Morgunblaðið - 13.11.1956, Blaðsíða 14
14
MORGUffBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. nóv. 1956
Ársþing Frjálsíþrátta-
samhesnds Islands
Brynjólfur Ingólfsson endurkjorinn form.
ÁRSÞING Friálsíþróttasam-
bandsins var haldið um helg-
ina í félagsheimili ÍSÍ. Sátu
þingiff fulltrúar frá 6 héraffs-
samböndum.
Skýrsla. formanns um starfið
á liðnu ári bar það með sér að
mikið hefur verið starfað. Gat
hann í upphafi fastanefnda sam-
bandsins og starfa þeirra. S
bandið hefur leitazt við, sagði
form. að hafa náið samband viö
sambandsaðila, en þeir hafa ver-
ið mjög mismunandi árvakir.
Vantar mjög upp á að þeir skili
tilskildum skýrslum og fór form.
hörðum orðum um þá menn er
taka að sér trúnaðarstörf, en
sinna þeim slœlega.
f sambandi við útbreiðslustarf -
ið minntist form. á íþróttadagir.n
og norraenu unglingakeppnina.
Hvað hann það gleðilegt að þátt-
takendum í „keppni“ íþróttadags
ins hefði í sumar fjölgað úr 658
árið 1955 í 1540.
21 MET
Form. ræddi um mót sambands
ins og gat þess að sett hefðu ver-
ið 21 met á árinu, þar af 4 inn-
anhússmet. Svavar Markússon
setti 6 þeirra, Valbjörn Þorláks-
son 4, Hilmar Þorbjörnsson og
Vilhjálmur Einarsson 2 hvor, Sig-
urður Guðnason og Stefán Árna-
son eitt hvor. Boðhlaupssveitir
settu 5 met.
Utanferðir frjálsíþróttamanna
á árinu voru til Búkarest, til
Dresden, á lögreglumeistaramót
Norðurlanda haldið í Danmörku
auk landskeppnanna í Danmörku
og Hollandi. Einn flokkur erl.
frjálsíþróttarnanna keppti hér á
landi, flokkur frá Bromma í
Stokkhólmi.
STERKT LANÐSLIÐ
Formaður gat þess í skýrslu
sinni, að nú hefði tekizt að byggja
upp sterkt landslið og vinna ísl.
frjálsíþróttamönnum aftur álit
erlendis. Starfið inn á við hefur,
því miður, ekki tekizt jafnvel
og er ýmsu um að kenna. Ef
nægilegt fé væri fyrir hendi, væri
lyíæiti^*
IMÍelbouirEie
íslcnzku Olympíukeppendurnir
tveir eru nú komnir til Mel-
boume. Búa þeir sig nú undir
keppni, en „þeirra“ grcinar verða
23. og 26. nóv. — Hér sést Vil-
hjálmur í þristökki.
hægt að komast lengra í út-
breiðslustarfinu með því að hafa
fastan umferðakennara og erind-
reka og með því að halda þjálf-
unarnámskeið, víðs vegar um
landið.
Niðurlagsorð skýrslunnar voru
þessi: Vinnið hver og einn að
útbreiðslu og eflingu íþróttagrein
ar ykkar. Hér er þörf fyrir hvern
mann, sem vinna vill íþrótta-
hreyfingunni, annað hvort sem
virkur þátttakandi í keppni, sem
starfmaður eða sem stuðnings-
maður á annan hátt.
Stjórnarkjör fór þannig, að
Brynjólfur Ingólfsson var endur-
kjörinn form., en aðrir í stjórn
voru endurkjörnir Lárus Hall-
dórsson, Guðmundur Sigurjóns-
son og Gunnar Sigurðsson og 5
maður var kjörinn Þórhallur
Guðjónsson Keflavík. Sú breyt-
ing var gerð á skipan stjórnar-
innar á þinginu að formönnum
laga- og leikreglanefndar og út-
breiðslunefndar er ætlað að sitja
í aðalstjórn sambandsins. Þeir
eru Jóhann Bernhard og Bragi
Friðriksson.
Verður að segja að stjórnar-
kjör hafi tekizt heldur óheppi-
lega, ekki það að stjórnarmenn
séu ekki nýtir starfsmenn, held-
ur er meirihluti sambandsstjórn-
arinnar framámenn í einu og
sama íþróttafélaginu. Slíkt þarf
ekki að koma að sök, en er oft
ástæða tortryggni og efasemda.
