Morgunblaðið - 25.11.1956, Qupperneq 1
24 síður
43. árganguc
282. tbl. — Sunnudagur 25. nóvember 1956.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
PólTerjai hstta
útvaips-
tiuflunum
Varsjá 24. nóv.
Einkaskeyti frá Reuter
PÓLSKA stjórnin tilkynnti í
dag að frá og með morgundeg
inum yrði hætt starfrækslu
fjölda svonefndra truflana-út-
varpsstöðva, en þær hafa ver-
ið notaðar til að trufla frétta-
útsendingar vestrænna þjóða.
f tilkynningunnl segir að
réttara sé að svara árásum frá
öðrum þjóðum með rökum,
heldur en að reyna að loka
fyrir þær. Margar umræddra
utvarpsstöðva verða nú tekn-
ar i notkun til að senda út
venjulegt útvarpsefni.
I'etta eru allgóðar fréttir fyr
Ir útvarpshlustendur í Vestur
Evrópu, því að oft hefur lítið
heyrzt í útvarpsstöðvum víða
um lönd vegna þessara að-
gerða. Þelm er þó enn haldið
áfram frá Tékkóslóvakíu og
Rússlandi.
Mannaveiðarar skjéfa flóttafólk
Uppreisn í Sýrlcandi ?
EINHVER MIKIL umbrot eru nú í Sýrlandi, en litlar fregnir
berast af atburðum þar, því að landinu hefur verið algerlega
lokað, og símasambandi slitið. Svo virðist af lausafregnum að
herinn hafi tekið völdin í sínar hendur og Kuwatli forseti sé fangi.
Fyrir nokkru kom rússneskt herflutningaskip til Latakia aðal-
hafnarborgar Sýrlands, en fleiri höfðu komið þar og landað her-
gögnum á undanförnum vikum. Mun fjöldi rússneskra hernaðarsér-
fræðinga nú dveljast í landinu.
Júgóslavar mótmæla hinti
. svivirðilefia mannráni
j
ÚGÓSLAVNESKA stjórnin sendi stjórn Kadars í dag hina hörð-
lögreglumenn handtóku Imre Nagy og fylgdarlið hans þvert ofan
í loforð og ábyrgð Kadar-stjórnarinnar.
Vínarborg, 24. nóv. Einkaskeyti frá Reuter:
1>ÚSSNESKA herstjórnin í Ungverjalandi hefur nú skipaf
-*-*• fjölmennum hersveitum til mannaveiða meðfram öH-
tun landamærunum að Austurríki. Er þetta gert til ai
hindra straum flóttafólks til Austurríkis.
Nú er svo komið að flóttafólk þorir ekki yfir landamæri*
nema í náttmyrkri. Héraðsstjórnin í Burgenland, aust-
urhluta Austurríkis tilkynnir að s.l. nótt hafi nær 400®
flóttamenn komið til Austurríkis. Margir flóttamannanna
voru með skotsár, sem þeir höfðu hlotið á flóttanum frá
mannaveiðasveitum Rússa.
ÁKAFIR VEIÐIMENN
Austurríska stjórnin afhenti La-
vin, rússneska sendiherranum i
Vínarborg í dag harðorða mót-
mælaorðsendingu vegna þess að
hópur rússneskra hermanna fór
yfir landamærin í gær. Hermenn-
irnir voru vopnaðir handvélbyss-
um og voru á mannaveiðum. Þeir
voru svo ákafir að elta ungverskt
flóttafólk ,að þeir fóru yfir landa-
mærin þrátt fyrir aðvörun austur
rískra landamæravarða.
s
• I
Þannig leit mynnl Súez-skurðarins
1* í höfninni.
I Port Said át er Rretar náðu borginni. Um 10 skip voru sokk-
skurði
er utn 49 tálmanir í Súez-
— skip og sprengdar brýr
TOK ÞATT I SAMNINGUM
Það var Visic vara-utanríkis-
ráðherra Júgóslava, sem afhenti
sendifulltrúa Ungverja í Bel-
grad orðesndinguna. Gat Visic
þess í orðsendingunni, að hann
hefði sjálfur verið í Budapest
fyrir nokkrum dögum og tekið
þátt í samningum við Kadar um
grið fyrir Nagy.
EKKI AF FÚSUM VILJA
Júgóslavar taka það fram í orð
sendingunni, að það sé enginn
vafi á því að Nagy hafi verið
beittur þvingun og ofbeldi er
hann var fluttur til Rúmeníu.
Þangað hafi hann ekki farið af
fúsum vilja.
KREFJAST LEIÐRÉTTINGA
Mótmæla Júgóslavar harðlega
þessu mannráni, sem svívirðilegu
broti á þeim samningi, sem gerð-
ur var milli stjórna Júgóslavíu
og Ungverjalands um að Nagy
og föruneyti hans skyldi heitið
griðum og þau skyldu fá að
hverfa til heimila sinna. Krefjast
Júgóslavar þess að Nagy og föru
neyti hans verði þegar í stað flutt
aftur til Budapest og staðið
verði við öll loforð um grið þeim
til handa. Verði það ekki gert,
Framh. á bls. 2
70 ÞUS. FLÓTTAMENN
Heildartala ungverskra
flóttamanna er nú komin
upp í 70 þúsund. Meðal
flóttamanna sem komu s.l.
nótt var Istvan Dobi sonur
forseta Ungverjalands.
Óháða austurríska dagblaðið
Die Presse skýrir frá því að i
gær hafi Rússar handtekið á einu
svæði skammt að baki landamær-
anna 300—400 manns sem voru
að reyna að komast undan til
Austurríkis við Andau. Flótta-
fólkið var flutt í vörubílum til
borgarinnar Gyor.
