Morgunblaðið - 30.09.1956, Síða 16

Morgunblaðið - 30.09.1956, Síða 16
16 M OKCVlVTtLAÐlfr Sunnudegur 30. sept. 1051 Rætt við Guðmunð Jáiisson buðhísviið 111 úru ú morgun ÞAÐ er farið að hníga til homs. Hjá því verður ekki komizt. Hundrað ár eru langur tími, ekki 3izt í augum þeirra sem enn hafa akki lagt þrjátiu að baki. — Þeg- ar ég heimsótti Guðmund Jóns- son í litla herbergið hans á Elli- heimilinu, þar sem hann ríkir eins og konungur og hefur ekki við að þakka „blessuðu kven- fólkinu sínu“ fyrir umönnunina, féll ég í stafi yíir þessum aldraða æskumanni. Aldrei hvarflaði það að mér, á meðan ég ræddi við hann, að hann bæri heila öld- á herðum sér: hálfsjötugur, það væri sanni nær. Hann er ræðinn og skemmtilegur, svo að af ber, gáskafullur, en þó alvörumaður undir niðri og hefur ánægju af að rifja upp ýmislegt það sem á dagana hefur drifið. Og hann man sannarlega tvenna tímana. Hann hefUr séð heilt þjóðfélag mótast og verða til, brjóta af sér hlekki fátæktar og vanmáttar og fagna nýjum tíma og bjartari fiamtíð. Hannes Hafstéin var í fafarbroddi, þegar helzta áfang- anum var náð í margra alda sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. — Mér fannst hann bera af þeim öllum, segir Guðmundur, og hann veit, hvað hann syngur, því að liann er fimm árum eldri en Hannes! Samt er hann enn á meðal okkar; fjöifróður og spak- ur að viti eftir langa reynslu, ánægður með hlutskipti sitt í líf- inu, glaður og reiíur og kveðst hyggja gott til framtíðarinnar. — Ég kvíði henni ekki, segir hann, með kynlegum glampa í augunum. Hann ér blindur. Þeg'ar hann þrýsti hönd mína uppi á Elliheimili, vissi ég ekki að ég stóð augliti til auglits við mann sem mundi Sauðárkrók ó- byggðan. Þegar hann kom þar fyrst ungur drengur, var ekki eitt einasta hús á staðnum. Áður nöíðu verið þar tvær sjóbúðir sem bændur í nágrenninu höfðu notað til útræðis. Og nú fyrst fannst mér þessi eina öld vera orðin að mörg hundruð árum. Krókurinn ekki til! Ja, skárri er það nú fornesltjan. Ég verð víst að fara að trúa því að hann sé orðinn harla gamall, hann Guð- mundur, fyrst hann man Krók- inn óbyggðan. Grettir sá þar ekki heldur neitt hús — og hver var þá munurinn á 10. og 19. öld? ® • • ig er fæddur 1. október 1858, segir Guðmundur, þegar við erum seztir og farnir að rabba sarnan. — Foreldrar mínir bjuggu þá í Holtsmúla í Reynistaðasókn. Faðir minn var Jón Þorvaldsson frá Litlu-Gröf á Langholti, en móðir mín var Una Gissurardóttir, ættuð af Suð- urlandi. Ég var svo ungur, þegar ég fór úr föðurgarði, að ég spurði hana aldrei um ætt hennar. Ekki man ég hvenær foreldrar mínir eru fæddir, en þegar ég var á 10. ári sagðist móðir min vera kom- in á sextugsaldur. Hún hefur því verið fædd skömmu eftir alda- mótin. Faðir minn var heldur yngri. Hann var bóndi í Holts- múla, þangað til ég var á 11. ári, en þá brugðu þau búi vegna fá- tæktar. Heimilið var talsvert erfitt, við vorum fimm systkinin, en hin eru látin fyrir löngu. ÁTU SKINNBÆTUR Þetta var á árunum 1867 eða ’68. Þá var mjög hart í ári, allt fullt af ís og hey- og bjargar- skortur orðinn almennur. Faðir minn fluttist þá að Reynistað og hafði mig í skjóli sínu það ár. Þar bjuggu þá Einar, sem alltaf var