Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1956, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐ1Ð triðjudagur 11. des. 1956 // Eg hef aldrei verið þreyttari ettir keppni" segir Vilhjálmur — og afrekiB kom honum ekki með öllu á óvarf 22 nóv. þegar Olympíuleikarnir voru settir, bar Vilhjálmur Einarsson íslenzka fánann inn á leikvanginn í Melbourne. Á eftir honum gengu tveir menn, Hilmar Þorbjörnsson og Ólaf- ur Sveinsson. Þetta var fámennasti hópurinn sem til leikanna kom, og þetta var sá hópur- inn sem lengst haföi ferðazt til að komast á leikana. Fimm dögum síðar var tilkynnt í há- talara vallarins, að Vilhjálmur Einarsson hefði sett Olympíumet í þrístökki. íslenzki fáninn var dreginn að hún a eina af þremur verðlaunastöngum vallarins. Ljóma var varpað á nafn íslands, og sagan flaug víða. íslenzki flokkurinn vakti ef til vill meiri athygli en nokkur annar flokkur á leikunum — fyrst fyrir það að hann var minnstur allra flokka, hann var kominn lengst að, og svo loks og ekki sízt fyrir glæsilegt afrek Vilhjálms og silfurverðlaun. * SETNINGAR.HÁTÍBIN Þetta og það sem hér fer á eftir kcwn fram í viðtali er blaða- menn áttu við Olympíufarana is- lenzku. Setningin var ákaflega hátíð- Xeg, sagði Hilmar Þorbjömsson. Við gengum inn naestir á eftir Ungverjum, en engum var fagn- að sem þeim. Þeir báru sorgar- band yfir fánamerki lands síns sem þeir höfðu á jakka sinum. Indvgrjar, með græna túrbana á höfði, gengu næstir á eftir okk- KEPPNI HILMARS Hilmar keppti strax daginn eft- ir setninguna, sagði Ólafur Sveins aon. Hann var í 1. riðli af 12 í 100 m hlaupinu. Hann varð þriðji I riðlinum á 10,9 sek., en tveir fjrrstu komust í aðra undanrás. En Hilmar hafði tognað í upphafi hlaupsins. Tók sig upp meiðsli er hann hafði kennt um skeið, fyrst í Sví- þjóð og hafði hann verið undir læknishendi og sleppt æfing- um siðustu dagana fyrir keppnina. En meiðslin tóku sig upp og komu í veg fyrir að Hiimaar gæti tekið þátt í 200 m hlaupinu, sem er þó sennilega hans betri greín. KEPPNI VILHJÁLMS Vilhjálmur keppti 27. nóvem- ber, hélt Ólafur áfram og náði því afreki sem nú er frægt orðið. En þess má geta áð samkvæmt stigatöflunni jafngildir afrek Vil- hjálms 2,11 m í hástökki, 8,14 m í langstökki eða 1 sm lengra en heimsmet Jesse Owens, • 18,02 i kúluvarpi, 57,20 m í kringlukasti. Þetta var glæsilegt — og hjartað hoppaði. En svo varð Vilhjálmur fyrir rvörum um sína keppni, og sagði m. a.: Það voru 34 þátttakendur í þrí- stökkinu og komust 22 þeirra yf- ir það lágmark sem sett var til að komast í úrslitakeppnina. Undankeppnin hófst snemma eða kl. 10 að morgni. Ég borðaði því ekkért eftir kl. 7.30 nema ávaxtasaft sem ég hafði með mér tH að dreypa á. Ég tók eitt stökk I imdankeppninni, það var 15,16 m eða 36 sm yfir lágmarkið sem •ett hafði verið. Síðan lagðist ég tyrir í búningsklefanum og beið. Úrslitakeppnin hófst ekki fyrr en kl. 2 og hún stóð til 6.30. Þetta var því orðið langt og strangt. Enginn matur, sí- felld spenna. Ég hef aldrei verið eins þreyttur eftir nokkra íþróttakeppni. — En hvað lengi áttir þú Olympíumetið ? — Það var fast að 2 klukku- stundum. Ég var 13. í stökk- röðinni. Það hefur kannski einh ver áhrif haft!! Da Silva framar. Hann tók forystuna með 16,04 m stökki í fyrstu amferð. Þá