Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. nðv. 1956
MORGinSttLAÐIÐ
13
Atlantshafsbandalagið
nauðsynlegra nú
en nakkru sinni
m
Umræður í norska StorþliMfimi
ISÍÐU&TU VIKU fóru fram í norska Stórþinginu umræður um
utanríkismál, og hélt Halvard Lange utanrikisráðherra þar
langa ræðu og gerði grein fyrir viðhorfum norsku stjórnarinnar
til heimsviðburðanna. Ræddi hann m. a. um afskipti S. Þ. af
ástandinu í Ungverjalandi, en eins og kunnugt er, samþykkti
Allsherjarþingið með 50 atkvæðum gegn 8, en 15 sátu hjá, tillögu
Bandarikjanna um, að Rússar kölluðu heim heri sína frá Ung-
verjalandi, og að landið fengi fuilt sjálfstæði með frjálsum kosn-
ingum. Meðal ríkjanna sem sátu hjá voru Indland, Burma, Ceylon,
Indónesía, Júgóslavia og Finniand. Sagði Lange, að leitt væri til
þess að vita, að forusturíki Asiu, sem annars hefðu alltaf barizt
fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða, skyldu hafa látið undir höfuð
leggjast að taka ákveðna afstöðu í þessu alvarlcga máli. Hann
sagði ennfremur: „fhlutun Sovétrikjanna í mál Ungverja er ekki
aðeins átakanlegur mannlegur og þjóðernislegur harmleikur fyrir
nngversku þjóðina. Hún er augljóst og alvarlegt brot á sjálfri
Stofnskrá S. Þ., og hún hefur í einu vetfangi stóraukið hinar
pólitísku andstæður álfunnar og skapað hættulegt ástand. Aðgerð-
ir Rússa í Ungverjalandi gera það deginum ljósara, að valdhaf-
arnir í Sovétríkjunum munu ekki fallast á það, að nokkurt land
brjótist undan pólitískum og hernaðarlegum yfirráðum þeirra. Þess
vegna þoldu þeir ekki, að ríkisstjórn Nagys segði sig úr Varsjár-
bandalaginu og lýsti yfir hlutleysi Ungverja, og heldur ekki, að
hún lofaði frjálsum kosningum og nam úr gildi alveldi kommún-
istaflokksins.
Með því ástandi, sem skapazt
hefur við vopnaða íhlutun Rússa,
getum við ekki gert annað en
senda Sovétríkjunum alvarlega
áskorun um að þvinga ekki hina
hrjáðu ungversku þjóð undir nýja
ógnarstjórn. Við Norðmenn við-
urkennum þá ósk og þörf Sovét-
ríkjanna að tryggja öryggi sitt.
En við getum aldrei viðurkennt,
að slík ósk réttlæti íhlutun í
innanríkismál lítils lands, þegar
hún gengur í herhögg við vilja
íbúanna. öll norska þjóðin fylgd-
ist með frelsisbaráttu Ungverja af
samúð og óskiptri hrifningu. Við
förum ekki í launkofa með
gremju okkar yfir þvi, að Sovét-
ríkin beita vopnavaldi til að
þvinga til undirgefni við sig
þjóð, sem hefur sannað vilja sinn
til frelsis og sjálfstæðis með slík-
um hetjudáðum“.
ALLIR ÁBYRGIR
Þá vék Lange að atburðunum
við austanvert Miðjarðarhaf og
sagði m.a.: 'Sem meðlimir S. Þ.
verðum við allir — og þá eink-
um stórveldin, sem hlut eiga að
máli — að taka á okkur ábyrgð-
ina á þeim atburðum, sem gerzt
hafa fyrir botni Miðjarðarhafs".
„í augum Norðmanna gerðu vinir
okkar í Bretlandi og Frakklandi
bara illt verra með því að skerast
í leikinn á þann hátt sem þeir
gerðu", sagði hann og benti um
leið á, að betra hefði verið að
láta S. Þ. koma á friði milli
ísraels og Egyptalands.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
Á SAMA TILVERURÉTT
OG ÁÐUR
Þegar Lange ræddi um hlut-
verk Atlantshafsbandalagsins,
sagði hann m. a.: „í því viðsjár-
verða ástandi, sem nú hefur
skapazt, koma alltaf fram raddir
í hinum smærri löndum, sem
segja: Við skulum draga okkur
út úr þessu öllu saman — út í
okkar litla horn í heiminum, svo
við komumst hjá því að blanda
okkur í og bera ábyrgð á því,
sem gerist úti í lieimi. Slíkur
flótti til einangrunar er ósk-
hyggja — hættuleg óslthyggja.
