Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 19
f>rISjudagur 13. nóv. 1956 morcvnblaðið 19 Ríkið greiði þrjá fjórðu hlufa sfofnkosfn. kirkjubygginga Samþykktir Hins almenna kirkjufundar HINN almenni kirkjulundur 1956 var haldinn dagana 20.—22. okt. s.l. Voru þar g'erðar eftir- farandi samþykktir: 1. KIRKJUBYGGINGAR Hinn almenni kh-kjufundur, sem haldinn er í Reykjavík dag- ana 20.—22. október 1956, skorar fastlega á ríkisstjóm og Alþingi að koma því til leiðar, að sett verði löggjöf um kirkjubygging- ar í þjóðkirkjunni, þar sem rík- inu sé gert að skyldu að stand- ast kostnað við þær að % hlut- um (stofnkostnaðar) móts við hlutaðeigandi söfnuði, er greiði kostnaðinn að öðru leyti og ann- ist viðhald, samkvæmt nánari reglum, er um það yrðu settar. 2. BYGGINGASTYRKUR Hinn almenni kirkjufundur, haldinn í Reykjavík dagana 20.— 22. okt. 1956, skorar á hið háa Alþingi að leggja að minnsta kosti 2 milljónir króna í kirkju- byggingarsjóð á fjárlögum næsta árs. Verði eigi minni fjárhæð lögð árlega í þann sjóð, þar til Alþingi hefur samþykkt ný lög um aðstoð og framlög til kirkju- bygginga. 3. FÉLAGSHEIMILASJÓÐUR Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur tvímælalaust, að allir löggiltir söfnuðir landsins eigi að hafa rétt til styrks úr Fé- lagsheimilasjóði til bygginga safnaðarfélagsheimila og safnað- arhúsa, þar sem skilyrði séu til ýmiss konar félags- og tóm- stundastarfs á vegum safnað- arins. Treystir fundm’inn biskupi og kirkjumálaráðherra til þess að tryggja söfnuðum þann rétt. 4. SKATTFRELSI GJAFA Á öllum öldum og meðal allra trúarsamfélaga hefur það verið sjálfsögð venja, að menn færðu guði sínum að fóm nokkum hluta afla síns eða uppskeru. Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur það því eðlilegt, að mönnum sé heimilt að gefa til kirkjulegrar starfsemi allt að tíund tekna sinna, án þess að þurfa að greiða skatta af þeirri upphæð. Skorar fundurinn á Al- þingi að gera slíkar fórnir skatt- frjálsar, svo sem þegar tíðkast um nokkrar aðrar gjafir til al- menningsheilla. 5. KIRKJUGARÐAR Hinn almenni kirkjufundur 1956 skorar á kirkjustjómina að tryggja betur en gert er viðhald og verndun kirkjugarða. * 6. HALLGRÍMSKIRKJA Hinn almenni kirkjufundur 1956 lítur svo á, að bygging Hall- grímskirkju á Slcólavörðuholti varði ekki aðeins hlutaðeigandi söfnuð heldur einnig Reykjavík- urbæ og ríkið. Þess vegna þurfi þessir aðilar að skipa sameigin- lega nefnd, er vinni að fram- kvæmd þessarar kirkjubygging- ar. 7. STÖHVUN SORPRITA Hinn almenni kirkjufundur 1956 skorar á hlutaðeigandi yfir- völd og allan almenning að hindra eftir föngum innflutning, útgáfu, sölu og lestur sorprita, erlendra og innlendra. 8. LEIKMANNASTARF Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur brýna þörf á almennri og öflugri leikmannastarfsemi í öllum söfnuðum landsins í lík- ingu við það, sem tíðkast í ná- grannalöndum vorum. Fundurinn hvetur sóknarpresta og safnaðarstjórnir til að beita sér fyrir þessu máli og heitir á biskup landsins og stjómamefnd kirkjufunda að veita þeim stuðn- ing iil þess eftir getu. 9. KIRKJUSÖNGUR Hinn • almenni kirkjufundur telur nauðsynlegt að efla söng í guðsþjónustum, annars vegar með almennum safnaðarsöng í sálmum og messusvörum, og hins vegar með fögrum flutningi kirkjulegra kórlaga, er söng- flokkur annast. Til eflingar almennum safn- aðarsöng telur fundurinn nauð- syn að reyna ýmsar leiðir, t. d. að kórinn leiði sönginn einradd- að, að hafa stutta söngæfingu með söfnuðinum að lokinni messu o. s. frv. & 10. ÆSICULÝÐSSTARF Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur nauðsynlegt að stór- auka félags- og leiðbeiningastarf á vegum kirkjunnar meðal barna og unglinga. Telur kirkjufundur- iim, að við byggingu nýrra kirkna verði að ætla slíkri starfsémi hentugt rúm. 11. SAMSTARF PRESTA OG KENNARA Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur, að samvinna kennara og presta sé svo mikilvæg, að full ástæða sé til að efna þar til aulcinna skipulegra samtaka eftir því sem bezt hentar í hverju prófastsdæmi. Beinir fundurinn þeim tilmæl- um til forustumanna þessara stétta, að þeir athugi möguleika á sem nánastri samvinnu um kristindóms- og siðgæðismál. 