Morgunblaðið - 25.11.1956, Side 15
Sunnudagur 25. nóv. 1956
MORCVNBLAÐIÐ
15
Ómaklegt hríútukast
TVEIR eru þeir atburðir, sem
nýlega hafa gerzt, og enn er ekki
séð fyrir endann á, sem vakið
hafa heimsathygli, og verið dæmd
ir mjög harðlega, og jafnvel taldir
mjög samstæðir og fordæmanleg-
ir og á ég þar við deiluna um
Súez-skurðinn, milli Egypta ann-
ars vegar og Frakka og Breta
hins vegar, og valdbeitingu Rússa
í frelsisbaráttu Ungverja.
Ég ætla ekki að gera hið síðar-
nefnda að umtalsefni, um það
eru*allir sammála, að undan-
skildum ofbeldismönnunum sjélf-
um, og fylgifé þeirra kommún-
istum um allan heim. Það er hið
fyrrnefnda, Súez-deilan, sem ég
vil víkja nokkuð að.
Upphaflega voru það Frakkar,
sem stóðu fyrir þessu mikla mann
virki, og lögðu fé til þess, en
síðar gerðust Bretar þar stórir
hluthafar. Samið var við egypsk
stjórnarvöld um land fyrir mann-
virkið, og skyldi skurðurinn vera
alþjóða siglingaleið milli Austur-
og Vesturlanda, og öllum frjáls
til umferðar gegn umsömdu skipa
gjaldi. Núgildandi samningur við
Egypta átti að gilda, að mig minn-
ir, til 1968, eða tólf ár ennþá.
Tólf ór eru sáralítið brot úr lífi
þjóðar, sem á sex þúsund ára
sögu, auk þess skerðir þessi samn-
ingur ekki sjálfstæði Egypta, sem
fullvalda þjóðar. Það skiptir því
Egypta litlu máli hvort samn-
ingurinn er í gildi 12 árum leng-
ur eða skemur, ef ekki kæmi ann-
að til, sem síðar verður vikið að.
Um þennan samning sem aðra,
sem gerðir eru ó löglegan hátt
af réttum aðilum, gildir það að
honum verður ekki riftað fyrir
það eitt, að öðrum hlutaðeiganda
sýnist eftir á að hann hafi leikið
af sér, og vill því segja honum
upp.
vald kommúnista, og á þann
hátt lyklavöldunum að allri Asíu
og Afríku, og væri Ástralía þá
um leið þegjandi einangruð í
greip vargsins.
Nú bjóða Kínverjar og Rússar
Egyptum mikið „sjálfboðalið“ í
þessari baráttu, og hafa í hótun-
um um frekari vopnaða íhlutun.
Það kann að vera að það sé al-
vara í þessu, en mér finnst eins
líklegt að það sé aðeins herbragð
til þess að hræða Vesturveldin
frá stöðvum þeirra .við austan-
vert Miðjarðarhaf, og væri það
þá stærsti sigur kommúnista í
kalda stríðinu.
Með þetta í baksýn, sýnist mér
hnútukast það sem Bretar og
Frakkar hafa orðið fyrir, vegna
aðgerða sinna í þessu máli, frá
öllum stjórnmálaflokkum Vest-
urveldanna mjög óverðskuldað,
og hefur brezki Verkamanna-
flokkurinn kórónað þar alla
skömm, er hann gerði það að til-
lögu sinni að Bretar beittu aldrei
valdi í skiptum sínum við aðrar
þjóðir. Það væru stórir hvalrekar
á fjörur kommúnista að fá marg-
ar slíkar yfirlýsingar, og ekki
þarf spámann til þess að sjá hver
framvinda kalda stríðsins og
endalok yrðu með þeim hætti.
Undanhald og endurtekið undan-
hald þangað til ekki væri annað
eftir en formleg uppgjöf fyrir
ofbeldinu.
Meginreglan á að vera sú að
semja ekki við ofbeldið, heldur
að stöðva það. Að semja er veik-
leikamerki, og leiðir til endur-
tekins ofbeldis en veitir engan
frið.
13. nóv. 1956.