Þeir hlutir, sem gerzt hafa
umhverfis okkur, hafa í engu
breytt þeirri staðreynd, að
andstæður stórveldanna eru
enn svo gertækar, að þær
koma í veg fyrir lausn á
öryggismálum okkar innan
hins alþjóðlega ramma S. Þ.
Ennþá eigum við langt í land
að ná samkomulagi um afvopn
un undir alþjóðlegu eftirliti.
Ennþá eru veigamikil deilu-
mál í Evrópu, Asíu og nálæg-
um Austurlöndum óleyst.
Harmleikurinn, sem nú á sér
Halvard Lange
stað í Ungverjalandi, hefur
með grimmilegum greinileik
afhjúpað þá staðreynd, að
höfuðdrættirnir í hinni hern-
aðarlcgu og stórpólitísku mynd
heimsins hafa ekki breytzt —
a. m. k. ekki til hins betra.
Þau rök, sem fengu okkur til
að taka þátt í Atlantshafs-
bandalaginu fyrir sjö og hálfu
ári, hafa í engu misst gildi
sitt síðan“.
GAT EKKI VARIÐ RÚSSA
í umræðunum á Stórþinginu,
sem fóru fram eftir ræðu utan-
ríkisráðherrans, tóku ýmsir til
máls. Fyrstur talaði formaður
utanríkismálanefndar, Sundt, og
sagði, að atburðir síðustu vikna
hefðu staðfest það, að utanríkis-
stefna Norðmanna væri rétt, ekki
sízt að því er varðaði öryggis-
mál. Hrósaði hann utanríkisráð-
herra fyrir röggsemi og framtak
á þeim hættulegu tímum, sem
við nú lifum á.
Fulltrúi kommúnista, Lövlien,
gagnrýndi blöðin fyrir æsileg
skrif um heimsástandið, en sagði
að samkvæmt hans áliti ætti
ekki að vera erlendur her í
nokkru landi, hvorki í austri né
vestri. Sagði hann, að herir Rússa
yrðu kallaðir heim frá Ungverja-
landi, strax og þeir hefðu skapað
þar frið og öryggi. Hins vegar
kvaðst hann ekki sem formaður
kommúnistaflokksins geta varið
vopnaða íhlutun Rússa, enda
væri hann fylgjandi hjálparstarf-
semi norsku stjórnarinnar við
ungversku þjóðina. Að því er
tæki til atburðanna við austan-
vert Miðjarðarhaf, þá kvaðst
hann hafa búizt við þvi, að utan-
ríkisráðherra fordæmdi árásina
þar jafnhart og árásina á Ung-
verja.
ATBURÖIR f UNGVERJA-
LANDI OG EGYPTALANDI
ÓSKYLDIR
Fulltrúi ífaaldsflokksins, Ham-
bro, kvað Rússa eiga meginsök
á atburðUnum við austanvert
Miðjarðarhaf, þar sem þeir hefðu
vopnað Arabaríkin og stutt þau
til árásanna á ísrael. Hann benti
á f jarstæðuna í því að leggja at-
burðina í Ungverjalandi og
Egyptalandi að jöfnu, þar sem
Egyptar hefðu rofið aHa samn-
inga og stuðlað manna mest að
óróanum i rikjum Araba. Hins
vegar kvað hann atburði siðustu
vikna hafa leitt það í ljós skýrar
en nokkru sinni fyrr, að nauð-
synlegt væri að efla og styrkja
á allan hugsanlegan hátt sam-
starf aðildarríkja Atlantshafs-
sáttmálans.
Fulltrúi Verkamannaflokksins,
Löberg, kvaðst upphaflega hafa
greitt atkvæði gegn inngöngu
Norðmanna í Atlantshafsbanda-
lagið, en nú væri það fásinna
að ganga úr bandalaginu.