Margar tillögur Iágu fyrir þing
inu og verður þeirra getið síðar.
Glcesilegt íþrótfasvœöi
Sundsvaeffiff í Melboume er nýbyggt. Þaff þykir eitt glæsilegasta sundsvæffi sem til er í heiminum.
Líklegt að Danir komi til lands-
keppni í irjdlsiþrdttum 1957
ÞAÐ leikur vart á því vafi, að landskeppnirnar 1955 og 1956 hafa
átt drjúgan þátt í að þoka frjálsíþróttum á íslandi upp úr
öldudalnum, sem þær höfðu verið í þrjú næstu árin á undan,
1952—1954.
Hitt er annað mál, að þessar
• keppnir hafa kostað sambandið
mikið fé og enda þótt takist að
1
rr
ei§a m
Korðurlandamet í „frjálsum
Tugþrautarmef Arnar Clausen bætt
ING forystumanna frjálsíþrótta á Norðurlöndum var haldið í
Oslo dagana 27.—28. október 1956. íslendingar hafa ekki, sakir
kostnaðar, sótt þessi þing tvö undanfarin skipti, og þótti þvi rétt
að vera með nú, sér í lagi vegna þess, að á dagskrá var mál, sem
beinlínis varðaði íslendinga, þ. e. tillaga Norðmanna um Norður-
landarneistaramót í Helsingfors 1957, Oslo 1959 og Stokkhólmi 1961.
Sótti formaður F.R.Í., Brynjólfur Ingólfsson, þingið fyrir íslands
hönd.
Skal drepið á örfá atriði, sem
rædd voru eða afgreidd:
Staðfest ný Norðurlandamet,
m. a. afrek Vilhjálms Einarsson-
ar, 15,83 i þrístökki, í Karlstad
6. okt. 1956 og metjöfnun Hilmars
Þorbjörnssonar 21,3 sek. í 200 m,
sett í Rotterdam 24. júlí 1956. —
Síðan hefur Svíinn Jan Carlsson
sett nýtt met 21,2 sek., en gamla
metið, 21,3 sek., áttu 5 menn.
Þá hefur Thorbjörn Lassenius,
Finnlandi, bætt Norðurlandamet
Arnar Clausen í tugþraut, með
6.991 stigi.
Ákveðið að staðfesta norræn
imglingamet.
Ákveðið að samnorræna ung-
lingakeppnin verði 1957 haldin
dagana 8.—17. júrú (að báðum
dögum meðtöldum) og keppt í:
100 m og 1500 m hlaupum, lang-
stökki, stangarstökki, kúluvarpi
og spjótkasti. — Danir stjórna
keppninni að þessu sirmi.
Mælt var með, að meistaramót
hinna fimm landa yrðu haldin
dagana 16.—19. ágúst. Þá er tal-
ið heppilegt að tugþrautin yrði
í júlí, en tugþrautarmeistaramót
Norðurlanda, sem haldið verður
í Stokkhólmi, þá væntanlega
14.—15. september.
Samræming keppnisreglna fyr-
ir unglinga og drengi.
Samvinna um alþjóðamót.
í sambandi við umræður um
þetta mál fór fulltrúi F. R. í.
þess á leit, að það yrði þegar
næsta ár tekið til athugunar, að
þegar fenginn væri flokkur
íþróttamanna frá Bandaríkjunum
til keppni á Norðurlöndum, kæmi
hann við á íslandi á vestur- eða
austurleið. Var þessu vel tekið
og hét fulltrúi Oslo-félaganna,
sem hafa með þessi mál að gera,
að ræða þetta mál við fulltrúa
hinna landanna, er þeir hittast,
í byrjun janúar.
NORBURLANDA-
MEISTARAMÓT
Eins og við var að búast var
þetta höfuðmál þingsins. Norð-
menn höfðu framsögu (Arne B.
Mollén, fyrrv. form. N.F.F.) og
Danir og form. F.R.Í. studdu
sjónarmið Norðmanna. í tillög-
unum er gert ráð fyrir að 50
keppendur fái ókeypis ferðir og
uppihald en 50% af hagnaði renni
til þess lands, sem heldur mótið.