kallaður umboðsmaður, ég hygg að hann hafi verið Stefáns- son, og Ragnheiður kona hans, móðir Kaírínar, konu Benedikts Sveinssonar. Hún var því amma Einars Benediktssonar skálds. Á Reynistað vorum við aðeins eitt ár, en þá svarf svo mjög að mönnum að bjargarskortur var jafnvel tilfinnanlegur á þessu ríka heimili, — Og á hverju lifðu menn þá aðallega? — Menn drukku mjólkina úr kúnum og átu dálítið af grjón- um. Annað var ekki að hafa á þessu harðindaári. Menn gátu eiginlega þakkað sínum sæla fyr- ir að þrauka af veturinn. — Og fólkið? Hvernig tók það bjargarskóftinum? — Það var alveg dæmalaust, hvað það gat verið rólegt. — Þegar við fórum síðar frá Reyni- stað, settumst við aftur að í Holts múla, þar sem systir mín og mað- ur hennar ætluðu að byrja bú- skap. Þar var eins og alls staðar annars staðar algjör skortur á öllum lífsnauðsynjum og hungr- ið svarf svo að okkur í 6. viku sumars, að við fórum öll á grasa- fjall og urðum að borða grasa- grautinn, eins og hann kom fyrir. Ég var á 12. árinu og ég man að það var mikill snjór í fjöllum. — Maður vaV.orðinn langhungrað eftir, hef líklega sofið fast, enda þreyttur. Þegar ég vaknaði um morguninn, var kornin sótsvört þoka — og allar ærnar týndar. — Útilegumenn? — Nei, ég varð aldrei var við neina útilegumenn og ekki álfa heldur. En svo ég haldi sögunni áfram, fór ég að leita ánna, er ég hafði fengið mér matarbita. Þeg- ar ég kem norður á fjallið, dreg- ur úr-mér allan mátt, svo að ég leggst fyrir og blunda stundar- korn. Þá kemur til mín kona, rauðbirkin, og segir við mig: Ærnar þínar liggja allar utan í Lágafellinu. Vaknaði ég þá af dvalanum, en um leið hVarf kon- an mér. Ég sé hana enn í hug- skoti mínu og eftir útlitinu að dæma hefur þetta verið föður- amma mín. Ég sá hana aldrei, en mér var sagt að hún hafi verið rauðbirkin og að öðru leyti lík þeix-ri konu sem vitjaði mín á fjallinu. — En það er af ánum að hana fyrir hann í 5 ár. En áður en ég fór til Sauðárkróks, var ég 3 ár hjá foreldrum mínum í Miklagarði. Þar höfðu þeir stofn- að bú sitt aftur. EKKERT HÚS — Þegar eg kom til Sauðár- króks í fyrsta skipti mjög ungur að aldri, var ekkert hús þar. Að vísu höfðu tvær sjóbúðir staðið þar, en það var fyrir mitt minni. — En þegar ég gerðist formað- ur hjá Claessen löngu síðar, vax Krókurinn farinn að vaxa úr grasi, enda var kominn talsverð- ur fjörkippur í útgerð og verzl- un á staðnum. Þar voru hinir mestu athafnamenn og get ég ekki annað sagt en mér hlýni um hjartarætur, þegar ég minnist þeixra. Einkum renni ég þakklát- um huga til Claessens sem reyndist mér ætíð hinn bezti drengur, og mér þykir vænna Um miðja 19. öld voru etnar skinnbætur hér á landi É‘ ur og ég held að grasagrautur- inn okkar hafi verið sælasti mat- ur sem ég hef bragðað. Þetta þyk- ir sennilega ótrúlegt nú á dögum og ég veit ekki, hvort það er rétt að verá að setja þettá á prent. Ég veit ekki, hvort þessu verður trúað. En svona var það. Það var jafnvel farið að sverfa svo að fólki að það sauð skinnbætur sér til matar. Þér er alveg óhætt að segja það. Annars man ég eftir þvi að einn maður í Staðahreppnum, Sveinn í Stói'u-Gröf, átti nokkra sauði, og fékk mágur minn sauð hjá honum með því skilyrði að hann greiddi