Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1956. u Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. \ Sameinuðu þjóðiinni 09 Ungverjolund SAMEINUÐU þjóðimar hafa undanfarið haldið uppi stöð- ugri baráttu fyrir því, að fram- kvæmdastjóri þeirra fengi að fara til Ungverjalands til þess að kynna sér ástandið þar. En til þessa dags hefur leppstjórn Kad- ars hindrað slíka för. Hefur nú komið til orða að Hammarskjöld fari til iVfoskvu og reyni að fá leyfi Rússa til þess að heimsækja Búdapest. Gefur sú uppástunga glögga hugmynd um hina algeru yfirdrottnan Rússa yfir Ungverja landi. Samei-nuðu þjóðimar hafa tek- ið rösklega á Súez-vandamálinu. Þær hafa fengið Breta og Frakka til þess að lofa því að flytja heri sína þaðan burtu. Sjálfar hafa þær sent gæzlulið til landsins til þess að tryggja öryggi við Súez- skurðinn og koma þar á reglu. Þetta hefur því aðeins verið hægt, að lýðræðisþjóðir hafa átt hlut að máli. Bretar og Frakkar bökuðu sér þunga áfellisdóma fyrir að beita vopnavaldi við Súez, enda þótt ofbeldi og uppi- vaðsla Nassers Egyptalandsfor- seta nyti ekki samúðar frjálsra þjóða. Hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir fordæma þær aðfarir að skera úr deilumálum með vopna- valdi. Og nú hafa Bretar og Frakkar ákveðið að verða við kröfu Sameinuðu þjóðanna um að flytja heri sína burtu frá Súez. Kvislingsstjórnin ungverska hefur annan hátt á. En kvislingsstjómin ungverska hefur töluvert annan hátt á í framkomu sinni við Sameinuðu þjóðirnar. Hún vill ekki einu sinni leyfa framkvæmdastjóra þeirra að heimsækja Ungverja- land. Hammarskjöld heldur uppi harðri baráttu viku eftir viku fyrir því að mega koma til Búda- pest. En allt kemur fyrir ekki. Ráðamenn í Kreml hafa kverka- tak á leppnum, sem heitir for- sætisráðherra Urigverjalands. — Kadar heldur áfram að beita rússnesku herliði til þess að kæfa írelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar í hennar eigin blóði. Því miður standa Samein- uðu þjóðirnar máttvana gagn- vart þeim harmleik, sem nú á sér stað í Ungverjalandi. Þær hafa ekki bolmagn til þess að skerast í leikinn. Slíkt þýddi auk þess styrjöld við Rússa og þar með heimsstyrj- öld. Þess vegna heldur blóð ungversku þjóðarinnar nú áfram að renna. Stærsta viðfangsefnið. Það er vissulega stærsta við- fangsefni framtíðarinnar, að styrkj a samtök Sameinuðu þjóð- anna svo, að þær geti haldið uppi raunhæfu lögregluvaldi í heim- inum, gagnvart öllum, stórveld- um sem smáþjóðum. Á meðan þær hafa ekki slíkt vald hefur sú hugsjón, sem liggur til grund- vallar stofnun þeirra og starf- semi ekki komizt í framkvæmd. En sem betur fer gengur þróunin í þessum efnum í rétta átt. Sam- einuðu þjóðimar brugðu skjótt við er árásin var gerð á Suður- Kóreu. Árás kommúnista var þá' hrundið. Alþjóðleg samtök tóku þá í fyrsta skipti í taumana og brugðu skildi yfir smáþjóð, sem níðingsverk var framið á. Frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna í stöðvun styrjaldarinnar um Súez bendi einnig til þess, að samtökin séu á réttri leið. Stöðug ógnum við heimsfriðinn. Mesta ógnunin við heimsfrið- inn er í dag fólgin í einræði og harðstjórn kommúnista í Austur- Evrópu og á Balkanskaga. Fjöldi þjóða hefur verið hnepptur í þrældómsfjötra kommúnismans. En frelsisþráin ólgar meðal þeirra. Jafnvel í háskólanum i Moskvu brýzt nú út logandi óánægja með hið kommúníska skipulag. Og í leppríkjunum sameinast