Malik fær mótmælaorðsendin^u
Skorað ó brezkn þegna oð koupa
ekki rnssneskor vðror
Lundúnum 9. nóv. — Frá Reuter.
MALIK sendlráðherra Rússa í Lundúnum tók í dag á móti sendi-
nefnd verkalýðssambandsins brezka, en hana skipuðu menn
frá Verkamannaflokknum, verkalýðsfélögunum og samvinnufélög-
unum. Sendinefnd þessi afhenti sendiráðherranum mótmælaorð-
sendingu vegna athafna Rússa í Ungverjalandi.
KAUPIÐ EKKI
RÚSSNESKAR VÖRUR
^ Framkvæmdanefnd sam-
bands flutningastarfsmanna
1 Englandi sem situr á fundi í
Lundúnum hefur skorað á alla
félaga samtakanna, að kaupa ekki
rússneskar vörur i verzlunum. —
Skuli þetta gert sem vináttu-
merki við Ungverja og til að
sýna andstyggð á aðförum Rússa.
Þetta samband telur 6 milljónir
félagsmanna.
ONNUR ASKORUN
0 Sams konar krafa um að
sniðganga rússneskar vörur
hefur verið gerð af alþjóðasam-
bandi kristilegra verkalýðsfélaga,
en það hefur aðalbækistöðvár
sínar í Brussei.
Someiginlegt félagsheimili
Héraðsbúa að Egilsstöðum
Menningarsamtök Héraösbúa beita
sér fyrir þvi
í JANÚARMÁNUÐI 1953 boðuðu
nokkrir áhugamenn til fundar að
Egilsstöðum til að ræða um
möguleika á að stofna til einhvers
konar félagsskapar á Fljótsdals-
héraði til framdráttar sameigin-
legum áhugamálum Héraðsbúa.
Kosin var nefnd manna til að
undirbúa félagsstofnun þessa og
boða til stofnfundar og semja
drög að starfsreglum fyrir fé-
lagið. Á tveimur stofnfundum var
svo formlega gengið frá félags-
stofnuninni, er hlaut nafnið
„Menningarsamtök Héraðsbúa".
Samtök þessi eru óháð öllum
stjórnmálaflokkum og markmið
þeirra er að stuðla að hvers kon-
ar umbótum og framförum á
Jljótsdalshéraði, vinna að þjóð-
sgri vakningu og varðveita þjóð
eg verðmæti frá glötun.
Samtökin vilja vinna að þessu
.narki með því að koma á árlegri
nokkurra daga samkomu, þar
sem fram færu erindi og umræð-
ur um menningar- og framfara-
mál héraðsins, ásamt ýmsum
skemmtiatriðum, í líkingu við
bændanámskeiðin, er um langt
skeið voru haldin á hverjum vetri
í Eiðaskóla og voru einltar vin-
sæl.
SAMEIGINLEGT
FÉLAGSHEIMILI
Annað stefnumál þessara sam-
taka er að komið verði upp sam-
eiginlegu félagsheimili fyrir allt
Héraðið, að Egilsstöðum, þar sem
mannfundir gætu fengið inni og
yrði jafnframt notað til leiksýn-
iriga, hljómleika og annarrar
menningarstarfsemi. Rætt hefur
verið um að þar yrði og til húsa
byggðasafn Austurlands og hér-
aðsbókasafn, þegar að því dreg-
ur að til þess verði stofnað.
Ýmislegt fleira hafa samtökin
á stefnuskrá sinni, er verða mætti
til menningarauka fyrir héraðið.
30 MANNA FULLTRÚARÁÐ
Á aðalfundi þessara samtaka
eiga sæti 30 menn, þrír úr hverj-
um hreppi héraðsins. Kallast þeir
fulltrúaráð og eru kosnir til
tveggja ára í senn af almennum
sveitarfundi viðkomandi hrepps.
Fimm manna framkvæmda-
stjórn annast um mál samtak-
anna á milli aðalfunda. Hana
skipa nú: Þórarinn Þórarinsson,
skólastjóri, sem er formaður; sr.
Pétur Magnússon, Pétur Jónsson,
bóndi, Egilsstöðum; Hrafn 'Svein-
bjarnarson, oddviti, Hallormsstað
og Snæbjörn Jónsson, bóndi,
Skeggjastöðum.
