Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 20
20 M ORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1956. GULA herbex'&Mð eftir ROBERTS RIHEHART ■ —------—----———— -------------:■ — HVERJUM, sem litið hefði á Carol Spencer í lestrarklefanum, þennan júnímorgun, hefði varla komið til hugar, að hún væri í þann veginn að lenda í nokkru évenjulegu. Hún leit ekki út fyr- Ir að vera annað en það, sem hún var — ung stúlka frá New York, A leið til að koma móður sinni fyrir í nokkrar vikur í Newport, hjá eldri systur sinni. Að því loknu ætlaði hún til Maine, til þess að opna þar sumarbústað, sem hún hafði enga löngun til. En nú var hún að reyna að hvíla sig. Móðir hennar, frú Spencer, sat í næsta stól, og hall- aði sér afturábak með lokuð augu, eins og hún væri slitupp- gefin. En þar sem gamla konan hafði ekki staðið í öðrum stór- ræðum en þeim að koma sér inn í leiguvagn og út úr honum aft- ur, en Carol hafði hins vegar rogazt með töskurnar þeirra, fannst henni þetta óþarfi af þeirri gömlu. Hana verkjaði enn í handleggina eftir töskurnar og golfkylfurnar hans Gregs, bróð- ur síns, en móðir hennar hafði heimtað, að þær væru með í för- inni. — Ætli ég ætti ekki að fá mér digitalis; ég er hálf-máttlaus, sagði frú Spencer, án þess þó að opna augun. — Ekki nema þú hafir það hjá þér, svaraði Carol. — Töskurnar eru flestar í hrúgu aftast í hin- ÚTVARPIÐ Sunnudagur 9. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Árelíus Níelsson. Organleikari: Helgi Þorláksson). 13,15 Erindi: Island og stórvelda pólitík á fyrri hluta 16. aldar — (Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur). 15,15 Fréttaútvarp til Islend inga erlendis. 15,30 Miðdegistón- leikar. 16,30 Veðurfregnir. — Á bókamarkaðnum: Lesendur, útgef endur og höfundar (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17,30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur). 18,30 Hljómplötuklúbb urinn. — Gunnar Guðmundsson við grammófóninn. 20,20 Um helg- ina. — Umsjónarmenn: Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Nýju dægurlögin; — desem- berþáttur S.K.T. Hljómsveit Carls Billich leikur verðlaunalög úr síð ustu danslagakeppni S.K.T. Söngv arar: Adda Örnólfsdóttir, Haukur Morthens og Sigurður Ólafsson. 22,05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir plöturnar. 23,30 Dagskrárl. um vagninum, innan um mörg tonn af öðrum töskum. Frú Spencer komst að þeirri niðurstöðu, að glas af vatni myndi duga sér í bili, og Carol kom með pappírsbikar með vatni í, og átti bágt með að bera hann, án þess að úr honum skvettist. Hún skilaði ekki bik- arnum aftur, heldur kramdi hann í hendi sér og lagði hann út í gluggakistuna. Móðir hennar lyfti velmáluðum augnabrúnun- um, til merkis um vanþóknun sína á þessu tiltæki, en lagðist síðan aftur á bak, án þess að eyða að því orðum. Carol horfði á fríðan vangasvip hennar, reglu- legan munnsvipinn, vönduðu fötin og gimsteinaskrínið, sem hún hafði í kjöltu sér. — Síðan Georg Spencer dó, var hún orðin hálfgildings sjúklingur og önug með afbrigðum, og nú var Carol orðin 24 ára og vonir hennar brostnar af völdum ófriðarins. Nú varð hún að vera ógift dóttir á heimilinu, og sennilega