Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 8
% MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. nóv. 1956 - /8 Ferðalag um danska menningu Ekki rökræður, heldur líf, ekki umræður, heldur athafnir Jóhannes V. Jensen æilaöi ekki „að finna tilgang tilverunnar", heldur gefa heildarmynd af heimi nútimans I„Sögu Thomasar Friis'* sjáum við greinilegar en í nokkru öðru dönsku bókmenntaverki mörkin milli gömlu Danmerkur og Danmerkur nútímans — og fyrsta einkenni Danmerkur nú- tímans: Hrifningu af og innsýn í nýjar skoðanir. Það er eins og það hafi leyst andlegt líf úr læð- ingi, er menn köstuðu af sér fargi hinna gömlu viðurkenndu lífsskoðana. ★ ★ ★ Alls staðar verður þessi af- staða á vegi okkar, jafnvel hjá hinum angurværa J.P. Jacob- sen, sem talar um „stórviðris- fögnuð í ungum sálum“. — Menn álitu eins og Thomas Friis, að ný lífsskoðun reist á vísindunum, og því sannanleg, hefði flætt yfir landið, og inn- an skamms myndu allir hafna gömlu lífsskoðununum og til- einka sér hinar nýju. — Hin nýja menning náttúruvísind- anna myndi á skömmum tíma leysa kristilega menningu af hólmi. Meðal unga fólksins var í fuilri alvöru rætt um það vandamál, hvað gera ætti við þær 1200 kirkjur, sem til væru í Danmörku, þar sem menn eftir 5—6 ár yrðu hætt- ir að trúa á guð? ★ „GLATAÐAR KYNSLÓÐIR" En þetta var ekki eins auð- velt og einfalt og þálifandi kyn- slóð gerði sér í hugarlund. Að- eins áratug eftir „stórviðrisfögn- uð“ hinna ungu sálna, hinn mikla móð og hina óskertu frelsisþrá Thomasar Friis, verður á vegi okkar annar ungur Dani á þrí- víddarferðalagi okkar, fulltrúi kynslóðarinnar, sem lifir á ní- unda tug 19. aldarinnar. Hann heitir William Höeg, og er sögu- hetjan í skáldsögu Herman Bangs „Glataðar kynslóðir“ („Haablöse Slægter“). Hann er ættaður frá einu þorpinu á aust- urströnd Jótlands, lýkur stúdents prófi frá menntaskólanum í Sór- ey og heldur til Kaupmannahafn- ar, þar sem hann fær menntun sína eins og Thomas Friis áratug áður, og margt hefur breýtzt á þeim áratug. ★ ★ ★ William er ekki glaður. Hjá honum er engan „stórviðrisfögn- uð“ að finna. Hann glímir ekki eins og Thomas við trúarbrögðin og gömlu Danmörku. Trúin hefur ekkert að segja í hans augum, hann er nútímamaður, sem þarf ekki að fást við vandamál tíma- móta. En það er annað vanda- mál, sem sækir á hann: Hanrf er kominn af fornri ætt, einni alztu og frægustu ætt í landinu. En j blóð þessarar ættar er orðið út- þynnt, taugar hennar slitnar, hún er úrkynjuð. Ungi maðurinn horfir upp á föður sinn verða geðveikan. Og fullur af ótta við þennan skelfi- lega arf kemur hann til Sóreyjar til að lesa undir stúdentspróf. — Hann er áfram um að leggja sinn skerf til sögu Danmerkur eins og hans frægu forfeður hafa gert. En hann elur sífellt í brjósti sér ótta -*■ við arfinn. Þá kemur ágætur íeikari í skólann og setur gamanleik á svið með drengjun- um. William skarar fram úr, og leikarinn mikli segir við hann: Komdu til mín í Kaupmanna- höfn, þegar þú ert orðinn