honum að vori með framgenginni á og lambi. Veit ég svei rnér ekki, hvernig annars hefði farið. • • • Guðmundur man þetta allt greinilega. Og honum er fullljóst að hann er að segja mér frá fortíð sem löngu er grafin á spjöld sögunnar. Og vonandi kemur hún aldrei aftur. Hver mundi nú láta sér lynda ómeng- aðan grasagraut soðinn í vatni og ekkert annað dögum saman? Það er ekki undarlegt að hann skuli halda að æskan trúi honum ekki, þegar hann segir hörmungasögu þjóðarinnar í fáum orðum og opnar unga fólkinu sýn inn í heim sem það þekkir ekki. Þetta er enginn ævintýraheimur. Þetta er heimur raunveruleikans, eins og hann gat verið verstur: ís og hungur hafa kannski mótað þessa fámennu þjóð meira en nokkuð annað á undanförnum öldum. Það gat komið sér vel að vera ró- lyndur að eðlisfari. • • • En það gat líka tekið í hnúkana að skilja barn- ungur við foreldra sína og fá ekki að njóta ástar þeirra vegna fátæktar og skorts. Þá var ekki alltaf nóg að vera rólyndur. Ég sé á Guðmundi að þetta var erf- iður kafli í lífi hans. — Þegar ég fór að Holtsmúla, heldur hann áfram, réði faðir minn sig í sjálfs mennsku að Dúkj í Sæmundar- hlíð, en móðir mín var í Geita- gerði í húsmennsku hjá Jóni Þór- arinssyni, föður Þórarins á Hjalta bakka. Hann var náfrændi minn. SMALI í SVARTÁRDAL — Á þessum árum var ég ráð- iiin smali vestur í Svartáraal. Þá var nú siður að færa frá og varð maður að sitja yfir ánum nótt og dag. Frá þessum bæ var sel uppi í fjalli ,enda voru þar betri hag- ar, og stjórnaði húsfreyja búi ru þaðan. Ég var pasturslítill dreng- ur á þessum árum, en varð samt að vaka margar nætur yfir án- um, stundum kaldur og blautur, eins og gengur. Þá var það eina nótt, er ég var búinn að bæla ærnar, að ég lagðist fyrir — og sofnaði. Veðrið var gott, og vakn- aði ég ekki fyrr en morguninn segja að ég fann þær allar utan i fellinu, þar sem hún haíði vísað mér á þær. Þetta þykir nú kánnski ótrúlegt og draumóra- kennt nú á dogum, en sannleikur er það samt. SULTARTÍMABILINU LOKIÐ — Nú, og svo fórstu aítur til Skagafjarðar eftir Svartárdals- vistina? — Já. Eftir þetta var ég þrjú ár hjá Bjarna Björnssyni bónda í Glæsibæ og Iíkaði mér visiin hjá honum heldur vel. Annars eru þessi ár mér eklci sérlega minnisstæð. — Síoan fór ég til Þorleifs Jónssonar bónda að Reykjum á Reykjaströnd, þá 18 ára gamall. Og það voru góð um- skipti, skal ég segja þér. Þar hafði ég í fyrsta skipti allt sem ég þurfti, og þá fyrst fór mér að fara fram. Má heita að sultar- tímabilinu í lífi mínu hafi lokið, er ég kom að Reykjum. Ég var í fimm ár vinnumaður hjá Þor- leifi og tvö hin síðustu formaður fyrir lxann við Drangey. Þar var bæði veiddur fiskur og fugl. Fugl inn var veiddur á þann hátt að þrír flekar voru lagðir við stjóra og var faðmur á miili þeirra. Þeir voru bundnir saman með kaðli, og voru þetta kallaðar nið- urstöður. Hafði hver háseti þrjár niðurstöður. Svo voru þessir flekar egndir með snörum sem snúnar voru úr hrosshári, en „bandingi", oftast langvía, var bundinn á hverja niðurstöðu; og þegar blessaðir fuglarnir skriðu upp á flekana til að hvíla sig, lentu þeir í snörunum og festust. Aðallega veiddum við langvíu, en þegar fór að líða á sumarið, veiddum við