12. ÚTVARP Á GUBSÞJÓNUSTUM Hinn almenni kirkjufundur 1956 felur stjómarnefnd kirkju- fundanna að leitast við að fá guðsþjónustur presta sem víðast af landinu teknar á segulband til flutnings á helgidögum í ríkis- útvarpinu, svo að sem flestum gefist kostur að hlýða á slíkar messugjörðir. Kirkjufundurinn kaus sérstaka millifundanefnd til að gera til- lögur um verndun og viðhald hvers konar kirkjuminja. í nefndinni eru: Gísli Sveins- son, fyrrum sendiherra; Ásmund- ur Guðmundsson, biskup; sr. Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi; Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður; Ólafur B. Björns- son, ritstjóri á Akranesi. Raksturinn er liægðarleikur einn með Bláu Gillette Blöðunum, sér- staklega eí Gillette rakvél er líka notuð. Ennþá er en«in I STJÓRNARNEFND Hinna almennu kirkjufunda eiga nú sæti þessir menn: Aðalmenn: Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra, formaður; dr. Ásmundur Guðmundsson biskup; sr. Þorgrímur Sigurðsson, vara- formaður; sr. Sigurbjöm Á. Gísla son; Páll Kolka héraðslæknir; sr. Sigurjón Guðjónsson prófast- ur; Sigurbjöm Þorkelsson for- stjóri. Varamenn: Ólafur B. Björns- son ritstjóri; dr. med. Árni Árna- son; sr. Jakob Einarsson prófast- ur; sr. Pétur Sigurgeirsson; sr. Þorsteinn Bjömsson fríkirkju- prestur; sr. Hannes Guðmunds- son; Gísli Jónasson skólastjóri. — Grein Stangerups Frh. af bls. 8. Heimurinn, hinn víðáttumikli heimur er góður, ef menn ná tangarhaldi á honum — í stað þess að farast í vangaveltum sín- um, en það var höfuðgallinn við Dani. Að dómi Jóhannesar V. Jensens höfðu þeir allir, Thomas Friis, William Höeg og Jóhannes Jörgensen, ofurselt sig hugleið- ingum sínum. rakstursaðferð sambærileg við GiRettc. Kaupið Bláu Gillette Blöðin í hylkjunum. >ér getið notað Gillette Blöðin í allar rak- vélar, en Gilette „Rocket“ rakvélin tryggir fljótasta raksturinn og kostar með blöðura Kr. 37.00. Gillette tryggir fljótasfan raksturinn ★ „INNGANGUR AÐ ÖLD VORRl“ Árið 1914 leggur Jóhannes V. Jensen enn upp í langferða- lag. Hann lýsir ferðalaginu í bréfum til danskra blaða. Það er ekki ætlun hans, skrifar hann hæðnislega, að „finna til- gang tilverunnar“, náttúru- hyggjan liefir fyrir löngu lagt undir sig sérhverja mögulega skýringu. Nei: Jóhannes V. Jensen ætlar að gefa heildar- mynd af heimi nútímans, þess- um guðlausa heimi, sem er fullur af dásemdum og skap- andi atorku. Greinarnar birt- ust undir áberandi fyrirsögn: „Inngangur að öld vorri.“ En þcgar fcrðalagið stóð sem hæst og nokkrar greinanna höfðu birzt, brauzt fyrri heimsstyrj- öldin út. Hakon Stangerup. Set upp púða Sauma skerma Þær, sem hafa beðið mig fyr ir verkefni, gjöri svo vel að koma scm fyrst. Sigríður Heiðar Norðurmýrarbletti 33. (Á móti Þóroddsstöðum). Globus h/f. Hverfisgötu 50. Sími: 7148. s Til leigú 120 fermetra Verslunarpláss í nýju húsi, sem er í byggingu, en verður tilbúið með vorinu. Húsið stendur við eina af mestu umferðargötöum bæjarins. Tilvalið fyrir kjöt- og nýlenduvöruverzlanir. Mikil fyrirframgreiðsla áskilin. Tilboð leggist inn á afgr. Morgunbl. fyrir föstudaginn 16. þ. m. merkt: „Verzlanir — 3302“. Vélstjórafélay Islands Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 16. nóv. 1956 kl. 20,00 í Höll (Caíé & Restaurant), uppi, Austurstræti 3. Aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnarkosningu lýkur 2 dögum fyrir aðalfund. Skilið atkvæðaseðlum. — Mætið stundvíslega. Stjórnin. skóibijð mKMMwmm Aðalstr. 8, Lawgv. 20, Laugv. 38, Snorabr. 38, Garðastr. 6 N ý k o m n a r KVENTOFFLUR grænar, bláar, rauðar og drapplitar. rnrnmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.