Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 24
Sfórbruni á Þórshöfn í gær
Yerzlunarhús kaupfél. brann
RAUFARHÖFN, 22. des.
IMORGUN varð stórbruni á Þórshöfn. Verzlunarhús og skrifstofur
kaupfétagsins þar brunnu til ösku og allt það sem í húsinu var
aí vörum og vörubirgðum. Mun tjónið nema hundruðum þús-
unda. Eldsupptök urðu með þeim hætti að sprenging varð í mið-
stöðvarkleíanum. Er tjónið talið nema lVz milljón.
VAR AÐ KVEIKJA UPP
Verzlunarhús kaupfélagsins
var í gömlu húsi. Útveggir þess,
en það var tvílyft, voru úr steini,
en innréttingar aílar úr timbri.
Það var milli klukkan 8—9 í
morgun, sem eldurinn brauzt út.
Það mun hafa orðið með þeim
hætti, að maður var að kveikja
upp í miðstöð hússins, er skyndí-
lega varð sprenging í miðstöð-
inni. Blossaði þá eldurinn út úr
henni. Manninn sakaði ekki og
þykir stórmerkilegt. Veggir mið-
stöðvarklefans voru múraðir en
loftið yfir úr timbri og óvarið.
MIKILL ELDUR
Fólk á Þórshöfn sagði, að eld-
ttrinn hefði farið um allt húsið
með þvílíkum hraða, að ótrúlegt
hafi verið. Uppi á lofti, þar sem
skrifstofa kaupfélagsins var, varð
ekki komizt fáeinum augnablik-
um eftir að eldsins varð vart og
varð þaðan engu bjargað af verzl-
unar- og bókhaldsgögnum kaup-
félagsins. Úr verzluninni niðri
tókst að bjarga rinhverju smá-
vegis út á vörubíl, en að öðru
leyti varð þar allt sem brunnið
gat, eldinum að bráð.
Um hádegisbilið logaði enn i
rúsíunum inni í tóftinni, en
steyptir útveggirnir stóðu.
Á Þórshöfn er ekkert slökkvilið,
en flestir bæjarbúanna munu
hafa reynt eftir megni að aðstoða
við slökkvistarfið.
— E.
Fú Reykjavíkurskip
í höin um {ólahútíðina
Aðeins fjórir fogarar verða í höfn hér yfir hátíðina.
Það verða rauð jól um Iand allt að því er virtist í gærkvöldi. —
Um jólin í fyrra var um Ir.nd allt hið mesta vetrarríki og hér í
bænum var það lagrt á húsmæður í ofanálag við hið margþætta
starf við undirbúning jólanua á heimilunum, að knappur var
jólaskammturinn af mjólkinni.
Konungleg
heimsókn
SKRIFSTOEA forseta Islands
tilk. í gærdag að konungur og
drotting Svíþjóðar, hans hátign
Gustaf VI Adolf og hennar
hátign Louise drottning haifa
þegið boð forseta Islands að
koma í opinbera heimsókn til
Islands næsta sumar. Munu
þau koma með flugvél og
dveija á íslandi dagana 29.
júni til 1. júM 1957.
1 fylgd með konungshjón-
unum verðiar m.a. iuanríkis-
ráðherra Stiþjóðar.
Gullfaxi komst
ekki frá Vín í gær
GULLFAXI komst ekki frá Vía-
ai'borg í gær með hina ungversku
flóttamenn, svo sem áætlað hafði
verið og er ástæðan sú að flugvélin
varð fyrir bilun á flugvellinum,
stykki eitt í nefhjóli flugvélarinn-
ar bilaði og var ekki hæga að fá
annað þar á flugvellinum í stað-
inn. Varð því að síma til Kaup-
mannahafnar eftir öðru, Um alla
Evrópu hefur undanfama daga
verið þokusamt og flugveður
slæmt, þannig að seint mun hafa
gengið að koma varastykkinu frá
Kaupmannahöfn. En í skeyti frá
flugstjóranum, Anton Axelssyni,
sagði að flúgvéhn myndi verðaj
fær til flugs í fyrsta lagi um mið-
nætti í nótt er leií>
t'JÖLDI SJÓMANNA héðan úr Reykjavík mun verða á sjónum
nú um jólin.Meginþorri togaraflota Reykjavíkur verður
staddur úti á sjó að veiðum, eða í erlendum höfnum. Fjórir tog-
arar verða þó væntanlegir í hofn. Áftur á móti verða nokkur skip
úr kaupskipaflotanum í höfnum hérlendis.