Svíar og Finnar töldu útilokað
að byi’ja næsta ár og virtust hafa
takmarkaðan áhuga, en þó var
að lokum samþykkt að vinna
áfram að málinu með það fyrir
augum, að fyrsta mótið yrði í
Helsingfors árið 1959.
Handknattleiks-
stnlkni keiðrað-
ar ÍSÍ
S.L. MIÐVIKUDAG hélt fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, kaffisamsæti
fyrir stúlkur þær, sem kepptu
fyrir íslands hönd í landsleik í
handknattleik við Norðmenn og
tóku þátt í Norrænu meistara-
keppninni í handknattleik í Finn-
landi á s.l. sumri.
Við þetta tækifæri sæmdi for-
seti ÍSÍ stúlkurnar landsiiffsmerki
ÍSf.
Margar ræður voru fluttar og
fór hófið hið bezta fram.
Auk framkvæmdastjóra ÍSÍ og
áðurnefndra stúlkna mætti stjórn
Handknattleiksráðs Reykjavíkur
í samsæti þessu.
Körfuknattleíkai
ÍR HEFUR haft körfuknattleik á
stefnuskrá sinni i nokkur ár og
hefur verið mikið fjör í starf-
seminni, m.a. er ÍR íslandsmeist-
ari í karlaflokki.
Konur hafa lítið sem ekkert
iðkað körfuknattleik enn sem
komið er, en nú hefur stjórnin
ákveðið að reyna að koma lífi
í körfuknattleik kvenna. Verður
æft * tvisvar í viku í ÍR-húsinu
kl. 'IVz til 8V2 á mánudags- og
miðvikudagskvöldum. Kennari
er frú Hrefna Ingimarsdóttir.
Allir sem iðkað hafa körfuknatt-
leik ljúka upp einum munni um
það, að leikurinn sé mjög
skemmtilegur og má því fastlega
reikna með því að fjölmennt
bjarga fjármálunum, með hjálp
velviljaðra aðila, er Ijóst, að ekki
verður ár eftir ár höggvið í þann
sama knérunn. Vegna fjarlægð-
ar frá öðrum löndum er hætt við
að erfitt verði að fá landskeppn-
issamband á jafnréttisgrundvelli,
þ.e. tveggja ára gagnkvæmt sam-
komulag þar sem báðir aðilar
taka þátt í kostnaði á sama hátt.
Flest önnur lönd eiga nágranna,
sem fá má til keppni með minni
tilkostnaði en íslendinga og eru
þar að auki svo fjölmenn ríki, að
engin skömm er að tapa fyrir
þeim.
Er formaður F.R.Í. var í Oslo
nú nýlega á þingi norrænna frjáls
íþróttaleiðtoga, ræddi hann þessi
mál við fyrirsvarsmenn hinna
Norðurlandanna.
Finnar buffust, eins og áffur,
til að kosta B-Iið sitt til Kaup
mannahafnar eða taka viff is-
lenzku landsliffi þar. Dauir
gátu ekkert sakir féleysis, hve
fegnir sem þeir vildu. Varff þó
aff ráffi að fastsetja fyrst um
sinn dagana 10.—12. júlí fyrir
landskeppni milli íslendinga
og Dana í Reykjavík. Hins-
vegar var engu slegið föstu
um þetta mál.
Jákvæðar voru undirtektir
Norðmanna. Formaður F.R.Í.
stakk upp á því við formann N.
F.F., Aage Möst, að hann beitti
sér fyrir keppni milli Vestur-
Noregs og íslands eða þá bæja-
keppni milli Reykjavíkur ann-
ars vegar og Bergen/Haugesund/
Stavanger hins vegar. Leizt Möst
mjög vel á þetta og taldi líkur til
að þeir vestanfjalls yrðu þessu
hlynntir. Var talað um keppni í
Bergen 1957 og mót í Haugesund
og Stavanger. Myndu Norðmenn
sennilega greiða flugferðir og
uppihald, en ef íslendingar legðu
eitthvað fram af ferðakostnaði,
myndu Norðmenn greiða sama
1958, er keppnin færi fram i
Reykjavík.
Væri þessi keppni mikill feng-
ur fyrir frjálsíþróttalíf á íslandi
og er óskandi að af henni gæti
orðið. Hitt, að borga alltaf með
sér, eins og við höfum þurft hjá
Dönum og Hollendingum, getur
vitaskuld ekki gengið til lengd-