Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 16
16 MORGVNRLAÐ1Ð Þriðjudagur 13. nóv. 1956 Stúlka sem hefur nokkra kunnáttu í vélritun og bókhaldi, ósk- ast til skrifstofustarfa. Tilboð, sem greini menntun og fyrri störf, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Skrifstofustúlka —3289“. Smíða Skiéa$*«ó eftir nákvæmu móli. — Þeir, sem hugsa sér að fá skó hjá mér í vetur, panti þá í tíma. Sendi í póstkröfu urn land allt. Páll Jörundsson, Vitastík 11 — Reykjavík. Skrlsfofustarf Stúlka óskast til skrifstofustarfa hálfan daginn. Nokkur þjálfun í skrifstofustörfum æskileg. Vélritunarkunnátta og einhver þekking á bókfærslu nauðsynleg. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Rösk — 3287“. Stúlka sem orðin er 20 ára eða eldri, getur fengið atvinnu strax í vefnaðarvöruverzlun í miðbænum. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf, aldur, síma- númer og heimilisfang, sendist í póstbox 502. Kristmann Gubmundsson skriíar um BÓKMENNTIR íslenzkar dulsagnir IL Eftir Oscar Clausen. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. ÞETTA er annað bindið af dul- sagnasafni Clausens og kennir í því margra góðra grasa. Nálega helmingur bókarinnar eru sagnir \ úr lífi höfundarins sjálfs og er sá: hlitinn beztur. að hinum ólöst-1 I uðum. Clausen hefur lífræna frá j sagnargáfu og honum er létt að j hrifa lesandann með sér. Auk | þess eru margar af sögunum j harla merkilegar frá dulfræði- legu sjónarmiði, t. d. „Krossinn helgi“, „Hver stjórnaði mér nið- ur á hafnarbakka?", „Dulsýnir", „Lækningar með fyrirbænum", „Sálmasöngurinn í logndrífunni", „Hver borgaði fyrir litlu tófuna hennar Ásu“ o. m. fl. Á vorri öld heyrist því oft hald- ið fram, að dularfull fyrirbæri séu ekkert annað en ímyndun, sem hverfi til fullnustu með auk- inni uppfræðslu fólksins, betra viðurværi og minni einangrun. En þetta er hin mesta fjarstæða. „Dularfull" fyrirbæri hafa aldrei verið almennari en einmitt núna. Daglega, að kalla má, læknast sjúkt fólk hér í Reykjavík og víða um land á yfirnáttúrlegan hátt, sem kallað er. Og það er aðeins ein hlið hinna „dularfullu" fyrirbæra nútíamans, er virðast einmitt fara mjög í vöxt á allra síðustu tímum. En þar eð ýmsir aðilar berjast ótrauðlega gegn því, að almenningur leggi trúnað á slík fyrirbæri, er ágætt að sem mest sé um þau ritað. Er því gott að bækur sem þessar séu gefnar út og lesnar af þúsundum, en eins og kunnugt er, eru sagnir Clausens mjög vinsælar. Ekki skal því haldið fram, að allar dulsagnir byggist á raunaveru- lega dularfullum fyrirbrigðum, þar getur margt komið til greina. En talsverður hluti þeirra á vafa laust rót sína að rekja til yfirnátt úrlegra atburða, og því fleiri frá sagnir sem fram koma af slíku, því betra. Við verðum að venja okkur af þeim barnaskap að elta einfeldni efnishyggjunnar, en treysta heldur eigin dómgreind og skynjun og styðjast við reynslu viturra manna. [ „Við leiðarlok". Eí'tir Ásmund Gíslason. Bókaforlag Odds Björnssonar ÞETTA er saga merkrar ættar og hefst á fimmtándu öld, en er stutt orð og gagnorð og dvelur óvíða við annað en helztu atriði. Höf- undurinn, Ásmundur Gíslason, áður prófastur að Hálsi í Fnjóska dal, er afspringur ættar þessar- ar og eru bræður hans einnig kunnir menn: Haukur Gíslason, sem lengi var prestur í Kaup- mannahöfn, Ingólfur héraðslækn- ir og Garðar stórk.m.. Bókin er hin eigulegasta fyrir þá, sem gam an hafa af þjóðlegum fræðum og ættvísi. Hún er einnig menningar sögulega markverð og lipurlega rituð. Allmargar mannamyndir, af þeim er.við sögu koma, eru í henni og nokkuð af vísum og kvæðum, en sá skáldskapur er yfirleitt sáralélegur og hefði mátt sleppa honum. „Snæfellingaljóð". Gefin út af héraðssambandi ungmemia félaga í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu. HÖFUNDAR Ijóða þessara eru alls fimmtíu og þrír talsins og er bókin gefin út af héraðasambandi ungmennaíélaganna vestur