Morgunblaðið - 29.12.1956, Síða 1

Morgunblaðið - 29.12.1956, Síða 1
43. órgangur 308. tbl. — Laugardagur 29. desember 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsin* Rússar ákveða að endurskoða núverandi fimm-ára áætlun Saburov gagnrýndur . .. Skipt um „skipulug” Moskvu, skv. fréttum frá Reuter. SÚ ákvörðun var tekin á fundi miðstjórnar rúss- neska kommúnistaflokksins að Maxim Saburov, sem verið hefur formaður skipu lagsnefndar efnahagsmála Sovétríkjanna skyldi láta af embætti. Kom þessi ákvörðun í kjölfar mjög harðrar gagnrýni á hendur skipulagsnefndinni. t stað hans var skipaður í þetta embætti M. G. Per- vukhin varaforsætisráðh. Hann er 52 ára og hefur getið sér gott orð í Rúss- . . . Pervukhin tekur við. landi sem athafnasamur maður en er ekki talinn mikill stjórnmálamaður. Jafnframt þessu var skipulagsnefndin endur- skipulögð. Fjórir menn gengu úr henni og aðrir f jórir komu inn. Því er lýst yfir .að aðalverk hennar verði að hindra eyðslu og endurskoða núverandi 5 ára áætlun. Kom í Ij ós á miðstjórnarfundi rússneska kommúnistaflokksins að við mikla efnaliagsörðugleika er að etja Moskvu — Samkv. fréttum frá Reuter. llfflÐSTJÓRN rússneska kommúnistaflokksins hefur ákveð- ið að breytingar skuli gerðar á fimm ára áætluninni, sem nú hefur staðið í eitt ár, vegna ýmissa erfiðlcika, sem orðið hafa á framkvæmd hennar. Er þess getið í ályktunum miðstjórnarinnar, að mikið vanti á að áætlanir um íbúða- byggingar standist. Sömuleiðis segir þar að framleiðsla á kolum, málmum, sementi og trjávið á árinu 1956 sé undir áætlun. — Fréttamenn á Vesturlöndum skýra breytingarn- ar sem nú standa fyrir dyrum í efnahagskerfi Rússlands, að nii sé ætlunin að reyna að auka staðbundið einkaframtak, en jafnframt styrkja eftirlit ríkisvaldsins á efnahagssviðinu. umbrotasama 20. þing komm- únistaflokksins var haldið í febrúar sl. Vekur það því nokkra undrun, að af ályktun- um þeim sem gefnar hafa ver- ið út er ekki að sjá, að megin- stjórnmál né hugsjónagrund- völlur flokksins né atburðirn- ir i Ungverjalandi hafi verið ræddir, heldur eingöngu efns- hagsmál. — Xelja vestrænir fregnritarar, að þetta stafi af því að efnahagsmálunum hafi Frh. á bls. 15. SKYNDIFUNDUR í FIMM DAGA í miðstjórn rússneska komm- únistaflokksins eiga sæti 133 aðal fulltrúar og 122 varafulltrúar. Voru þeir kvaddir mjög skyndi- lega saman á fund þann 19. des. og stóðu fundir fram á aðfanga- dagskvöld. Eftir jólin hafa nokkr- Veyðarástand í Los Augeles ♦ Los Angeles, 28. des. — Ríkisstjórinn í Kaliforníu, Good- win Knight, hefur lýst yfir neyð- arástandi í allri Los Angeles- sýslu, sem stórborgin Los Angel- es er í. Ástæðan er svonefndur Malibu-kjarrbruni, sem hefur nú á skömmum tíma breiðst út um 10 þús. ferkílómetra svæði. Síð- Kínverjar lýsa sig lúta forystu Rússa Stalinistar fá liðsauka úr austri Peking, 28. des. — Einkaskeyti frá Reuter. ★ Kínverska kommúnistastjórnin lýsti því opinberlega yfir í dag, að Kínverjar vildu enn lúta forustu rússneska kommúnista- flokksins. ★ Jafnframt lét hún í ljós stuðning við aðgerðir Rússa í Ung- verjalándi til að bæla niður gagnbyltinguna. ★ Þá kvað hún Stalin hafa verið mikinn byltingarsinna í anda Marx og Lenins, þó að honum hefðu orðið noltkur mistök á. ★ Kommúnistastj órnin vítti að lokum Tító einræðisherra Júgó- slavíu fyrir ræðu þá er hann flutti í Pola og birt var 15. nóvember, en þar hafði Tító sagt, að mikill ágreiningur væri meðal kommún- ista Austur-Evrópu, jafnvel væru sumir sem vildu taka upp að nýju stefnu Stalins. ★ HAFNA I.EIÐ TITÓS Allar þessar þýðingar- miklu yfirlýsingar kínversku kommúnistastjórnarinnar birtust í blaði kínverska kommúnista- flokksins, „Alþýðudagblaðinu". Er það nú talið afskorið mál, að Kína gangi að sinni sömu braut þjóðfrelsis og Júgóslavía hefur gert undir stjórn Títós, en uppí hafa verið raddir um að svo kynni að fara. ★ LÚTA FORYSTU RÚSSA í yfirlýsingunni er farið sérlega hörðum orðum um Tító. Sagt er að afstaða hans geti að- eins leitt til sundrungar meðal kommúnistaflokkanna, því að kommúnistaflokkar allra landa verði að lúta forystu rússneska kommúnistaflokksins. ★ MISTOK STAI.INS SMÁVÆGILEG Kínverska kommúnista- stjórnin telur einnig að Tító geri of mikið úr mistökum Stalins. Honum hafi að vísu orðið mistök Framh. á bls. 15 ast þegar til fréttist