SKIP í HÖFNUM HÉRLENDIS
Þeir togarar, sem verða örugg-
lega í höfn hér í Reykjavík um
jólin, eru Þorkell máni og Pétur
Halldórsson, Væntanlegir eru á
aðfangadag tveir til viðbótar og
eru það þeir Egill Skallagrímsson
og Karlsefni.
Þessir Fossanna munu verða
ýmist í erlendum höfnum eða á
leið landa á milli og eru það foss-
aarnir, Dettifoss, Lagarfoss og
Reykjafoss.
FJARVERANDI TOGARAR
Eins og áður er sagt verður
mestur hluti togaraflotans fjar-
verandi, ýmist í erlendum höfn-
um, við veiðar, eða á heimleið.
Eru það þessir togarar. Frá Bæj-
arútgerðinni, Hallveig Fróða-
dóttir, Jón Þorláksson, Þorsteinn
Ingólfsson, Skúli Magnússon og
Ingólfur Arnarson. íshússkipin,
Asukur, Geir, Hvalfell og Jón
Forseti, frá Júpíter hf. Úraníus,
Marz og Neptúnus.
Aðeins einn. Hafnarfjarðartog-
ari verður í höfn yfir j.ólin og
er það Ágúst.
Skip skipadeíldar SÍS, verða
engin stödd í Reykjavíkurhöfn
yfir jólin, en Jökulfell verður á
Akranesi. .
Frá Eimskipafélagi íslands
verða þessi skip í höfn hér yfir
hátíðina: Tröllafoss, Gullfoss,
Fjallfoss, sem er væntanlegur
fyrir jól og Tungufoss væntan-
legur í dag.
Katla (Eimskipafélag Reykja-
vikur) verður hér í höfn um jól-
in, en frá Jöklum h.f., verður
ekkert skip í höfn hér.
Friðrik Ólafsson farinn
utan á Hastingsmótið
f
Á FIMMTUDAGINN hefst skák-
mótið í Hastings. Fór Friðrik Ól-
afsson héðan af landi burt í fyrra
dag, ásamt aðstoðarmanni sínum
Freysteini Þorbjörnssyni.
— Ertu vel fyrir kallaður,
Friðrik, spurði tíðindamaður
Mbl. Friðrik, er þeir hittust sem
snöggvast að máli skömmu áður
en Friðrik fór.
— Það kemur í ljós í keppninni,
svaraði Friðrik og hló.
Friðrik og Freysteinn sögðust
hafa mikinn hug á því að vera í
Paris á aðfangadagskvöld, en all-
Stjórnuiliðið felldi oð ofnema
yfiriærslugjold ó byggingorefni
\/lF) þriðju umræðu í Neðri deild, um frumvarp
* rikisstjórnarinnar »m útflutningssjóð o. fl. flutti
Jóhann Hafstein breytingartillögu þess efnis að bygg-
ingarefni yrði undanþegið yfirfærslugjaldi. Rökstuddi
hann tillöguna með því að nú væru mjög mörg hús í
byggingu hér á landi og myndu stórauknir tollar og
skattar á byggingarefni verða þess valdandi að margir
myndu eiga erfitt með að ljúka við hús sín og íbúðir.
Væri þetta því einkar óheppilegur thni til þess að
auka álögur á það efni, sem þarf til þess að fullgera
þessi hús.
Breytingartillagan var felld með atkvæðum allra
stjórnarsinna gegn atkvæðum Sjálfstæðismanna.
mörg Ijón vorg þó á veginum,
því að flugveður hefur verið
slæmt milli Bretlands og Eng-
lands vegna þoku undanfarið. Við
verðum þá bara í London. — Þú
ætlar ekki að að tefla á þá hættu
á nýjan leik að lenda í kjallaran-
um í Hastings, eins og í fyrra?
— Það var nú bara gaman,
sagði Friðrik.
En svo var tekið upp alvar-
legra rabb, um þátttakendurna í
mótinu. Það verða þar engir
Rússar sagði Freysteinn, en þang-
að kemur Bent Larsen frá Dan-
mörku og Glygoric frá Júgóslav-
íu, sem báðir eru skákmeistarar.