gerði ég ógilt. — 1 annarri stökk hann styttra, en ég náði þessu góða stökki. Hann kom til mín og sagði: Ja, þama tókstu Olympíumet- IS mitt. í þriðja stökki náði hann ekki 16 metrum og ég gerði mér þá veikar vonir um gull, því ég bjóst við að annað- hvort svaraði hann strax eða ekki. Ég stökk í þriðja stökki 15,63 m. í fjórða stökki kom hann mér á óvart. Hann stökk 16,35 m met- stökkið. í fjórðu umferð stökk ég 15,81 m. Hann átti síðan tvö góð stökk 16,26 m og 16,21 m, en eymsli í fæti eyðilögðu mitt 5. stökk og ég hætti þeirra vegna við hið 6. Þetta er gamalt í fæt- inum. Ég fæ það í hverri keppni — en það líður fljótt hjá. — Hvað segir þú um þetta lengsta stökk þitt? — Þegar stökk heppnast bezt veit maður minnst um þau. Eftir á finnst manni, að maður hljóti að geta bætt við það. En þegar reynt er af . kröftum, þá mistekst allt. — Beztu stökkin koma þegar maður nær fulkominni einbeit ingu — og þegar það tekst veit maður ekkert — eða lítið um stökkið. . En ég náði góðu framkasti fótanna og það svo, að jafn- vægið var litið og ég nærri dottinn aftur á bak. Ég skellti hendinni í sandinn til hliðar og komst hjá að detta aftur á bak og var svo heppinn, að hendin kom í sandinn nákvæm lega jafnlangt frá plankanum og fæturnir. Það stytti því ekki stökkið þó ég styddi hendi niður. En svo kom langt tauga- stríð. Mennirnir við plankann höfðu þrjú flögg. Hvítt ef ekki var stigið fram fyrir. Rautt ef stökk var ógilt. Og gult á meðan verið var að skera úr um hvort stökk væri gilt eða ógilt. Og gula flaggið var uppi lengi, lengi og heila eilífð. En loksins settu þeir hvítt upp. Olympíumet var tilkynnt. — Hvað hugsaðir þú í keppn inni? — Mér varð oft hugsað um töluna 2. Ég hef veitt því at- hygii að þegar ég er t. d. nr. 2 í stökkröð, þá gengur mér vel. Og ég er farinn að trúa þessu. Og mér varð hugsað um það þarna, að ég hitti Sjerbakov, Evrópumethafann, nú í 2. sinn í keppni. í fyrsta sinn tapaði ég, en í 2. sinn vann ég!! Þetta var í 2. sinn sem ég mætti Kreer Rússlandi. Ég tapaði í fyrra skiptið, en nú í 2. sinn vann ég! Sama er að segja um Bandaríkjamann- inn Sharp. Við hittumst í 2. sinn — ég vann. Þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti da Silva í keppni!!! Þú hefðir kannski átt að koma við í Brasilíu á leiðinni til Mel- bourne, skutum við fram í. ★ KOM EKKI Á ÓVART — Bjóstu við því að verða framarlega í keppninni? — Já, ég bjóst við að ná lengra en metið 15,83 sem ég setti í Sví- þjóð. Það var allt betra í Mel- boume en þar — betra veður, 1 • .. . .. ■ v—•— Vilhjálmur í metstökkinu. betri matur, betri hvíld og næg- ur tími til stefnu. Sænski þjálfarinn Gösta Holm- ér hafði „kíkt“ á mig og sagði: Þú kemur skakkt niður úr 1. stökkinu og með því að breyta þvi og einnig þvi að vinna skrokkinn upp í 2. stökkið með lærvöðvunum en ekki kálfunum, þá gætirðu lengt miðstökkið um Vz m án þess að stytta hin. Ég æfði þetta og Holmer sagði að mér hefði tekizt vel að ná því, en okkur kom saman um, að þegar til keppninnar kæmi skyldi ég ekki binda hugann við þetta. Það yrði að ráðast, hvort þetta væri orðið nógu fast í mér. Og ég einbeitti mér að stökkinu, en hugsaði ekki sérstaklega um þetta, en þessar æfingar í Sví- þjóð hafa sennilega orðið til mik. ils góðs. — En hvað er framundan nú? — Ég