Morgunblaðið - 29.12.1956, Síða 8

Morgunblaðið - 29.12.1956, Síða 8
t MORGVNBL'ÁÐli» Laugardagur 29. des. 1956 nttMðfri Útg.: H.f. Arvakur, Keykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritsíjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Farmgjaldaokur og verðlagsákvœði ekkertmál, semupp hefur Alagning kaupmanna og komið a siðari timum hefur vald- ° ° ° ið almennara hneyksli, heldur en farmgjaldaokur Sambands ísl. samvinnufélaga og Olíufélagsins h. f. Enginn, nema þessir aðilar og þeir sem þeim eru allra tengd- astir hafa látið sér til hugar koma að mæla þessu okur- hneyksli bót. Ríkisstjórnin með Hannibal Valdimarsson ráðherra verðlagsmála í broddi fylkmgar, „samdi“ við S. í. S. og Olíufélagið h. f. um að þessir aðilar r.iættu, hagnast um milljónatugi á nokkr- um ferðum skipsins „Hamrafell" með olíu til landsins. Ákvörðun farmgjaldanna er í höndum ríkis- stjórnarinnar, sem er æðsta yfir- stjórn verðlagsmála en þarna tókst „verðgæzlan“ ekki betur en svo að úr varð mesta okur- hneyksli, sem hér hefur þekkst. Svo mjög hefur öllum almenn- ingi blöskrað þetta athæfi að jafn vel fulltrúar stjórnarflokkanna, nema Framsókn, sáu sig tilneydda til að bera fram í bæjarstjórn Reykjavíkur tillögu, sem fól í sér harðar vítur á ríkisstjórnina og áskorun til hennar og þá sérstak- lega Hannibals um að aflétta þessu nýja olíuokri S. í. S. og Olíufélagsins. Auðvitað dylst eng- um að hér er um pólitíska ívilnun að ræða til þessara aðila, almenn- ingur er hér látinn borga enn einu sinni stórfé til S. í. S. af því Framsóknarflokkurinn, sem er rekinn af því fyrirtæki, hefur bolmagn til að koma slíkri óhæfu til leiðar. En viðleitni ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum beinist ekki ein- göngu að því að hjálpa S. í. S. til að græða milljónir, heidur hafa nú verið gerðar ráðstafanir í þess- um málum, sem öllum er ljóst að beinast að því að koma fyrir kattarnef helst öllum innflytjend- um nema S. í. S. Tvær stefnur í verðlagsmálum hafa verið uppi tvær stefnur. Annars veg- ar er sú stefna að setja verðlags- ákvæði, sem haldið er uppi með umfangsmiklu skrifstofubákni en hins vegar sú stefna að sjá til að verzlunin sé sem hömluminnst þannig að nægilegt vöruframboð í eðlilegri samkeppni skapi vöru- verðið. Af hálfu samvinnufélag- anna hefur því verið haldið fram að starfsemi þeirra væri trygging fyrir sannvirði á vörum. Kemur þetta sjónarmið m. a. fram í for- ustugrein „Tímans" frá 18. des. 1953, þar sem segir: „Það er stefna Framsóknar- flokksins að létta hömlum af verzluninni. Frjáls verzlun er al- menningi hagstæðust, því að þá geta samvinnufélögin óhindrað út vegað mönnum vörur við sann- virði og opinbert eftirlit með verðlagi er þá óþarft.