Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 20
20
MORCTJNBLAÐIÐ
Þriðjuefagur 13. nðv. 1956
\GOODBYE. jÍHEV, DOPE J...DONT GET '
:RJ SWEET- / IN THAT WAY...PUT VOUR.
y HEART... S.HANDS ON THE GUNNELS
fAOM/WY WILL ) AND STEP IN THE
. BE THINKING / MIDDLEJ x*
ABOUT YOU . A p------
EVERY NIGHT !pV^-------'
KELVINATOR
★ Rúmgóð og örugg mat-
vælageymsla.
LOUIS COCHRAN:
SONUR HAMANS
Framhaldssagan 74
frá fæðingardeginum, með svo
sítt, liðað hár. Það eru ekki mörg
börn, sem fæðast með hár á höfð-
inu, Lije“.
Lije ók sér eirðarleysislega í
stólnum. „Já, ég veit það. En
segðu mér bara eitt ennþá. Hvað
heitir pabbi?“
Enda þótt hann reyndi að tala
kæruleysislega, varð rödd hans
hörð og hljómlaus og móðir hans
leit til hans næstum hræðslu-
lega, áður en hún lagfærði kodd-
ann betur við bak sér og það var
eins og hún kæmi ekki upp neinu
orði.
„Það skiptir engu máli“, svar-
aði hún loks. „Smith er eins gott
nafn og hvert annað. Þú gazt
ekki borið nafn hans og ættfólk
mitt var virðingarvert líka“.
Hæðnishreimurinn í rödd henn
ar varð ekki misskilinn. „Þess
vegna nefndi ég þig Smith, Elijah
Smith .... Og ég var frú Smith“,
bætti hún við.
Lije ýtti kaffibollanum til
hliðar og barði hnefanum í borð-
ið, til þess að gefa hinni skyndi-
legu bræði útrós. „Ég vildi alveg
eins heita Smith eins og Forten-
berry, eða Malone, eða Jeff Davis
eða eitthvað annað. En það sem
ég vil fá að vita er nafn manns-
ins. Það er það sem ég vil fá að
vita undir eins“.
Hann starði hvasst á móður
sína, andlit hans var grimmdar-
leg hefndargríma og hún hrökk
frá honum, eins og hún hefði orð-
ið fyrir höggi.
„Hvaða máli skiptir það, Lije?“
Hún rétti hendina biðjandi í átt
til hans. — „Hann er kvæntur.
Þess vegna lét hann mig fara frá
sér og hann hefur eignazt önnur
börn. Jafnvel peningarnir, sem
hann sendi mér í fyrstu, voru
eitraðir, — loguðu í lófa mér. —
En ég varð að taka við þeim. Nú
viljum við ekkert af honum
Þiggja."
Lije reyndi til hins ýtrasta að
stilla sig, settist aftur við borðið
og fálmaði með höndunum niður
í vasa sína í leit að tóbakstölu.
Þegar sú leit bar engan árangur,
reis hann á fætur, þreifaði upp á
LTVARPIÐ
Þriðjudagur 13. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 íþróttir (Sigurður Sigurðs-
son). 18,50 Þjóðlög frá ýmsum
löndum. — 19,10 Þingfréttir. —
20.30 Erindi: Norðurljós; fyrra
erindi (Eysteinn Tryggvason veð-
ui'fræðingur). 20,55 Frá sjónarhól
tónlistarmanna: Dr. Hallgrímur
Helgason talar um islenzk þjóðlög.
21,45 Islenzkt mál (Ásgeir Blönd-
al Magnússon kand. mag.). 22,00
Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði
kvöldsins. 22,10 „Þriðjudagsþátt-
urinn“. Jónas Jónasson og Hauk-
ur Morthens hafa umsjón hans á
hendi. 23,10 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 14. nóvember:
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur
(Eirikur Baldvinsson). — 19,00
Óperulög. 19,10 Þingfréttir. —
Tónleikar. 20,30 Daglegt mál
(Grímur Helgason kand. mag.).
.20,35 Lestur fornrita: Grettis
saga; I. 'Einar Ól. Sveinsson
prófessor). 21,05 Einleikur á pía-
nó (Guðmundur Jónsson). 21,45
Hæstaréttarmál (Hákon Guð-
mundsson hæstaréttarritari). •—
22,00 Fréttir og veðurfregnir. —
Kvæði kvöldsins. 22,10 „Lögin okk
ar“. — Högni Torfason fréttamað
ur fer með hljóðnemann í óska-
lagaleit. 23,10 Dagskrárlok.
MARKÚS Eftir Ed Dodd
1) Finnur: Vertu sæl, mamma
og þakka þér fyrir að þú lofaðir
mér að fara hingað.
Frú Manley: — Vertu sæll, ást-
in mín, mamma hugsar til þín
á hverjum degi.
2) Tommi: — Gerðu þetta ekki
svona, aulabárður.
3) Markús og hinir ungu fé-
lagar hans halda áfram eftir ánni
lengra inn í skóginn, njóta feg-
urðar umhverfisins og heilnæm*
útilífs.
hilluna fyrir ofan arininn og tók
þar vænan tókabsbita, sem hann
hann beit hraustlega í.
