Morgunblaðið - 23.12.1956, Side 14
MORCUNBLABIB
Sunnudagur 23 ðee. 1956
Tvö til þrjú herbergi í miðbænum óskast fyrir
lækningasfofur
ev
til kaups eða leigu. Uppl. í síma 3933.
Baðvogir
Sápuskálar
Baðherbergisskáp-
ar með spegli og
hillum, verð kr.
350,00.
W.C. burstahylki
W.C. pumpur
Helgi Magnússon & Co.
H VTVARPIÐ IIM
Sunniulagur 23. desember:
(Þorláksmessa).
Fastir liðir eins og venjulega.
9,20 Horguntónleikar (plötur).
11,00 Barnaguðsþjónusta í Hall-
grímskirkju (Prestur: Séra Jakob
Jónsson. Organleikari: Páll Hall-
dórsson). 13,15 Endurtekið leikrit:
„Keisarinn af Portúgal" eftir
Selmu Lagerlöf. Leikstjóri Þor-
steinn ö. Stephensen. 15,15 Frétta
útvarp til Islendinga erlendis. —
15.30 Miðdegistónleikar (plötur).
16.30 Veðurfregnir. — Á bóka-
markaðnum: Lesendur, útgefend-
ur og höfundar (Vilhj. Þ. Gíslason
útvarpsstjóri). 17,30 Barnatími
(Baldur Pálmason). 18,30 „Hljóm-
plötuklúbburinn". — Gunnar Guð-
mundsson við grammófóninn. 20,20
Um helgina. — Umsjónaimenn:
Björn Th. Bjömsson og Gestur
Þorgrímsson. 21,20 Jólakveðjur og
tónleikar. 22,05 Framhald á jóla-
kveðjum og tónleikum. — Síðan
kynnir ólafur Stephensen dans-
plötur. 01,00 Dagskrárlok.
Valtýsdætur). 18,30 Tónleikar
(plötur). 20,15 Óperan „II Trova-
tore“ eftir Verdi. — Sinfóníu-
hljómsveit Islands og félagar úr
lcarlakórnum Fóstbræður flytja.
Stjórnandi: Warwick Braithwaite.
Einsöngvarar: Guðmunda Elías-
dóttir, Þuriður Pálsdóttir, Guð-
mundur Jónsson, Kristinn Halls-
son og Magnús Jónsson. (Hljóðrit
að á tónleikum í nóv. s.l.). 22,10
Danslög, þ. á. m. leika hljóðfæra-
leikarar úr Sinfóníuhljómsveit ls-
lands undir stjóm Bjöms R. Ein-
arssonar. 02,00 Dagskrárlok.
Fimintudagur 27. desember:
Fastir liðir eins og venjulcga.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt
ir). 19,00 Harmonikulög. 20,30 Er-
indi: Postuli Norðui-landa (Jón
Hjálmarsson skólastjóri). 21,00
Einsöngur: María Stader og
Leopold Simoneau syngja aríur
eftir Mozart (plötur). 21,30 Út-
varpssag-an: „Gerpla" eftir Hall-
dór Kiljan Laxness; XIII. (Höf-
undur les). 22,00 Fréttir og veður-
Hafnarstræti 19 — Sími 3184
Manudagvr 24. desember:
(Aðfangadagur jóla).
JÓLIN =
fregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10
Pistill frá Italíu: Skammdegi í
Rómaborg eftir Eggert Stefánsson
söngvara (Andrés Björnsson flyt-
ur). 22,25 Súifónískir tónleikar:
Verk eftir Mozart (plötur). 23,15
Dagskrárlok.
Kaþólska kirkjan í Reykjavík.
23. desember 1956 fjórði sunuudag
ur í jólaföstu kl. 8,30 árdegis lág-
messa, kl. 10 árdegis hámessa. —
Á mánudaginn, aðfangadag jóla,
á að fasta og varna við kjöti til kL
12 um hádegi. Kl. 12 á miðnætti er
biskupsmessa. — Á jóladaginn erU
messurnar eins og á sunnudögum,
kl. 8,30 og 10 árdegis. KI. 6,30 síð-
degis, bænahald £ kirkjunni. — Á
annan i jólum eru messumar eins
og á sunnudögum kl. 8,30 og 10
árdegis. Kl. 3,30 síðdegis, bæna-
hald í kapellu spítalans.
Fíladelfía. — Guðsþjónustur að
Hverfisgötu 44: ASfangadag kl. 6.
Jóladag kl. 8,30. Annan jóladag kl.
