Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 24
Veðrið V og síðan NV stinningskaldi. Éljaveður. 261. tbl. — Þriðjudagur 13. nóvember 1956 íþrótfir á blaðsíðu 5. Drengur stórslasaðist í jeppa sem f ór í gljúfu1" Slys viS Skjálfandafljóbbrt Húsavík, 12. nóv. ÍTILL drengur, Páll Þorlákur Pálsson, slasaðist illa síðast- liðinn laugardag, er bíll valt nið- ur í gljúfrið sunnan Skjálfanda- fljótsbrúar, neðan við Goðafoss. Foreldrar drengsins, Rannveig Kristj ánsdóttir og Páll H. Jóns- son, kennari að Laugum, voru að koma með áætlunarbíl frá Akur- eyri, en konan hafði legið þar í sjúkrahúsi. Faðir Rannveigar, Kristján Jónsson, bóndi, Fremsta- felli, ætlaði að sækja hjónin að Fosshóli, og fór með jeppabíl ásamt bílstjóra og með þeim fór 6 ára d'rengur hjónanna, Páll Þorlákur. Þegar jeppinn kom að Fosshóli, stöðvaði bílstjórinn bílinn þar á hlaðinu. Telur hann sig hafa sett handbremsuna á. Hlaðið við Fosshól virðist vera lárétt. Bílstjórinn fór inn í hótelið og ætlaði að vita hvað áætlunar- bílnum liði, því hann var ókom- inn. En á meðan hann er inni, ran jeppinn af stað. Er orsök þess talin að bíllinn hafi skropp- ið úr bremsu og vindhviða komið honum af stað, en allhvasst var og byljótt. Rétt áður en billinn rann ofan í gljúfrið var drengurinn kominn í framsæti bílsins, en hafði sig ekki út, enda var mikil ferð kom- in á jeppann. 10 M HÁTT FALL Bílstjórinn kom að í því að bíllinn var að renna af stað og hljóp á eftir honum til að reyna að stöðva hann, en náði honum ekki áður en hann rann niður í bratt gljúfrið. Bílstjórinn fór þegar niður á eftir bílnum og mikil mildi talin að hann skyldi komast ómeiddur úr þeirri ferð. Þar sem bíllinn fór niður í gljúfr- ið er bergið og skriðan um 10 m hátt, en neðan við þar sem bíll- inn staðnæmdist stórgrýtisurð. Það er ekki gott að gera sér grein fyrir því hve margar veltur jepp- inn fór með drenginn, en jepp- inn fór þarna niður í loftköstum og féll síðast fram af 4 m háu bergi og kom á hjólin. Bílstjórinn sem farið hafði viðstöðulaust nið- ur gljúfrið, fann drenginn illa skorðaðann framan við framsæt- in og var hann mikið meiddur á höfði en þó ekki meðvitundar- laus. Myndin er tekin er Olympíueldurinn hafði verið tendraður af sólarljósi suður í Grikklandi. Nú er hlaupið xneð blysió um Ástralíu- strönd — áleiðis til Melbourne. ;i.,r-.:.; ..-m. Fólki gefst kostur á að sýna liug sinn í HAUST er byrjað var að bólu- setja gegn lömunarveiki börn inn an skólaskyldualdurs í Heilsu- verndarstöðinni, hreyfði einn af læknum Landsspítalans mjög at- hyglisverðri hugmynd. Efnislega var hún á þá leið, að margir væru þeir foreldrar hér í bænum, sem hefðu hug á því að láta í ljós sérstakan þakklætisvott fyrir að fá börn sín bólusett gegn þessari ægilegu veiki. Myndu þá flestir hugsa til Félags fatlaðra og lam- aðra. Nú hefur félagið látið þetta mál til sín taka. Það hefur látið gera peningakassa, merkta félag- inu og standa þeir við aðaldyrn- ar og eins þar sem borgað er fyrir bólusetninguna. — Það er hug- mynd okkar, sagði Svavar Páls- son, að þeir sem vildu sýna hug sinn til félagsins, leggi peninga í þessa kassa, hver eftir eigin ósk og fjárhagslegri getu. Fé- lagið er Friðrik lækni þakklátt fyrir hans mikla áhuga á starf- semi félagsins og góðu hugmynd og við þökkum fyrirfram fyrir þann stuðning er okkur kann að verða sýndur, sagði Svavar Páls- son að lokum. tn. Aöalfundur Hvatar REYNDI AÐ KOMAST ÚT Bíllinn rann aftur á