Morgunblaðið - 30.09.1956, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.09.1956, Qupperneq 24
. Veðrið Norðan Italdi léttskýjað 224. tbl. — Sunnudagur 30. september 1956 Reykjavíkurbréf S já. bls. 13. Iðjufélagar, rekið flugu- ; menn kommúnista af höndum ykkar Munið x-B listinn Kosnint/u lýkur í dag ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLAN um kjör fulltrúa Iðju á Alþýðusambandsþing heldur áfram kl. 10 árd. í dag og lýkur kl. 6 síðd. Kosið er í skrif&tofu félagsins Þórsgötu 1. Listi lýð- r-æðissirma er B-listinn. AXJMLEG AFSÖKUN ÞJÓÐVILJANS Greinilegt er af Þjóðviljanum í gær, að kommúnistar óttast mjög afleiðingamar af því ger- ræði sínu að strika um 600 Iðju- félaga út af kjörskránni. Reyna þeir á mjög aumlegan hátt að afsaka það háttalag félagsstjóm- arinnar að svipta um 40% með- limanna atkvæðisrétti. Ásaka þeir Iðjufélaga fyrir það, að þeir hafi ekki sótt um inngöngu í félagið og tekið skírteini. En þessir háu herrar sem taka sér slíkt dómsvald yfir Iðjufélögum skýrðu ekki frá því, að öllum þeim mörgu Iðjufélögum, sem óskuðu að fá skírteini nú síðustu daga var þverlega neitað um það af Birni verkstjóra og sendli hans, Halldóri, sem telur sig starfsmann Iðju og fær kaup frá félögunum til þess svo að geta níðst á þeim. Heldttr næstu NEITAÐ UM SKÍRTEINI Það er þó algild venja í öllum verkalýðsfélögum, að þeir félag- ar, sem þess óska fái nafn sitt á kjörskrá uppfylli þeir þau skil- yrði, sem sett eru í lögum fé- laganna. í lögum Iðju segir ekk- ert til um það, á hvaða tíma sækja eigi félagsskírteinin. Yfir- klór Þjóðviljans í þessu efni er því ekkert annað en aumleg blekking og gerð til þess eins, að breiða yfir það gerræði, sem hin kommúnistiska stjóm Iðju hefur gert sig seka um gagnvart félögunum. AFSKIPTI KOMMÚNISTA- FLOKKSINS Kommúnistar telja nú að aðför þeirra að Iðjufélögum muni tak- ist eftir það að búið er að strika tóran hluta af andstæðingum oeirra í félaginu út af kjörskrá sg setja alla Rússadindla komm- únista í Reykjavík í gang til þess að leita uppi Iðjufélaga og reyna að blekkja þá til fylgis við þá stjórn, sem virðist hafa það helzta markmið að níðast á félögum þeim, sem þeir telja sig umbjóðendur fyrir. Iðjufélagar! Gefið sendimönn- um kommúnista verðuga ráðn- ingu. Mætið á skrifstofu B-list- ans í V. R. III. hæð og veitið aðstoð við kosningarnar. — Munið x B-listinn. Békin er lampi fóta vorra Frá opnun norsku bókasýningarinnar NORSKA bókasýningin var opnuð í Listamannaskálanum kl. 2 í gær að viðstöddu fjölmenni. Meðal gesta voru forsetahjónin og ráðherrar. Pétur Olafsson, forstjóri ísafoldarprentsmiðju, bauð gestina velkomna, en síðan flutti Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, stutt ávarp. Hann kvað bókina vera hornstein íslenzkrar tungu og menningar. Margt tengdi Norðmenn og íslendinga, en stór- brotnasta tákn skyldleika þeirra væri bók — Heimskringla, hið mikla verk Snorra Sturlusonar. píanótónleikana hér í bæ LAMPI FÓTA VORRA Sendiherra Norðmanna, Tor- geir Andersen-Rysst, tók