mun reyna að fá mér einhverja vinnu hér í Reykjavík í vetur. Ég býð eftir að komast í góða skóla og ljúka námi mínu í húsagerðarlist. Ég vil helzt fara til Svíþjóðar eða Noregs, en það verður sennilega ekki fyrr eu næsta vetur. — A. St. „Vona að ég komi einhveriu góðu til leiðar” sagði Vilhjálmur er hann þakkaði mótUokarnar ^ SUNNUDAGSKVÖLD- IÐ skömmu eftir kom- una með Sólfaxa, voru Olympíufararnir boðnir til menntamálaráðherra í ráð- herrabústaðinn f Tjarnar- götu. Var þar matur á borð- um og varð fagnaður mikill og góður. Voru þar og boðn ar fjölskyldur Olympíufar- anna, helztu forystumenn ★ 1936 vann ís- lendingur það afrek að kom- ast fyrstur landa sinna í úrslitakeppni á Olympíuleikun um. Það var Sigurður Sig- urðsson og var það í þrístökki. Hann setti ísl. met 14,00 meua. — vuhjáimur varni nú fyrstu Olympíuverðlaun íslendings — í þrístökki og met setti hann 16,25 m. Sigurður fagnaði Vilhjálmi á flugvellinum. Þar var myndin tekin. íþróttamála, blaðamenn og nokkrir fleiri. í þessu hófi kvaddi Ben. G. Wáge forseti ÍSÍ sér hljóðs. Þakk aði hann boðið og stuðning þann allan, sem þessi ríkisstjórn og aðrar hafa veitt íþróttamálun- um. Hann minntist þess að er Is- lendingar tóku fyrst þátt í Olym- píuleikum 1908, þá veitti Hannes Hafstein 400 kr. styrk til farar- innar. Það var mikið fé þá, en síðan hefur ríkið æ styrkt slíkar ferðir. Og þessi Olympíuferð varð til þess öðrum fremur að varpa ljóma á nafn Islands. Er það fyr\r afrek Vilhjálms Einarssonar, en hann mun nú þekktastur allra íslendinga — þekktari en Hall- dór Kiljan Laxness, þó hann hlyti Nóbelsverðlaun í fyrra, því snar- an þátt eiga Olympíuleikir í hug- um fólks um allan heim. Það er skemmtilegt fyrir okkar fámennu þjóð að eiga nú snilling í and- ans heimi og afreksmann á sviði líkamsíþróttar. Andi og orka eiga að fylgjast að og með það í huga á að ala upp æsku þjóð- arinnar. Að þessu sinni var sjóðurinn ekki meiri en það að aðeins fóru 2 keppendur og fararstjóri. Mak- legt hefði verið að senda fleiri. En í okkar landi er sjaldan sam- hugur og erm eru margir sem vilja að ísland taki ékki þátt í Olympíuleikum. Þangað eigi þeir ekki erindi. En við viljum að fáni okkar sé þar meðal annarra full- valda þjóða, við viljum taka þátt í þessum alþjóðakappleikum. — Það hefur mikla þýðingu. Það er landkynning, sem hefur þjóðlega þýðingu. Síðan sæmdi forseti ÍSÍ Vil- hjálm Einarsson æðsta afreks- merki ÍSÍ, sem veitt er einungis fyrir frábær afrek. Það er eins með þetta merki og silfurpening- inn frá Melbourne. Það ber það enginn nema Vilhjálmur. Brynjólfur Ingólfsson form, frjálsíþróttasambandsins kvaddi sér hljóðs og minntist þess, að það að hljóta verðlaun á Olym- píuleikum væri meira en flest- um smáþjóðum auðnaðist. Og verðugur væri Vilhjálmur verð- launanna, því afrek hans væri svo gott að heimsathygli vekti, enda 4. bezta er náðst hefur í heiminum. En þó afrekið væri mikils virði, væri þó enn meira um vert þá bylgju áhuga, sem það vekti meðal ungs fólks. Og það sýnir að okkar beztu íþróttamenn eru aflgjafi íþróttanna. Þeir eru kjömir til að þjóna íþróttunum í eflingu uppeldisstarfs. Hann færði síðan Vilhjálmi að gjöf frá ÍSÍ fagran bikar til minn in um afrekið. Hilmar Þo*w ^ramh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.