Morgunblaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1956, Blaðsíða 3
 Sunnudagur 30. sept. 1956 M O R G V IV B 1/4 Ð 1Ð Dr vennu Togararnir eru flestir á heimamiðum. — Neptunus var þó við vestur- strönd Grænlands í Julianehaab- ugtinni og kom líka með lang- sztan afla af þeim skipum, sem -da hér, eða fullfermi. Voru 70 atir af aflanum þorskur og hitt karfi. Á heimamiðum hafa haldizt í hendur lítill afli og stöðug ótíð, alltaf stormar. Það er sérstak- lega eftirtektarvert, hve vita karfalaust er á neimamiðum. Svo tregt hefur verið hjá sumum skipunum, að þau, sem hafa verið að veiða til sölu í Þýzkalandi, hafa orðið að hætta við „túrinn" og landa innan lands. Skip þau, sem veitt hafa fyrir Þýzkaland, hafa helzt haldið sig á Halamiðum, en þau, sem hafa verið að reyna á karfanum, í hallanum 100 mílur út. Fisklandanir í vikunni Marz ................ 279 lestir Hvalfell.............. 76 — Geir ............... 214 — Þorkell máni ......... 86 — Neptunus ...... um 315 — Samtals 970 lestir Kaldhæðni 'Sennilega landar ekkert skip fiski í Reykjavík alla næstu viku, og er það líklega fyrsta vikan á árinu, sem það kemur fyrir. Má segja, að það sé nokkur kald- hæðni fyrstu vikuna, eftir að gerður er samni/igur við Sovét- ríkin um sölu á meira fiskmagni en nokkru sinni, þ.e. 32.000 lest- um af flökum, eða sem svarar um 125.000 lestum af nýjum fiski eða 500 togaraförmum, það eru 10 togarafarmar á hverja ein- ustu viku ársins, ef allt væri tog- araíiskur og miðað við, að hvert skip væri með 250 lesta farm, sem mætti teljast ágætt að meðal tali. Bögull fylgir skammrifi Eitthvað mun ríkisstjórnin hafa fengið eftirþanka af því, að það sé ekki alveg nóg að gera stóra samninga, það þurfi kann- ske líka að uppfylla þá, ef vel á að vera. Það gæti nú kannske farið svo, að lítið yrði upp í stóra samninginn, ef togararnir sigldu flesíir til útlanda með afla sinn og bátaflotinn væri beitulaus í landi. Þá yrði ekki mikið handa vinunum i vestri — Bandaríkja- mönnum — en það er nú kannske minna atriði. Verðuppbætur Það er ekki gaman að búa þannig að togurunum, að þeir séu reknir með stórtapi og heimta svo af þeim, að þeir sitji ekki við þann eldinn, sem bezt brennur, sem nú er þýzki markaðurinn, svo að gripið hefur verið til þess ráðs að bjóða togurunum nokkr- ar uppbætur á hvert kg. af þeim fiski, sem lagður væri á land innan lands. Ekki munu enn hafa tekizt samningar um þetta, en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Það er sama sagan — „kneba“ og „kneba“ — í það enda lausa. Hvenær skyldi ráðamönn- um þjóðarinnar verða ljóst, að frumskilyrði þess, að öllum vegni vel í landinu er, að útgerð- inni vegni vel. Sölur í Þýzkalandi Röðull ............ RM 102.000 Júní ..............RM 109.000 Egill Skallagrímss. . RM 88.000 Bjarni Ólafsson .... RM 70.000 Heldur eru þetta lélegar sölur eftir fiskmagni. Góður fiskur Það vakti eftirtekt manna, hve vel fiskurinn úr Þorkeli mána var verkaður. Ætlunin var að sigla með fiskinn, og var veiði- förin búin að standa yfir um 9 sólarhringa, er skipið kom inn. Var fiskurinn kafísaður og eins og nýkominn upp úr sjónum. Það er einkennilegt, að það eru eins og allt önnur vinnubrögð á fiski, sem ætlaður er til löndunar inn- an lands en fiski, sem sigla á með út. Það verður að gera eitthvað til að vekja áhuga sjómanna og útgerðarm. á að koma með sem beztan fisk til vinnslu innanlands Allt fer þetta að lokum á erlend- an markað, og þarna eru stórir fjármunir, sem fara til spillis í verri nýtingu og verðminni vöru. Það þarf að borga fyrir fiskinn eftir gæðum upp úr skipinu, en það gæti orðið erfitt að finna reglur, sem báðir gætu unað við, kaupandinn og seljandinn. Það er löngu komið í ljós, að matið er ekki það aðhald, sem þarf í þess- um efnum. 