því næst til máls. Hann kvað það stór an atburð að norsk bókasýning væri opnuð á íslandi. Bókin væri I lampi fóta vorra og ljós á vorum ; vegum. Sá lampi hefði lýst ís- lenzku þjóðinni um margar ald- ir. Á íslenzka tungu hefðu meist- araverk verið rituð. En bókin hefur einnig lýst okkur Norðmönnum á erfiðum tímum, sagði sendiher’rann. Minntist hann síðan hins mikla starfs Snorra Sturlusonar. Bó' in væri bjargvættur íslending og Norðmanna. Gildi bór menntanna færi vaiíandi í öi' um löndum. STYRKIR MENNINGAR- SAMBANDIÐ Sendiherrann þakkaði síðan öllum þeim, sem unnið hefðu að þessari bókasýningu og þá sér- staklega ísafoldarprentsmiðju. Kvaðst hann vona að sýningin myndi styrkja menningarsam- bandið milli fslands og Noregs. Lýsti sendiherrann sýninguna síð an opnaða. Að lokum talaði Öivind S. Berggrav fyrir hönd norskra óókaútgefenda í forföllum Har- 'ld Grieg, sem ekki gat komið il landsins vegna forfalla. Ræddi ann um sýninguna og kvað ara á henni bækur, sem bæði tðu vakið gleði og gremju aðal Norðmanna. Gestir skoðuðu síðan sýning- .ina, sem er hin glæsilegasta. Lántsðu mér 200 kr. ffeffn dönskutn hjór! Ósvífinn peningasSáttumaður'4 á ferð NÆSTU tónleikar á vegum Ton- listarfélagsins eru píanótónleikar sem Guðmundur Jónsson pinaó- leikari og kennari við Tónlístar- skólann heldur á vegum félagsins í Austurbæjarbíói ó miðvikudag- inn. Leikur Guðmundur verk eft- ir Chopin, Beethoven, Ravel, Debussy og Paganini-Liszt. «lárn$miðir: Kosningunni lýkur kl. 6 MUNIÐ að kosningu í fél- agi Járniðnaðarmanna lýk- ur í dag kl. 6. Kosið er á skrifstofu félagsins í Kirkju hvoli. - Listi lýðræðissinna er B-listinn. KLUKKAN um hálf níu í fyrramorgun var hringt á dyrabjöllu hjá borgara einum í Reykjavík. Húsmóðirin fór til dyra og kom inn með þau skilaboð að ókunnur maður vildi tala við húsbóndann. Er húsbóndinn kom til dyra heils aði komumaður kunnuglega. Húsbóndinn þekkti manninn ekki, svo hann sagði til sín og kvaðst vera sjómaður. Þrátt fyrir það kannaðist húsbónd- inn ekki við komumann, en þar sem hann umgengst og kynnist mörgum mönnum í öllum stéttum, Iét hann ekki á neinu bera og heilsaði mann. inum vingjarnlega. Maðurinn bar upp erindi sitt. Kvaðst hafa komizt yfir erlendan gjaldeyri og þyrfti að leysa hann út nú þegar. Sig vantaði 140 krónur. Bað hann um þær að Iáni. Húsbóndinn, sem er greiðvikinn maður, hugsaði sem svo: þar eð mað- urinn þekkir mig, heimsækir mig svona snemma morguns þá hlýfur þetta að vera hrekk- laust, þó ég ekki komi mann- inum sjálfum eða nafni hans fyrir mig. En svo stóð á að húsbónd- inn hafði handbærar 200 kr. (ekkert i smáu) og kvað komu mann geía fengið þær að láni. Komumaður spurði þá, livort hann vildi fá danskan bjór í greiðslu og iiiisbóoUinn kvaðst ánægður með það! Húsbóndinn sagði síðan frá Fmilía Jónasdóttir og Valdemar Helgason í hlutverkum álfanna. Hlóturinn glnmdi í Sjúlf- stæðishnsinn í fyrrobvðld ÍFYRRAKVÖLD sýndi Kontra-bandið revýu sína „Svartur á nýjan leik í fyrsta sinn í Sjálfstæðishúsinu. Var fjöldi óhorfenda