stúd- ent. Ég skal gera úr þér mikinn iistamann. Og allt í einu hefur William, veiklundaður og kvíðafullur, fengið viðfangsefni: Nú ætlar hann líka að drýgja dáðir. Er hann kemur til Kaupmannahafn- ar, leggur hann sig allan fram við viðfangsefnið. En honum mis- tekst, hann er ekki nægilega hraustur, líkamlegt þrek hans er ekki í réttu hlutfalli við metnað hans. Á síðustu æfingunni í Kon- unglega leikhúsinu fellur hann saman. Sálareldurinn slokknar, og hann er ofurseldur drunga- legum sljóleika. Hann liggur á legubekknum sínum og les — og hann les sömu erlendu höfund- ana, sem áratug áður náðu svo sterkum tökum á Thomasi Friis og blésu lifi í glæður sálarlífs hans. En hann les aðrar niður- stöður út úr kenningum „læri- meistaranna". í bókinni segir: „Hann tileinkaði sér fúslega hin- ar þægilegu kenningar nútíma- efnishyggju.... Það var heill- andi að velta sér í því að gefa frelsi viljans upp ó bátinn.... það var sefandi fyrir hann að sjá fituefnin gerð að einum mikil- vægasta þættinum í andlegu lífi. Honum fannst það hlægilegt, að þyngd heilans sem fituefnis væri undirstaða alls“. William Höeg fer í hundana. ★ HVERS VEGNA? Hvers vegna? Ekki vegna þess, að hann haldi fast við grundvöll gömlu lífsskoðan- anna. Öðru nær, af því að hann er RÓTTÆKUR nútíma- maður. Haitn er sammála Thomasi Friis um, að ekkert í .tilverunni skipti máli nema náttúran og það, sem þróast af henn. En sú hugsun fyllir hann ekki frelsistilfinningu eins og Thomas. Hann verður bölsýnismaður í stað þess að verða bjartsýnismaður. Ein- mitt sú staðreynd, að maður- inn er liður i vanagangi nátt- úrunnar, háður og skapaður af lögum hennar, veldur því, að maðurinn verður ófrjáls. William leggur allan sinn vilja- þrótt og allar sínar þrár í að vinna bug á ættararfinum. En það dugir ekki. Örlög mannsins ákvarðast ekki af vilja hans og óskum heldur af arfinum. Það er tilviljun, ef honum farnast vel. Oftast farnast honum illa. Lélegu erfðavísarnir mega sín meira, og framtíð úrkynjunar og hrörnun- ar bíður meirihluta mannkyns- ins. ★ TÁKNRÆNAR ÖFGAR Auðvitað er þetta allt þvergirðingslegt og einstreng- ingslegt. „Glataðar kynslóðir“ er fyrsta skáldsaga hins korn- unga Hermans Bangs. En öfg- ar hans eru táknrænar fyrir tímanna rás. í Danmörku varð bjartsýni og eining ekki allsráðandi í menningu nátt- úruvísindanna eins og Thomas Friis hafði boðað. í fyrsta lagi hélt mestur hluti þjóðarinnar sig á grundvelli hinnar gömlu kristilegu menningar, í öðru lagi skiptist nýja menningin í tvær gagnstæðar stefnur: Náttúruhyggju bjartsýninnar og böisýninnar. Og næsta kynslóð kemur fram á sviðið. Fulltrúi hennar er ekki söguhetja í skáldsögu, heldur skáld sjálfur, ljóðskáld — og ljóð skáld leggja ekki skoðanir sínar í munn tilbúnum persónum held- ur tala þeir frá eigin brjósti. Skáldið er Jóhannes Jörgensen, alþjóð kunnur sem eitt af okkar miklu skáldum — eins og Her- man Bang. ★ JÓHANNES JÖRGENSEN — ANNAR THOMAS FRIIS Hann er hinn dæmigerði full- trúi síðasta tugar 19. aldar. Hann