“ Undanfarin ár hefur verið far- ið eftir þessari kenningu „Tím- ans“. Hömlum hefur verið létt af verzluninni, kaupmenn og sam- vinnufélög hafa starfað hlið við hlið og verðlag myndast að mestu leyti án verðlagsákvæða. Verð- lag hefur, þegar á heildina er lit- ið, verið hið sama hjá kaup- mönnum og kaupfélögum. En nú á að snúa frá þessari stefnu og setja á verðlagsákvæði og höft. UTÁN ÚR HEIMI] lÁÁuózunóli hejur IriujÁiS út aj l samvinnureksturs Um leið og þessu nýja fyrir komulagi er skellt á eru birt kynstur af tölumoldviðri, sem á að sýna að kaupmenn hafi „okr- að“ stórkostlega á almennum neyzluvörum. Úr þessari stað- hæfingu verður lítið þegar að því er gætt, að verðlag vara hjá kaup mönnum og kaupfélögum hefur yfirleitt verið hið sama, eins og almenningi er kunnugt. Stjórnarblöðin hafa að und- anförnu haldið því fram að S.f.S. hafi haft lægri álagningu en heildsalar á tilteknum vöruteg- undum en samanburðurinn er rangur og villandi því þarna er ekki borið saman það sem sam- bærilegt er með því að þjónusta stórkaupmanna við smásala og S. í. S. við kaupfélög er ekki hin sama. Ef svo væri að álagning S. í. S. hefði verið lægri hlyti líka útsöluverð kaupfélaganna að hafa verið lægra en hjá kaup- mönnum en það er síður en svo. Reynsla Reykvíkinga af KRON, sem er eitt af kaupfélögum S.f.S. er dæmi um þetta. Allt tal um „okur“ kaupmanna en „sann- virði“ kaupfélaga er út í bláinn. En tilgangurinn með hinum nýju álagningarreglum, sem einungis ná til heildsölu, er ekki sá að rýra hlut S.f.S. Það getur haldið áfram að taka það verð fyrir sína þjón- ustu við kaupfélögin, sem það þarf og hefur til þess ýmsar leið- ir, svo sem vaxtareikning, „þjón- ustugjald" og annað þvílíkt. Hin- ar nýju reglur beinast fyrst og fremst að stórkaupmönnunum, sem Framsókn og stjórnarliðinu í heild er illa við, af því þeir inn- flytjendur þjóna þeim ekki á sama hátt og samvinnureksturinn. Hverjum dettur líka í hug að núverandi ríkisstjórn mundi fara að skerða hlut S.Í.S.? Dæmið um okrið á farmgjöldunum, sem ríkis- stjórnin leyfði S.Í.S., sýnir það skýrast af öllu. Hér er einungis um að ræða nýja svikamyllu, sem er af sama toga spunnin og farm- gjaldaokur S.Í.S. Nú á með pólitískum bolabrögðum að reyna að koma innflytjendum á kné svo S.Í.S. hafi enn betra svigrúm til sinnar starfsemi, eins og hún nú er, á eftir. nnan skamms tíma mun Vatikanið í Róm standa and- spænis einu örðugasta vandamáli, sem þar hefur verið tekið til úr- lausnar. Pólski kardínálinn Wys- zynski hefur áformað að taka sér ferð á hendur til þess að hitta páfa að máli og ræða hin nýju viðhorf kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. Þær viðræður munu ekki einungis varða kirkjuna í Póllandi — heldur og kaþólska í öllum hinum kommúniska heimi. kJ vo sem kunnugt er, hefur nýlega verið birt sam- komulag, er Wyszynski kardínáli og Gomúlka hafa gert með sér — og er það í fyrsta sinn, sem kaþólskur kirkjuhöfðingi hefur gengið til samkomulags við komm únista. Hingað til hefur það verið yfirlýst stefna kaþólsku kirkj- unnar, að samkomulag milli kaþólskra og kommúnista væri ó- hugsanlegt. / mðalatriðið í samning- um Gomúlka og Wyszynskis eru þau, að Gomúlka hefur heitið því, að nemendur í skólum lands- ins verði frjálst að leggja stund á kristin fræði hjá kaþólsku kirkjunni — og einnig verði þeim ekki meinað að sækja guðsþjón- ustur kirkjunnar. Og hefur Gomúlka veitt kirkjunnar þjón- um leyfi til þess að starfa í fangelsum og sjúkrahúsum auk þess- sem hann hefur einnig heit- ið því að nunnur og prestar, sem um árabil hafa setið í fangelsi, verði nú leyst úr haldi. V? agnkvæmt þessu hef- ur