Morgunblaðið - 17.11.1956, Side 1
16 siður og Lesbok
43. árgangur
265. tbl. — Laugardagur 17. nóvember 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Ríkisstjórnin neitnr nð svnrn hvort hún ætlnr nð
semjn um brottför vnrnarliðsins eða ekki
Vetðu morgsuga í málOtttningi á Alþingi
Neitar samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn
T GÆR fór fram í Sameinuðu þingi umræða um tillögur þær til
Jl þingsályktunar, sem allir þingmenn Sj álfstæðisflokksins flytja
um endurskoðun vamarsamningsins og um kosningu manna til
*ð semja um endurskoðun hans.
Fyrri tillagan segir að Alþingi álykti, að vegna hinna ógn-
þrungnu atburða, sem sýna, að enginn er lengur öruggur, og kalla
á endurmat þjóðarinnar á alþjóðasamskiptum, skuli fyrirhuguð
endurskoðun vamarsamningsins framkvæmd með það fyrir augum
að nauðsynlegar vamir landsins séu tryggðar, jafnframt því sem
bætt sér úr göllum þeim, er fram hafa komið á samningnum.
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar, Bjarni Benediktsson,
fylgdi henni úr hlaði með ræðu
og fer hún hér á eftir í heild:
„Engin þjóð hefur ríkari
ástæður til þess en íslend-
ingav að óska þess, að friður
haldist í heiminum, því að eng-
inn er þess ómegnugri en við að
verja land okkal* og þjóð, ef í
odda skerst. Ef ófriðarhættan er
raunverulega úr sögunni, höfum
við sannarlega ástæðu til að
gleðjast. En friðurinn er þess
virði, að nokkur áhætta sé tekin
hans vegna. Að þessu sinni er
áhættan ekki önnur en sú, að við
bíðum með að gera land okkar
varnarlaust, þangað til við sjálfir
höfum að beztu manna yfirsýn og
við rólega íhugun sannfærzt um,
hvort „viðhorfin séu svo breytt"
í raun og veru, að víkja megi
af verðinum.
Er flóðalda kommúnismans í
sannleika sjötnuð, eða hefur hún
aðeins stöðvazt við vamarvegg-
inn og smýgur í gegnum hverja
sprungu, sem í honum verður?
Við skulum vona, að verstu
hríðarbyljum kalda stríðsins sé
slotað, og að framundan sé sumar
afvopnunar og allsherjar-friðar.
En jafnvel hinir bjartsýnustu
játa, að enn sé vorið naumast
byrjað. Allra veðra er von, svo
sem á útmánuðum tíðkast, og
næsta áíangann er áreiðanlega
ömggast að vera í fylgd með
öðrum, því að það á við um
þjóðirnar ekki síður en einstakl-
ingana, að fátt segir af einum.“
Við þessi ummæli mín frá sl.
vori hefi ég í rauninni ekki
xniklu að bæta, því að aldrei hef-
ur sannazt betur en með örlögum
Ungverjalands, að fátt segir af
einum. Hróp heillar þjóðar um
hjálp, endurómuðu að vísu um
heim allan, en enginn treysti
sér til að veita henni þá hjálp,
sem ein hefði dugað, enda vafa-
samt hvert gagn Ungverjum
hefði orðið að því, þótt stór-
veldastríK hefði verið hafið um
land þeirra.
Allir þeir atburðir eru hörmu-
legri en svo að með orðum verði
lýst og því fer fjarri, að ég
hæfist um, að þeir hafi sannað
réttmæti skoðana olikar Sjálf-
stæðismanna í varnarmálum ís-
lands. Vissulega hefðum við
miklu fremur kosið, að bjart-
sýnismennirnir hefðu reynzt
hafa á réttu að standa.
En fram hjá staðreyndunum
komumst við ekki og það eru
miklu fleiri en við Sjálfstæðis-
menn, sem teljum að þessir at-
burðir kalli á endurmat íslenzku
þjóðarinnar á alþjóðasamskiptum
hennar, þ. á m., cð vamir ís-
lands verði tryggðar með þeirri
endurskoðun varnarsamningsins,
sem nú er ákveðin. Að þessu höf-
um við vikið í greinargerð tillög-
unnar.