ferðast frá Svendborg á Fjóni til Kaupmannahafnar, og því ferða- lagi gleymdi hann aldrei. Hann er að vissu leyti annar Thomas Friis. Hann kemur til Kaup- mannahafnar ungur stúdent, fyrirfram altekinn hinum nýju og róttæku hugsjónum. Hann verður ákafur fylgismaður bjart- sýnisnáttúruhyggjunnar, sem mið ar ótrauð að umbótum. Hann tek- ur að leggja stund' á dýrafræði og yrkir jafnframt stryttuleg — en athyglisverð ljóð í anda nátt- úruhyggjunnar. Hann leigði her- bergi hjá prestsekkju í Christians havn — gömlu, hlýlegu borgar- hverfi. Á borði hans úði og grúði af bókum sömu höfunda og hrifið höfðu Thomas og valdið William áhyggjum, en þar var einnig að finna dýrafræðileg gögn. Stór mynd af Darwin, gráskeggjuðum, hékk í sporöskjulöguðum ramma yfir borðinu. Prestsekkjan var mjög ánægð yfir þessari mynd, því að hún hélt, að þetta væri Grundtvig, hinn mikli danski predikari. En það var nú eitthvað annað .... ★ NÁTTÚRUHYGGJUMAÐUR OG NÚTÍMAMAÐUR Og þarna situr Daninn ungi og streitist við að vera eins mikill náttúruhyggjumaður og nútíma- maður og mögulegt er. Ljóst var, að gengi hann skilyrðislaust hina nýju leið, lægi línan beint frá viðurkenningu sannleikans gegn- um lausnina til hamingjunnar, „hinnar heiðnu hamingju". En þetta kemur ekki fram hjá Jó- hannesi Jörgensen. ★ ★ ★ Kvæði hans og ljóðrænar skáld sögur verða sífellt angurværari. Þær fjalla um ungan stúdent frá Svendborg, sem ekki gat lært að kunna vel við sig á götum Kaup- mannhafnar. Dæmið gengur ekki upp. Og í nauðum sínum grípur hann til sama ráðs og þeir Thom- as Friis og William Höeg: Hann tekur að lesa erlendar bókmennt- ir. Þá verður honum ljóst, að annars staðar í Evrópu, einkum í Frakklandi, eru „lærimeistar- arnir“, sem heilluðu fyrirrennara hans, orðnir úreltir. Hann les Baudelaire, Verlaine, Materlinck og Huysman. „Las Bas“ heillar hann einkum. Viðburðarás þess- arar skáldsögu er aðeins sú, að í turni, hátt yfir daglegu þrasi, sitja tveir vinir og ræða um listir og trú — og skynja báðir fyrir- brigði, sem skynsemistrú vísind- I anna getur hvorki skýrt eða hafn- að. eftir dr. phil. Hakon Stangerup Wyszynski kardínáli, yfirmaður pólsku kirkjunnar ávarpar mann- fjölda í Varsjá. Kardínálinn hafði setið þrjú ár í fangelsL ★ HEIMSHÖFNUN Bókin verður Jóhannesi Jörg- ensen opinberun. I ritdómi um hana skrifar hann: „Horfið er frá því að lofsyngja fegurð nútímans með því að gagnrýna lífið af böl- sýni, og niðurstaðan verður að flýja heiminn og hafna honum samkvæmt kristilegum lífsskoð- unum.“ Þessar línur lýsa þeirri þró- un, sem við höfum rakið: Thomas Friis lofsöng fegurð nútimans. William Höeg gagn- rýndi lífið sem bölsýnismaður. Og Jóhannes Jörgensen verður sjálfur fulitrúi lieimshöfnun- arinnar. Hann hafnar að lok- um ekki aðeins lífsskoðunum sins tíma, hann gengur enn lengra en að snúa sér til mót- mælendatrúarinnar, hann ger- ist kaþólskur, og í valdi móður kirkjunnar finnur hann einu stoð hinnar veiklunduðu og ó- hamingjusömu mannveru. Við höfum gengið