og revýunni frábærlega tekið. Hlógu menn óspart og skemmtu sér konunglega, enda má segja að hvej- „brandarinn" hafi rekið annan. Mun óhætt að fullyrða að þetta sé ein allra bezta skemmtun af þessu tagi, sem hér hefir' sézt um langt skeið. Revýan er breytt frá í vor til mikilla bóta, vel sett upp af Rúrik Haraldssyni, vel sam- inn og skemmtilega leikin. NÚ eru skólarnir að byrja og veldur það miklum breyting- um á útburðarstarfsliði blaðs- ins. Má því búast við að það verði nokkrum erfiðleikum bundið að koma blaðinu til kaupenda a. m. k. fyrstu daga mánaðarins. Að sjálfsögðu verður allt gert til að flýta fyrir útburðinum. Utanríkisráðherra farinn til Washington UTANRÍKISRÁÐHERRA Emil Jónsson fór laugardaginn 29. september flugleiðis til Banda- ríkjanna til þess að undirbúa upptöku samninga um endur- skoðun varnarsamningsins milli fslands og Bandaríkja Ameríku frá 1951. f fylgd með ráðherranum er Henrik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóri. (Utanríkisráðuneytið). viðskiptum sínum og þessa ó- kunna manns. Einn vina hans gat frætt hann á því, að þessi ókunni maður væri óvalinn róni og „peningasláttumaður" sem haft hefur peninga út úr fjölmörgum mönnum, með því að koma svona kankvíslega fram við þá! Húsbóndinn mun hafa spurzt fyrir um það, hjá saka- dómara, hvort ekki væri hægt að hafa hendur í hári þessa manns. En svo mun vera, að maður- inn segir alltaf til síns rétta nafns og biður um lán — oft- ast með loforði um greiðslu í erlendum bjór. Það er ekki saknæmt athæfi að biðja um lán, það er á ábyrgð þess er lánar. En nú eru menn varaðir við að láta blekkjast af háum grönnum manni, sem segir til nafns síns og biður um lán upp á gamlan kunningsskap og danskan bjór. Hann er vin- ur allra, meðan mann er að svíkja út peninga. Or. Kristinn Gyðnuinds- son sendiherra í London — lians Andersen ambassador hjá 110 HINN 28. september 1956 skipaði forseti íslands dr. Kristinn Gtíð- mundsson sendiherra íslands í Bretlandi. Sama dag skipaði forseti fs- lands Hans G. Andersen ambassa- dor íslands hjá Norður-Atlants- hafsbandalaginu (NATO) og Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu (OEEC) með aðsetri i París. (Utanríkisráðuneytið). Umf erðarljós bila í Bankastræti MEIRIHÁTTAR bilun hefur orðið á einu umferðarhorni Reykja- víkur, á mótum Skólavörðustígs Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Slokknaði á ljósunum fyrir tveim dögum. Hefur lögreglan orðið að hafa tvo lögreglumenn til að stjórna umferðinni þar á mesta annatímum dagsins. í gær voru Ijósin ekki enn komin í lag. SALA á miðum í Happdrættl Sjálfstæðisflokksins heldur áfram í dag. Skrifstofan verður opin kl. 9—12 og 1—5, sími 7100. Með þvi að kaupa miða fáið þér tækifæri til að eignast glæsi- lega Hudson Rambler bifreið (modcl 1956). Jafnframt styðjið þér starfsemi Sjálfstæðisflokks- ins. Þeim sem áhuga hafa á sérstök- um númerum er bent á að velja þau strax í dag. Vér sendum miðana til þeirra er þess óska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.