Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1956, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. des. 1956. MORGUNBLAÐIÐ 1S Reykj avíku rbréf: Laugardagur 8. desemher Viðtöl Valtýs - Fréttir af lokuðum fimdum - Alger leynd vonlaus - Sárindi Hermanns - Varn- irnar tryggðar - Verðnr frestunin óendanleg - Varnarmannvirkjagerð - Hverju á að trúa? - Tengslin milli varna og fjárútvegana - Frásögn Þjóðviljans - Óljóst um afstöðuna til Atlantshafsráðsins - Hver svfkur hvern? - Anægjulegur fundur - Lúð\ ík ósammála Her- Viðtöl Valtýs UM ÞESSAR mundir koma út I bókarformi nokkur viðtala þeirra, sem Valtýr Stefánsson áður fyrri átti við ýmsa, unga og gamla, karla og konur, og birtust hér í blaðinu. Ekki ein- ungis við samstarfsmenn Valtýs heldur alþjóð mælir það einum rómi, að í þessari grein blaða- mennskunnar hafi hann skarað fram úr flestum eða öllum öðr- um íslendingum. Þegar bezt hef- ur látið. er undravert, hversu vel honum hefur tekizt. Hann hefur oft fengið menn, þekkta jafnt sem óþekkta, til þess að segja frá ýmsu merkilegu úr lífsreynslu sinni, sem harla óvíst er, að þeir hefðu sjálfir af eigin rammleik gert sér grein fyrir, hverja þýðingu hafði. Snilli blaðamannsins liggur einmitt í því að átta sig skjót- lega á því, sem máli skiptir, og setja það fram á skemmtilegan og greinargóðan hátt. Valtý Stefánssyni hefur tekizt þetta flestum eða öllum öðrum betur. Hin beztu viðtöl hans munu lengi verða í minnum höfð. Mik- ill vinningur er þess vegna að því, að nokkur þeirra skulu nú vera fyrir hendi í bókarformi. Þar er að finna ómetanlegar upp- lýsingar um menn úr öllum stéttum, á ýmsu aldursskeiði, og allt sett fram á þann hátt, að unun er að lesa. Fréítir af lokuðiun fundum ÞEIR, sem verið hafa á milli- ríkjaráðstefnum, sem haldnar eru fyrir luktum dyrum, vita, að sjaldnast fer svo, að engar fréttir berist út af slíkum fund- um. Þrátt fyrir luktu dymar er reynslan oftast sú, að frásagnir af þessum „lokuðu“ fundum hef- ur mátt lesa í heimsblöðunum jafnóðum. Stundum eru þær frá- sagnir furðulega réttar, í öðrum tilfellum meira og minna bjag- aðar. Vafalaust fer sanngildi frá- sagnanna nokkuð eftir því, hvernig þær eru til komnar. Oft gera aðilar sjálfir beinar ráð- stafanir til að fréttir berist út, þó að fundir séu að nafninu til haldnir fyrir luktum dyrum. En þótt enginn slíkur „leki“ sé af ásettu ráði, láta fréttamenn stærstu blaðanna sér það ekki nægja, heldur leggja saman það, er þeir heyra úr ýmsum áttum. Síðan semja þeir frásagnir sín- ar samkvæmt þessu og í ljósi þeirrar þekkingar, er þeir hafa á öllum aðstæðum. En heimsblöð- in hafa, svo sem kunnugt er, sér- fræðinga í veigamestu málum. Fara þeir því oft nærri lagi í skrifum sínum, þótt á getgátum sé reist. En stundum bregður þó til beggja vona um nákvæmnina. Alger leynd vonlaus ÁSTÆÐAN til þess, að þetta er rifjað upp nú, er sú, að stjórn- arblöðin hafa að undanförnu ásakað Sjálfstæðismenn fyrir þær fréttir, sem birtust í heimsblöð- unum um varnarsamningsvið- ræðumar hér. Auðvitað var það fullkominn barnaskapur af stjórn völdunum að búast við því, að hægt væi'i að halda árangri þessarra samningsviðræðna al- veg leyndum. Jafnvel þótt við íslendingar sættum okkur við slíkt, þá hafa þessi mál miklu meiri þýðingu fyrir umheiminn en svo, að ei'lend stórblöð gerðu ekki venjulegar ráðstafanir af sinni hálfu, til að fylgjast með samningunum. mantii - Leiðirnar þrjár Valtýr Stefánsson, ritstjóri. Eitt merkasta blað í Banda- ríkjunum og þótt víðar sé leit- að, New York Times, hefur sýnt áhuga sinn fyrir þessum málum með því að senda a. m. k. þrisv- ar sinnum á fáum mánuðum hingað til landsins þekktan blaðamann, Belair að nafni. Morgunblaðinu er með öllu ó- kunnugt, hvernig hann hefur aflað frétta sinna. En víst er það, að enginn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hefur getað sagt honum fréttir af samning- unum við Bandaríkin. Sjálfstæð- ismenn áttu þess engan kost að fylgjast með þeim viðræðum og hafa haldið sér frá öllum get- gátum