Morgunblaðið - 30.09.1956, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.09.1956, Qupperneq 2
2 M OR C'TJ N B L A Ð1Ð Sunnu&agur 30. sept. 1956 ÞEGAR SÍMINN KOM 50 ára afmælisdegi Lands- símans er mér ljúft og skylt ið votta frumkvöðlum, forráða- mönnum og upphafsmönnum þessa fyrirtækis hugheilar þakk- ir fyrir stórhug sinn og forsjálni, fyrir að þeir voru svo framsýnir að gangast fyrir því, að gagngert yrði breytt lífinu í þessu landi með þeirri tækni, er þá var rudd braut. Margra væri skylt og ástæða til að minnast, sem dugmikilla forgöngumanna, en ég sleppi því, nema einum einasta, er lengi hef- ir verið með réttu nefndur faðir Landssímans, Hannes Hafstein, ráðherra. Þegar menn líta 50 ár til baka furðar menn á því hve þjóðin gat þá verið lítilþæg í kröfum sínum til samgangna og við- skipta yfirleitt. Tilviljun réði að ég ungur komst í samband við blöð og fréttamennsku, jafnvel svo snemma meðan þjóðin var ósnortin af nýrri tækni símans. Árið 1903 að áliðnu sumri skeði sá atburður á bernskuheimili mínu, Möðruvöllum í Hörgárdal, að fræðimaðurinn alkunni og náttúrufræðingurinn Ólafur Dav- íðsson, drukknaði í Hörgá með sviplegum hætti. Hann varð allri samtíð sinni harmdauði. Af hendingu komst ég að því i sambandi við þetta slys, að um það fréttist ekki frá Möðruvöll- um fram í Öxnardal fyrr en fimm dögum síðar, álíka vegalengd' og fjarlægðin er frá Reykjavík upp í Svínahraun og var þó eftir aðalpóstleið að faraa. Svo seinar voru samgöngurnar þá. Erfitt er að átta sig á hvemig blaðaútgáfa gat með nokkru móti átt sér stað með svo seinum fréttaflutningi. Við, sem munum þá tíma, höfum því sérstaka ástæðu til að þakka forráðamönnum símans fyrir framtak þeirra og djörfung fyrir að verða lífgjafar blaðamennsk- unnar fyrir 50 árum. Aðalfréttaberarnir á þeim ár- um voru landpóstarnir. Það var siður í þá daga, að póstflutninga- menn höfðu á takteinum, hvar sem þeir komu, stuttorðar frétt- ir af því helzta, sem fyrir þá bar í póstferðinni. Heitar deilur voru um síma- málið, sem kunnugt er. Man ég glöggiega, að um það leyti, sem málið yrði rætt á Alþingi, kom sú frétt með póstinum norður í Eyjafjörð, að öllum þingmönnum hafi verið afhentir sjálfskeið- ingar til að verja sig ef til áfloga kæmi í þinginu. Saga þessi gefur til kynna hve óáreiðanlegar póst- fréttir voru í þá daga. En fótur- inn fyrir fregninni var sá, að for- setar þingsins tóku upp þá ný- breytni það ár, að afhenda öll- um þingmönnum pappírshnífa til að skera upp úr þingskjölun- Úr ræ&u Valtýs Stefánssonar i afmælishófi slmans i gær Svo mikill viðburður var síma- lagningin sjálf, þegar að henni kom sumarið 1906, að daglegar ráðagerðir urðu meðal almenn- ings um hvernig þessi nýbreytni myndi reynast. Alltaf eru þeir menn með þjóðinni, sem amast við öllum nýjungum. Einkum ef mikið kveður að þeim. Sumir vildu landssíma til að tengja all- ar helztu byggðirnar saman, aðr- ir vildu nýjustu tæknina, loft- skeytin. Strax voru ráðagerðir uppi um það, að vitaskuld yrði samband að komast á við hvert byggt ból á landinu. Þeir, sem voru öruggir með loftskeytunum þóttust vita, að einmitt þeir væru boðberar nýjustu tækni. Man ég að slumaði í stuðningsmönnum loftskeytanna, þegar þeir fengu að vita að trauðla myndi hægt að koma því við að loftskeytin kæmust í notkun samtímis á öll- um býlum á landinu. Fyrstu árin er síminn var í notkun, má gera ráð fyrir að vart notaði nokkur símann að ráði, án þess að minnast aðalfor- göngumannsins, Hannesar Haf- stein, með þakklátum hug. Þann- ig varðveitast störf mikilmenna fyrir eftirtímann. En það kom brátt í ljós, að þessi nýbreytni rakst á sína byrjunarörðugleika. Eitt var það, að jafnóðum og símalínur risu um sveitir, urðu þræðirnir fjölda fugla að bana, er rákust á þræðina og limlest- ust. Þetta