Enda tökum við þetta mál ekki
upp til þess að bekkjast til við
aðra eða að metast á við þá um
fortíðina, heldur sem sameigin-
legt mál allra lýðræðtsmanna á
íslandi og viljum sýna, að við
metum í því ekki minna annarra
rök en okkar sjálfra.
En þó að ýmsir lýðræðissinn-
ar utan Sjálfstæðisflokksins hafi
nú látið uppi að tryggja verði
varnir landsins, þá hefur því
miður ekkert heyrzt um það frá
sjálfri ríkisstjórninni.
Einn stuðningsflokkur hennar
og sá stærsti, hefur þó gert um
þetta ótvíræða ályktun, hert á
þvi að varnarliðið hverfi úr
landi og fullyrt, að sjálfur At-
lantshafssamningurinn sé í raun
réttri úr gildi fallinn. Sá boð-
skapur var hinn síðasti af þeim,
er þjóðinni barst í útvarpinu
hinn 5. nóv. sl., og hófst með
ræðu hæstv. forsætisráðherra og
lestri á tilkynningu ríkisstjórn-
arinnar. í þeirri tilkynningu eða
ræðu ráðherrans var ekkert vikið
að því, hverja þýðingu þessir at-
burðir hefðu fyrir íslendinga,
og enn hefur ríkisstjórnin ekkert
látið uppi um, hvort hún er sam-
mála þessari skoðun stuðnings-
flokks síns eða ekki.
Eg vona raunar, að svo sé ekki,
en um það er nauðsynlegt að fá
ótvíræða vitneskju.
íslenzka þjóðin á heimtingu á
því að fá að vita með hvaða hug
hefja á samningana um endur-
skoðun varnarsamningsins.
Er tilætlunin sú að þar sé
fylgt ákvörðun einasta stjórnar-
flokksins, sem hefur látið til sín
heyra um málið eftir að þeir
atburðir gerðust, sem glöggir
menn hafa sagt, að „breytt hafi
ásýnd heimsins" eða er ætlunin
sú, að með samningunum verði
varnir landsins tryggðar svo
sem yfirgnæfandi meirihluti ís-
lendinga ætlast nú til að gert
verði.
Tillaga sú sem hér er fram
borin, er flutt til þess að fá úr
þessu skorið.
TALDI VARNIR
NACÐ SYNLEGAR
Næstur tók til máls utanríkis-
ráðherra, Guðmundur í. Guð-
mundsson.
Reynt var J gær að afla orð-
réttra yfirlýsinga uta-nríkisráð-
herrans, en það tókst ekki. Hér
fer hins vegar á eftir útdráttur
úr ræðu hans:
Ræðumaður hóf mál sitt með
því að geta efnis tillögunnar og
að hún fæli í sér að Alþingi
ákvæði að við endurskoðun varn
arsamningsins skyldi svo frá
málum gengið að varnir landsins
yrðu að fullu tryggðar, svo og að
tillagan fæli í sér að vegna hinna
ógnþrungnu atburða væri nauð-
synlegt endurmat þjóðarinnar á
alþjóðasamskiptum.
Róðherra gat síðan atburða
þeirra er gerzt hfefðu í Ungverja-
landi og fyrir botni Miðjarðar-
hafs og sagði að um þá vissi eng-
in hvert framhald þeir myndu
hafa. Kvaðst hann vona að Sam-
einuðu þjóðunum mætti takast
að leysa þessi vandamál farsæl-
lega. Jafnframt kvað hann menn
bera í brjósti aðdáun til ung-
versku þjóðarinnar í baráttu
hennar fyrir frelsi sínu.
Ræðumaður kvað þetta þó allt
vera frómar óskir.