menntamenn og verka- menn í baráttunni gegn kúgun- inni. Þetta er nú staðreynd, sem enginn, ekki einu sinni harð- soðnustu Moskvukommúnist- ar geta andmælt. Kommúnisminn hefur verið afhjúpaður. Á hann er nú al- mennt litið sem andlega pest, er valdið hafi meiri óhamingju og böli en nokkur drepsótt, sem sagan greinir Verðskuldar ísland þá smán? Verðskuldar ísland og þjóð þess þá smán og niðurlægingu, að einmitt nú skuli kommúnist- um hafa verið lyft til valda hér? Vissulega ekki. Kommúnistar hafa innan við 20% kjósenda að baki sér. Mikill fjöldi af þeim kjósendum fyrirlítur hið blóðuga atferli kommúnistastjómanna úti í Evrópu. En þeir hafa í bili látið blekkjast til fylgis við hinn fjar- stýrða flokk á íslandi. Fyrir kosningarnar í sumar lýstu bæði Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn því yfir, að þeir myndu aldrei vinna m/ð kommúnistum í ríkisstjórn. Út á þá yfirlýsingu fengu þessir flokk- ar áreiðanlega fylgi fjölda heið- arlegs fólks, sem hvorki vill heyra né sjá samvinnu við komm únista. En hin hátíðlega yfirlýsing var svikin. Kommúnistar voru tekn- ir í ríkisstjóm. Sú staðreynd hefur valdið íslenzku þjóðinni miklum og tilfinnanlegum álits- hnekki um allan hinn frjálsa heim. íslenzka þjóðin verður að þvo þann blett af sér sem seta kommúnista í stjórn landsins hefur sett á hana. Sú krafa verður háværari með hverjum deginum, sem líður. Það væri íslandi ævarandi svívirða ef kommúnistar héldu áfram að stjórna land- inu á sama tíma sem á þá er litið sem hreina afbrotamenn um allan hinn frjálsa heim. UTAN UR HEIMI CJ. ^JJawilro rÉirn ir í tci icin cli u ncjver^ei m að hefur verið mikill siður í herbúðum kommúr.ista upp á síðkastið að leggja atburð- ina í Egyptalandi og Ungvci'ja- landi að jöfnu — í þeim augljósa tilgangi að breiða yfir þau fá- heyrðu óhæfuverk, sem Rússar hafa unnið á Ungverjum. Hverj- um réttsýnum manni, sem hefur einhverja nasasjón af sögu síð- ustu ára, bæði við austanvert Miðjarðarhaf og í Ungverjalandi, hlýtur að skiljast, hver goðgá slíkur samanburður er. í raun- inni eiga viðburðirnir í Egypta- landi og Ungverjalandi ekkert annað sammerkt en það, að í báðum löndum hefur verið bar- izt með vopnum. Þessu til síað- festingar er ekki ófróðlegt að kynna sér ummæli hins kunna norska stjórnmálasköruhgs, C. J. Hambro, þegar rætt var um ut- anríkismál í norska þinginu í fyrra mánuði, og bera þau saman við ýmsar yfirlýsingar egypzkra leiðtoga tvö síðustu árin. I Itræðu sinni sagði Ham- bro m.a.: „Þingmaður kommún- ista sagði, að ísraelsmenn mundu ekki hafa gert árás, nema þeir hefðu haft aðra að baki sér. Þetta er mjög sennilegt. Að baki þeim stóðu Jórdanía og önnur Arabaríki með rýting í hendi. Þau hafa alltaf fengið vopn frá Rússum, þegar um það var að ræða að ógna sjálfstæði og frelsi þessa litla ríkis. ísraelsmenn hafa breytt eyðimörk í aldingarð. Það hefur vakið æsta öfund hjá ná- grannaríkjunum, sem aldrei hafa kunnað að breyta eyðimörkum í gróðurlönd, hvorki umhverfis sig né í sér. ísrael var í bráðri hættu. í sjö ár hafa fsraelsmenn orðið að bíta frá sér, einkum þar sem Egyptar áttu í hlut, en þeir hafa stöðugt hótað að afmá Ísraelsríki. Og því hefur jafnframt verið hót- að heilögu stríði af hinum Araba- ríkjunum. Það er hægt að for- dæma framkomu fsraelsmarma frá þjóðréttarlegu sjónarmiði, en smáþjóðirnar ættu að skilja hana. Og það er enn svo margt á huldu um ástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs, að vér getum ekki feilt réttlátan dóm í þeim málum. E den hefur alla ævi bar izt fyrir réttlæti. Hann sagði sig úr stjórn Chamberlains til að mótmæla Múnchen-sáttmálanum. Og þegar hann nú aðhefst það, sem hann hefur gert, þá er það áreiðanlega að vel yfirlögðu ráði. E. t. v. hefur hann álitið, að þetía væri eina leiðin til að fá Sam- einuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn og sýna, að þær eru vold- ug stofnun. * ingmaður kommún- ista talaði klökkur um veslings Egyptaland. En hafi stórveldin og Sameinuðu þjóðirnar dekrað við nokkra þjóð, þá eru það Eg- yptar. Og hafi nokkur þjóð verið fús að senda morðvopn til ná- granna sinna, þá eru það Egypt- ar. Og sé til nokkur þjóð, sem ekki hefur kunnað að stjórna sér sjálf, þá eru það Egyptar". C. J. HAMBRO þótt það kosti blóðsúthellingar*1 (Kairó-útvarpið, 9. apríl 1956). „Egyptum stafar ekki framar hætta frá ísraelsmönnum. Her okkar er nú nógu sterkur til að þurrka ísrael út af landabréfinu" (Abdul Hakim Amer, hermála- ráðherra og yfirhershöfðingi Eg- ypta, 10. júní 1956). „Bíddu viðr Ben-Gurion, þú skalt bráðum fá að kenna á veldi og viljaþrótti Araba. Egyptar og Arabaríkin múnu gera ykkur þögla um alla framtíð. Egyptar skulu mala ykk- ur mjölinu smærra“ (Anwar Al- Sadat, egypzkur ráðherra, 7. apríl 1956). „Það er ekkert því til fyrirstöðu, að hinar dyggu Fedayeen (morðsveitir Egypta), sem hata óvini sína, ráðist inn í ísrael og geri lífið þar að sann- kölluðu helvíti fyrir íbúana" (Hassan el-Bakouri, egypzkur ráðherra 11. apríl 1956). tí J il samanburðar um- mælum Hambros skulum við nú taka upp nokkur ummæli eg- ypzkra leiðtoga síðustu tvö ár- in: „fsrael er gerviríki, sem verður að hverfa" (Nasser, 8. maí 1954). „Það er tilgangslaust að tala um frið við ísrael. Samn- ingar milli Araba og ísraels- manna eru óhugsanlegir" ^Nass- er, 14. okt. 1955). „Egyptar munu fagna því, þegar her þeirra og her Sýrlands mætast á rústum ísraels" (Nasser, 18. des. 1955). „Friður milli okkar og ísraels- manna er óhugsandi. Her er um líf og dauða að ræða, ekki bara kryt út af landamærum. Hér er ekki um að ræða skoðanamun, sem hægt sé að jafna með samn- ingum. Það er ekki rúm fyiir báðar þjöðir. Annaðhvort verð- um við eða þeir að falla. Það er ekki til önnur lausn. Og með stáli og kúlum skulum við fá vilja okkar framgengt" (Kairó-útvarp- ið, 12. jan. 1956). „Arabar eru staðráðnir í að afmá ísrael, enda Varðandi atburðina í Ungverjalandi sagði Hambro i sömu ræðu: „En það sem gerzt hefur í Ungverjalandi er brot á öllum þeim hugsjónum, sem sam vinna menningarþjóða hefur byggzt á síðustu mannsaldrana. Þar er drekkt í blóði frelsis- og réttlætisþrá heillar þjóðar — þrá fólksins til að lifa í friði og losna undan ógnum leynilögreglu og neðanjarðarpyndingarklefa, en koma á lýðfrelsi og stjórnarkjöri með frjálsum kosningum. ingmaður kommún- ista talaði um hernaðarbandalög. Vér þekkjum ekki annað hernað- arbandalag en austrænu „blökk- ina“, sem hann lifir og hrærist í. í Atlantshafsbandalaginu er skoðanafrelsi, og þar hefur hver þjóð rétt til gagnrýni. Það er lífs- skilyrði fyrir land vort og þjóð og alla framtíð hennar, að vér séum áfram i Atlantshafsbanda- laginu". Þessi mynd er af hertoganum og hcrtogafrúnni af Windsor. Hún er tckin á hundasýningu í Faiís. Halda þau hjóuin á tveimur <, erðlaunahundum. v -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.