óhapp örvaði svart- sýnismennina, jafnvel svo, að þeir urðu opinberir fjandmenn símans. En fuglarnir lærðu sem betur fór að umgangast símann, svo að drápinu linnti. Man ég glöggt þann viðburð, er mér unglingnum varð reikað að símalínu í fyrsta sinn. Varð mér hverft við, er ég horfði eftir þessari þráðbeinu línu um sveit- ina og sá strax að þarna var á ferðinni nýstárleg sjón í íslenzk- um sveitum, er fylgdi tækninni. Þráðbeinar línur voru sjaldgæfar í landinu, þegar engir voru upp- hleyptir beinir vegir, aðeins bugðóttir götuslóðar. En tæknin var á fyrri árum eitur í beinum margra íslendinga og talin ó- þjóðleg. Ég þekkti marga menn fyrr á árum, sem höfðu ímugust á að ganga í vatnsstígvélum, því að skinnsokkarnir voru þjóð- legri, sögðu þeir. Slíkir menn voru harðsvíraðir andstæðingai símans fyrir hans mikla umrót í þjóðfélaginu. Valtýr Stefánsson ritstjóri Rafmagnið var alóþekkt fyrir- bæri í daglegu lífi landsmanna á þeim árum. Algengt var það, að menn gátu ekki áttað sig á að neitt bærist eftir símaþráðinum, nema því aðeins að þeir væru holir innan. Ég. minnist þess, að ég var staddur á engjateig, þar sem nýlokið var símalagningu og rætt var um símann. Roskin kona sem var á teignum, hélt því fram, að vitaskuld gæti ekkert skeyti eða annað farið um síma- þræðina nema þeir væru holir. Suðið í símastrengjunum var á fyrstu árum símans einnig sett í samband við símtölin, sem þar fóru fram. Eins og hin alkunna setning bendir til, er karlinn sagði þegar óvenjulega hátt lét í þráðnum: „Mér þykir þeir skrafa núna.“ Kvikmynd hyggð a BJÖRGVIN, 27. september: — f aprílmánuði næstkomandi koma nokkrir bandarískir kvikmynda- ieikarar tii Noregs, þar sem þeir eiga að leika í stórmynd sem gerist á víkingatímanum. Nafn myndarinnar hefir þegar verið ákveðið „The Viking“ — eða Víkingurinn. — Meðal um víkingatímann sögulegum grunni Kirk Douglas leikur aðalhlutverkið Símasumarið 1906 man ég eftir stuttri grein í Nýju kirkjublaði, sem séra Þórhallur heit. Bjarna- son orðaði snilldarlega eins og hans var von og vísa, hversu mikill viðburður væri að fá sím- ann. Það var verið að leggja símalínuna um Hvalfjörð, er séra Þórhallur fór þar um og hug- kvæmdist sú snjalla frásögn. Mig minnir að hann segði eitthvað á þessa leið, að síminn myndi ger- breyta öllu þjóðlífinu, og þegar hann reið undir símalínurnar í fyrsta sinn, fannst honum, sem hlið opnaðist inn í nýja öld. Þetta varð sánnmæli. En vandræði símans voru ekki öll með fugladrápinu um sum- arið. Þegar snjórinn kom um haustið, slitnaði- hinn nýlagði sími svo ört og víða, að til mik- illa vandræða horfði. Voru menn þá, er á veturinn leið, farnir að óttast að síminn myndi aldrei verða nema stutt sumarævintýri. Þetta var óvenjulega harður vet- ur og reyndi mjög á karl- mennsku símaviðgerðarmann- anna í stórviðrum og hörkum uppi á reginfjöllum. En allt komst þetta af, eins og kunnugt er með nokkrum breyt- ingum yfir örðugustu kaflana. ★ Frá árinu 1924 hef ég verið mikið tengdur blaðaútgáfu, sem rúmlega 30 ár ritstjóri, þekktist ég boð símamannanna um að segja hér nokkur orð á afmæl- inu, því að auðséð er, að ef tæknivana skinnsokkamenning hefði mátt sín mikils í landinu, myndu aldrei hafa verið hér blöð, sem nú og í framtíðinni eru möguleg. Fyrir þetta vil ég flytja mínar alúðarfyllstu þakkir og allra þeirra er við blaðamennsku starfa. ieikara sem fengið hafa hlutve í mynd þessari er hinn fraegi i vinsæli Hollywoodleikari, K> Dougias. Hann á að leika að, þeirra Þlutverkið. Kvikmyndin verður byggð sönnum atburðum og verf sennilega dýrasta mynd se Bandaríkjamenn taka á nse ári. Er áætlað að hún kosti e! minna en 3 mill jónir dollara, en verður hún í litum. Það er ákveðið að byggja 1’ EINS og kunnugt er var á síð-, >ð víkingaþorp í Sognef jorden