visna þar upp í skugga móður sinnar. Og svo þetta fábjánalega uppá- tæki kerlingarinnar að fara að opna sumarhúsið þeirra í Maine.... Hún hreyfði sig, hálf-óróleg. Nei, hún vildi ekki fara aftur. Heldur vildi hún fara í einhverja kvennahersveitina, eða í hjúkr- unarstörf. Hún var ung og hraust, og gat áreiðanlega orðið að liði einhvers staðar. En ekki þurfti hún annað en nefna slíkt á nafn, til þess, að móðir hennar fengi það, sem hún kallaði hjarta- tilfelli. Hér sat hún því, með dagblöðin á hnjánum og golf- kylfurnar hans Gregs við fæt- urna, svo að þær meiddu hana. Hún sparkaði þeim frá sér í gremju. Auðvitað hafði hún ekki lagt upp í þessa för með góðu. — Hvers vegna til Maine? hafði hún sagt. — Greg mundi miklu heldur vilja vera í New York eða þá í Newport hjá Elin- or. Vitanlega vill hann vera ein- hvers staðar nálægt Virginíu, úr því að þau eru trúlofuð á annað borð. En frú Spencer hafði skotið fram hökunni og verið einbeitt á svipinn. — Virginia getur vel komið til Maine, sagði hún, — og eftir þennan óskapa hita, þarf Greg að komast í svalara loftslag. Og þú ættir ekki að telja eftir það, sem þú getur gert fyrir hann, eftir allt, sem hann er búinn að þola. Og Carol hafði sagt já og amen, jafnvel eftir að þær voru komnar til Newport til Elinor systur hennar, sem taldi þetta óðs manns æði. - — Þetta er hreinasta brjálæði, hafði hún sagt. — Þetta húsbákn og einar þrjár stúlkur. Reyndu nú að sýna einhverja vitglóru, Carol. •— Það er auðheyrt, að þú þarft ekki að búa hjá mömmu. — Nei, svo er guði fyrir að þakka, svaraði Elinor og hringdi af, snöggt, eins og hún var vön, og án þess að kveðja. Þannig var Elinor. Carol var að hugsa um þetta meðan lestin hélt áfram leiðar sinnar. Auðvitað vildi hún gera það, sem hún gæti fyrir Greg. Hann átti það skilið. Hann hafði verið fhigmaður í mörg ár, og þegar hann var 34 ára var hann orðinn höfuðsmaðu og flugkappi í Suður-Kyrrahafs flugflotanum. Nú var hann kominn heim í mánaðar leyfi, og var í þann veginn að þiggja heiðursmerki úr eigin hendi forsetans. En hún var ennþá miður sín eftir öll ólætin á járnbrautarstöðinni. Hugur hennar snerist nú aft- ur frá ófriðnum og að hinu, sem fyrir höndum var. Stúlkurnar þrjár — eina þjónustufólkið, sem eftir var orðið hjá þeim — voru önnum kafnar við að laga til í íbúðinni í Park Avenue, strá flugnaeitri yfir gólfábreiðurnar og vefja utan um lampahlífarn- ar, til þess að forða þeim undan sótinu, sem var alls staðar ná- lægt í borginni. Sjálf hafði Carol unnið eins og hestur, þar sem engir karlmenn voru fyrir hendi, hafði hún sjálf rogazt með hús- gögn og gert öll erfiðustu verkin, sem jafnan varð að vinna um þetta leyti árs, og nú var eins og móðir hennar hefði lesið hugs- anir hennar, því að hún spurði: — Sendirðu bílteppin? — Já, það er allt í lagi með þau. — Og komstu loðkápunum mín. um í geymslu? — Það veiztu vel sjálf; þú tókst sjálf við kvittununum hjá mér. — En hvernig var með fötin hans Gregorys? — Hann verður í einkennis- búningi, en svo á hann eitthvað af fötum fyrir norðan. Ég sá þau þar að minnsta kosti í fyrra. Talið féll niður. Frú Spencer mókti, með hálopinn munninn og Carol barðist við óróatilfinning- una, sem