mest álkur og lxmda — eða próíasta, eins og við köll- uðum þá oftast. Fuglamennirnir vitjuðu niðurstöðunnar á smá- bátum kvölds og morgna. FISKVEIDAR FRÁ DRANGEY — Þá voru einnig stundaðar fiskveiðar frá Drangey, eins og ég sagði áðan. Þær hófust seinni hluta maímánaðar. í fjörunni undir Hæringshlaupi i-eistu fiski- mennirnir sér birgi. Þeir fluttu þá torf og reftivið út í eyjuna. Þegar aliir voru komnir, voru skýli þessi þétt hvert við annað, enda var þá oft margt um mann- inn. Veiðarnar voru stundaðar íram á sumar, en á haustin lagð- ist „plássið" í eyði og beið þess að fiskimennirnir kæmu aftur að vori. — En segðu mér, Guðmundur, varstu aldrei á Króknum á þess- um árum? — Jú. Þeir áttu sinn vöruílutn- ingabátinn hver faktorarnir á Saúðárkróki, þeir Stefán faktor, Kristján Popp og Valgarðyr Claesson. Fiskurinn var saltaður í Drangey og þangað þurftu þeir því að -lytja saltið. Skip Claes- sens hét Lukkan og var ég með um hann en alla aðra vandalausa menn. • • • Guðmundur leggur mikla áherziu á þessi orð. — Tryggð hans nær langt út yfir gröf og dauða og vafalaust kann gamli faktorinn á Sauðárkróki að meta það. Þetta er órofa tryggð skagfirzka sveitapiltsins sem þurfti að berjast áfram í kaldri veröld, já, kaldri og stund- um miskunnarlausri veröld, og var þakklátur hverju vinaibragði og trausti, sem honum var sýnt. Þetta var tryggð fátæka vinnu- mannsins við húsbónda sinn — og jafningja. Er ég spurði Guð- mund, hvoi~t honum væri ekki einhver sérstakur atburður minn- isstæður frá þessum árum, sagði hann að nóg væri komið af svo góðu, en þegar ég benti honum á að menn yrðu ekki hundrað ára nema einu sirrni á ævirmi og fæstir gætu í þokkabót státað af svo háum aldri, féllst hann á að við röbbuðum saman stund- arkom í viðbót. Rifjaðist þá upp fyrir honum einstæð ferð í verið og ætlar hann nú að segja oklc- ur frá henni. Steinunn yfirhjúkr- unarkona hefir borið á borð ilm- and.i kaffi og kökur, svo að gamli maðurinn er í essinu sínu og lít- ur ekki einu sinni við flóuðu mjólkinni sem hann drekkur venjulega. — Það var frostaveturinn 1880 —81, segir hann um leið og við súpum á, við lögðum land undir fót og fórum suður á Álftanes að venju. Það var siður ungra Skagfirðinga á þessum árum að ganga suður í verin til sjósókn- ar. Vermenn áttu að vera komn- ir hver að sínu rúmi á Kyndil- messu 2. febrúar, en út af því vildi nú bregða, eins og gengur, enda var það undir tíðinni kom- ið, hvemig ferðin gekk. Ég sótti fimm vertíðir suður á Álftanes, en þessi ferð er mér minnis- stæðari en hinar vegna þess, hversu vel hún gekk. Það var hörkufrost, komst meira að segja upp í 20 gráður, og rifahjarn um allt, ár og stórfljót lögð, hvergi neinir farartálmar og gátum við gengið suður á nes á 6 dögum. Þótti það einsdæmi. Við gengum suður sern leið liggur um Húna- vatnssýslur og Borgarfjörð, nið- ur Andakýlinn, suður yfir Skaxðs heiði og að Katanesi á Hvalfjarð- arströnd. Þar vorum við vanir að fá ferju yíir fjörðinn, en í þetta skipti þurftum við hennar ekki með, þar sem við gátum gengið á ís yfir Hvalfjörð. Eru þess fá dæmi. Þaðan gengum við svo sem leið lá suður á Álfta- nes. — Og gáfu þessar verferðir þá mikið í aðra hönd? — Onei. Það var nú