmdist kartöflu- gras nolckuð. í dag er bjart veður og sólskin af og til. Allir, sem vettlingi geta valdið í sveitunum, eru í heyskap í dag, enda mikið hey úti á flest- ura hæjum. — Fréttaritari. Akureyrarlogaramir AKUREYRI, 21. ágúst — Togar- inn Kaldbakur er á veiðum við Grænland. Svalbakur landaði 280 tonnum af karfa á Sauðár- króki 15. þ. m. Harðbakur land- aði 146 tomium af saltfiski hér á Akureyri nýlega. Sléttbakur kom til ísafjarðar í morgun með fullfermi af karfa af Jónsmiðum. —Job. Til sölu glet s tommum (gamlir gluggar). Hentugir í vermireiti. Upplýsingar í Garðastræti 19. Laugardagsútsala enn lóm & ávexlir. utsölumn oskast til að annast útsöui Margunblaðsins í Grindavík frá 1. sept. n.k. — Úppl. fejá Hjálmeyju Einarsdóttur, Grindavík og ú skrifstofu blaðsins. Póststofan í Reykjavík vill ráða-4 til 5 reglusama menn á aldrinum 21—35 ára til að annast útburð á pósti í borgina. Umsóknir ásamt meðmælum sendist undirrituðum fyrir 1. september. PÓSTMEISTARINN. Bifreið til sðlu sem nú Buick bifreið (ekið 4000 mílur) með sjálf- skiptingu, til sölu nú þegar. Upplýsingar í dag milli kl. 9—12 í verzlun h.f. Ræsis, Skúlagötu 59.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.