bak. Þeg- ar hann fór af stað reyndi Krist- ján strax að komast út úr hon- um og ætlaði að taka drenginn með sér, en hann var í aftursæt- inu. En þegar Kristján komst út, rann bíllinn þannig á hann að hann féll við, enda var bíllinn þá kominn á töluverða ferð. Krist- jáni tókst ekki að ná drengnum. Voru nú aðeins fáir metrar fram á brattar skriður niður í gljúfrið, en að því frá hlaðinu á Fosshól eru 40—50 m. Mikið safnast til Uiigverja SKRIFSTOFA Rauða krossins skýrði Mbl. svo frá í gær, að henni hafi nú borizt 180 þús. kr. í peningum til Ungverjalands- söfnunarinnar. Frá RK-deildinni á Akureyri hefur skrifstofunni borizt kr. 9450,00. Þessar pen- ingagjafir eru hinar stærstu er borizt hafa undanfarna daga: Frá Völunai 6000 kr., Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda 5000 kr. og sömu fjárhæð frá Eimskipafél. Reykjavíkur og Landssamb. ísl. útvegsmanna. — Ungverjalands- söfnunni lýkur á fimmtudaginn kemur. Miklum peniegem stolið hér í bæ AÐFARANÓTT mánudagsins var framinn hér í bænum allmikill peningaþjófnaður og hefur rann- sóknarlögreglan fengið málið til meðferðar. Var það í skrifstofu fyrirtækisins Geislahitun í Garða stræti 6. Eftir að sprengdar höfðu verið upp tvær hurðir var greið- ur aðgangur að skrifstofunni og þar voru peningarnir geymdir í kassa í skrifborði frá því á laug- ardaginn, 15—17 þús. kr. — Hafði þjófurinn þennan kassa á brott með sér. t sndurkaus stjórnina Sjálfstæðiskonur vottuðu Ungverjum samúð HAFÐI HÖFUÐKÚPU- BROTNAÐ Strax var gert viðvart til Húsa- víkur og Breiðamýrar og komu læknarnir frá báðum stöðum á slysstaðinn og sjúkrabill frá Akureyri og var drengurinn flutt ur í Akureyrarspítala. í ljós kom að Páll litli Þorlákur hefur höfuð kúpubrotnað og hlotið mikinn áverka á höfuð. Voru læknar Ak ureyrarspítala yfir drengnum á fjórðu klukkustund samfleytt að gera að hinum alvarlegu meiðsl- um hans á höfðinu. í gærdag hafði drengurinn sof- ið mikið og var líðan hans sögð vera eftir atvikum. NÝTT heftl af tímaritinu STEFNI er komið út, fjölbreytt að vanda. Er þetta annað hefti þessa árs. — í þessu hefti er ný smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson, og er ekki að efa að mörgum leiki hugur á að lesa söguna, því að lítið hefur birzt eftir þennan unga höfund slðan hann vakti sem mesta athygli á sér fyrir „79 af stöðinni“. Þá er viðtal eftir Valtý Stefánsson ritstjóra, sem birtist fyrir nokkrum árum í Lesbók Mbl. Viðtal þetta er við Tómas Guðmundsson skáld og sýnir, hvílíkur meistari Valtýr Stefánsson er í viðtölum. Áform- að er að Bókfellsútgáfan gefi út Lesbókarviðtöl Valtýs nú fyrir jólin, og ætti viðtalið við Tómas að gefa nokkra hugmynd um innihald bókarinnar. Þá eru kvæði í bókinni eftir tvö skáld sem mikla athygli hafa vakið undanfarið, þá Jón Dan og Þor- geir Sveinbjarnarson. Báðir þess- ir menn eru þekktir að góðum skáldskap, þótt ekki sé langt síð- an þeir komu fyrst fram á sjón- arsviðið, og leikur vafalaust mörgum forvitni á að lesa nýj- ustu kvæði þeirra. Faxasíldar SKRIFSTOFA Síldarútvegsnefnd ar skýrði Mbl. svo frá í gær, að nú væri Faxasíldar-söltunin kom- in upp í 86—87000 tunnur, en sem kunnugt er var mikil síld- veiði í Miðnessjó á laugardaginn og barst þá mikið magn síldar til söltunar. í gær komu síldarbát- arnir aftur að án þess að hafa getað lagt net sín vegna veðurs. I gærkvöldi var enn róið en ekki var búizt við hagstæðu veiðiveðri á miðum bátanna. Af öðru efni í ritinu má nefna: