Morgunblaðið - 25.11.1956, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.11.1956, Qupperneq 13
Sunmidagur 25. nðv. 1958 m oRCinvnr/AÐiÐ 13 Rey k javíkurbréf: Laugardagur 24. nóvember BKEYTING Á RÚSSNESKA BROSINU Pálmi rektor látinn - Mikilsverð útgáfa - Páll Zoplioníasson - Happasæl forysta - Ogæfa Hanni- baís - Allt miðar að einu - Ákvörðun Hermanns - Innantóm orð -.Jlnýla ísland við Sovétríkin með stórlánum" - Vilja vaniarlaust ísland - íslendingar vilja láta verja land sitt ~ Valdabarátt- Pálmi rektor látinn ÁLMI HANNESSON rektor andaðist skyndilega s.l. fimtmudag, er hann var að gegna skyldustöríum sínum í Mennta- skólanum. Með Pálma er merk- ur maður til moldar genginn. Hann var rektor hins fornhelga Reykjavíkurskóla lengur en nokkur annar, prýðilegur kenn- ari, glöggur náttúrufræðingur, ágætur íslenzkumaður, óvenju röskur feroamaður á yngri ár- um, Alþingismaður um skeið, lengi fulltrúi í Menntamálaráði og lét að sér kveða í ýmiskonar félagsskap. Þjóðinni allri er missir í slik- um mönnum og þótt flestir þeir, er eitthvað láta að sér kveða, séu umdeildir í lifanda lífi, þá sameinast hún um að votta mik- ilhæíum mönnum virðingu sína að vegferðinni lokinni. Mikilsverð útgáfa DANIR hafa löngum talið sér það til ágætis, að þeir hafi haft forgöngu um vísindalegar útgáf- ur hinna fornu handrita íslend- inga. Með útgáfu Fornritafélags- ins urðu þáttaskil í þessu. Síðan verður ekki umdeilt, að vönduð- ustu útgáfurnar í gömlum stíl eru á íslandi. Þar hafa margir góðir menn unnið þarft verk, en enginn óeigiiigjamar og ai meira þolgæði en Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari. En um það bil, sem Fomrita- félagið hóf starf sitt, tóku Dan- ir að gefa út ljósprentun hand- ritanna, og hafa viljað með því verki færa rök að því, að hand- ritin væri bezt geymd hjá þeim. Hin nýja útgáfa á íslendingabók er fyrsta stórvirkið, sem við ís- lendingar sjálfir vinnum í þeim efnum. Er ánægjulegt að sjá, hversu vel er þar af stað farið til að sjá, og öruggt er, að vel hefur verið að öllu unnið, slíkir vand- virknismenn, sem um hafa fjall- að. Útgáfustjórnina skipa þeir prófessorarnir Alexander Jó- hannesson, Einar Ól. Sveinsson, Ólafur Lárusson og Þorkell Jó- hannesson, allir - afbragðsmenn, hver í sinni grein. Formálann hefur Jón prófessor Jóhannesson ritað, mikill fræðimaður, sem almenningur þekkir r.ú gerr en áður af hinni stórmerku íslend- ingasögu hans, sem Almenna bókafélagið er nú að gefa út. Páll Zophoníasson S.L. SUNNUDAG varð Páll al- þÍAgismaður Zophoníasson sjöt- tíu ára. Páll hefur sérstæðar skoðvnir um margt. Að grunni er haMn „bæjarradikal“ eins og bændaflokksmennirnir kölluðu forðum suma fyrri flokksbræður sína úr Framsókn. En vegna óvenju mikillar þekkingar á bændum og landsháttum lætur Páll sér af einlægni hugað um hag bændastéttarinnar, þótt deila megi um hvernig honum hafi tekizt til í einstökum málum eins og gengur. Það er sannmæli, sem Bryn- leifur Tobíacson segir um Pál: „Er vafalaust jafn-kunnugastur um allt land af öllum núlifandi rnönnum." Kemur þar hvort tveggja til, að Páll hefur víða farið og hann er manna minnug- astur, svo sem margir móður- frændur hans. Nýlega var sá, er þetta ritar, staddur þar sem mað- ur vék sér að Páli og heilsaði honum kunnuglega. Páll kom manninum ekki fyrir sig og spurði hann nafns, en jafnskjótt og hann heyrði nafnið gerði Páll siíka grein fyrir manninum, að þeir, sem viðstaddir voru, fóru að brosa. Einn þeirra sagði: „Ég fór nú að brosa af því að ég hefi svo oft heyrt Pál gera svipað áður“. Okkur andstæðingunum finnst Páll þó stundum treysta minni sínu um of og fullyrða meira en efni standa til. Hvað sem um það er, þá er Páll einn þeirra manna, sem lengi verður eftir munað og trausts fylgis hefir hann aflað sér hjá þeim, er hann hefur lengzt unnið fyrir. Páli hef ur eins og fleirum orðið ómetan- legur styrkur að góðu kvonfangi, og er húsfreyja hans annáluð myndarkona, Guðrún