um þær. Hins végar varð ekki hjá því komizt að segja hér í blaðinu frá því, sem helztu heimsblöðin sögðu um þetta meg- inmál íslendinga. Einkum þar sem Belair sagðist í fréttum sín- um beinlínis styðjist við um- sögn manna í „ríkisstjóminni" íslenzku, enda kom í einu við- tali hans fram, að hann hafði rætt við sjálfan Hermann Jón- asson. Sárindi Hermanns GREMJA stjórnarblaðanna og þá sérstaklega Tímans sprettur og sennilega ekki eingöngu af Varnirnar tryggðar ÚR ÞVÍ sem komið er skiptir það að sjálfsögðu litlu, hvað um samningana var sagt á meðan efni þeirra var ókxxnnugt Nú geta menn dæmt þá eftir sjálfum þeim. Á þeirri rökfærslu er þó sá galli, að efnið er því miður ekki ótvírætt. Alveg vafalaust er, og það skiptir langmestu máli, að varn- arliðið á ekki að hverfa úr landi eins og nú horfir. Til þess að svo verði, þarf sömu uppsagnar- fi'estina og í varnarsamningunum frá 1951, þ. e. 18 mánuði. Álykt- unin frá 28. marz og allt bram- boltið síðan er a. m. k. að því leyti felt úr gildi, enda beram orðum viðurkennt í hinum nýju samningixm, að nú „sé þörf varn- arliðs á íslandi samkvæmt á- kvæðum vamarsamningsins." Jóhann Hafsteín komst því alveg réttilega að orði, þegar hann sagði, að „hernámsand- stæðingarnir“ stæðu að þessu leyti alveg í sömu sporum og þeir hefðu verið hinn 27. marz, dag- inn áður en samþykktin óheilla- vænlega var gerð. Fyrir þetta aðalatriði ber að þakka þeim, sem um það hafa haft forystu. Er eðlilegt, að Sjálf- stæðismenn beri þær þakkir fram fyrir þjóðarinnar hönd, því ræða brottför vamarliðsins! „Ykkur var nær að láta minna“, svo sem Ólafur Thors sagði í umræðunum á fimmtudag. Verður frestunin óendanleg ENN VERRI var þó hlutur kommúnista. Þeir féllu frá öll- um sínum stóni orðum um „her- nám“ og „landssölu", að því er þeir sögðu, vegna þess, að Fram- sókn og Alþýðuflokurinn væri nú ófáanleg til að fylgja eftir álykt- uninni frá 28. marz og stjómar- samningnum, þar sem sú álykt- un er ítrekuð. Af því að sam- starfsflokkarnir voru fallnir fi'á að framkvæma þetta, raunar á röngum forsendum, væri ekki heppilegur tími til að knýja það fram! Engu að síður væri allt í fullu gildi, bara óframkvæman- legt! Hannibal Valdimarsson las upp yfirlýsingu frá þeim félögum, þar sem hann sagði að þeir væri „samþykkir því, að frestað yrði um nokkra mánuði samningum þeim“, sem ráðgert var að hefja nú. Síðan tala þeir um „bréða- birgðafrestun" og að „fljótlega" verði tekið til á nýjan leik. Utanríkisráðherra skýrði þetta hins vegar svo að fi'estux’inn yrði ekki talinn í „dögum, vikum eða mánuðum”, heldur færi alveg eftir heimsástandinu, en ótvírætt var, að hann leit á það allt öðr- um augum en kommúnistar. Bjarni Benediktsson skaut fram, að samanlögð líktist þessi tíma- skilgreining þeirra ráðherranna helzt hinum kunnu orðum „Einn dagur sem þúsund ár. Þúsund ár dagur ei meir.“ Allt er svo óákveðið, að togast má að eilífu á um, hvað í því felst. getgátum hinna erlendu blaða- þeir hafa áreiðanlega talað henn- manna. Þær voru vitanle^a ó- hj ákvvæmilegar. En Framsóknarmönnum svíð- ur það sjálfsagt mest, að þeir tveir erlendu blaðamenn, sem í sumar hafa gert mest til að kj’nn- ast íslenzkum málum, Belair og Porter McKeever, hafa báðir lýst Hermanni Jónassyni á töluvert annan veg en Tíminn gerir. E.t.v. eru sárindin því meiri sem lýs- ingarnar eru gefnar eftir að blaðamennirnir höfðu sjálfir tal- að við forsætisráðherrann. ar máli í þessum efnum, og lausn- in er mjög í samræmi við kröf- ur þeirra í varnarmálatillögunum fyrir nokkrum vikum. Vafalaust á Guðmundur í. Guðmundsson mestan hlut að máli um það, að undan þessum kröfum var látið. Aftur á móti var áberandi hversu forsætisráðherrann talaði nú með allt öðrum hætti en hann hafði gert fyrir 3 vikum. Nú var helzt svo að skilja sem alls ekki hefði komið til mála að setjast niður í því skyni að V arnarmannvirkja- gerð EKKI tók betra við, þegar Hanni- bal lýsti yfir því, að þeir fé- lagar telji „að ekki komi til mála, að frestur þessi verði not- aður til nýrra