þar. Samkvæmt formálanum eru þarna ljóðasýnishorn eftir alla þá ljóðasmiði sem fæddir eru í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu og lifðu fram yfir 1930 eða lengur, svo og þá er dvalizt höfðu þar í tíu ár, er söfnunin hófst. Bókinni fylgja myndir af skáld- unum og nokkrar upplýsingar um hvert þeirra. Nöfn höfunda eru sem hér seg- ir: Ágúst Líndal Pétursson, Árni Helgason, Ásta Jónsdóttir, Berg- ur Þorsteinsson, Bragi Jónsson, Bjarni F.lias Jónsson, Elías Krist jánsson, Elín Jóhanna Bjarnadótt ir, Guðlaug Sæmundsdóttir, Guð mundur Einarsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Sæ- mundsson, Guðríður Jóhanna Björnsdóttir, Gunnar Kristóíers- son, HaJlbjörn Þorvaldsson, Hall grímur Ólafsson, Hannes Hann- esson, Helga Halldórsdóttir, Ing- ólfur Kristjánsson, Ingveldur Ól- afsdóttir, Jóhann Pétur Jónsson Hraunfjörð, Jóhann Magnús Krist. jánsson, Jóhannes Ólafur Þor- grímsson, Jón Ólafsson, Jón Ól- afsson, Jón Gunnlaugur Sigurðs- I son, Jón Þórðarson, Júlíus Jóns- son, Kristín Benjamínsdóttir, Kristján H. Breiðdal, Kristján Eggertsson, Kristján Elíasson, Kristján Jónsson, Magnús Guð- mundsson, Magnús Hallbjöms- son, Magnús Jónsson, Oddfríður Sæmundsdóttir, Ottó A. Árnason, Ólafur Benediktsson, Ólafur Jóns son, Ólöf Sveinbjarnardóttir, Páll Þórðarson, Ragnheiður Guðrún Kristjánsdóttir, Reinhold Richt- er, Sigríður Sigurðardóttir, Sig- urborg Eyjólfsdóttir, Sigurður Daðason, Sigurður Hallbjörns- son, Tryggvi Valdimar Kristó- fersson, Unnur Ingibjörg Sigfús- dóttir, Þórður Halldórsson, Þor- leifur Sigurðsson og Þorsteinn Lúther Jónsson. Bókin hefst á löngu kvæði eft- ir Sigurð Hallbjörnsson, bónda á Brúnarhrauni í Kolbeinstaðar- hreppi. Það er skemmtilega gerð héraðslýsing og sögulegt yíirlit. Þá eru „Haustvíaur" eftir Ágúst Líndal Pétursson, snoturlega gerðar. „Endurskoðun" eftir Braga Jónsson, áður bónda á Hoftúnum í Staðarsveit er gott kvæði. „Til Sigríðar" og „Eiliða- hamar" eftir Elías Kristjánsson, bónda á Elliða í Staðarsveit, eru laglega gerð og falleg kvæði. Nokkrar ljómandi vísur eru eftir Elínu Jóhönnu Bjarnadóttur, og Guðlaug Sæmundsdóttir á fall- egt kvæði, er nefnist „Um kvöld‘. Hagorður vel er Guðmundur Einarsson í Klettabúð á Hellis- sandi. Þarna eru fimm vísur eft- ir hann og allar góðar. Athyglis- vert kvæði er „Baugabroí" eftír Guðmund Sigurðsson, bónda á Ilöfða í Eyjarhreppi. Skemmti- lega hagorð er Guðríður Jó- hanna Björnsdóttir, húsfreyja í Haukatungu í KoJbeinsstaðar- hreppi, og Hallbjöm Þorvalds- son frá Gröf í Breiðuvík birtir vel gerðar vísur: „Úr ijóðabréfi" — „I»að haustar“ eftir Hallgrím Ólafsson bónda á Dagverðará í Breiðavík, er goít kvæði, eink- um fyrra erindið: „Ævilokum líðv\r nær, lífs að dregur hausti. Einhver dapur dauðablær dimmum skugga á lífið slær. Bátinn minn ég bind í hinzta nausti.“ — VeigamiJíið kvæði er „Helga- , fell“ efíir Hannes Hannesson 4 á jólaeplunum liefur rm staðið yfir í nokkra daga og mun halda áfram þar til síðasti kassinn flýpur yfir búðarborðið. Eplin eru ágætis vara. Eplin eru ódýr. Eplin geymast vel. Ítalía er bezta eplaland Evrópu. Eplin okkar eru frá beztu héruðum ítalíu. — Norðurhéruðunum — fjallahéruöunum. ef satt skal segja, er það eplamagn sem komið er til landsins, aðeins röskur helrningur á móts við það, sem fluttist til landsins í fyrra, en engar líkur til þess að meira fáist flutt inn fyrir kom- andi jólahátíð. er sérstaklega hagstætt í lausri vigt og enn þá lægra í kössum. — Þér getið valið um margar tegundir og stærðir. 'Áf ávoxfurmm sk'iluð fsér Verðið í kössum og lausri vigt: Delicious í lausri vigt kr. 13,70—14,40. í kössum kr. 188.70 og 206.50 Kalterer í 1. vigt 10.75 og 11,25 í kössum 132.60 og 133.85 Johnatan í 1. vigt kr. 8,90 í kössum kr. 132.60 Vine Sap í 1. vigt 12,80 í kössum 160.65 Ram. Frank í lausri vigt kr. 9.50 í kössum kr. 142.80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.