Hannesdótt ir frá Deildartungu. Happasæl forysta Á ÞINGI Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, er lauk í þessari viku, neitaði Ólafur prófessor Björnsson að gegna lengur for- mannsstörfum. Ólafur hlaut þakkir fyrir frábært forystustarf um áratugs bil. Enda viðurkenna það allir, að Ólafur hefur unnið fyrir Bandalagið af mikilli óeig- ingirni og alúð. Honum hefur lánazt það tvennt í senn að skapa sér virðingu og traust hjá þeim fulltrúum ríkisvaldsins, sem hann hefur mest haft sam- an við að sælda, og að halda á málum umbjóðenda sinna af festu og þolgæði. Ólafur hefur aldrei farið dult með stjórnmálaskoðanir sínar. En hann hefur ætíð gætt þess að blanda þeim ekki saman við störf sín fyrir Bandalagið og viljað halda því sem mest fyrir ufan stjórnmála-togstreituna. Kunnugir segja m. a. s., að það hafi valdið miklu um, að Ólafur vildi nú ekki lengur geg'na for- mannsstörfunum, að hann taldi þau lítt samrímanleg þing- mennsku sinni. Ógæía Hannibals SUMIR telja slíkt e. t. v. of mikla varúð. Vissulega er þó heilla- vænlegra að ganga of langt í þá átt, en að fara að eins og Hannibal Valdimarsson í AI- þýðusambandinu. Alþýðusambandsþing stendur yfir, þegar þetta er ritað, en ekki an í Moskva verður um það villst, að pólitísk spákaupmennska og brask setja nú mark sitt á þessi voldugu samtök. Hannibal Valdimarsson og kommúnistar hafa áður fyrr efnt til kröfugerðar og verk- falla fyrst og fremst í þeim til- gangi að efla sjálfa sig til valda. Kemur sú barátta mjög heim ’við lýsingu Áka Jakobssonar fyrir skemsmtu á starfsháttum kommúnista, er hann sagði: „Takmarkið var einfalt, að koma á sama skipulagi og ríkj- andi er í Rússlandi. Á grund- \elli þess var hægt að bera fram hverja þá kröfu, sem var hægt að fá einhvern til að ljá eyra. Það skipti engu máli hvort hún var framkvæmanleg eða ekki af því að takmarkið var að brjóta niður ríkjandi skipulag." í framhaldi af þessu lýsti Áki Alþýðubandalaginu: „Alþýðubandalagið, sem raun- ar er nafnið tómt, er flokkur, sem starfar á sama grundvelli og Sósialistaflokkurinn og Komm únistaflokkurinn. Það eru komm únistiskar kenningar og sjónar- mið, sem öllu ráða.“ Allt miðar að einu SLÍKAR eru baráttuaðferðimar og þessi er tilgangurinn, sem nú er keppt að í Alþýðusamband- inu. Um það verður ekki villst. Kaupbindmg var t. d. mesta kúgun á meðan kommúnistar voru utan ríkisstjómar. En hún var það íyrsta, sem þeir borg- uðu fyrir inngönguna í Stjórnar- ráðið til þess að gera það að höf- uðstöðvum kommúnismans á fs- landi. Eftir því, sem áður hefur verið talað, hefði máttt ætla, að hin „varanlegu úrræði ríkisstjórnar- innar“ í dýrtíðarmálunum yrðu nú lögð fyrir þing Alþýðusam- bandsins. Mátti ekki minna vera en að fulltrúarnir fengi að kynna sér „úrræðin“, íhuga þau, gera breytingartil. og velja eða hafna mismunandi leiðum. En sam- kvæmt því sem enn er vitað, á aðferðin að vera allt önnur. Loð- in tillögugerð á að nægja. Hanni- bal og hinir komúnistarnir eiga að fá sjálfdæmi um, hvernig þeir ráði fram úr vandanum. Allt miðar að einu: Að tryggja þessum mönnum persónuleg völd og nota verkalýðsfélögin til þess að slá varðhring um þau. -íkvörðun Hermanns VON ER, að sumir spyrji: Hvern- ig má það vera að verkalýður- inn láni samtök sín til slíks? Allur almenningur er hrekk- laus og trúir því í lengstu lög, að þeir, sem hann hefur sýnt traust, bregðist því ekki. Lang- an tíma tekur því fyrir flesta að sjá 1 gegnum blekkingarvefinn og átta sig á, að loforðin voru innantómt skvaldur, miðað við upphefð loforðsgefendanna en ekki hag hinna, sem heitið var gulli og grænum skógum. Hér við bætist, að verkamenn voru í raun og veru sviftir frelsi sínu við Alþýðusambandskosn- ingarnar í haust. Öruggt er, að ef þeir hefðu sjálfir fengið að ráða, hefði öflugur meirihluti lýðræðismanna náð kjöri. Þegar kommúnistar sáu fram á þetta, hótuðu þeir samvinnuslitum í ríkisstjórninni. Árangurinn var sá, að sjálfur