hún hafði jafnan haft síðan fyrst var minnzt á þennan fardagaflutning. Auðvitað stóð það í nokkru sambandi við Ric- hardson ofursta. Þótt heilt ár væri liðið, var hann enn ekki farinn að viðurkenna, að Donald Hinir margeftirspurðu KELVilMATOR KÆLISKÁPAR 5.6 cub.fet komnir aftur. Takmarkaðar birgðir — Verð kr. 5.960.00 UeklcL Austurstræti 14 Sími 1687 Vorumerkíð „CELLOPHAME“ Hér með tilkynnist, að framleiðslufyrirtækið British Cellophane Limited, Bath Road, Bridgwater, Somerset, Englandi er skrásettur eigandi á íslandi að vörumerkinu: „C H E L L O P H A N E“ sem er skrásett nr. 175/1947 fyrir arkir úr cellulose og celluloseumbúðir og innpökkunarpappír. Notkun orðsins „CELLOPHANE“ um ofanskráðar vör- ur merkir, að þær séu framleiðsla British Cellophane Limited og notkun þess um sérhverjar aðrar vörur, er því brot gegn rétti British Cellophane Limited. AÐVÖRUN Komið mun verða í veg fyrir slík réttarbrot með lög- sókn til verndar hagsmunum viðskiptavina og notenda. og eigenda ofangreinds vörumerkis. Mánudagur 10. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Gísli Krist- jánsson ritstjóri o. fl. tala um starfsemi Sambands nautgripa- ræktarfélaga í Eyjafirði. 18,30 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugs son). 19,10 Þingfréttir. — Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,30 Út- varpshljómsveitin; Þórarinn Guð- mundsson stjórnar. 20,55 Um dag- inn og veginn (Árni Guðmundsson úr Eyjum). 21,15 Einsöngur: Sig- urður Björnsson syngur; dr. Victor Urbancic leikur undir á píanó. 21,30 Útvarpssagan: — „Gerpla“ eftir Halldór Kiljan Lax ness; IX. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upplestur: Gunn ar M. Magnúss rithöfundur les úr bók sinni „Slcáldið á Þröm“. 22,30 Kammertónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. **• •*♦ ♦*• *J» ♦!« •** •*• «5* •** *♦* ♦«* *•* V **♦ ♦*♦ *l»*1**e* *♦* c**’* *«* **• •2m8míh5m8m8' >*2*‘ %♦ »i* *i* »2* »*• •*• *x» *l* ♦** v *♦* *♦**•• v *♦♦ %• ♦!♦ *l* %.♦ ♦!* *♦*' '• »1* •*•♦) M ARKÚS Eftir Ed Dodd G^_X. V..ARE H VES, WE’RE PASSING ) WE A OVER. MY GASOLINE S ALMOST 1 CACHE NOW... ) THERE, / WE'LL STOP THERE ' MR. S AND REFUEL ON GILBERT? } OUR WAY BACK f ACCORDING TO MR. TRAIL'S MAR THE BOYS SHOULD < BE CAMPING ON TWO-MILE . LAKE TONIGHT... ._________v í HEY, RALPH, J NAW, IT AINT KEEP OUTA < ... IT'S A SIGHT, WILL YOU ) WILDERNESS ...THAT MAY < AIRWAYS BE A POLICE 1 PLANE/ PLANE DIDN'T I TELL VOU IF WE'D WAT HERE AT THIS GAS DEPOT LONG ENOUGH THERE'D BE A PLANE DROP BY SOONER OR LATER ? 1) — Samkvæmt áætlun Mark- úsar ættu drengirnir í kvöld að setja tjaldbúðir sínar upp við Tveggjamílna-vatn .... 2) .... erum við nærri komnir þangað? — Já, við erum nú að fljúga yfir bensínbirgðastöðina. Eg kem þar við í bakaleiðinni til að taka benzín. 3) Niðri í skóginum, við benzín birgðirnar. — Heyrðu Hrólfur. Láttu ekki sjá þig. Þetta getur verið flug- vél frá lögreglunni. — Nei, þa ðer ekki hætta á því. Þetta er flugvél Oræfa-flugfé- lagsins. 4) — Eg sagði þér alltaf, að ef við biðum nógu lengi hjá benzínbirgðunum, þá myndi flugvél koma fyrr eða seinna til að taka benzín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.