Morgunblaðið - 25.11.1956, Side 2
2
MORCVVP.JAÐ1Ð
Sunnudagur 25. nóv. 1956
*
.Nánasti samstarfsmaður
Masaryks kominn hingað
EINN helzti forustumaður frjálsra Tékka, dr. I.úmír Soukup,
kom til landsins skömmu eftir hádegi í gær, flugleiðis frá
Frestvík í Skotlandi. Hann er hér í boði Samb. ungra Sjálfstæðism.
Hann mun halda hér nokkra fyrirlestra um tékkneska menn-
ingu og ástandið í járntjaldslöndunum. Fyrsta fyrirlestur sinn
flutti hann í Háskólanum í gær um slavneskar bókmenntir og
annar fyririesturinn verður í Sjálfstæðishúsinu kl. 2 í dag, og
nefnist „Hvernig hugsa kommúnistar?“
Fréttamenn höfðu tal af dr. Soukup að Hótel Borg skömmu
eftir komu hans til Reykjavíkur. Honum sagðist m.a. svo frá:
Kommúnistar
á Alþýðasambnn
þingi kviðnir
ÞING Alþýðusambands íslands hélt áfram kl. 2 e.h. i gær. Þing-
lundur hófst á því, að Kristinn Ag. Eiríksson kvaddi sér hljóös
utan dagskrár. Hann kraíðist þess, að þingfulltrúar fengju að
heyra frá ríkisstjóm, hvaða leiðir hún hyggðist fara í efnahags-
og dýrtíðarmálum þjóðarinnar. Hann sagði einnig, að ótækt væri,
að fulltrúar færu heim og gæfu stéttarfélögum sínurn skýrslur,
án þess að hafa nokkrar upplýsingar um þessi mál. Var ræðu
hans ákaft fagnað af fundarmönnum.
TJGGÐU EKKI AÐ SÉR
Áður en kommúnistar fram-
kvæmdu valdaránið 1948 gátum
við ekki trúað því að þeir myndu
leyfa sér að grípa til slíkra að-
gerða. Við lifðum í lýðræðislandi
með fullkomnu þingræði, alveg
eins og nú er í Vestur-Evrópu.
Eftir styrjöldina voru fjórir
meginflokkar i Tékkóslóvakíu.
Það voru kommúnistar, jafnað-
armenn, frjálslyndur flokkur og
kaþólski flokkurinn. Þessir flokk
ar voru allir nær jafnir að stærð,
hver með sinn fjórðung þingsins
á bak við sig. í nýjum kosning-
um sem voru haldnar hlutu
kommúnistar um 40% greiddra
atkvæða, en næstur að styrkleika
var frjálslyndi flokkurinn. En
allt gekk fyrir sig eins og í öðrum
þingræðislöndum. Við ræddum
við kommúnista eins og hverja
aðra samfélagsborgara.
Í ÞINGRÆÐISLANDI
Víst var stundum rætt um
kenningar kommúnismans og
aðferðir hans í nágrausialönd-
unum, svo sem Ungverjalandi,
Búlgaríu og Rúmeníu. En þær
umræður voru allar á fræði-
legum grundvelli. Ég talaði
oft um þessi mál við Jan
Masaryk, sem ég hafði náið
samstarf við sem einkaritari
hans. En okkur datt ckki í hug
að neitt slíkt væri yfirvofandi,
né yfir höfuð að kommúnistar
myndu framkvæma slíkar að-
gcrðir í okkar landi.
ÖRLÖG MASARYKS
Fréttamenn spurðu dr Soukup
hvert væri álit hans á dauða Jan
Masaryks utanrikisráðherra, sem
eins og menn muna bar að hönd-
um skömmu eftir valdarán komm
únista.
— Ég er ekki í vafa um, að
það var sjálfsmorð, svaraði hinn
tékkneski maður. Honum fannst
líf sitt vera komið í sjálfheldu.
Hann vildi opinberlega segja sig
úr stjórninni, en hann fékk það
ekki og hann vildi ekki starfa
áfram í stjórn með kommúnist-
um. Ég minnist þess að Gottvald
hafði tilkynnt ráðherrunum, að
þeir ættu að halda sér til i þjóð-
þinginu næsta miðvikudag, því
að þá ætti að taka opinbera kvik-
mynd af þinginu. Þá lét Masaryk
— Júgóslavar
Framh. af bls 1
geti ekki hjá því farið að sum-
búðin milli Júgóslavíu og Ung-
verjalands versni mjög.
FARIÐ TIL RÚSSA’
Ungverski sendifulltrúinn svar
aði orðsendingu Júgóslava á þá
leið, að þeir yrðu að súna sér til
Rússa með slík mótmæli, þar sem
það hafi verið rússneskir lög-
reglumenn, sem fluttu Nagy á
brott.
