Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 1
I 40 siður og Lesbók 43. árgangur 294. tbl. — Sunnudagur 9. desember 1956 NYJASTA ÚRRÆÐI KADARS: Prentsmiðja Morgunblaðsinc FANGELSANIR VERKALÝÐSLEIÐTOGANNA Togliatti ver ofbeldið Róm, 8. des. (Reuter) STÆRSTA alþjóðleg sam- koma kommúnista, síðan Rússar réðust á Ungverja, hófst í Rómaborg í kvöld. Voru þangað lcomnir fulltrúar frá 16 löndum, til að vera við- staddir ársþing ítalska komm- únistaflokksins. Öflugur lög- regluvörður hafði verið kall- áður út til að koma í veg fyrir óeirðir. Þingið sitja 1064 fulltrúar ítalskra kommún- ista, en það fer fram í stórum hljómleikasal í einu af út- hverfum Rómaborgar. Togli atti, foringi ítalskra kommún- ista, endurtók fyrri ummæli sín þess efnis að Rússar hefðu gert rétt í því að skerast í leikinn í Ungverjalandi, en hins vegar hefðu ungverskir kommúnistaleiðtogar framið alvarleg glappaskot, sem leitt hefðu til uppreisnarinnar. — Togliatti var klappað lof í lófa, en eftir ræðu hans urðu ekki þau fagnaðarlæti, sem venjulega einkenna opnun þingsins. Fulltrúar júgóslav- neskra og kínverskra komm- únista sækja þetta þing í fyrsta sinn. Kardínólinn róðgast ekhi við pófonn VATIKANINU, 8. des. VATIKANIÖ hefur tekið fréttum um samkomulag milli pólsku stjórnarinnar og kirkjunnar með mikilli gætni. Það var tilkynnt í Varsjá í gærkvöldi, að stjórnin hefði náð samkomulagi við Wys- zinski kardínála, þar sem kat- ólsku kirkjunni er leyft að reka eigin skóla með ríkisstyrk, og þar sem þeim munkum og nunnum, sem flúið hafa land, er leyfð heimkoma. Vatikanið hefur ekki enn fengið neina opinbera til- kynningu um þetta samkomulag eða eðli þess og hefur neitað að gefa nokkra yfirlýsingu varðandi það. Hins vegar létu margir í ljós undrun yfir því, að kardín- álinn skyldi ekki hafa ráðgazt við Vatikanið, áður en hann samdi við pólsku stjórnina. Ennfremur var frá því skýrt í Vatikaninu, að blaðafregnir frá Varsjá hefðu hvað eftir annað hermt, að Wys- zinski væri á förum til Rómar, en um það hefði engin tilkynn- ing borizt Vatikaninu. Gert er ráð fyrir, að kardínálinn sendi þangað bréf næstu daga og skýri þá frá þeim breytingum, sem orðið hafa á sambandi rikis og kirkju í Fóllandi. Verkamenn sýna mótþróa - Rússar draga saman her - Nauðungaflulningar bama Búdapest, Vínarborg, 8. des. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UNGVERSKIR verkalýðsleiðtogar sömdu í dag nýja áætlun um aðgerðir sínar, eftir að þeir höfðu kvartað yfir því við Kadar, að margir félagar þeirra hafa nú verið fangelsaðir. Vöruðu þeir Kadar-stjórnina við afleiðingum slíkrar framkomu, því hún kynni að leiða til nýs allsherjarverkfalls, blóðsúthellinga og „annars þjóðarharmleiks". Leiðtogarnir komust að samkomulagi um ákvörð- un sína, eftir að þeir höfðu setið á fundum í 8 tíma í byggingu Verkamannaráðsins í Rúdapest, en áður höfðu þeir setið nætur- langt á fundi eftir ráðstefnuna við Kadar í þingliúsinu í gærkvöldi. Meðlimir Verkamannaráðs- ins, sem höfðu kvartað yfir því, að ekki hefði náðst neitt samkomulag við Kadar- stjórnina eftir margar vikur samningaumleitana, neituðu hins vegar að láta nokkuð uppi um áætlun sína. Formæl- andi þeirra sagði bara: „Þjóð- in fær öll að vita um hana klukkan átta í fyrramálið.