Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 24
Veðrið -Skinnan og suðvestan atinings kaldi, él. orðwnMaíiíiií 295. tbl. — Þriðjudagur 11. desember 1956 dagar til SÓLA Eisenhower neitar að samþykkja hækkun fisktolla í Bandaríkjunum Efnahagslegur styrkleiki vinafjjóðanna hefur mikla þýðingu í baráttunni gegn kommúnismanum Washington, 10. desember. P^ISENHOWER forseti neitaði í dag að heimila tollahækk- anir á fiskflökum, sem aðallega eru flutt inn til Banda- ríkjanna frá Kanada, íslandi og Noregi. Forsetinn tók þessa ákvörðun þrátt fyrir einróma meðmæli bandarísku tolla- nefndarinnar um að fisktollur þessi yrði hækkaður til verndar innlendum fiskveiðum og fiskiðnaði. STUÐLAR AÐ AUKNUM VIÐSKIPTUM í greinargerð fyrir þessari ákvörðun sinni segir Eisen- hower forseti, að hann geti ekki fallizt á það, að tolla- hækkunin sé skynsamleg ráð- stöfun til að leysa vandamál bandarísks sjávarútvegs. — Hann sagði það stefnu Banda- ríkjanna, að stuðla að aukn- ingu hagkvæmra verzlunar- viðskipta meðal frjálsra þjóða og sagði síðan orðrétt: VINVEITTAR ÞJÓÐIR Ég er ófús að setja höft á verzlun vinveittra þjóða við okkur, nema þá að slík- ar aðgerðir séu nauðsyn- legar og muni augljóslega gefa jákvæðan árangur í framleiðslu þess atvinnu- vegar, sem í hlut á. Tregða mín á að setja á slík höft verður þeim mun meiri í þessu máli fyrir það að þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli eru nánir vin- Verð á fiski fil U5A hœrra en til Rússlands enda meira unnin vara ÞEGAR umræður stóðu fyrir nokkru í bæjarstjórn Reykjavíkur um lántöku til Sogsvirkjunar og um það að fáanlegt væri lán í Bandaríkjunum stóðu þar upp fulltrúar kommúnista og sögðu að hagkvæmara væri að taka slík lán í Sovétríkjunum. Sögðu þeir m a. að auðveldara væri að greiða upp sovézk lán vegna þess að íelenzki fiskurinn seldist á hærra verði til Sovétríkjanna. Þetta ei alrangt eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem blaðinu hefur borizt og hljóðar á þessa leið: í sambandi við umræður, sem urðu nýlega á fundi í bæjarstjóm Reykjavíkur um erlendar lántök- ur og um markaðsverð á fiski í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, óskar Sölumiðstöð hraðfrysti húsanna að taka fram eftirfar- aadi, svo að það komi fram, sem sannast er: Verð á hraðfrystum fiski til þessara tveggja markaðslanda er sem hér segir skv. söluáætlun S.H. fyrir næsta ár: Fob-verð á hraðfrystum þorski tii Bandaríkjanna kr. 5580.00 fyrir hverja smálest. Til Rússlands er fob-verð mið- að við árið sem er að líða kr. 5326.00 fyrir hverja smálest. Fob-verð á hraðfrystum karfa- flökum er sem hér segir: Til Bandarikjanna kr. 5755 fyrir hverja smálest. Til xRússlands kr. 5203 fyrir hverja smálest. Þar að auki er rétt að geta þess, að allur steinbítur og nærri »11 ýsa fer á Bandaríkjamarkað fyrir mikið hærra verð en hinar tegundimar. Fæst hærra verð fi'rir hraðfryst ýsuflök í Banda- ríkjunum en í nokkru öðru landi. Frá þessu þykir rétt að skýra vegna . villandi ummæla, sem birzt hafa um verð á freðfiski til hinna ýmsu markaðslanda. Það kemur í ljós af þessari til- kynningu Sölumiðstöðvarinnar, *ð fiskurinn til Bandaríkjanna eelst fyrir hærra verð en fiskur- inn til Sovétríkjanna. Pakkning- ar fisksins munu þó ekki vera alveg sambærilegar til þessara tveggja landa. Er mismunurinn á verði m. a. fólginn í því að fiskur- inn til Bandaríkjanna er meira unninn og pakkning og frágangur meiri. ir okkar og að efnahagsleg- ur styrkleiki þeirra hefur stórvægilega þýðingu í áframhaldandi baráttu okk ar gegn ógnum heimskomm únismans. Það þarf varla að taka það fram, að þessari ákvörðun Eisen- howers forseta er fagnað hér á landi, því að íslenzkur sjávarút- vegur á mikið undir því komið, að fisksölur til Bandaríkjanna geti haldið áfram. Skemmdir í rokinu í fyrrinótt I fyrrinótt gerði afspyrnurok hér um sHðvestanvert landið. Á Kjalarnesi varð veðurhæöin slík að talið er með fádæmum. Skemmdir urðu á mannvirkjum þar efra. Fauk þak af hlöðu í Lykkju en í hlöðunni voru 1200 hestar af heyi, en litlar skemmdir lurðu á því. Uppborið hey, sem stóð úti á Sjávarhólum fauk einnig. Ný umferðarlög á döfinni Á FUNDI með blaðamönnum í gærdag skýrði Sigurjón Sig- urðsson, lögreglustjóri frá því, að nefnd sú, undir lians forsæti, er kjörin var til þess að semja umferðarlög, hefði fyrir nokkru skiiað frumvarpi sínu til dómsmálaráðuneytis- ins. Þar væri verið að leggja hönd að því, og búa það und- ir flutnmg á Alþingi. Lögreglustjóri kvaðst af skiljanlegum ástæðum ekki geta rætt uin í.-umvarp nefnd- arinnar nú, en þar væri mý- margt nýjunga, því að þótt núgildandi umferðarlög væru ekki gömul að árum, væru þam orðin mjög úrelt. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á milljóna- tjóni í sambandi við olíuflutningana INGÓLFUR JÓNSSON frv. viðskiptamálaráðherra birti grein hér í bláðinu s.l. sunnudag þar sem hann tekur til meðferðar þá yfirsjón rikisstjórnarinnar að neita olíu- félögunum um að leigja 15 þús. tonna skip fyrir 120 shill- inga pr. smálest. Afleiðingin af neituninni var sú, að leigja varð skip fyrir 220 sh. tonnið. Beint tjón vegna þessara mis- taka ríkisstjórnarinnar er því 100 shillingar á tonn, miðað við 15 þús. tonna skip eða hátt á 4. milljón króna. „Ber ríkisstjórnin öll á herðum sér þann syndabagga, sem af því leiðir, að togaraolían hækkar hátt á 3. hundrað kr. tonnið og reksturskostnaður togaranna um 2 þús. kr. á dag,“ segir Ingólfur Jónsson. Þannig er þá ráðsmennska ríkisstjórnarinnar. Hún neitar að taka tillit til þeirrar staðreyndar að vegna Súez-deilunn- ar var skipamarkaðurinn ört hækkandi, neitaði að hlusta á leiðbciningar þeirra, sem vit höfðu á málunum og afleið- ingin var svo stórtjón, sem lendir á útgerðinni, og þar með á öllum aimenningi í landinu. Eí þessi ríkisstjórn tórir eitt- hvað verður þetta vafalaust ekki seinasta glappaskot hennar, sem almenningi verður að blæða fyrir. Olíuskipið Hamrafell liggur á Skerjafirði. Stærsta skip isl. flotana. Olíuskipið Hamrafell komið í höfn frá Japan Stærsta skip íslenzka flotans 17.000 lestir NÝLEGA er komið til landsins olíuskip SÍS og Olíufélagsins, Hamrafell, en það er stærsta skip íslenzka flotans eða um 17000 smálestir. Skip þetta getur annað um helmingi af olíuflutningum til landsins eða i’lutt um 160.000 lestir á ári. Það er keypt frá Noregi, en komið hingað frá Japan, þar sem það var í leigu. Tók ferðin yfir 2 mánuði. ísleuzk skipshöfn sigldi skipinu en skipstjóri þess er Sverrir Þór. MIKIÐ SKIP Hamrafell er byggt 1952 í Ham borg. Það er 11.488 brúttólestir og skríður 14 mílur. Flutt getur það 15.500 lestir af olíu í hverri ferð. Geysistór díselvél knýr skipið og er olíuþörf hennar 23 lestir á sólarhring. Skipið er búið nýj- ustu siglingatækjum, ratsjá, mið- unarstöð, dýptarmæli og gyro- áttavita. Skipshöfn telur um 40 manns og eru allir skipverjar ís- lenzkir. MIKIL VERÐHÆKKUN Hamrafell er 7. skip skipadeild- ar SÍS. Það er keypt af norskum útgerðarmanni og voru samning- ar undirritaðir í Noregi í vor. Var SÍS og Olíufélagið sérlega hepp- ið með kaupin, þar sem verð olíu- skipa hækkaði gífurlega skömmu eftir að samningar voru undirrit- aðir, en nú er svo málum komið að engin olíuskip eru á markaðn- um sökum Súezdeilunnar. Kaup- verð skipsins er um 45 millj. kr. 80% af þeirri upphæð lánaði við- skiptabanki SÍS í New York, National City Bank, en 20% lán- aði norski útgerðarmaðurinn sem seldi skipið. Lánin eru til 5 ára en samkvæmt íslenzkum lögum má afskrifa skip á 5 árum. í viðtali við blaðamenn í gær lagði Erlendur Einarsson, forstj. SÍS, áherzlu á það að lán þessi hefðu fyrst og'fremst fengizt slík vegna þess að til skipakaupanna er stofnað á breiðum grundvelli. Eigendur skipsins eru Skipadeild SÍS og Olíufélagið en að þvi standa mörg einkafyrirtæki. Gat Erlendur þess og að engin ríkis- ábyrgð væri að baki láni þessu. Hjörtur Hjartar, forstjóri Skipadeildar SÍS, gat þess í ræðu í gær, í veizlu, sem kaupendurnir héldu ýmsum aðilum, sem þeim eru tengdir að fyrir 20 árum hefði farmur skips þessa í einni ferð fullnægt olíuþörf þjóðarinn- ar. Nú getur skipið flutt um 50% af olíuneyzlu þjóðarinnar á ári. Þess má geta, að íslendingar eru mesta olíuneyzluþjóð í heimi, rúmlega 2 lestir koma á hvert mannsbarn. Nú eru til 3.600 olíu- skip í veröldinni, samtals um 44 millj. lesta. Ein lest af hverjum tveimur sem flutt er til landsins er olía og gildir hið sama er- lendis þannig, að um 50% af öll- um flutningi á sjó er olía. KEYPT Á RÉTTUM TÍMA Erlendur Einarsson gat þess að sérstök heppni hefti verið um þessi skipakaup, þar sem verS oliuskipa hefði hækkað gífurlega skömmu eftir að samningar voru gerðir, vegna Súez-deilunnar, svo og allar olíufragtir, en þær eru nú um 220 shillingar á lest- ina. í hófi því sem skipseigendur héldu í gær fluttu m.a. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, og Vilhjálmur Þór, bankastjóri, ,ræður og óskuðu eigendum hina nýja skips allra heilla. Skók-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyrl (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss-J ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 4. Rbl—c3. 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.- Sv. KristinsshJ ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn JónssfeJ ............Bf8—b4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.