Þorsteinn Stefánsson.
Nýkomið mjög fallegt úrval
af vetrarhöftum
Einnig kuldahúfur.
Verzlunin Jenny
LAUGAVEG 17.
Stór íbúð, ásamt bílskúr
tll leigu
í Hlíðarhverfinu, nú þegar. Upplýsingar gefur í dag
Dr. Jakob Sigurðsson,
Hraunteig 28, sími 6948.
OFBELDI ER EKKI ÞAÐ SAMA
OG VALDBEITING
Ef einhver rænir annan fjár-
munum hans eða réttindum, þá
er það ofbeldi. Sé ránsfengurinn
svo aftur tekinn af ofbeldismann-
inum og honum refsað fyrir af-
brot sitt þá er það valdbeiting.
Súez-deilan hefst með því að (
Egyptar — Nasser — rifta
gildandi samningi um skurðinn, .
og ræna Súez-félagið á þann hátt |
umsömdum réttindum, en Frakk-
ar og Bretar verja þessi réttindi
með valdbeitingu. Það er ekkert
annað en áróðursskraf þeirra,
sem verja vilja ofbeldi Nassers,
að þetta sé sjálfstæðisbarátta
egypzku þjóðarinnar, og verið sé
að ræna hana frelsi sínu. Frakk-
ar og Bretar hafa frjálslega fall-
izt á að alþjóðagæzlulið frá
Sameinuðu þjóðunum gæti skurð-
arins og tryggi öllum þjóðum
jafnt frjálsar sigllngar um skurð-
inn, en treysta ekkl Egyptum
til þess. Þó Nasser lofi öllu fögru
um gæzlu skurðarins, viðhald
hans og frjálsar siglingar, þá er
það ekki meira virði en loforð \
annarra einræðisherra, sem lofa
og gera samninga í þeim eina til-
gangi að blekkja aðra og villa á
sér heimildir.
KJARNI DEILUNNAR
Það er vitað um Nasser, að
hann er mjög handgenginn Rúss-
um og nýtur eindregins stuðn-
ings þeirra í þessum átökum. Það
er því mjög auðvelt að gera sér
grein fyrir hver sé rótin að þessu |
deilumáli, og tiltækjum Nassers.
Það er kalda stríðið milli austurs |
og vesturs. Nasser er handbendi
kommúnista, og á því að nota
hann til þess að ná valdi yfir
Súez-skurðinum, sem er mikils-
verðasta sigling'aleið heims á
milli Austur- og Vesturlanda. Það
væri mjög hentugt fyrir Rússa, ef
til vopnaðra átaka kæmi, að geta
strax frá byrjun lokað þessari
siglingaleið.
Kýpurmálið er annað ljóst
dæmi þess hvað hér er um að
ræða. Það á að reyna að hrekja
Vesturveldin frá öllum varnar-
stöðum við austanvert Miðjarð-
arhaf, og ná Súez-skurðinum á
Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Einhver vélritunar-
kunnátta nauðsynleg. Tilboð er greini aldur og fyrri störf
sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Lipur —
3451“.
SJÁLFVIRKUR
OLIUBRENNARI
Við höfum nú aftur fengið hina viðurkenndu
sjálfvirku olíubrennara frá CHRYSLER
AIRTEMP
Tvær stærðir — Verðið mjög hagstætt
ijeneJiLh
óóon
Hafnarhvoli, Reykjavík, sími 1228
Nýjung fyrir
Húsgagnasmiði
Gataður límpappír,
sérstaklega ætlaður til spónlagninga.
Stór rúlla kostar a-ðeins kr. 11,25.
Brúnn límpappír
(til umbúða o. fl.) 2Vz, 5, 7 og 10 em.
breiðar rúllur.
Pappírs- og ritfangaverzlun.
Hafnarstr. 18, Hvergisg. 8-10, Skólavörðust. 17B, Lang. ®4
Laugavegi 22
(inng. frá Klapparst.)
Listskautar eða
hockeyskautar
á skautaskóm
kr. 444,00.
Skautar með skautalykli til að festa
á venjulega skó kr. 118.00.
V ERZLUN