“ AUKIN TORTRYGGNI Samkvæmt fréttum, sem bár- ust frá Búdapest til Vínar í dag, eru ungverskir verkamenn nú að verða æ tortryggnari í garð lepp- stjórnar Kadars, og hafa látið í ljós andúð á tilraunum verka- lýðsleiðtoganna til að komast að samkomulagi við stjórnina. — Herma þessar fregnir, að hand- tökur mörg hundruð meðlima Verkamannaráðsins hafi með öllu eytt trú verkamanna á þær yfirlýsingar stjórnarinnar, að hún vilji ná samningum við verkamenn. Til viðbótar við of angreindar handtökur hafa ver- ið gerðar fjölmargar handtökur, sem hafa engan sjáanlegan til- gang annan en þann, að skjóta íólkinu skelk í bringu og koma á öld ótta og ógna. Verkamennirnir héldu til vinnu í dag, en höfðust ekki að, enda er öll framleiðsla i lama- sessi, og sá ásetningur verka- manna að vinna ekki verður sterkari með hverjum degi. Er talið liklegt, að ekki verði farið Vkkur var nær að láta minna að vinna aftur, fyrr en Kadar- stjórnin lætur lausa verkalýða- leiðtogana, sem nú eru i fang- elsum. Og margir verkamenn hafa ekki í hyggju að hefja vinnu fyrr en stjórnin verður við þeim kröfum þeirra, að rússneski her- inn hverfi á brott og stjórnin taki upp frjálslyndari stefnu. Víða vm Ungverjaland hafa þorp og sveit- ir neitað að greiða skatta eða flytja mat tál höfuðborgarinnar. SAMDRÁTTUR HERSVEITA Ferðamenn, sem komu frá norð-austur héruðum Ungverja- lands skýrðu frá þvi, að þar væru rússneskar hersveitir svo að segja á hverju strái, herflutn- ingar væru miklir, skriðdrekar og brynvagnar færu um götur alira stærri borga. Þá hefur fregnazt, að milli Miscole og Búdapest faisi nú fram mikill samdráttur rúss- neskra herja, og hefur borið á auknum rússneskum liðsafla í öllum borgum og þorpum um- hverfis Búdapest. DRENGJUM BJARGAÐ Frá því var skýrt í fréttum í gær, að við unglingaskóla einn í Búdapest hafi rússnesk- ir hermenn reynt að nema brott drengina í þeim tilgangi að flytja þá úr landi. Einn drengjanna komst undan og leitaði til nálægrar verk- smiðju, þar sem hann ba<5 Allir vitibornir menn sáu að eldurinn logaði allsstaðar undir Úr ræðu Ólafs Thors a Alþingi s.l. fimmtudagskvöld IUMRÆÐUM þeim sem fram íóru um varnarmálin s. 1. fimmtudag flutti Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, tvær stuttar ræður þar sem hann gerði athugasemdir við ýmis um- mæli þeirra stjórnarsinna, sem þátt tóku í umræðunum um leið og hann beindi ýmsum fyrir- cpurnum til þeirra. Verða hér rakin nokkur atriði úr þessum ræðum Ólafs Thors. í upphafi fyrri hluta ræðu sinn *r kvað Ólaíur Thors utanríkis- ráðherra hafa endað sína ræðu á því, að staðhæfa að 7. gr. varn- arsamningsins væri í fullu gildi og óbreytt. En þó væri nú á henni breyting og kvaðst Ólafur Thors vilja spyrja ráðherrann, hver hún væri. Eg vil leyfa mér að spyrja, sagði ræðumaður, er það enn í gildi að ríkisstjórn íslands beri eins og nú er samkv. 