Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 10
10
MORGV iSBLAÐIfí
Þriðjudagur 11. des. 1956
Ný íslenzk
skdldsaga
eftir Eggert Ö. Brim
*
Skáldsagan Sæunn og Sighvatur, sem nú
birtist hér í fyrsta sinn á prenti, segir meðal
annars frá ungri stúlku, sem grunuð er um
að vera völd að dauða foreldra sinna og
verður því að fara huldu höfði þangað til
upp komast svik um síðir.
Sagan er skemmtileg afiestrar og í henni
eru góðar lýsingar á hugsunarhætti og lífi
fólks á þeim tíma, er hún gerist, og sennilegt
að hún verði ekki síður vinsæl af lesendum
en skáldsagan Aðalsteinn, eftir séra Pál Sig-
urðsson, sem Bókaútgáfan Fjölnir gaf út
í fyrra.
Bókaútgáfan Fjölnir
♦»
T
T
t
f
t
t
t
♦♦♦
HÚSGÖGN
Stofuskápar, sófaborð, —
margar gerðir. Útvarpsborð
og fleira. —
Trésmiðjan
Nesvegi 14.
ATVINNA
Ungur maður getur fengið
hreinlega atvinnu fram að
jólum. Nafn og heimilisfang
sendist afgr. Mbl. fyrir kl.
6 í dag merkt: „Atvinna 10
— 7350“.
ÉG KAUPI
mín glcraugu hjá T ¥ L I,
Austurstræti 20, því þau eru
bæði góð og ódýr. Recept frá
öllum læknum afgreidd.
Vestur-islenzka skáldkonan kynnt
v
MGS VERBA HJÚIN V(S“
Nokkrar smásögur eftir
Arnrúnu frá Felli
Helgi Sæmundsson, ritstjóri, skrifar unt þessa bók:
Góð
og
skemmti-
leg
bók
Vinnubrögð Arnrúnar frá Felli leiða í ljós, að hún er víð-
lesin og nákunnug erlendri smásagnagerð. Skáldkonan kann
prýðilega að segja sögu......Arnrún frá Felli gerist oft
hreinskilin og opinská, fjallar af nærfærni og innileik um
mannleg örlög, rekur leit sögufólksins að hamingju og
gleði, fjallar um ástir og sálræn vandamál og hefur yndi
af að segja frá, svo að vinátta tekst með henni og lesand-
anum. Hún ræður yfir tækni, sem hentar smásögunni.......
Undirritaður sér ekki betur en Arnrún frá Felli beri sæti
meðal beztu kvenrithöfunda okkar, er smásögur hafa samið
undanfarna áratugi.
Guðrún Tómasdóttir, sem kallar sig að höfundarnafni
Arnrún frá Felli, er- borin og barnfædd heima á íslandi,
Árnesingur að ætt, fæddist árið 1886, hjúkrunarkona að
menntun, en fluttist til Bandaríkjanna 1917, giftist þar
háskólakennara af íslenzku kyni, Charles F. Bjarnason, en
er nú ekkja. Ung hóf hún ritstörf og kvaddi sér hljóðs á
'skáldaþinginu fyrir vesturförina með smásögum í Eimreið-
inni og Iðunni. Vöktu þær athygli og þóttu spá góðu. Eftir
að skáldkonan fluttist til Ameríku hafa birzt eftir hana
smásögur í tímariti þjóðræknisfélags íslendinga, en bók frá
hennar hendi kemur fyrst nú — og því ekki vonum fyrr.
Bezt að auglýsa í MORGUNBLAÐINU
ATHUGID
Síðasta blaðið fyrir jól kemur
út á Þorláksmessu (sunnudagur)
Handrit að stórum auglýsingum
sem birtast eiga í því blaði þurfa
að berast auglýsingaskrifstof-
unni sem allra fyrst og í síðasta
lagi nk. föstudag 14. þ. m.
3ezt að auglýsa i Morgunbladinu —
Stúlka óskast
til skrifstofustarfa hjá iðnfyrirtæki hálfan eða allan daginn.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg og helzt einhver þjálfun í
skrifstofustörfum. — Umsóknir, er greini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld,
merkt: „Framtíð — 7353“.
Nýjar gerðir
SKRIFBORÐ
SPILABORÐ
TÆKIFÆRISBORÐ
HÚSGAGNAVERZLUNIN
Laugaveg 36 — Sími 3131