Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1956, Blaðsíða 16
lfl MORGVyBLADIÐ Sunmufagur 25. nóv. 1956 Kvöldsamkoma í Fríkirkjunni 1. Kynning á verkura og hugsjónum Sigfúsar Elíassonar. 2. Lesnir dulrænir helgi- dómar. 3. Spádómar Cskjalfestir og innsiglaðir fyrir tíu árum. 4. Táknrænir draumar sagðir. 5. Nýr sjómannasálmur sunginn. B. Undra landið í norðri og hin bjarta íramtíð þess. 1. Hljómlist, leikið á orgel kirkjunnar. Samkoman verður í kviild kl. 8.30. Aðgöngumiðar vi5 innganginn. Framkvæmdanefndin Frumbœkur tvíritunar og þríritunar. — Óvanalega vandaðar, en þó mjög ódýrar. Pappírs- og ritfangaverzlun. Hafnarstr. 18, Hvergisg. 8-10, Skólavörðust. 17B, Laug. 84 Vetrarkápur Kvenkápur, unglingakápur, barnakápur, ullarjerseykjólar, Poplinkápur, nýkomið. Monfoss’.? Skólavörðustíg 4, sími 4318 Jón Þorsteinsson & Sigurður Ólafsson — ti'ésmíðameistarar — Vinnustofa Skjólbraut 6 — Sími 80035. Getum tekið að okkur smíði á eldhúsinnréttingum. Einnig útivinnu. Gróðrastöðin við Miklatorg, sími 82775 GERÐUR HELGADÓTTIR lærði fyrst í Ítalíu, en seinna í Frakk- landi. Hún hefur dvalizt siðustu árin í París, þar sem hún hefur nú sína eigin vinnustofu. Gerður hefur tekið þátt í samsýningum og haldið sjálfstæðar sýningar hér og erlendis. Til að byrja með voru myndir hennar raunsæjar eftirlíkingar fyrirmyndanna, og var auðsætt að um þær höfðu farið hagar hendur. Þessi byrjunarverk henn ar voru ekki ýkja tilkomumikil, en sýndu ótvíræða hæfileika og lofuðu góðu. Eftir að Gerður kom til París- ar breyttist viðhorf hennar tii myndsköpunar. Verk hennar færðust nær óhlutstæðrí listtúlk- un, og þar gætti áhrifa frá ýms- um afbrigðum slíkra liststefna, sem mikið er um í Parísarborg. >að var ljóst, að Gerður var að þreifa fyrir sér og leita að því formi sem lrentaði henni bezt, til að tjá sín innri hugðarefni. Síð- ustu ávextir þeirrar Jeitar eni verk þau, sem hún sýnir nú í bogasalnum. Línurnar eru að i Gerður Helgadóttir við eitt listaverk sitt. skýrast. Þetta ber vott um þroska { og eðlilega vaxtarkippi Margar j þessar myndir eru haglega gerð-! ar. Að lýsa þeim til fulls er ekki. auðvelt. Aðalefnið sem hún not- j ar til myndgerðar er mismunandi : grannur sívalur síálþráður, sem notaður er til að mynda margs konar geometrisk líkön, sem svo eiga að tákna ýmiss konar raunsæ fyrirbrigði, svo sem daggardropa, vetur, siðsumar, festingu og margt fleira. Döggvuð strá, svo dæmi sé nefnt, eru gerð úr grönn- um beinum stálvírsþráðum, sem AthugiÖ mynda eins konar vendi. Á efri enda þráðanna er fest smáum gyUtum kú)i:m, sem eiga að tákna daggardropa. Þessi mynd er leik- andi létt að yfirbragði. Vetur er þunglyndislegri sem og vera ber. Festingin er táknuð með bláleit- um glermolum, sem festir eru víSsvegar í víravirki myndarinn- ar. Þannig eru einnig hinar aðr- ar myndir maigs konar táknræn hugsmíði. Þetta verður ekki rak- ið hér frekar, enda óhægt með orðum að gefa glögga mynd af svona list. Þess má þó geta, að vel er frá myndunum gengið, og hefur varla nýstárlegri myndgerð sézt hér fyrr. Gerður Helgadóttir sýnir einn- ig nokkra glugga gerða úr mis- litum glerjum Þar á meðal fru>n- Líslsýning Gerðnr Helgn- dóltur og Andre Ennrd Að gefnu tilefni viJjum við undirritaðir benda yður á, að við sjáum ekki lengur um götuskreyU - ar f. x’ir gróðra- stöðina Alaska. Niels Busk, Theodér Kalldórsson. ferzlunariiásriæði ca. 130 ferm. húsnæði í miðbænum til leigu strax I 1—2 mánuði. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m. merkt: ,,Jólabazar — 3452“. drög að Jrirkjuglugga í Hallgiíms kirkju að Saurbæ. Mér er ekki kunnugt um hvers vegna n ynd- höggvara, sem aJdiei hefuv feng- i/.t við r.rálaralist, er f&lið svo vandasaml verk. Þetta á heldur ekki að verða nein sniásmíði, fimm metra hár gluggi. Uppkast Gerðar Helgadóttur virðist mér ekki lofa sérlega góðu um árang- urinn. Aðaluppístaða myndarinn- ar eru þrjár Kristsmyndir, hver upp af annarri, og að mestu I uppréttri stillingu. Þessi endur- tekning í glugganum verður enn meira áberandi, þegar myndiin- ar eru komnar í fulla stærð, sem lilýtur að gera verkið tomlegra og um of hugmynda-fátækt. Hvers vegna er ekki látin fara fram samkeppni milli listamanna ÖRLAGARÍKIR ATBURÐÍR hafa gerzt síðustu vikurnar á vettvangi heimsmálanna og munu enn gerast. Hvað liggur til grundvallar þessum atburðum og hvernig er örlaganet heiihsmál- anna vafið? Hvað gerist að tjaldabaki, þegar stjórnmálamennimir áwveöa örlög smá- þjóðanna? Hvernig gerast átökin milli stórþjóðanna? í hinni stórfróðlegu og skemmtilegu bók sinni SJÖ ÁR í ÞJÓNUSTU FRIÐARINS segir Trygve Li^ fyrrverandi aðalritari Sameinuðn þjóð- anna, afdráttarlaust frá baktj Idamakki og hrossaí.aupum stórþjóðanna um tilveru smáþjóðanna. Lie var maðurinn, sem sá fyrir atburði þá, sem nú hafa gerst og varaði við þeim. Og í þessari bók sinni varar hann eirmig við fleiri atburðum og hættum, sem steðja munu að mannkyninu. _.f þér hafið áhuga fyrir hinum áhrifamiklu viðureignum stórveldanna, og síðustu heimsviðburðum, getið þér ekki verið án þessarar bókar. Hún opnar yður leiðina inn í völundarhús heimsmálanna, og opinberar leyndardóminn um það, hvernig örlög þjóða eru ráðin. BÓKAÚTGÁFAN HRÍMFELL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.