Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. des. 1956
MORGUHBLAÐ1Ð
11
26 ríki taka v/ð ung-
versku flóttafólki
SÞ, 30. nóv.
FRAM a'ð þessu haía borizt já-
kvæð svör 26 landa og
margra stofnana við beiðni
þeirri um hjálp til handa ung-
versku flóttafólki, sem forstöðu-
maður Flóttamannastofnunar SÞ
bar fram við alheim 5. nóv. eftir
tilmælum austurrísku rílcisstjóm-
arinnar. Svo sem vitað er, er
Austurríki það land, sem fyrst
©g fremst hefur orðið að taka
við flóttafólkinu, en tala þess
er nú yfir 80.000 (Hinn 10. des.
var talan orðin um 120 þús.)
Erfitt er að fá skýra hugmynd
um ástand það, sem flóttinn
hefur skapað, en 16. nóvember
gerði Flóttamannastofnun SÞ í
Genf yfirlit yfir þau tilboð um
aðstoð, sem þá höfðu borizt op-
inberlega frá ríkisstjómum
hinna einstöku landa. Til við-
bótar við þetta kemur önnur
mcinnúðleg aðstoð einkastofnana,
fyrst og fremst Rauða krossins.
Við athugun á lista þessum sést,
i hve ríkum mæli mörg lönd
hafa fundið hjá sér meðbróður-
lega skyldu til að lina þjáningar
ungversku flóttamannanna.
TILBOÐ 26 LANDA
Listi skrifstofu forstöðumanna
flóttamannastofnunarinnar fram
að 16. nóvember er þannig, þó
að viðbættum nokkrum haekk-
unum síðar:
Argentína:
Ætlar að taka við 3.000 mun-
aðarlausum ungverskum börn-
um.
Ástralía:
Ætlar að taka við allt að 3.000
flóttamönnum, þar á meðcil börn-
um og fólki, sem komið er yfir
venjulegan innflytjendaaldur. —
Ríkistillag í reiðufé til flótta-
mannahjálpar SÞ handa Ungverj-
um: 30.000' sterlingspund.
Belgía:
Ætlar að taka við 3.000 flótta-
mönnum.
Kanada:
Vill veita Ungverjum forgangs-
rétt að innflytjendaleyfum. Til-
lag í reiðufé: 100.000 dollarar.
Chile:
Ætlar að taka við „hæfilegum
fjölda“ flóttamanna, sem starfað
geti við framleiðsluna, aðallega
landbúnaðinn.
Columbía:
Ætlar að taka við óákveðnum
fjölda flóttafólks sem innflytj-
endum.
Danrntirk:
Ætlar að taka við 1.000 manns.
Tillag frá ríkinu í reiðufé sam-
svarar 30.000 dollurum.
Dóminíska lýðveldið:
Ætlar að taka við óákveðnum
íjölda.
Ecuador:
Ætlar að taka við óákveðnum
fjölda flóttaflóks, sérstaklega
því, sem unnið getur við land-
búnað.
Frakkland:
Ætlar að taka við öllu ung-
versku flóttafólki, sem óskar að
búsetja sig í landinu.
Grikkland:
Hefur gefið 30 smálestir af
rúsínum að verðmæti næstum
10.000 dollara.
Holland:
Ætlar að taka við allt að 1.300
flóttamönnurii..
frland:
Loforð um að taka við allt að
1.000 flóttamönnum.
ftalía:
Ætlar að veita allt að 1.000
flóttamönnum griðastað til bráða
birgða Ríkistillag í reiðu fé:
50.000 dollarar.
Luxembourg:
Ætlar að taka við „þeim fjölda
flóttafólks, sem stærð landsins
leyfir".
Nýja Sjáland:
Leyfir 500 flóttamönnum að
taka búsetu í landinu. Ríkis-
tillag í reiðu fé: 10.000 sterlings-
pund.
Noregur:
Ríkisstjórnin hefur látið í ljós
fúsleika Noregs til þess að taka
við nánar tilgreindum fjöltla
berklaveikra flóttamanna og ann-
arra, sem standa ver að vígi en
aðrir um að finna nýtt föðurland.
í yfirlitinu 16. nóvember segir,
að norska stjómin hafi ekki ték-
ið endanlega ákvörðun í máli
þessu.
Portúgal:
Ætlar að taka við nánar tQ-
teknum fjölda mæðra og barna.
Sviss:
Hefur beðið Austurríki að
senda 4.000 flóttamenn til Sviss.
Kostnað í þessu sambandi greið-
ir svissneski Rauði krossinn.
Spánn:
Ætlar að taka við nánar til-
teknum fjölda ungverskra bama.
Stóra-Bretland:
Ætlar að taka við allt að 2.500
flóttamönnum.