BRETAR TAKA VIÐ
FLÓTTAFÓLKI
Bretar hafa nú samþykkt að
taka við óákveðnum fjölda flótta
manna. Frá og með deginum á
morgun verða flutningar flótta-
fólks til Bretlands skipulagðir
og munu 600—700 verða fluttir
þangað daglega. Þessi ákvörðun
bætir mjög úr vandræðum Aust-
urríkismanna, en þó er hún engin
endanleg lausn ef 4—5000 flótta-
menn koma þangað daglega frá
Ungverjalandi.
London, 24. nóvember. — Frá Reuter
Brezka flotamálaráðuneytið hefur nú gefið út skýrslu
um tálmanir þær sem lagðar hafa verið í Súez-skurðinn. Er
vitað um að minnsta kosti 49 tálmanir, sokkin skip og fleira
í skurðinum. En vel má vera að þær séu fleiri, sem sjást
ekki við könnunarflug úr lofti, sakir þess að þær eru und-
ir yfirborði sjávar,
Eretar ráða yfir hafnarborginni Port Said við norður-
enda skurðarins og 3 km af skurðinum sjálfum. Þeir skýra
svo frá að á því svæði hafi verið 20 tálmanir og hafa brezk-
ir verkfræðingar þegar hreinsað þær í burtu, svo að skurð-
urinn þar er fær skipurn
29 TÁLMANIR Á SVÆÐI
EGYPTA
Fyrir sunnan, í þeim hluta
$kurðarins, sem enn er í höndum
Egypta, hafa könnunarflugvélar
Breta séð 29 tálmanir. Er það
álit brezka flotamálaráðuneytis-
ins, að ekki þyrfti að taka nema
einn mánuð að gera skurðinn fær-
an skipum, en sex mánuði taki
að hreinsa fullkomlega skurðinn
allan og hafnirnar.
SKIP OG SPRENGDAR BRÝR
Tálmanirnar í skurðinum eru
einkum skip, sem sökkt hefur
verið. Ákæra Bretar Egypta um
að hafa sökkt þeim á víð og dreif
um skurðinn til þess að valda
vestrænum þjóðum tjóni. En
Egyptar hafa, sem kunnugt er,
ákært Breta fyrir að hafa sökkt
skipunum í loftárásum. Meðal
skipanna eru tvö norsk olíuflutn-
ingaskip. Meginhluti þeirra er þó
dráttarbátar, hegraskip, skurð-
gröfuskip og björgunarskip, sem
notuð hafa verið við rekstur og
viðhald skurðarins.
Þá hafa tvær brýr, sem lágu
yfir skurðinn verið sprengdar
ofan í hann. Það eru E1 Ferdan
stálgrindabrúin og flotabrúin við
Ismailia.
ENGIN TNDURDUFL
Enn hafa Bretar ekki orðið
varir við að Egyptar komi tund-
urduflum fyrir í Súez-skurðin-
um, en svo virðist sem tálmunum
að sunnanverðu í skurðinum hafi
fjölgað að undanförnu og eru þó
víst ekki öll kurl komin til graf-
ar.
hugsa kommúnisfar?"
,,Hvernig
Fyrirlesfur
dr. Soukup kl. 2
DR LÚMÍR SOUKUP, sem á
sínum tíma var einkaritari
Jans Masaryks utanríkisráð-
Segir Rússa ekki
framkvœma hand-
tökur
Búdapest, 24. nóv. —
Frá Reuter.
Ferenc Muerrich, varaforsæt-
isráðherra Ungverja flutti ávarp
í kommúnistaútvarpið. Sagði
hann, að engin hæfa væri fyrir
því að fjöldahandtökur né nauð
ungarflutningar ættu sér stað í
Ungverj alandi.
Að vísu viðurkenndi ráðherr-
ann, að margir „glæpamenn"
hefðu losnað úr haldi að undan-
förnu og mætti því búast við, að
handtökur yrðu nokkru tíðari en
á eðlilegum tímum.
Einnig sagði hann að morð-
ingjar og skemmdarverkamenn
myndu ekki sleppa við refsingu.
herra Tékka og nú er staddurl
hér á landi í boði Sambands
ungra Sjálfstæðisníanna, flyt-|
ur erindi í Sjáifstæðishúsinu'
kl. 2 í dag. Erindið nefnist:
Hvernig hugsa kommúnistar?
Öllum er heimill ókeypis að-
gangur meðan húsrúm leyfir.
Bússneska shlpið Mololov
fékk ekki afgreiðsla
Kaupmannahöfn, 25. nóv. — Páll Jónsson símar
Hafnarverkamenn í Kaupmannahöfn hafa nú fram-
kvæmt í verki bann við afgreiðslu rússneskra skipa, sem
mótmæli gegn grimmdariegri hernaðarárás Rússa á Ung-
verja.
Rússneska áætiunarskipið Molotov kom í fyrrakvöld til
Kaupmannaliafnar frá Leningrad. Hafði skipið með sér 70
smálestir af stykkjaflutningi, sem átti að fara í land í Dan-
mörku.
Dönsku hafnarverkamennirnir neituðu algerlegá að af-
ferma skipið. En þar sem þetta er ólögmætt verkfall var
rússneska útgerðarfélaginu heimilt að ráða aðra verka-
menn til starfsins. Leitaði félagið eftir því, en ekki einn
einasti maður gaf sig fram.
Þar af leiðandi sigldi Molotov aftur úr höfn í dag áleiðis
tii Lundúna, samkvæmt áætlun sinni.