höfðu 68 hús eyðilagzt í brunanum, en þó hef- ur aðeins einn maður látið UKið. ♦ Um tíma virtist sem streng- ur úr kjarrbrunanum ætlaði að ná fram til Belair-íbúðahverfis- ins, þar sem margar frægar kvik- myndastjörnur búa, en það tókst að hindra. ♦ Með yfirlýsingu neyðar- ástandsins verða brunamál Kali- forníu endurskipulögð um tíma til þess að sem fjölmennast slökkvilið geti farið til Los Angeles án þess þó að veikja brunavarnir annars staðar svo að hætta stafi af. — Reuter. Bandarískt her- lið i nálægum Austurlondum ? WASHINGTON, 28. des. — Orð- rómur í höfuðborg Bandaríkj- anna hermir, að Eisenhower íhugi nú, hvort hann eigi að æskja heimildar sambandsþingsins til að beita bandarísku herliði í ná- lægum Austurlöndum ef þörf gerist. Ef þingið veitir slíka heimild er búizt við að hún verði í sama formi og ályktun sú sem þaö samþykkti fyrir tveimur árum og heimilaði forsetá að beita banda- rísku herliði við Formósa, ef þörf gerðist. Engin opinber staðfesting hef- ur fengizt á þessum orðrómi en tilkynnt hefur verið að Dulles utanríkisráðherra hafi í dag átt viðræður við forsetann um vanda mál nálægari Austurlanda. Auk þess mun Dulles ræða við Hamnr arskjöld á sunnudag og á nýárs- dag mun hann skýra stefnu Banda ríkjanna í málum nálægra Aust- urlanda fyrir hópi bandarískra þingmanna. ar ályktanir fundarins verið birt- ar. — VANRÆKSLA OG MISTÖK í ályktununum er það athyglis- verðast, að farið er hörðum gagn- rýnisorðum um „vanrækslu og mistök“ í starfi skipulagsnefndar efnahagslífsins. Er sérstaklega vikið að því, hve ibúðabyggingar gangi seint, en húsnæðisskortur er mikill í Sovétríkjunum, eink- um þó í Moskvu. EKKERT RÆTT UM UNGVERJALAND I»etta er fyrsti opinberi mið- stjórnarfundurinn eftir að hið Kvenfólkið slóst um handklæðin PRAG — Fyrir jólin kom til slagsmála í fjölmörgum verzl- unum í Prag. Var það ein- göngu kvenfólk, sem áttist við. Ástæðan var sú, að nú komu í verzlanir vörur frá Vestur- löndum i fyrsta skipti síðan kommúnistar hrifsuðu til sín völdin. Var hér nær eingöngu um að ræða vefnaðarvöru — sem talin er til nauðsynja á Vesturlöndum — svo sem handklæði o. fl. f sumum verzl unum fór svo, að lögreglan varð að skerast í leikinn til þess að forða slysum — því að við borð lá að margar træðust undir, svo mikill var ákafi kvenfólksins í að ná í þessa sjaldséðu vöru. Illrœmdir staSinistar og samstarfsmenn Rakosi skjófa aftur upp kolli ÞAÐ verður nú æ meir áberandi, að ýmsir gamlir ungverskir Stalinistar, sem horíið höfðu frá áhrifum og völdum fyrir byltinguna, eru að skjóta upp kollinum aftur sem áhrifamenn undir stjórn Kadars. Er það ekki talinn fyrirboði góðs í Búdapest og veldur það nokkru um, að ungverskur almenningur trúir vart iausafregnum um að stjóm Kadars ætli að lina tökin. SKRIFAÐI RÆÐUR RAKOSIS Sem dæmi um gamla Stal- inista sem nú koma fram á sjónarsviðið má nefna Istun Frish, sem hefur verið skip- aður ritstjóri málgagns komm- únistaflokksins New Szabad- sag. Frish þessi var á síuum tíma einn allra nánasti sam- starfsmaður Stalinistans Ra- kosi. Er það sögn manna, að hann hafi skrifað margar ræð- ur Rakosis og einnig sá hann um persónulegan áróður fyrir Rakosi, svo sem birtingar á myndum af honum o. fl. Istun Frish hvarf frá Ungverja- landi um sama leyti og Rakosi missti völdin. Hann er Moskvu- lærður. Kom til Ungverjalands með Rauða hernum í styrjaldar- lok og hefur rússneskan borgara- rétt. ILLRÆMDUR ÁRÓDURSMAÐUR Annar Stalinisti, sem aftur hef- ur komizt til valda og virðinga síðustu vikur er Sandor Nogradi. Hann var skipaður nýlega aftur í miðstjórn ungverska kommún- istaflokksins. Á dögum Rakosis var hann mjög illa liðinn, enda var hann yfirmaður áróðursdeild- ar ungverska hersins, sem átti að sjá um að ungverskir hermenn fengju tilhlýðilega pólitíska kennslu. Sameiginleg norræn sendiróð? KAUPMANNAHÖFN, 28. des. — Þegar Norðurlandaráðið kemur saman til fundar í Helsingfors í febrúar nk. munu fjórir 'danskir þingmenn bera fram tillögu um að fjögur Norðurlandanna, Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð komi á hjá sér samstarfi i utanríkisþjónustunni, þannig að þau hafi sameiginleg sendiráð. Er tillaga þessi fram komin vegna sívaxandi kostnaðar við utanríkis þjónustuna í öllum þessum lönd- um. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.