í hring — frá árásinni á valdið til skilyrðis- lausrar undirgefni við hið æðsta vald. Jóhannes Jörgen- sen skiptir um trú og verður einn af hinum miklu kaþólsku höfundum nútímans. ★ ★ ★ Svo sannarlega reis ekki upp ný menningareining í hinni nýju Danmörk. Um aldamótin eru miklar deilur uppi milli fulltrúa mótmælendatrúarinnar, kaþólskr ar trúar, náttúruhyggju bjart- sýninnar og bölsýninnar. Og enn kemur ný kynslóð til sögunnar, kynslóðin, sem er ung á árabil- inu milli aldamótanna og fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fulltrúi hennar er Jóhannes V. Jensen, j tungumálasnillingurinn og Nóbels verðlaunahafinn. ★ HLIÐ HINS VÍÐÁTTU- MIKLA HEIMS OPNAST Jóhannes V. Jensen er upp- runninn frá litlu, józku héraði: Farsö. Þar óx hann upp meðal blóma, dýra og bænda. Þar á hann sínar rætur, og í sínum mörgu miklu verkum snýr hann aftur — beinlínis eða óbeinlínis — heim til þessarar józku æsku- paradísar. Hann er fyrst í stað lærisveinn Jóhannesar Jörgen- sens. En tímamót verða á æsku- árum hans, er hann tekur að lesa Kipling og enskar bókmenntir yfirleitt. Hér var nýjung á ferð- inni. Fram að þessu höfðu Danir aðallega lesið franska og þýzka höfunda. Hinum unga Jóhannesi V. Jen- sen þykir Kipling áfengur — af því að hann skrifar ekki um menningu né rökræðir um lífs- skoðanir heldur lýsir framtaks- sömum starfandi karlmönnum. Kipling, segir Jóhannes V. Jen- sen.....opnar hlið hins víðáttu- mikla heims“, hann er fulltrúi fyrir „trú Engilsaxans og þátt hans í framtíðinni." ★ EKKI RÖKRÆÐUR HELDUR LÍF, EKKI UMRÆBUR HELDUR ATHAFNIR Svo kynlega fer, að Jóhannes V. Jensen NEITAR að taka þátt í menningarrökræðum síns tima. Hann vill ekki taka afstöðu til menningarvanda- málanna eða velja milli þeirra. Hann heitist rösklega við menningarrökræður undanfar inna fimmtíu ára. Hann vill ekki rökræður heldur líf, ekki umræður heldur athafnir. Kaupmannahöfn, sem í augum annarra stúdenta úr sveitinni hefir verið heillandi, verður í hans vitund fangelsi, hann vill komast burt, hann vill eitt- hvað annað. Þess vegna les hann ekki aðeins bækurnar, sem honum berast utan úr hinum víðáttumikla heimi, hann ferðast út í þennan víð- áttumikla heim, uppgötvar tæknina, íþróttirnar, heims- veldisstefnuna — og lofsyng- ur öll þessi nýju hagkvæmu og virku fyrirbrigði. Hann yrkir um öll þessi fyrir- brigði. Og þrumandi lofsöngvar hans í bundnu og óbundnu máli verða samtíma því tímabili, er framfarirnar í hinum vestræna heimi eru hvað stórstígastar í læknavísindum, tækni, nýlendu- veldi o. s. frv. Svo var að sjá sem hinn víðáttumikli heimur meS sínum hagkvæmu og virku at- höfnum væri kominn langt fram úr litlu Danmörk, sem hafði verið önnum lcafin við að rökræða um lífsskoðanir. ★ ★ ★ Sigri hrósandi veifar Jóhannes V. Jensen dásemdum tækni, ný- lenduveldis, íþrótta og landa- fræði heims nútímans framan í föðurlandið. Hann ferðast um Austurlönd og Ameríku, og alls staðar styrkist bjartsýni hans. Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.