Einnig kemur þangað stórmeist-
arinn Sazbo frá Ungverjalandi,
O’Kelly frá Belgíu, einnig stór-
meistari. Þá verða ’ þar auk
Friðriks þessir alþjóðlegir skák-
meistarar: Toran frá Spáni, Alex-
ander frá Bretlandi, en tvo aðra
skákmenn senda Bretar nú fram
á Hastingsmótinu, þá Hoi'seman
og Clark.
Bæjarbruni í Skagafirði:
Fólkið á Skálá vaknaði er
bærínn var nær alelda
Fó/kið komst fáklætt út — engu bjargað
BÝLIÐ SKÁLÁ í Sléttuhlíð er brunnið ofan af bóndanum, Kon-
ráði Arngrímssyni, konu hans og fjórum ungum börnum.
Brann bærinn árla í dag. Heimilisfólkið komst nauðuglega út fá-
klætt. Engu varð bjargað úr brunanum og er tjónið hið tilfinn-
anlegasta fyrir bóndann. Einnig fór forgörðum í brunanum bóka-
safn hreppsins.
Það var um klukkan 6 í
morgun, að eitt barna þeirra
hjóna á Skála Konráðs Ás-
grímssonur og konu hans Guð-
TÚnar Þorsteinsdóttur, vakti
þau af svefni með miklum
gráti. — Er þau vöknuðu
blasti við þeim hin ægilegasta
sýn, því svefnherbergið var
þá aielda orðið. Þustu þau
upp úr rúmuimm, gripu börn-
in og stukku út úr bren.nandi
bænum. Gat bóndinn um leið
og hann kom fram, hringt á
nærliggjandi bæi og sagt tíð-
indin.
FJÓSH) STÓRSKEMMT
HLÖÐUNNI BJARGAD
Bæjarhúsið, sem var orðið
gamalt hús, var einlyft með risi,
varð alelda á skammri stuftdu.
Nágrannar komu brátt á vett-
vang og hófst slökkvistarfið
Umferðarþungmn var gífurlegur
í HINNI gifurlegu jólaumferð á
götum bæjarins í gær, hafði ekki
dregið til tíðinda, er blaðið hafði
síðast tal af götu- og rannsóknar-
lögreglu í gærkvöldi. Lögreglu-
menn voi-u mjög fjölmennir á göt
um bæjarins, til þess að stjórna
hinni miklu umferð. Lögreglu-
menn ,sem tíðindamenn blaðsins
ræddu við á gatnamótum, þar
sem þeir voru önnum kafnir,
sögðu að umferðastraumurinn
hefði verið gífurlega þungur all-
an daginn. Ökumenn og gangandi
verið vel á verði og raenn sýndu
lipurð og þjösnaskapur átti sér
taeplega stað.
Slökkviliðið var kallað út tví-
vegis í gær en í hvorugt skiptið
var um neinn verulegan eld að
ræða og ekki hlaust af tjón.
jafnóðum og menn komu til
hjálpar. Áfast við bæjarhúsið
var fjósið. Kúnum tókst Konráði
að bjarga út. Hjálparsveitinni
tókst að verja fjósið frá algerri
eyðileggingu en á því munu hafa
orðið miklar skemmdir, m. a.
er þakið ónýt-t. Var vatn heima
við, sem hægt var að ná í. Einn-
ig tókst að vei-ja hlöðuna. Þegar
þetta gerðist var mikið suðaust-
an hvassviðri. Sýndi fólkið mih-
inn dugnað við slökkvistai*fið. —
Brátt hrundi bæjarhúsið, e«
lengi fram eftir logaði í rústun-
um.
AÐ ÞRASTARLUNÐI
Konráð bóndí hefur í dag flutt
fólk sitt allt að Þrastarlundi, e«
þar er ekki búið á vetrum og þar
hefur hann húsaskjól fyrir sig
og fjölskyldu sína og einnig mun
hann vera kominn þangað með
kýrnar.
BOKASAFNH) BRANN
Á Skálá var geymt bókasafn
hreppsins, sem var nokkurt safn.
Brann það sem og annað þar á
bænum. Er mér ókunnugt um hv«
hátt það hefur verið vátryggt, e«
innanstokksmunir Konráðs munn
hafa verið lágt tryggðir.
Talið er að kviknað hafi út frá
olíukyndingunni á bæaum.
Fregnin af brunanum á SkáJá
rétt fyrir hina miklu hátíð, inua
vekja samúð með heimjlisfólkinw
um land aHt. — B.