heldur lítið upp úr þeim að hafa oft og tíðum. Sumir voru upp á hlut og [fengu þetta 40—50 krónur yfir vertíðina. En það var nú annað verðlag þá en nú tiðkast. — En segðu mér, áður esi við höldum áfram, hittirðu aldrei Bólu-Hjálmar í Skagafirðinum? — Jú, svarar Guðmundur og hýrnar nú heldur en ekki yfir honum. — En ég sá hann þó að- eins einu sinni, blessaðan karl- inn. Hann var stór og hrikaleg- ur þriggja álna maður eða meira, en gáfulegur var hann. Það var illa farið með hann eins og fleiri í þá daga, bætir Guðmundur við heldur daprari í bragðL AF BÓLU-HJÁLMARI — Þú hefur auðvitað heyrt margar sögur aí karii í æsku þinni? — Já, eitthvert slangur. í svip- inn man ég eftir þessum tveim- ur: Einu sinni sem «ftar var hann að koma úr kaupstað og hitti þá mann nOkkurn sem hef- ur víst verið skáldmæltur, því að hann orti eftirfarandi vísu um Hjálmar: Þó að vitið vist þér hjá vera nálægt kunni, báðum megin berðu ei á bagga af aðgæzlunni. Það var víst að snárast af hj& gamla manninum. — Annað sinn mætti hohum maður nokk- ur og segir við hann: „Léttir trússar hjá þér núna, Bjálmar minn“. „Neí, það eru dráps- klyfjar“, svarar Hjálmar, „loforð annars vegar, en svik hins veg- ar“, — Annai's var nóg af skáld- xxm í Skagafirði á þeim árum og ófáar vísurnar sem flugu um héraðið. Kannski þær hafi bætt mönnum hungrið, ég veit það ekki. — Ég sagði áðan að það hafi verið lítið að hafa í aðra hönd á þessum árum-, enda voru þetta fiskileysisár. En þó að ýmsirhafi ekki borið mikið úr býtum í þessum suðurferðum, þá græddi ég meira en aðrir, því áð örlaga- dísirnar voru hliðhollar mér: ég kynntist konunni minni í Reykja- vík. Það er mesta hamingja sem mér hefur hlotnazt á lífsleið- inni. Hún hét Oddný Þórdís Halldórsdóttir, elskuleg kona, dó 91 árs gömul hér á Elliheimilinu fyrir nokkrum árum. Hún var dóttir Halldórs Jörundssonar út- gerðai'manns frá Haukshúsum á Álftanesi. Við eignuðumst eina dóttur, en hún lézt í blóma lífs- ins, aðeins 19 ára gömul. KVEDJU SKILAÐ — Vorið 1883 fluttumst við norður til Miklagarðs og loks til Sauðárkróks, þar sem við bjugg- um síðan í 18 ár. Ég hóf búskap- inn með 60 króna sliuld sem var talsverður peningur í þá daga, en það gekk samt allt saman vel, enda áttum við trygga og góða vini sem alltaf reyndust hinar mestu hjálparhellur, þegar í nauðimar rak á frumbýlingsár- unum. Vil ég einkum minnast foreldra vinar' míns, Ludvigs C. Magnússonar, Magnúsar Guð- mundssonar verzlunarþjóns hjá Popp og konu hans, fxrú Mar- grétar. Þau voru einstaklega mæt hjón og mig langar til að biðja þig að flytja henni kveðju mína. Hún liggur nú í sjúkrahúsi fyrir norðan. Er hún sennilega komin yfir nírætt og ég held hún sé eini kunninginn frá þessum ár- um sem enn lifir. — En við hvað starfaðir þú aðallega á Sauðárkróki eftir að þú fluttist þangað aftur? — Ég var oftast við sjó- mennsku. Síðar tók ég að mér fiskverkun fyrir Claessen og lík- aði það mun betur, enda hafði ég meira upp úr því. — En var ekki lífið á Krókn- um heldur fábreytt á þessum árum? — Jú, það var ósköp dauft yfir því. Skömmu fyrir aldamót- in var þó talsvert blómlegt verzl- | unarlíf þar. Og 1887 var stofnað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.