forsætisráðherrann Hermann Jónasson skarst í leik- inn og heimtaði að meirihluti Hannibals og kommúnista yrði tryggður. Þetta tókst. Forystu- menn Alþýðuflokksins fylgdu sínum fyrri háttum og völdu þann kostinn, sem þeim þótti auðveldastur í bili. Nú eru afleiðingarnar komnar í ljós. Innantóm orð ALÞÝÐUBLAÐIÐ segir raunar í öðru orðinu svo: „íslenzk alþýðusamtök standa nú á vegamótum. Þeir atburðir hafa gerzt, sem sannað hafa svo að ekki verður um villzt, að kommúnisminn og starfsemi kommúnista er vefur blekkinga og lyga, eyðileggingar- og spill- ingarafl sett til höfuðs frelsi mannanna, einhverskonar stór- veldadraumur eins ríkis, gjör- sneyddur gllum heilögum hug- sjónum jafnaðarstefnunnar og mannréttindanna. “ Þetta er skorinorð lýsing. En orðin ein duga eltki. Alþýðu- blaðinu tjáir ekki að heimta annað af Alþýðusambandinu en það krefst af sínum eigin póli- tíska flokki. Á meðan Alþýðuflokkurinn unir því að hafa kommúnista með sér í ríkisstjórn, eru ekki alvarlega takandi stóryrði hans um að áhrifum kommúnista þurfi að eyða í verkalýðssamtökunum. Tvískinningurinn og óeinlægnin verða hér sem ella hættulegust þeim sjálfum, er slíkt hefur í frammi. „Hnýta ísland við Sovétríkin með stórlánum“ KOMMÚNISTAR vita hvað þeir vilja og fylgja því ótrauðir eftir. í bili vilja þeir allt til vinna til þess að fá að vera í ríkisstjórn. Sjálfir skilja þeir manna bezt, að einangrunin er þeim nú hættulegust. En í allri eymd sinni gleyma þeir aldrei meginatriðunum. Þjónustan við Rússland er þar öllu ofar. Alþýðusambandið á að vísu ekki að fá að dæma um hin „var- anlegu úrræði“, en stjórn þess leggur fram kröfu um annað. í tillögu hennar til þingsins seg- ir m. a.: „Tekin verði stór lán erlendis hvar sem þau fást án óeðlilegra skilmála með lágum vöxtum til langs tíma og helzt með trygg- ingu fyrir að hægt verði að greiða þau í íslenzkum afurð- um.“ Lánin á að taka, „hvar sem þau fást.“ Áki Jakobsson gaf fyr- irfram skýringu á þessu orðalagi tillögu Alþýðusambandsstjórnar- innar, þegar hann sagði: „Stærsta skrefið í áttina til Rússlands telja þeir Alþýðu- bandalagsmenn vera að beina viðskiptum sem mest austur á bóginn og hnýta ísland við Sovét ríkin með stórlántökum.“ Vilja varnarlaust Island FÁIR íslendingar mundu í dag samþykkja berum orðum, að fs- lendingar gerðu sig með þess- um hætti enn háðari Rússum en við þegar erum vegna viðskipt- anna austur þar. Þess vegna er orðalagið haft svo loðið, að sem fæstir átti sig á, hver ætl- unin raunverulega er. Og verði það ofan á að taka lán í Banda ríkjunum eftir að varnarsamn- ingurinn hefur verið framlengd ur, segja kommúnistar e.t.v., að tillaga þeirra hafi einmitt mið- að að því! Glöggt er það samt enn, hvað þeir vilja. Hámarlc þeirar þró- unar, sem Hannibal Valdimars- son gerði grein fyrir í setning- ari-æðu sinni og hann segir Al- þýðusamband íslands hafa haft forystuna um, er þetta: „8. Að ríkisstjórn er mynduð, sem byggir starf sitt og stefnu á nánu samstarfi við verkalýðs- samtökin og bændasamtökin í landinu —• stjórn, sem vinnur að því að varðveita kaupmátt launanna, byggja upp atvinnulíf- ið og losa ísland undan erlendu hernámi.“ íslendingar vilja láta verja land sitt ÞRÁTT fyrir þessa yfirlýsingu og ótal margar aðrar í sömu átt, er þó víst, að stjómarliðið er nú miklu meira hikandi um lausn varnarmálanna en áður var. Til- lögum Sj álfstæðismanna í þeim var að vísu eytt á Alþingi, en umræðurnar þar og síðan með þjóðinni, hafa ótvírætt sýnt, hver hugur hennar er í þessum efnum. Stjórnarliðar gátu sameinast um það eitt að hindra þátttöku Sjálfstæðismanna _ í samnings- gerðinni. En þeim kemur ekki einu sinni saman um þá stað- reynd, hverjir annist samningana af þeirra hálfu, hvað þá að hverju sé stefnt-í samningunum. Utanríkisráðherra . gefur allt aðrar yfirlýsingar um þetta en stærsti stjórnarflokkurinn, og flokkur forsætisráðherrans tví- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.