Svíþjóð:
Ætlar að taka við allt að
3.000 flóttamönnum, en þangað
er þegar konnnn nokkur hópur
mæðra og bama.
Suður-Afríka:
Ríkistillag að upphæð 15.000
sterlingspund. Af upphæðinni á
að nota 5.000 £ flutningskostnað
250 flóttamanna til Suður-Af-
ríku.
Suður-Rhodesía:
Ríkisstjómin hefur leyft fé-
laginu til verndar barna að taka
við 30 ungverskum flóttabörn-
um án fylgdarliðs.
USA:
Ætlar að taka við 5.000 flótta-
mönnum. Bandaríska ríkisstjóm-
in hefur gefið Sameinuðu þjóð
unum til umráða 1 milljón doll-
ara til styrktar hjálparstarfsem-
inni meðal ungverskra flótta-
manna.
Vestur-Þýzkaland:
Upprunalega 3.000 flóttamenn
síðar hefur verið lýst yfir, að
tekið verði fúslega við eins mörg-
um og hægt er.
Evrópuráðið:
Hefur fengið skrifstofu for-
stöðumanns flóttamannastofnun-
arinnar til umráða 1 milljón
franskra franla.
STEF úlhlular
EINS og venja er úthlutar STEF
til rétthafa sinna á mannrétt-
indadegi Sameinuðu Þjóðanna 10.
desember. Tala íslenzkra rétt-
hafa hefur farið stöðugt vaxandi
ár frá ári, og í þetta sinn er út-
hlutað til 302 fslendinga,' þ. e.
tónskálda, söngtextahöfunda,
textaþýðenda og erfingja.
Úthlutunarupphæðin til hvers
íslenzks rétthafa tvöfaldast nú
vegna samninga við Ríkisútvarpið
um upptökuréttindi íslenzkra tón
verka.
Auk þess hefur stjórn STEFs
nýlega samþykkt viðbót við út-
hlutunarreglur sínar, sem kemur
einkum íslenzkum rétthöfum til
góða, og hljóðar þannig:
„Hafi tónverk verið flutt i
fyrsta skipti og án þess að verkið
hafi nokkurs staðar verið flutt
opinberlega áður, þá skal fyrir
þann flutning úthluta til höf-
undar verksins og rétthafa þess
því gjaldi þreföldu, sem ella skal
úthluta samkvæmt úthlutunar-
reglum STEFs“.
(Frá STEFI).
MÓTORHJOL
Goebel er tii sölu. Upplýs-
ingar veittar á Sörlaskjóli
42. —
ÖL
unn
aÍrelz
ÆVAR R. KVARAN
,
^ýraóaamr um
dufr
rcena a
tlur&l
°f
mannraunir
hetjudátlLr
Ævar R. Kvaran er þegar orðinn landsþekkttur fyrir þætti sína í
útvarpinu og ekki hvað sízt fyrir bókina „íslenzk örlög“, sem kom út í
fyrra á vegum Norðra.
Hér kemur nýtt safn frá Ævari, og er það bók mikilla og óvenju-
legra viðburða og margslunginna örlaga. í mörgum köflum bókarinnar
greinir frá dulrænum atburðum, sem sýna, að enn í dag — á atomöld
— gerast yfirskilvitlegir hlutir, sem öll vísindi og tækni standa vanmegnug
frammi fyrir.
Ókunn afrek flytur úrvals sagnir, er fjalla um afrek, sem lítt hefur
verið haldið á lofti og því fáum kunn. Þetta eru alþjóðlegar hetjusagnir,
í senn göfgandi, fræðandi, heillandi og bráðskemmtilegar.
Ókunn afrek er sérstæð bók.
Ókunn afrek er bók fyrir alla fjölskylduna.
Gefið vinum yðar og vandamönnum bókina Ókunn afrek f jólagjöf.
($3óLci ú hj eíj^cin ^Joréi
n
Kvikmyndavél
16 m. m., tón og tal sýning-
arvél, Bell and Hawel, tU
sölu. Uppl. Laugavegi 14.
Jólatrésseríur
í njiklu úrvali. —
3 gerðir fyrir jólatrésseríur.
PERUR
frá 15—200 wött
og mislitar útiperur
Pósthólf 101 — Reykjavík.
Brnnðristar
Vöfflujám
Bakarofnnr
Hraðsuðukatlar
Hraðsuðukönnvr
Guf ustra uj ám
Straujárn
Ryksugur
Bónvélar
Kenwood-hrærivdar
Strauvélar
Þvottavélar
Kelvinator-kæliskápar
Gjörið svo vel áð líta »nnT
Hekla
.usturstr. 14, sími 1687.