Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 24
Veðrið Hvass S-Yestan, éljaveður 294. tbl. — Sunnudagur 9. desember 1956 Skipstjórinn d Neptunusi mjög vongóður um síldveiðitilruunir Farinn i fjórðu veibitilraunaférbina ¥ HINIJ vikulega yfirliti Mbl. * í dag um útgerð og afla- krögð: Úr verinu, á bls. 3, er ■kýrt frá þvi að Bjarna Ingi- marssyni skipstjóra á Nep- túnusi og mönnum hans hafi tekizt að, veiða síld í sérstak- »r síldarvörpur, sem Neptún- ns hefur verið með til tilrauna •ð undanförnu. Neptúnus er nú farinn út aftur. ÚR ÞRIÐJU VEIÐI FÖR Neptúnus kom úr þessari til- raunaveiðiför á fimmtudaginn, *em var hin þriðja. Bjami Ingi- marsson, sem eins og kunnugt •r, hefur um langt árabil verið f fremstu röð togaraskipstjóra fiotans, var þá mjög vongóður una að tilraunir þessar myndu bera fullkominn árangur. TIURAUNATÍMINN VAR ÚTRUNNINN Togarinn hefur verið við til- raunir þessar á vegum sjávar- útvegsmálaráðuneytisins og fiski- málanefndar. Um það bil sólar- hring eftir komuna hingað var útrunninn sá tími, er settur hafði verið til þessara tilrauna. Óvenju •tormasöm tíð hefur eðlilega taf- ið tilraunirnar að mjög miklu leyti. Bjarni Ingimarsson skipstjóri lét þess þá getið, er hér var kom- ið, að hann teldi nauðsynlegt að tilraunúnum yrði haldið enn óslitið áfram, og ákvað þá stjóm Júpiters h.f. sem á togarann Nep- Sbók-keppnÍR 1. BORÐ Svart: Akureyri ÍJúlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH «| i mí k m !3&f ÍM \%\ s ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) i. .... Bf8—g7 2. BORÖ Svart: Reykjavík ®Björn Jóhanness,-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH 1 m Ím Wm. i wk,lL, i m&m A á YM a Wi, mkm Mii B túnus, að láta togarann enn fara út með síldarvörpumar til veiði- tilrauna og á sinn kostnað. Það hlýtur að vekja athygli stórhugur sá er fram kemur hjá forráðamönnum Júpiters h.f. í máli þessu, enda hafa þeir ekki látið sitt eftir liggja við þessar tilraunir. Að sjálfsögðu skipti það höfuðmáli hér, álit Bjarna Ingimarssonar á því, að einmitt nú sé að vænta árangurs. ísbjörniim við Tjörnina riíinn Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, voru örlög hins gamla íshúss við Tjörnina, ísbjörninn, á- kveðin. Þar var samþykkt að það skyldi nú rifið. ísbjörninn er allstórt, gam- alt timburhús. Þar var lengi geymdur ís af tjörninni fyrir togarana, og þar var einnig geymt í ísklefum kjöt og fisk- ur til neyzlu hér í Reykjavík. Jafnframt því, sem ákveðið var að rífa ísbjörninn, var samþ. í bæjarráði að þar skuli gert bílastæði. Var umferðar- nefnd falið að skipuleggja bílastæðið og gera um það kostnaðaráætlun. Ólympíu- iurarnir komu heim í dag OLYMPÍUFARAR íslands koma til landsins í dag með flugvél frá Flugfélagi íslands. Vélin er væntanleg kl. 4,45 e.h. á Reykjavíkurfhigvöll og gengst Ólymrpíunefndin þá fyr ir móttökuathöfn. Mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son, ávarpar íþróttamennina og býður þá velkomna. Búast má við að fjölmennt verði á vellinum því aldrei hafa íslenzkir íþróttamenn komið heim úr keppnisför, sem varpað hefir meiri Ijóma á nafn íslands. Fyrirlestur um varn- armáiin í Gamla Bíó. Séra Björn