HÉRAÐSVAKA
í ÞESSUM MÁNUÐI
Fyrsta Héraðsvakan var haldin
í apríl 1954 að Egilsstöðum. Flutt
voru ýmis erindi um menningar-
og framfaramál Héraðsins með
frjálsum umræðum á eftir og
voru ýmsar samþykktir gerðar.
Gestur þessarar fyrstu vöku
var Helgi Elíasson, fræðlumála-
Framh. á bls. 23.
STAKSTEI^AH
Uggur og kvíði
Það bregst ckki, að alltaf þeg-
ar Framsókn situr í stjórn í sam-
vinnu við vinstri flokkanna renn
ur upp tímabil kyrrstöðu, uggs og
ótta.
Þannig komst greindur verka-
maður vestur á Fjörðum nýlega
að orði er ástand og horfur í ís-
lenzkum stjórnmálunr bar á
góma.
Þessi verkamaður hefur vlssu-
lega rétt fyrir sér. Núverandi
stjórn hefur ekki setið nema
nokkra mánuði að völdum. Engu
að síður eru áhrifin af tilvist
hennar tekin að gera áþreifan-
lega vart við sig. Sparifjársöfnun
í landinu er t.d. stöðvuð. Fyrri
hluta ársins var allmikil aukn-
ing sparifjár. Nú hefur hún ger-
samlega stöðvazt. Líkur eru jafn-
vel til þess, að aukningin fyrri-
hluta ársins etist upp á síðari
hlutanum.
Þannig rýrnar traustið á í»-
lenzkri krónu með hverjum
mánuði, sem stjórnin siwur.
Byggingar stöðvast —
atvinna minnkar
f húsnæðismálunum, þar sem
unnið hefur verið að nriklum og
nauðsynlegum umbótum undir
forystu Sjálfstæðismanna, hyllir
nú undir stöðvun og kyrrstöðu.
Mikill fjöldi íbúða er í byggingu
um allt land. En hinir nýju vald-
hafar hafa uppi stöðugar hótanir
um stöðvun þeirra. Tíminn
skrökvar því upp að mikill hliuti
þeirra séu „lúxusíbúðir“. — Sú
blekking á að réttlæta það frc.: '-
ferði að hindra fólk í að bæta úr
húsnæðisskortinum og þeim erf-
iðleikum sem af honum leiða.
Af samdrætti byggingafram-
kvæmdanna leiðir svo þverrandi
atvinnu.
Hin fyrsta vinstri stjórn, sem
sat á árunum 1934—1939 leiddi
atvinnuleysi og bágindi yfir ís-
lenzka alþýðu. Núverandi stjórn
virðist hafa öll skilyrði til þess
að verða ekki eftirbátur hennar
á sviði atvinnumála. Stefna henn
ar hlýtur að Ieiða til atvinnuleys
is og þrenginga.
Hefur aðeins skipað
nýjar nefndir
Hin nýja ríkisstjórn hefur ekk-
ert gert til gagns siðan liún sett-
ist í stóla sína. Hún hefur látið
við það eitt sitja, að skipa nýjar
nefndir og unga út bráðabirgða-
lögum um að fjölga mönnum í
eldri nefndum og ráðum.
Stjórnin hefur engin ný og
merk mál flutt á Alþingi. Gömul
skatta- og tollafrumvörp hafa
verið lögð til framlengingar á-
Iögum, sem kommúnistar og krat
ar hafa á undanförnum árum sagt
þjóðinni að væru tilræði við
hagsmuni hennar. Nú éta þeir
allt ofan í sig og samþykkja ÖU
gömlu skattafrumvörpin.
Traustleysi út á við
Þetta voru „afrek“ vinstri stjórn
arinnar inn á við. En út á við eru
þau ekki glæsilegri. Henni hefur
á örskömmum tíma tekizt að rýra
stórkostlega traust íslenzku þjóð-
arinnar og álit út á við. Á sama
tíma og forsætisráðherra íslands
lýsir því yfir, að hann telji svo
friðvænlegt í heiminum að nauð-
synlegt sé að gera ísland varnar-
laust, vekur ástandið í alþjóða-
málum ótta og skelfingu meðal
allra vitiborinna manna í öllum
lýðræðislöndum.