Þorsteinn Þorsteinsson listmálari skrifar um málverkasýningar sem hér hafa verið haldnar undanfar- ið; Ólafur H. Ólafsson á tvö þýdd ljóð í hefíinu; þá er grein um franska ferðalanga á íslandi eftir L. Tissou; grein um Sarte og af- skipti hans af franska kommún- istaflokknum; þá er þáttur eftir Ragnar Ágústsson frá Svalbarði. Loks má geta þess að í heftinu eru nokkrar smásögur og kvæði eftir ungt fólk í framhaldsskól- unum. — Stefnir er nú eitt víð- lesnasta menningartímarit lands- ins, vandað og fjölbreytt. IGÆRKVÖLDI var haldinn í Sjálfstæðishúsinu uðalfundur Sjálfstæðiskvennaíélagsins Hvat- ar og var hann fjölmennur. Formaður félagsins María Maack gerði grein fyrir marg- háttuðu starfi félagsins á síðasta starfsári, en félagsstarfið var margþætt, því ekki einasta lætur félagið til sín taka á sviði stjórn- málanna, heldur og hags- munamál heimilanna hér í bæn- um. Stendur hagur félagsins með miklum blóma. Ýmsar ályktanir voru gerðar á fundinum, og verð- ur þeirra getið á morgun. — Við stjómarkjör var stjórn Hvatar öll endurkosin ásamt endurskoðend- um, en í stjórninni eiga sæti: María Maack, formaður; Guð- rún Pétursdóttir, varaformaður; Soffía Jacobsen, gjaldkeri; Auður Auðuns; Kristín L. Sigurðardótt- ir; Soffía Ólafsdóttir, ritari; Ólöf Benediktsdóttir, vara-ritari; Val- gerður Jónsdóttir, gjaldkeri; Gróa Pétursdóttir; Ásta Guðjónsdóttir; Ásta Björnsdóttir. Endurskoðendur eru þær Jór- unn ísleifsdóttir; Sesselja Kon- ráðsdóttir og Ólafía Árnadóttir (til vara). Er aðalfundarstörfum var lok- ið, flutti Bjarni Benediktsson ræðu, og er hún á bls. 3, en að ræðu hans lokinni bar stjórn fé- lagsins upp eftirfarandi tillögu og var hún samþ. samhljóða: Fundur, haldinn í Sjálf- stæðiskvennafélaginu Hvöt hinn 12. nóvember 1956, vott- ar samúð sína öllum þjóðum, sem heyja baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, gegn of- beldi og yfirgangi annarra þjóða. Sérstaklega lýsir fundurinn samúð og aðdáun sinni á hinni hetjulegu baráttu ungversku þjóðarinnar við hina komm- únisku, rússnesku helkló, sem ekki aðeins í Ungverjalandi, heldur alls staðar, þar sem færi hefur gefizt, hefur hneppt i fjötra andlegt og veraldlegt frelsi. Fundurinn átelur harðlega, að á þessum viðsjárverðu tím- um skuli tveir kommúnistar sitja í ríkisstjórn fslands. Jafnframt lýsir fundurinn cindregnu fylgi við hinar ný- framkomnu tillögur Sjálfstæð- ismanna á Alþingi í varnar- málunum. SlysiS á Langanesi MORGUNBLAÐIÐ hefur frétt að norðan, eftir allgóðum heimild- um þar, að orsök hins hörmulega slyss á Langanesi á dögunum hafi orsakazt af stórlega víta- verðu framferði þess er ók jepp- anum sem olli slysinu. — Mun sá maður hafa verið eitthvað að gantast við piltinn, sem fyrir bílnum varð með þeim afleiðing- um, er kunnar eru, og hafi maðurinn á jeppanum teflt svo djarflega, að hann missti hreinlega stjórnina yfir bílnum í þessum hættulega leik. Skýrslan um slys þetta mun nú vera að komast í hendur yfir- valdsins á Keflavíkurflugvelli, og mun þá væntanlega fást úr því skorið hvort þessi frétt er rétt. í gærkvöldi fór fram dráffur í bílhappdræffi SjállsfæÖisflekksins. — Fullfrúi borgarfógefa annaöisf úfdrátf og kom upp nr. 8000. Þennan miöa seldi lífil sfúlka á göfunni hér í bænum 2. okióber síðastliöinn. Nýft fjölbreytt befti af Sfefni komið út Saga eftir Indriða G. Þorsteinsson, viðtal við Tómas, ljóð eftir Þorgeir og Jón Dan o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.