O. Björnsson flytar fyrirlestur í dag í Gamla Bíó um hervarnarmálin. Nefnir hann fyr- irlestur sinn Nokkur sannindi hervarnarmálsins. Mun hann ræða hlutverk Atlantshafsbanda- lagsins, þátttöku íslands í því, friðarhorfur, loftvamir í Reykja- vík og fleira. Hér er mynd af stærsta vöruflutningaskipi sem smíðað hefir verið. Skipið sem er í bandarískri eigu var smíðað í Japan og var mynd- in tekin, þegar það kom til heimahafnar sinnar, San Francisco. Eins og myndin sýnir er breidd skipsins 125 fet, en lengdin er 855 fet. Skipið rúmar álíka mikið og 6 meðalstór olíuskip. Smóútvegsmenn við Djúp krefjust oð rækjuveiðor með botnvcrpu séu bannuðar TILEFNI af því að rækjuveiðar hafa verið á undanförnum árum og eru enn stundaðar á Ísafjarðar-Djúpi og innfjörðum þess, með botvörpu, sem er lögbannað veiðarfæri innan friðunarlínu þeirrar, sem sett var með reglugerð árið 1952, hafa 136 kjósendur, flestir útvegsmenn, í Norður-ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað, nýlega sent frá sér kærubréf til sýslumannsins í ísafjarðarsýslu, þar sem krafist er að rækjuveiðar með þessum hætti verði þegar i I ABCDEFGH Hvítt: Akureyri flngimar Jónss. - Kristinn Jónss.) Z. Rbl—c3 bannaðar. SPILLA FISKIGENGD Telja sjómenn og fleiri hér af fenginni reynslu í þessum efnum, að rækjuveiðar hér við Djúp stórspilli fiskigengd og fiskimið- um hér auk þess, sem þær hafi í för.með sér stórkostlega tor- tímingu á öllu fiskungviði. SAMÞYKKT SÝSLUNEFNDAR Á síðastliðnu vori samþykkti sýslunefnd Norður-isafjarðar- sýslu á aðalfundi sínum með öll- um atkvæðum að skora á sjávar- útvegsmálaráðherra og aðra ráða menn útvegsmála að veita fram- vegis engin leyfi til rækjuveiða með botnvörpu hér á fiskimiðum við ísafjarðardjúp, þar eð veiðar með þessu veiðarfæri eru herin- asta lögbrot, sbr. lög nr. 82, 8. des. 1952. Undanþága sú, sem veitt er með þessum lögum, frá ákvæðum reglugjörðar nr. 24, 19. marz 1952 er einungis miðuð við, að við rækjuveiðarnar séu aðeins notuð , .venjuleg kampalampa- varpa“ en ekki botnvarpa með hlerum, sem dregin er eftir mar- arbotni.1* STÖÐVA ÞARF RÁNYRKJU Bíða ísfirðingar nú í eftirvænt- ingu um, að rányrkja þessi verði stöðvuð og að fiskisæld glæðist hér, sem annars staðar á fjörðum og flóum kring um landið í skjóli fyrrnefndar reglugjörðar. En því aðeins má þess vænta, að rækju- veiðar verði bannaðar hér innan Djúps, þar sem frá öndverðu hafa jafnan verið talin hin allra beztu fiskimið, sem hafa verið lyfti- stöng hvers konar nytsamlegra framkvæmda í héraðinu. Mesta skip flotans Hamra- fell kemur hingað í dag í DAG er olíuskipið Hamrafell væntanlegt til Reykjavíkur og kemur á ytri höfnina kl. 9 árd. Skipið flytur um 15.000 lestir af benzíni og gasolíu frá Svartahafs- höfnum og hefur siglingin gengið mjög að óskum alla leið heim. Hamrafell mun leggjast við festar úti fyrir Örfirisey, en þar losar það fyrsta hluta farmsins í olíustöð Olíufélagsins. Munu stjórnir Sambands ísl. samvinnu- félaga og Olíufélagsins fara um borð í skipið og taka á móti því og áhöfn þess. Á mánudag verður nokkrum boðsgestum gefinn kostur á að skoða skipið og síðan verður heimkomuhátíð í landi. Þar sem Margir sækja um