7. gr. varn- arsamningsins að hefja undir- búning að brottflutningi hersins með þeim hætti, að leita um- sagna NATO. Eg endurtek: Er þetta ennþá samnings- og laga- skylda eða er það ekki. Hafi til- gangurinn verið sá, að breyta 7. gr. tel ég að til þess þurfi laga- setningu. VAR EKKERT MINNST Á LÁN Hæstvirtur utanríkisráðherra svaraði Einari Olgeirssyni að gefnu tilefni fyrirspurn frá hon- um því, að engin önnur mál hefðu verið rædd í sambandi við þessa samninga, en þau skjöl bera með sér sem við höfum fengið handa á milli. Einar Olgeirsson spurði þá: — Hefur þá ekkert verið minnst á lán í sambandi við þetta mál. Bjarni Benediktsson áréttaði þessa spurningu. Hæst- virtur utanríkismálaráðherra sagði þá: — Eg hefi ekki minnst á lán við Bandaríkjamenn. — En ég spyr nú, sagði Ólafur Thors: — Er það satt eða er það ósatt, að menn í umboði ís- lenzku ríkisstjórnc Tinnar hafi verið að ræða lántöku fyrir hönd íslands í Bandaríkjun- Óla/ur Thort um í beinu sambandi við þá varnarsamninga sem hér hafa verið til umræðu. Alþingi ís- lendinga á skilyrðislausa og skýlausa kröfu á að fá að vita það, hvort því er nú bætt of- an á auðmýkt okkar í þessu máli að ríkisstjórn íslands sé tekin að verzla með réttiun til að verja ísland. Hæstv. utanríkisráðherra seg- ir: Ekki hefi ég selt þennan rétt. En ég spyr: Hefur nokkur annar gert það í umboði ríkisstjórnar- innar. Ríkisstjórn íslands verður að svara því hér á Alþingi. Hafa lántökubeiðnir fyrir hönd íslands verið til umræðu þessa dagana, sem varnai'samningarnir voru til umræðu, og hafa þau tvö mál verið tengd saman, eða hafa þau ekki verið tengd saman. Ólafur Thors kvað þrálátan og háværan orðróm ganga um það að svo væri. En almenningur Framh. á bls. 2. verkamennina um aðstoð. — Þeir brugðu skjótt við og fóru til skólans allir sem einn mað- ur. Höfðu Rússarnir þá fylJt 3 flutningabíla ungum piltum. Þarna urðu talsverð átök, og beittu Rússarnir skotvopnum, en samt tókst drengjunum á einum bílnum að komast und- an. Framh. á bls. S Ungverskir neita að Melbourne, 9. des. frá Reuter. SÍÐASTI hópur ungverskra i- þróttamanna, 45 manns, fór frá Melbourne í gærkvöldi áleiðis til Mílanó, eftir átakanlega kveðjuathöfn. Áður höfðu 86 í- þróttamenn haldið heimleiðis. En 48 manns úr ungverska hópnum neituðu _að fara heim og urðu eftir í Ástralíu. Enn er óvitað, hve margir þeirra, sem lögðu af stað heimleiðis, munu fara til Ungverjalands. í Mílanó bíða þeirra lestir, sem eiga að flytja þá til Búdapest, en margir þeirra hafa lýst því yfir, að þeir muni leita hælis annars staðar. Kveðju- íþróttamenn fara heim athöfnin á flugvellinum í gaer- kvöldi var döpur og þung. Einn af starfsmönnum flugvallarins sagði: „Ég hef aldrei á ævi minni séð jafnsorgþrungna brottför. Mér gekk til hjarta að þurfa a8 vera vottur að henni“. Ástralskir embættismenn neit- uðu að láta uppi nöfn þeirra, sem ákváðu að verða eftir, en í gær kváðust tvö þeirra mundu verða kyrr. Þau eru Laszlo Tabori, einn af hlaupurunum, sem farið hafa míluna á 4 mínútum, og fimleika- drottningin Agnes Keleti, sem vann 4 gullpeninga í leikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.