Þá sagði ræðumaður að þeir,
sem bæru ábyrgð á varnarmál-
um okkar myndu fylgjast vel
með öllu því, sem gerðist og gera
það, sem sannast reyndist og rétt-
ast. Ráðherrann kvað og að nauð-
synlegt væri að varnir landsins
væru tryggðar. Hann sagði og að
Framh. á bls. 2
Ungversku Ólympíufararnir koma til Melbourne. Ungverski fán-
inn, sem kommúnistaeinkennið hefur verið rifið úr, var borinn
fyrir flokknum, þegar haldið var tíl móts við Olympíunefndina.
Rússar flytja þúsundir Ung-
verja úr landi
og hyggjost þonnig veikjn
mótstöðuníi þjóðnrinnnr
Vín og London, 16. nóvember.
AF FRÉTTUM er það ljóst, að fjarri fer því, að rússneski herinn
hafi allt Ungverjaland á valdi sínu. Flóttamenn streyma enn
yfir til Austurríkis
Samkvæmt sögn sumra flóttamanna virðast Rússar ætla að
láta kné fylgja kviði — og í borgum og bæjum fara menn þeirra
hús úr húsi og taka fanga — karla og konur jafnt sem börn.
Frétzt hefur til mikilla fangaflutninga austur til Rússlands. —
Búdapest-útvarpið útvarpar látlausum óskorunum til verka-
manna um að taka upp vinnu, en árangurslaust.
Einn flóttamannanna, er
kom hingað í kvöld, sagðist
vita til þess, að fyrir tveim
dögum hefðu farið þrjár flutn-
ingalestir með ungverska
fanga austur á bóginn — og
hefðu bæði konur og börn ver-
ið meðal fanganna. Annar
flóttamaður segir frá 1509
unglingum, er Rússar höfðu
handtekið og flutt úr landi.
Flóttamenn segja þær fregn-
ir frá Rúmeníu, að mikillar
ókyrrðar gæti meðal bænda
þar. Stjórnarvöldin eru þar
hötuð og ólga mikil undir
niðri. Afleiðingin er sú, að
vöruhamstur hefur verið mik-
ið af ótta við að til óeirða
kunni að draga — og vöru-
skortur því tilfinnanlegur í
landinu.
Rússar ráða nú flestum eða
öllum hernaðarlega mikilvægum
stöðum í Ungverjal., en samt er
talið, að frelsissveitir hafi enn
nokkur héruð á valdi sínu. í norð
austur Ungverjalandi er rúss-
neski herinn mjög fjölmennur. í
Búdahæðum við Búdapest fara
þúsundir ungverja huldu höfði
og stunda skæruhernað gegn
Rússum.
★ ★ ★
I gær var haldinn f jöldafund
ur verkamanna í Búdapest og
þess krafizt, að rússneski her-
inn yrði þegar á brott úr land-
inu. Frjálsar kosningar verði
látnar fara fram bráðlega —
og Nagy verði aftur skipaður
forsætisráðherra. Vinnustöðv-
uninni yrði ekki aflétt fyrr
en þessum skilyrðum væri
fullnægt. Búdapestarútvarpið
hvetur látlaust til þess að
vinna verði hafin á ný — og
í gær ræddi nefnd verkamanna
við Kadar — þar sem kröfur
verkamanna voru bornar
fram. Nefnd þessi hvatti verka
Framh. á bls. 15
Sveitir S.Þ. flykkjast til Siícz
London og Kairo, 16. nóvember.
T DAG flaug Hammarskj öld til Napoli til Kairo ásamt 50 col-
* umbiskum hermönnum, sem bætast munu við þann herafla
Sameinuðu þjóðanna, sem þegar er kominn ttt Súez-svæðisins.
Þegar eftir komu Hammarskjölds til borgarinnar, fór hann til
fundar við Nasser og ræddi fyrirkomulag gæzlustarfs Sameinuðu
þjóðanna. Norskir og danskir hermenn voru áður komnir til
Súez, en næst er von á indverskum og sænskum hermönnum til
gæzlustarfsins.
Talsmaður brezku herstjórnar-
innar í Egyptalandi sagði í dag,
að starf Breta og Frakka í
Egyptalandi væri nú þriþætt. í
fyrsta lagi að halda landsvæðum,
sem þegar væru unnin, í öðru lagi
að verjast hugsanlegri árás
Framh. á bls. 15