SEYÐISFIRÐI, 24. nóv. — Und-
anfarna daga hefur verið skipað
hér út meiru af íslenzkum afurð-
um til útflutnings, en menn
muna um margra ára skeið.
Arnarfell tók hér 6725 pakka
af saitfiski, mestmegnis frá tog-
aranum ísólfi. Katla tók 2632
tunnur af saltsíld og Tungufoss
500 tunnur frá ýmsum söltunar-
stöðvum hér og að lokum Lag-
arfoss 105 lestir af gærum, sem
safnað var saman hér af næstu
fjöx-ðum. — B.
þau orð falla, að hann yrði þar
ekki viðstaddur.
FLÚÐI LAND
— Hvenær komust þér svo úr
landi?
— Um fjórum mánuðum eftir
vaidarán kommúnista
— Fenguð þér vegaþréf?
— Nei, það kom ekki til mála.
Eftir valdarénið ógilti kommún-
istastjórnin öll vegabréf og lok-
aði landamærunum. Ég varð að
flýj a land með sama hætti eins og
svo margir samlandar mínir.
ÞEÓUN BÓKMENNTA
Fréttamenn óskuðu eftir áliti
dr. Soukups á þróun tékkneskra
bókmennta eftir vaidarán komm-
únista.
— Það er hægt að segja það -í
stuttu máli, Strax eftir valdarán-
:ð komu kommúnistar á fót svo-
nefndum „sellum“ meðal allra
stétta, í skólum og háskólum,
verksmiðjum, rótary-klúbbum,
íþróttafélögum og þá einnig með-
al skálda og rithöfunda. Þessar
aðgerðir þýddu að þeir sem ekki
voru kommúnistar voru reknir
úr félögunum eða skólunum.
Þá voru beztu rithöfundar
Tékka reknir úr rithöfunda-
samkundunum og ákveðið var
að engin bók fengizt gefin út
nema mcð sérstöku leyfi upp-
lýsingamálaráðuneytisins.
Bækur voru metnar eítir því
hvort þær höfðu áróðursgildi
fyrir kommúnistaflokkinn. Ár-
angurinn er sá að á öllum
þeim tíma, sem síðan hefur
liðið hafa ekki komið út nema
eitthvað tvær nýjar ljóðabæk-
ur, er nokkurt listagildi hafa.
Og þetta er meðal þjóðar, sem
á sér ríkan bókmenntaarf.
EKKI ÚTLIT FYRIR
BYLTINGU AÐ SINNI
— Búizt þér við byltingu í
Tékkóslóvakíu, sams konar og
orðið hefur í Ungverjalandi?
— Nei, ekki á þessu stigi máls-
ins. Aðstaðan er nokkuð önnur
í Tékkóslóvakíu. Meðal kommún-
istanna eru engir forustumenn
eins og Nagy, heldur eru tékk-
nesku kommúmstarnir exindrek-
ar Moskvuvaldsins. En hver veit
hvernig málin skipast. í næsta
mánuði verður haldinn fundur í
æðsta ráði Sovét-Rússlands. Ég
álít að þá muni Krúsjeff falla, en
Zhukov marskálkur rísa upp sem
æðsti maður í Kreml.
Að lokum sagði dr. Soukup:
— Ég hef haldið fyrirlestra
víða um lönd um tékk-
neska þjóðmenningu og ástand
ið í heimalandi mínu nú. Ég
hef veitt því athygli aö víða
um lönd ríkir misskilningur
um hugarfar kommúnista og
tilgang kommúnistaflokka
Á mánudagskvöldið gengst Ár-
mann fyrir kveðjusundmóti fyrir
Austur-þýzku sundmennina, er
hér hafa verið. Verður keppt þar
í ýmsum greinum, þar sem
keppni er tvísýnust — en mönn-
um er minnisstæð hin harða
keppni milli ísl. sundfólksins og
hins Austur-þýzka á dögunum.
Keppnisgreinarnar eru 200 m
skriðsund karla, 50 m bringu-
sund karla, 50 m flugsund karla,
DR. SOLKCF
hvar i hciminum sem er. Það
er mikið rannsóknarcfni að at
huga hugarfar þess fyrirbrigð
is, sem kailað er sanntrúa
kommúnisti.
hans hinn fróðlegasti.