styrki YFIR bæjarráð Reykjavíkur rignir nú á hverjum fundi beiðn- um frá félögum og stofnunum, um úthlutun á styrkjum í sam- bandi við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunarinnar fyrir næsta ár. Á síðustu fundum munu alls hafa verið lagðar fram slíkar beiðnir frá 30—-40 aðilum. Styrkbeiðnir eru mismunandi háar, en engin mun þó vera undir 10.000 kr. og hæst 1 milljón. Hér er um að ræða endurnýjun — og hækkaða styrki í flestum tilfellum, en einn ig eru nokkrar nýjar styrkum- sóknir eru þar á meðal. hér er um olíuskip að ræða, verð- ur ekki hægt að hafa það opið fyrir almenning, eins og venja er um ný skip. Samkvæmt símtölum, sem Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri skipadeildar SÍS, hefur átt við skipstjóra þess, Sverri Þór, kunna hinir íslenzku sjómenn með ágætum við skipið. Gekk sjó mönnum okkar frá upphafi á- gætlega að ná tökum á þeim sér stöku verkum, í svo miklu og sérhæfðu skipi. Á aðeins einum stað á landinu getur skipið lagzt að bryggju og er það við olíustöðina í Hafnar- firði, heimahöfn skipsins. Átta jólatré í Reykja\ík EINS og á undaförnum árum læt jólatré víðsvegar um bæinn. ur Reyjavíkurbær setja upp stór Verða þau á alls 8 stöðum. Það hefur verið venja að kveikt verði samtímis á öllum trjánum, um leið og kveikt er á stóra trénu á Austurvelli. í ár verður ekki beð- ið eftir því, heldur kveikt á þeim eftir því sem þau eru sett upp. Þess er svo að geta í sambandi við jólatréð á Austurvelli, að Oslóborg mun í ár, sem og undan- farin, gefa mikið og stórt jólatré til Reykjavíkur. Verður það væntanlega komið upp og á því kveikt á sunnudaginn kemur. Jólahátsð Norrœna félagsins í kvöld Félagsmenn fá ókeypis aðgang KVÖLD efnir Norræna félagið til jólahátiðar í Þjóðleikhúss kjallaranum. Hefst hátíðin kl. 9. Dagskráin er vönduð og fjölbreytt og fer vel á því að Norræna félagið gangizt fyrir slíkum jólafagnaði en það er vítt félag og stórt og góð menningarsamtök. VÖNDUÐ DAGSKRÁ Gunnar Thoroddsen i borgar- stjóri sem er formaður Norræna félagsins flytur ávarp. Þá flytur hinn vinsæli sendiherra Noið- manna Thorgeir Andersen Rjsst stutt erindi, Guðmunda Elías- dóttir syngur norræn lög með und irlelk dr. Páls ísólfssonar. Þá verður dansað. Aðgangur á jólahátíð þessa er ókeypis og getur hver félagsmað- ur tekið með sér einn gest að vild. Þeir sem óska að gerast félagsmenn í Norræna félaginu geta látið skrá sig vin inngang- inn. Er ekki að efa að þessi jóla- fagnaður Norræna félagsins verð- ur hinn ánægjulegasti. Utanríkisráðherra farinn á HATO-fund Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, fór í morgun flugleiðis til Parísar til þess að sitja rðherrafundi Atlantshafs- ráðsins og Evrópuráðsins. Utanríkisráðuneytið, 8. des. Merkjasöludagur í DAG hefur Flugbjörgunarsveit in merkjasöludag. Allur ágóði af sölu merkjanna rennur til þesg að kaupa ný tæki er sveitin van- hagar um og á annan hátt að gera hana hæfari til sinna þýðingar- miklu starfa. — í sambandi við merkjasöludaginn hefur sveitin sýningu á ýmsum tækjum er hún á, s.s. bílum og hjúkrunargöngn- um. Verða þau sennilega í Lækj- argötu í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.