hernaðarfram- kvæmda." Síðar í umræðunum kom fram, að með þessu átti hann alls ekki við, að stöðvaðar yrði þær fram- kvæmdir, sem að undanförnu hafa legið niðri eða ekki er byrj- að á, a'ðeins ef þær eru ráðgerð- ar. Mun þar xun að ræða marg- háttuð mannvirki á KeflavíkOr- flugvelli og byging Njarðvikur- hafnar, sem sannarlega er „ný framkvæmd". Þessum framkvæmdum var hætt vegna þess að Bandaríkja- menn áttu á hættu að þurfa fljótlega að hverfa á brott. Nú skýrði Hannibal þetta svo, að fyrrverandi stjóni hefði verið bú- in að samþykkja þeesi mann- virki og þess vegna væri ekki hægt að hindra gerð þeirra. En hvað hefði vei'ið hægara en að setja það sem skilyrði við samningsgerðina að þessum framkvæmdum skyldi að fullu hætt? Og getur það með nokkru móti samrýmst, að þær séu nú hafnar, og að uppsögnin eigi þó að endurnýja innan „nokkui-ra rnánaða?" Trúi hver sem trúa vill! Hverju á að trúa? * OG ÞQ, hverju á að trúa eða ekki trúa um þá menn, sem nú fara með völd á íslandi? Sú skýring er til, að kommún- istar og Hermann Jónasson hafi áttað sig á því, að vegna allra atvika sé ekki heppilegt að láta nú skríða til skarar um varnar- leysi landsixxs, Þess vegna sé ætl- unin að bíða aðeins „nokkra mánuði“ en byrja þá á nýjan leik. Því sé treyst, að þá hafi atburðirnir í Ungverjalandi fyrnst í hugum rrjanna og ólgan við Miðjarðarhaf sjatnað. Frestirm eigi svo að nota til þess að afla lánsfjár í Bandaríkj- unum og annars staðar, þar sem daufar undirtektir hafa verið að undanföi'nu. Grunsemdir um slíkar fyrirætlanir hljóta að styrkjast vegna undanbragðanna. sem höfð voru í frammi á svörum um lánaútveganir í sambandi vi# varnarmálin. Tengslin mtlli vama og f járútvegana EINAR OLGEIRSSON hóf mála á, hvort samningar um fjárút- veganir hefðu verið tengdir við varnarsamningana. UtanrikisráS- hei-ra svaraði þessu mjög eia- kennilega. Hann sagði, að eng- ir slíkir samningar hefði veriB gei'ðir og hann sjálfur hefði eng- an þátt tekið í slíkum samninga- umleitunum. Hinu fekkst han* ekki til að svára, hvort aörir hefðu gert það. En forsætisráð- herrann staðfesti, með nokkrum umbúðum þó, að leitað hefði ver- ið lána í Bandaríkjunum að und- anföi’nu og vísaði að öðru leyti til hins tvíræða svars ulanríkis- ráðherra. Merkilegast við þessar yfirlýa- ingar er, að Einar Olgeirsson lét sér þær lynda. Með þeim var þó staðfest það, sem á almanna-vit- und er, að mjög hefur verið rætt um fjárhagsmál samtímis varnar- mála-umi'æðunum, þó að ekki skuli véfengt, að. utanrikisráð- herra hafi ekki sjálfur annast þær viðræður. Enda væri Ey- steinn Jónsson þá orðinn ólíkur sjálfum sér, ef hann léti aði-a tala fyrir sína hönd á meðan hann er sjálfur nærstaddur. Vit- að er og, að örixggan hefur hann erindrekann, alvanan íjár- málasamningum, sem hvorki tel- ur eftir sér að skreppa suður 1 Tjarnargötu né til Washington, ef á þarf að halda. Frásögn Þjóðviljans ÞJÓÐVILJINN á föstudag skýrir og svo frá: „í fundargerð Sogsvirkjunar- stjórnar segir að fjármálaráð- heira hafi skýrt formanni stjónv- arinnar frá því 29. nóv. sl. — eða fáum dögum eftir brottför bandarísku samningamannanna, þeu'ra er semja áttu um her- stöðvar — „að nú mætti eygj» möguleika fyrir láni í Bandæ- ríkjunum“. Ennfremur að Vilhjábni Þór hafi verið falið að athuga f. h. fjármálaráðhei-ra þessa lána- möguleika og því rétt að Sogs- virkjunarstjórn tilnefni mana frá sér.“ Samkvæmt þessu virðist hinn þaulvani fréttaritari New York Times hafa haft of mikið fyrir sér, þegar haxm fullyrti, að lausn- in á hinum tvöfalda vanda, sen» stjómin var komin í, annars vegar vegna varnarmálanna og hins vegar vegna lánsfjái'leysis, haíi fundizt í sömu svipan og i nánu samhengú Óljóst um afstöðuna til Atlantshafsráðsins ÞVÍ MIÐUR er ekki enn til full* skorið úr um það, hvort einnig er rétt sú frásögn hans, að ekld sé framar skylt að leita umsagn- ar Atlantshafsráðsins, ef haldið verður áfram viðleitni stjórnar- flokkanna til að gera landi# varnai'laust. Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.