8,30. Allir velkomnir!
ASventsöfnuðurinn: Aftansöng-
ur í Aðventkirkjunni kl. 6. Allir
velkomnir.
Amerískir
Borðlampar
Og
gölfftampar
með þrískiptri peru
100-200-300 wött
fyrirliggjandi
Helgi Magnusson & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 3184
Brauðristar
Sjálfviritar og venjulegar.
Margar gerðir, verð frá kr. 133,00
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 3184
í fáum orðum sagt
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Jólakveðjur til sjómanna á
hafi úti (Guðrún Erlendsdóttir
les og velur skipshöfnum kveðju-
lög). 16,30 Fréttir og veðurfregn-
ir. — Jólakveðjur til skipa við
Evrópustrendur. 18,00 Aftansöng-
ur í Laugameskirkju (Prestur:
Séra Garðar Svavarsson. Organ-
leikari: Kristinn Ingvarsson). —
19,10 Tónleikar (plötur). 20,10
Organleikur og einsöngur í Dóm-
kirkjunni. — Páll ísólfsson leik-
ur; Guðmunda Elíasdóttir syngur.
20,40 Jólahugvekja (Séra Sigurð-
ur Pálsson í Hraungerði). 21,00
Organleikur og einsöngur í Dóm-
kirkjunni; — framh. 21,30 Jóla-
kvæði (Steingerður Guðmundsdótt
ir leikkona les) — og jólatónlist
(plötur). 22,00 Veðurfregnir. —
Dagskrárlok.
ÞriSjudagur 25. desember:
(Jóladagur).
Fastir liðir eins og venjulega.
10,45 Klukknahringing. — Jólalög
leikin af blásaraseptett (plötur).
11,00 Messa í Dómkirkjunni
(Prestur: Séra Jón Auðuns. Org-
anleikari: Páll Isólfsson). 13,15
Jólakveðjur frá Islendingum í
Stuttgart og e.t.v. víðar. 14,00
Messa i Fríkirkjunni (Prestur:
Séra Þorsteinn Bjömsson. Organ-
leikari: Sigurður Isólfsson). 15,15
Miðdegistónleikar: Sinfóníuhljóm-
sveit Islands leikur tvær sónötur
fyrir orgel og strengjasveit eftir
Mozart. Stjómandi og einleikari:
Páll ísólfsson. 17,30 Við jólatréð:
Bamatími í útvarpssal (Baldur
Pálmason). 18,45 Tónleikar (pl.).
20.15 Tónleikar: Tvær kantötur
fyi-ir einsöng, orgel og strengja-
hljóðfæri eftir Buxtehude. — Ein-
söngvarar: Þuríður Pálsdóttir og
Guðmundur Jónsson. Organleik-
ari: Páll Isólfsson. 20,45 Jólavaka.
Ævar Kvaran býr dagskrána til
flutnings. 22,00 Veðurfregnir. —
Þættir úr klassískum tónverkum
(plötur). 23,00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 26. desember:
(Annar dagur jóla).
Fastir liðir eins og venjulega.
9,20 Morguntónleikar (plötur).
11,00 Bamaguðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni (Prestur: Séra Öskar J.
Þorláksson. Organleikari: Máni
Sigurjónsson). 14,00 Messa í Að-
ventkirkjunni: óháði fríkirkju-
söfnuðurinn í Reykjavík (Prestur:
Séra Emil Björnsson. Organleik-
ari: Guðrún Sveinsdóttir). 15,15
Miðdegistónleikar: Karlakórinn
Fóstbræðnr syngur. Söngstjóri:
Ragnar Bjömsson. Einsöngvari:
Kristinn Hallsson. Píanðleikari:
Carl Billich (Hljóðritað á sam-
söng £ Austurbæjarbfði 11. þ.m.).
17,30 Bamatimi (Helga og Hulda
Framh. af bls. 6
þegar ég kem út, sé ég ekki neitt.
Lét ég við svo búið standa. En
um nóttina dreymir mig að blá-
klædd álfakona kemur til min
og segir: „Ég þakka þér, Þórdís
mín, að þú sigaðir ekki hundun-
um á hana Skjöldu mína, því hún
mjólkar sig alltaf niður, ef hún
hleypur“. — Amma var óljúg-
fróð kona.
— Þér minntust á það áðan,
Jakob, að Þórarinn ríki hafi orðið
yður minnisstæður. Var hann
blendinn, karlinn?