„Og, ég ætla mér ekki að gera
honum neitt mein, mamrna",
sagði hann og reyndi að tala stilli
lega. — „Ég var bara forvitinn,
eins og er ósköp eðlilegt. Hvaða
atvinnu rekur hann?“
„Enga“. Svarið kom dræmt,
eins og konan væri eitthvað við-
utan. — „Enga. Hann hefur aldrei
gert annað en að eltast við kven-
fólk og eyða peningum. Hann á
stóra plantekru, þar sem sykur er
ræktaður og hefur aldrei þurft að
gera neitt“.
„Var hann í stríðinu?"
„Já, hann barðist með Lee.
Hann var þá í skóla, einhvers stað
ar norður frá og kom aftur og
barðist með Lee. Hann var höf-
uðsmaður og fékk aldrei eina ein-
ustu skeinu.“ Hún talaði með löng
unarfullu stærilæti, eins og hún
væri að seilast eftir einhverri
hverfulli draumsýn og í rödd
hennar var einhver grunntónn
viðkvæmrar blíðu, sem ekki fór
framhjá vakandi athygli sonar-
ing.
„Ég ætla mér að drepa hann“,
hreytti hann út úr sér. Það skal
enginn maður komast upp með
það, að fara með móður mína eins
og einhvern hund, — sparka
henni fró sér, eins og aumustu
negradækju."
Móðir hans starði á hann, eins
og hún heyrði ekki orð hans og
hugur hennar var að méstu leyti
á valdi æskuminninga. „Hann var
myndarlegur maður“, tautaði hún
eins og við sjálfa sig. — „Eg hefi
aldrei séð neinn annan mann með
jafnsvart, liðað hár og augun í
honum voru blá. Djúp, blá augu.
Þú hefur fengið augun hans
pabba þíns, Lije, bara ofurlítið
öðruvísi."
„Ég hata þennan manndjöful".
„Uss.“ Nú var það móðir hans
sem rétti sig upp í rúminum, titr-
andi alveg fram í yztu fingur-
góma, og í augum hennar mátti
greinilega lesa ákafa neitun um
ákvörðun sonarins: — „Þú getur
ekki talað svona og ég leyfi þér
það aldrei. Það skiptir engu máli,
hvað þér þykir. Hann er þó pabbi
þinn. Hann er pabbi þinn og þú
getur ekki gert honum neitt mein.
Þú getur ekki gert honum neitt
mein.“
Skyndilega varð rödd hennar
biðjandi, vorkunnarverð í niður-
lægingu sinni: — „Þú villt ekki
gera honum mein, er það Lije? Þú
vilt ekki gera föður þínum neitt
mein? Og þar að auki“. Hún
starði á hann í hálfrökkri herberg
isins og sárt stunuhljóð braust
fram af vörum hennar. — „Þar
að auki veiztu ekki einu sinni
hvað hann heitir."
Eitt andartak starði Lije niður
á veikbyggðu, lífsþreyttu konuna
sem rýndi á hann votum augum
og hann reyndi að gera rödd sína
hranalega og harða, þegar hann
svaraði:
„Ó, jú. Ég veit það“, fullyrti
hann. — „Hann heitir Smith.
Kannske Haman Smith. Og hvað
nú, ef konan hans er dáin? Hann
vildi þá e. t. v. kvænast þér, — ef
þú féllist á það.“
„Nei, ég kæri mig ekki um
hann“, svaraði hún með ákafa.
„Ég elska hann ekki, Lije. Ekki
lengur. En ég hata hann ekki held
ur. Þú, *— þú getur ekki skilið.
Þú ert karlmaður. Og ég er
hrædd. Þú myndir ekki vilja gera
<4 ÁGOODBYE,
GOODBYE, MOTHERj SWEET-
AND THANKS ' '
AGAIN FOR.
LETTING ME
GO ALONG/
SO MARK AND HIS GANG PADDLE
NORTHWEST AND ARE SOON
LOST IN THAT BEAUTIFUL
LAND OF SPARKLING STREAMS
AND DARK, TRACKLESS FORESTS
Höfum nú aftur fengiö
hina vinsælu og eftirsóftu
Hefir stærra frystirúm
en nokkur annar kæli-
skápur af smu stærð.
■Ar Er ek-ki aðeins falleg-
astur, heldur líka ódýr-
skápur af sömu stærð.
★ Kelvinator er sá kæli-
skápur, sem hver hag-
sýn húsmóðir hefir í
eldhúsinu.
— Verð kr. 7,450.0« —
Skoðið og sannfærist.
Gjörið svo vei
að líta inn —
Jfekla
Ausmrstræti 14 — sími 1687.
8 rúmfet.
Kelvinafor kœliskápa
8 rúmfeta Kelvinator kæliskápurinn
rúmar í frystigeymslu 56 pund
(lbs.) og er það stærra frystirúm en
í nokkrum öðrum kæliskáp af sömu
stærð — 5 ára ábyrgð á frystikerfi.
Hillupláss er mjög mikið og haganlega fvrir
komið. Stór grænmetisskúffa. — Stærð 8
rúmfeta Kelvinator. Breidd 62 cm. — Dýpt
72 cm. Hæð 136 cm.
8 rúmfet
hörnin
Rauðir og hvítir telpuskór úr skinni.
Brúnir og ivartir drengjaskór.
Lakkskér á telpur og drengi.
Dragið ekki að kaupa
jólaskóna á börnin.
Austurstræti 12 ”