í upphafi fyrirlestrar síns
greindi dr. Soukup frá því hve
menning hinna slavnesku þjóða
hefði þroskazt síðar en hinna
germönsku. Ástæðan til þess
hcfði verið fjarlægð slavnesku
þjóðanna frá höfuðmenntasetr-
um álfunnar í Vestur Evrópu og
einnig vegna þess hve þær þjóð-
ir hefðu mjög sætt innrásum og
oröið að eyða öllum sínum kröft-
um í landvarnir. Tatararnir hefðu
sótt að þeim að sunnan og austan
og Germanir að vestan og allur
þeirra þjóðarkraftur hefði eyðzt
í að bægja þessum innrásum frá
garðL.
Er iram liðu stundir urðu Tékkar
fljótt íorystuþjóð Slava i menn-
ingarefnum. Bæheimskar þjóðsög
ur urðu ásamt rússnesku frá-
sögnunum heimskunnar sem tær-
ar bókmenntir. Verk þjóðsagna-
skáldanna frá Kænugarði mætti
og án efa telja eitt merkasta verk
miðaldabókmenntanna. Jafn-
framt heíðu króatiskir og rúss-
neskir söngvar frá þessu tímabili
unnið sér ótvíræðan sess í sög-
unni. Að vísu hefði það þó tafið
nokkuð utanaðkomandi menning-
aráhrif, að kynflokkar Slava á
suður og austur landamærunum
hefðu hindrað að grísk og latnesk
áhrif fengju að berast inn í hinn
slavneska heimshluta.
Árið 1348 er háskólinn í Prag
var stofnaður hafði mótað mjög
allt síðara menningarlíf hins slav
neska heims. Þá varð Prag strax
miðstöð fræðanna.
Á endurréisnartimanum gætti
áhrifanna helzt í Póllandi og bók
rnenntum pólskra höfunda. Leik-
ritagerð þar í landi og einnig í
Slóvakíu, sem þá fæddist átti
4x100 m fjórsund karla, þar sem
mætast landssveit íslands og
þýzka sveitin. 200 m skriðsund
kvenna, 50 m bringusund kvenna,
100 m skriðsund drengja, 100 m
bringusund drengja og 50 m
skriðsund telpna.
Loks verður sýning á gúm-
björgunarbátum. Hafa Ármenn-
ingar farið þess á leit. að sýning
þessi yrði á mótinu.
Þá kom tíl umræðu nefndar-
álit allsherjarnefndar, og var það
samþykkt með litlum breyting-
um. Ennfremur var samþykkt
ályktun frá Hermanni Guðmunds
syni o. fl. um lagasetningu yfir-
standandi Alþingis varðandi þjóð
mikinn þátt í að móta bókmennt-
ir endurreisnartímabilsins um
alla Evrópu. Hetjusöngvar suður-
slavneskir urðu og mjög kunnir
um alla álfuna.
Árið 1680 misstu Tékkar bæði
þjóðlegt sjálfstæði sitt og trúar-
bragðafrelsið. Það ófrelsi áttu’
Tékkar við að búa allt fram til
aldamótanna 1800 og hafði sú
kúgun mikil áhrif á bókmenntir
þeirra og andlegt lif.
Segja má, að rómantíska stefn-
an sé fyrsta bókmenntastefnan
sem hefir áhrif á bókmenntir
hinna slavnesku þjóða. Púslcin í
Rússlandi og aðrir prýðishöfund-
ar í hinum öðrum slavnesku lönd
um sameina erlend áhrif þjóð-r
legum verðmætum svo úr verð-
ur hinn bezti skáldskapur. Á ár-
unum upp frá því ber skáldsög-
una einna hæst, sérstaklega í
Rússlandi.
í lok fyrirlestrar síns tók dr.
Soukup samafl þá helztu drætti
sem einkenndu bókmenntir slav-
nesku þjóðanna. í fyrsta lagi er
þar um að ræða þau sérkenni,
hve trúarhyggjan ræður afar
miklu í bókmenntum þessara
landa. Bókmenntimar voru eina
úrx-æðið fyrir rithöfundana til að
setja fram víðtækar skoðanir sín
ar á trúmálum og brennandi þjóð
félagsmálum.
Hið gamla orðtak, að' listin
væri fyrir listina hefir aldrei
giit i liinum slavneska heimi.
Slavneskir höfundar notuðu
formið sem lci'ð aS takmark-
inu. Hugmyndin var það sem
gilti.
Eins og sjálfur Dostojefski sagði
þá var hann aðeins ánægður með
vinnubrögð sín á listrænan mæli
kvsu-ða, að þau spilltu hvergi
þeirri hugsun, þeim boðskap,
sem hann vildi túlka í verkum
sínum.
í öðru lagi var náið samband
miili hugsjónanna sem hin slav-
nesku skáld túlkuðu og verka
þeirra. Byltingarkvæðin voru oft
„framkvæmd“ með raunveru-
legri byltmgu.