— Ekkert skal ég um það
segja. En mér fannst hann mjög
einkennilegur i útliti og svo,
hvernig hann talaði. Já, þér
munið eftir Fjallkirkjunni, svona
var hann, talandi við sjálfan sig
í sífellu og svo endurtók hann
allt sem hann sagði. — Hann
haíði alltaf margt vinnufólk. Það
fór oftast til kirkju á sunnudög-
um þrátt fyrir bann karlsins.
Einn sunnudag i brakandi þurrki
kemur hann til konu sinnar og
segir, þegar hann sér fólkið á
heimleið úr kirkju: „Kona, kona,
þú skammtar því ekkert, þú
skammtar því ekkert. Sá sem
ekki nennir að vinna á ekki held-
ur mat að fá“ — og rauk út. En
ég geri ráð fyrir að húsmóðirin
hafi skammtað fólki sínu, þegar
það kom í bæinn. Hún var greiðug
og góð kona.
★ ★
NÚ BERST talið að vísnagerð og
öðrum skáldskap. Jakob er hag-
yrðingur góður og hefur haft
ánægju af því að láta fjúka í
kviðlingum. Auk þess hefur hann
samið tvær þjóðlífsskáldsögur.
Ég spyr hann um visnagerðina í
æsku. Hann segir:
— Ég var mjög ungur. þegar
ég fór að hnoða saman vísum. En
amma sagði mér að ég skyldi
leggja skáldskapinn á hilluna,
því að skáld yrðu alltaf rauna-
menn.
— En það hafði ekki tilætluð
áhrif?
— Nei, ég held ég hafi nú brot-
ið boðorðin þar eins og annars
staðar. Og það fór nú svo á end-
anum að hún hafði gaman af
sumum ferskeytlunum mínum.
Jakob fór nú að segja mér frá
vísnagerð sinni og hafði ég gam-
an af:
— Þessi, segir hann, er með
fyrstu vísunum:
Gráttu ekki gimbill minn,
gakktu heim að bænum.
Vertu glaður vinurinn
vors í hlýja blænum.
Hún er um heimalninginn á
bænum, eins og þér sjáið, Og ég
var ákaflega ánægður þegar full-
orðna fólkið sagði: „Ja, þetta er
nú bara ágæt vísa!“ — Það þarf
minna til að gleðja barnshjartað!
— Þegar ég var á Bakkafirði,
veiktist ég af brjósthimnubólgu.
Það var öskufall þetta haust, tún
víða grá og ég heyrði kýrnar
baula í fjósinu, af því að þær
komust ekki út. Orti ég þá vísu-
korn, svohljóðandi:
Askan fellur alls staðar,
ennþá trúi eg gjósi;
banhungraðar beljurnar
baula inni í fjósi.
Og hér er önnur við sama tæki.
færi, bezt að láta hana fjúka með:
Aldrei inni sést hér sól
sem má hugann létta.
Ég held ekki byggt sé ból
bölvaðra en þetta.
Það kemur þarna fram leiðinn
í mér; ég lá einn og fáir komu
í heimsókn.
Við minnumst aftur á æsku
Jakobs einhverra hluta vegna og
þá segir hann við mig að lokum:
— Ég var víst álitinn undar-
lega þenkjandi — t.d. hugsaði ég
stundum um það, hvers konar
fólk væri bak við fjöllin. Var það
eins og við? Draumurinn rættist
og ég kynntist fólkinu sem bjó
handan við fjöllin, en það hefur
ekki skyggt á hina sem ég ólst
upp með, þegar ég var lítill dreng
ur, segir afmælisbarnið, en bætir
við: ég á góða konu sem hefur
staðið eins og stólpi við hlið mér
í blíðu og stríðu. Settu það að
lokum. Hvemig á ég að rifja upp
liðinn tíma án þess að geta henn-
ar?
★ ★
P.~.
DAGINN eftir að við röbbuðum
saman, kom Jakob til min, bauS
mér dús og sagði: „Heyrðu, þeg-
ar ég var að ganga niður stigann
eftir samtalið í gær, hrökk þessi
vísa út úr mér:
Æskan min var björt á brá,
brosti hlýtt í leynum.
Nú mun ellin grimm og grá
gnista hold frá beinum.
„Það er bezt þú eigir hana**,
bætti hann við — en það varð þó
úr að hann skyldi heldur gefa
lesendum Morgunblaðsins hana í
jólagjöf. Er það ekki ágæt hug-
mynd? Blaðamaðurinn er ánægð-
ur með sinn skerf: að hafa „inn-
spirerað“ höfund stökunnar!
M.