astiiðnu ári gert samkomulag þar verður myndin aðallega tc milli íslands og Svíþjóðar um, in. Mörg hundruð Norðmar, að ákvæði loftferðasamnings koma fram í henni auk 50 banda Samnmgurinn við Svía framlengdur ’ztu hlutverkin. — Þess má og Ui að nokkur hluti myndarinn- ■ verður tekinn í Svíþjóð, ír- di og Danmörleu. Enski höf- urinn Nocl Langley skrifar dritið sem verður fullgert í jum mánuði. Loks má geta þess að smíðuð i 10 víkingaskip sem notuð ða við kvikmyndatökuna og gert ráð fyrir að 64 menn ði á hverju þeirrra. landanna skuli gilda til loka septembermánaðar 1956. Nú hafa sænsk yfirvöid fali- izt á, að veita Loftleiðum h. f. rétt til þess að fljúga áfram til og frá Svíþjóð til 20. maí 1957. (Frá utanrikisráðuneytinu). Nœr 8 púsund hörn í barnaskólum bœjarins BARNASKÓLARNIR í Reykja-Jþví, að samkvæmt manntali eiga vík tóku til starfa 1. sept.1 12 ára böm í barnaskólum að s. L Hófu þá nám sjö, átta og vera 1162, 11 ára 1228, 11 ára 1228, 10 ára 1241, 9 ára 1404, 8 ára 1413 og 7 ára 1470. Fjölgun þessi veldur miklum örðugleikum að því er snertir skólahúsnæði. Nú er fé fyrir hendi til að hefja byggingu barna- og gagnfræðaskóla, en fjárfestingarleyfi hefur aðeins fengizt fyrir öðrum þeirra. Bamaskólar bæjarins eru þess- veikinda,bróttfrútnings" og°af i^.MiðbæjarskóU Austurbæjar- skoli, Melaskoli, Laugarnesskoli, Langholtsskóli, Eskihlíðarskóli, Árbæjarskóli en Breiðagerðis- skólinn mun geta tekið til starfa 25. október samkvæmt upplýs- níu ára böm, en á mánudaginn eiga eldri börnin tíu, eUefu og tólf ára, að mæta til náms. — Fræðslumálaskrifstofu Reykja- víkurbæjar sagði Mbl. frá þessu í gær. Skólaskyld börn á barna- fræðslustigi verða í vetur tæp- lega 8000, og er þá miðað við síðasta manntal. Nokkru færri xnunu koma til náms m. a. vegna riskra leikara sem fara með i „Faxi" til Prag 11. OKTÓBER n.k. mun íslenzk flugvél fljúga í fyrsta skipti til Austur-Evrópu. Ér það flugvél Flugfélags íslands, sem fer leigu- flug og flytur hóp norskra iþrótta manna frá Osló til Prag. Er hér um að ræða landslið Norðmanna í frjálsum iþróttum sem heyja mun landsleik við Tékka um miðjan næsta mánuð. Verða um 60 manns með í för- inni. Er ráðgert að fljúga frá Osló 11. október. Flugfélag íslands hefur nýlega gengið frá samningum um leigu- ferð þessa. öðrum ástæðum. Skólaskyld verða á árinu böm fædd 1949 og eiga þau samkvæmt manntali að vera um 1470. Með hverju ári fjölgar skóla- skyldum börnum sem sjá má á jglufjarðarskarð ófærl SIGLUFIRÐI, 28. september:_I dag er hér norð-austan stormur og snjókoma til fjalla og hvít jörð niður undir kaupstaðinn. Áætlunarbíllinn komst ekki yfir Siglufjarðarskarð í morgun vegna fannkomu, en reynt verður að halda því opnu vegna þess að slátrað er í Haganesvík og kíötið og slátrið flutt á bilum hingað til kjötbúðar Siglufjarðar. — Guðjón Flugfélag íslands hefir alls farið um 30 leiguferðir tii Grænlands í sumar. Aðallega hefir verið flogið með danska starfsmenn og leiðangursmenn og hefir venjuiega verið hald- ið til Kaupmannahafnar með viðkomu á íslandi. Flogið hef- ir verið tii þessara staða á Grænlandi: Thuie, Norður- stöðvar, Meistaravikur, Nass- assúak, Syðri Straumfjarðar og Angmagsalik. Leiguferðir þessar halda áfram og verður sú næsta á mánudaginn. Myndin er tekin í Meistara- vik, af Jóhannesi Snorrasyni flugstjóra og nokkrum græn- Ienzkum vinum hans. ingum húsameistara bæjarins. Þetta er hatiöafrímerkið sem póststjórnin gefur út í dag í til- efni af aímæli símans. VETRARKÁPUR frá kr. 1770,00 POPLINKÁPUR frá kr. 780,00 PLASTREGNKÁPUR kr. 125,00 DRAGTAPILS, svört, kr. 270,00. SKÓLAPILS, köflótt, kr. 169,00 POPLINBLÚSSUR, mislitar, frá kr. 198,00 DRAGTABLÚSSUR, hvítar, frá kr. 169,00 NINON Bankastræti 7 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.