19. aldar ófrelsi rNú þegar veður taka að spill- ast og íslenzku fiskiskipin eru á fjarlægum fiskimiðum, t. d. fyrir vestan Grænland, verður mönnum hugsað til, hvaða að- stöðu þessi skip hafa, ef þau vildu leita hafna á þessum slóð- um. Grænland er lokað land eins og ísland á einokunartíma- bilinu. Að vísu mun ein höfn, Færeyingahöfn, vera opin ís- lenzkum fiskimönnum, en þar með er líka upptalið. Það er þó ekki þar með sagt, að ís- lenzkt skip myndi ekki fá lækn- ishjálp eða brýnustu vistir, án þess að þeim, er þetta ritar, sé -4> þó kunnugt um, hve langt fyrir- greiðsla nær í öðrum höfnum en fyrrnefndri. Það gæti verið hagstætt ís- lendingum að geta fengið ís, olíu og aðrar nauðþurftir í höfnum sunnar i Grænlandi en Færeyingahöfn er, sem er norð- arlega, og þá ekki síður að eiga athvart í vondum veðrum með viðgerðir og annað því um líkt. En þó margir íslendingar hafi löngum talið Grænland sitt land, þá er nú sjálfsagt ekki nærri slíku komandi. AKRANES Smokkfiskveiðar 5 bátar komu í fyrradag með smokkfisk, sá hæsti var með 9 tunnur. Áður í vikunni höfðu bátarnir komizt út og fengu þá 10—12 tunnur á skip. Þetta er það eina, sem er að segja fi'á sjónum, það er mesta deyfð yfir öllu. Flestir hættir á reknetjum Allir bátar eru nú búnir að taka reknetin úr þátunum nema tveir, sem ætla að reyna, ef tíð lagast, Guðmundur Þorlák- ur og Ásbjöm, báðir á vegum Haraldar Böðvarssonar & Co. Farið er með hvern bát til Reykjavíkur jafnóðum og netin hafa verið tekin úr þeim vegna slæmra hafnarskilyrða eins og er, þar sem ekki er hægt að leggja þeim í bátakvína. Miklar hafnarbætur í bátakvínni eru Þjóðverjam- ir með ýmsar framkvæmdir, svo sem ker, sem þeir eru að steypa í, og ýmislegt annað viðkom- andi hafnargerðirmi. Svo sem kunnugt er mistókst að ná upp stóm keri, sem setja átti við aðalhafnargarðinn. Nú er verið að þétta þetta ker og útbúa á annan hátt til þess að lyfta því, m. a. með þrýstilofti. Er búizt við, að þessum undir- búningi verði lokið um miðjan október. Þá er búið að steypa 5 lítil ker, sem eiga að koma við bryggju sementsverksmiðjunnar. Er búið að sökkva einu þeirra. Lokið er líka við að steypa ofan á garð, sem körin eiga að koma framan við. Má segja, að verki þessu miði vel áfram. Á fyrsta starfsdegi Verzlun- arsparisjóðsins var þar margt um manninn. Alls voru opnað- ir um 200 reikningar og a® sjálfsögðu voru allir að lcggja inn. Mynd þessi var tekin í gær- morgun í afgreiðslu spari- sjóðsins og sýnir hún ösina við afgreiðsluborðið. — Ljósm. Sigm. M. Andrésson. VESTMANNAEYJAR Ördeyða Mikil deyfð er yfir öllu, sem lýtur að sjónum, engin reknetja- síld, engar togaralandanir og þeir fáu bátar, sem róa með línu, sem eru eitthvað 5 að tölu, hafa aflað lítið, allt niður í V2 lest í róðri. Mestallur aflinn er ýsa. Má segja, , að óvanalega tregt sé um þetta leyti árs. Kauptrygging dregur ur útgerð Fyrir tveim, þrem árum var komið á kauptryggingu, einnig á haustin, áður var hún ékki Framh. á bls. 23 5 > 6 Nll Ifll DÆGURLAGASÍÍNGVAKAR KtlTII á kvöldskemmtun í Austurbæiarbíói næstk. briðiudaeskvöld klukkan 11.15 Aðgöngumiðasala í Hljóðfærahúsinu, Bankastræti 7 * Sigrún Magnúsdóttir, Guðjón Matthíasson, Marín Guðveigsdóttir, Sigurður R. Björnsson, Ingibjörg Leifsdóttir, Örn Egilsson, Herdís Björnsdóttir, Gunnlaugur Hjálmarsson og Sigurlaug Björnsdóftir. y) Hljómsveit Árna Ísleiís Z aðstoðar Kynnir: Svavar Gests *ro\k Ennfremur skemmta með S gamanjjáttum leikkonurnar q Emelía Jónasdóttir og Nina Sveinsdóttii \ >«g\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.