í þriðja lagi einkennir það
slavneskar bókmenntir hvað þær
eru móttækilegar fyrir erlend-
um áhrifum, en breyta öllum á-
hrifum í innlend verðmæti.
Og í fjórða lagi einkennir bók-
menntir þessara landa einlæg trú
að á merkt hlutverk hinna slav-
nýtingu allrar olíu í landinu.
Hannibal Valdimarsson skýrði
þingheimi frá því, að viðskipta-
málaráðherra hefði samið frum-
varp um sama efni, en ekki væri
enn ráðið, hvort ríkisstjórnin í
heild flytti það. Þá skiluðu fjár-
hagsnefnd og verkalýðs- og at-
vinnumálanefnd áliti, en at-
kvæðagreiðslu var frestað.
Framsögumaður verkalýðs- og
atvinnumálanefndar, Eðvarð Sig-
urðsson, talaði lcngi, og gekk
ræða hans að mestu út á ummæll
Kristins Ág Eiríkssonar. Skýrði
hann frá því, að hann hefði farið
þess á leit við forseta Alþýðu-
sambandsins, að hann beitti sér
fyrir því, að Lúðvík Jósefsson,
viðskipta- og atvinnumálaráð-
herra kæmi á þingið og skýrði
fyrir þingheimi þær leiðir, sem
ríkisstjórnin hyggðist fara í þess-
um málum. En einhvern vegina
hefði þetta farizt fyrir lijá Hmiöí-
bal. Hann hóf einnig að undir-
búa það „ofaníát" kommúnista,
sem þeir verða nú á næstunni að
gera sér að góðu, nefnilega gömlu
upptugguna um „íhaldsúrraeðin".
Sagði hann, að fyrirsjáanlegt
væri, að á næstunni yrði ríkis-
stjórnin að færa á milll upp-
hæðir, er næmu 70—100 millj.
króna til að halda sjávarútveg-
inum gangandi. Þá minntist hann
á kaupmátt launa eftir útreikn-
ingi þeirra hagfræðinga, sem AI-
þýðusambandið fékk til starfans
í marz 1955, og sagði: „Eftir
þeirra útreikningi, ef miðað væri
við 100 í júní 1947, var kaupmátt-
ur launa 84 í janúar 1954, en |
ágúst í sumar 90.“
Hann sagði ennfremur: „Við
getum ekki neitað því, að okk-
ur hefur tekizt þó nokkuð að
haida í kaupmátt launanna. og
í september var kaupmáttur sá
sami og í lok verkfalls".
Hafa þá kommánistarnir I
A.lþýðusambandinu étið ofan
í sig öll digurmselin um
„skipulagðar árásir fyrrv. rík
isstjórnar til eyðileggingar
kaupmætti launanna“, þegar
þeir voru að sínu pólitíska
brölti með samband launa-
stéttanna, A.S.Í. Auðheyrt
var að Eðvarð karlinn Sig-
urðsson var dauðhræddur við
undirtektir þingsins eftir
ræðu Kristins Ág. Eii-íksson-
ar, Skoraði Eðvarð bæði f
upphafi og endi ræðu sinnar
á Lúðvík Jósefsson að koma
á þingið og gefa því skýrslu
um áform ríkisstjómarinnar
í efnahagsmálunum.
Hann gat þess að lokum, að
borizt hefði frá Kristni Ág Eiríks
syni o. fl. breytingartillaga við
ályktun verkalýðs- og atvinnu-
málanefndar þess efnis, að kaup-
máttúr vinnulaunanna verði ekki
skertur með gengislækkun eða
öðrum hliðstæðum ráðstöfunum.
Þingið kemur saman aftur kL
2 e.h. á morgun.
nesku þjóða 1 bókmenntum ver-
aldarinnar.
Allur var fyrirlestur dr. Souk-
ups hinn prýðilegasti, og bar vott
um að þar var gáfaður og skýr
maður á ferðinni.
Kveðjusundmót á morgun
SSavneskar bókmenntir
Ágætur fvrirlestur dr. Soukup
T GÆRDAG kl. 5 hélt tékkneski vísinda- og stjórnmálamaður-
inn dr. Soukup fyrirlestur um slavneskar bókmenntir á ve£-
um Almenna bókaféiagsins. Var fyrirlesturinn haldinn í hátiðarsal
Háskólans. Gunnar Gunnarsson rithöfundur kynnti dr. Soukup í
bráðsnjöllum ávarpsorðum. Rakti dr. Soukup sögu slavneskra bók-
mennta allt frá öndverðu til þessa dags í ljósu máli. Var fyrirlestur
<