Wyszynskr heitið stuðningi kaþólsku kirkjunnar við alla við- leitni, sem miðar að því að bæta lífsskilyrðin í landinu. Þá hefur hann veitt stjórnarvöldunum rétt til þess að viðurkenna hina ein- stöku starfsmenn kirkjunnar — og í því felst að sjálfsögðu rétt- ur stjórnarvaldanna til þess að viðurkenna EKKI suma starfs- mannanna. Eitt þessara loforða hefur nú þegar valdið Vatikaninu einna mestum vandræðum. Það er sú ákvörðun Gomúlka og Wyszinskis, að í fimm kirkjuum- dæmum, sem áður voru þýzk, en síðar sneidd af Þýzkalandi með Oder-Neisselínunni, hafa verið skipaðir biskupar til málamynda. Bonn-stjórnin hefur þegar borið fram opinber mótmæli við páfa- stólinn í Vatikaninu vegna þessa — og gérir páfa ábyrgan þessara ákvarðana. Hefur Bonn-stjórnin látið í ljós ugg sinn vegna þess, að þetta bendi ótvírætt til þess ótejnu hcijó Li rc ocj Lotníci páj^a í milzinn uandc Píus páfi hefur haldið fast við þá stefnu, að málamiðlun milli krist- indóms og kommúnisma sé óhugs anleg þar eð kommúnisminn leit- ast við að grafa undan siðgæði kristindómsins. — Kommúnistar hafa drepið og fangelsað þúsund- ir kirkjunnar manna ' vegna ósveigjanleika þeirra og stefnu- festu. að páfi muni viðurkenna hin nýju austurlandamæri Þýzkalands — og hefur páfa verið hótað öllu illu, ef hann leggur blessun sína yfir þetta. a páfinn óttast mjög, að Wyszynsk! hafi með samkomulagi sínu geng ið full langt til móts við and- stæðingana — sér í lagi ef litið er á það, að Vatikanið viður- kennir enn pólsku útlagastjórn- ina í London — og ambassador hennar situr í Vatikaninu. Auk þess er fullvíst talið, að Gomúlka hafi gert margar tilraunir til þess að komast í beint samband við Vatikanið — og reyna á þann hátt að búa í hagin'n fyrir komu Wyszynskis þangað. í þessu sam- bandi hefur þess verið getið i erlendum blöðum, að pólski kommúnistinn Morawski, sem er meðlimur miðstjórnar pólska kommúnistaflokksins, hafi fyrir skömmu farið til Rómar undir því yfirskini, að hann væri að sækja s l J1 vo sem fyrr segir er þetta í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan hefur sýnt lit samkomu- lagsvilja 'við kommúnista — og víst er, að Gomúlka telur það mikinn ávinning fyrir sig og að- stöðu sína í hinni nýju stjórn. Frétzt hefur, að hann hafi brýnt mjög fyrir valdamönnunum í Moskvu, er hann heimsótti þá á dögunum, að mikilsvert væri fyr- ir kommúnista í A-Evrópu að ná samkomulagi við kaþólska. Hins vegar mun þessum nýja boðskap ekki hafa verið fagnað í Kreml. Orðrómur er á kreiki þess efnis, að stjórnum hinna leppríkjanna hafi borizt orðsending frá Kreml eftir heimsókn Gomúlka — þar sem alvarlega var varað við að fylgja dæmi Gomúlka og ganga til samkomulags við kaþólska. Kommúnistar hefðu þröngvað þeirra kosti svo mjög, að slíkt samkomulag yrði frekar hagnað- ur kaþólskra en kommúnista. að dylst engum, að ZO smal. af áfenyi fluttar til Akureyrar Það var skömmu fyrir jól, að lest þungra vöruflutninga- bila rann norður yfir heiðar, snæviþakta vegina, og var á- kvörðunarsta'ður þessara bif- reiða Akureyri. Farmurinn var að þessu sinni allóvenju- Iegur, hvorki meira né minna en 20 smálestir af áfengi Ak- ureyringum til handa. Laus- lega reiknað teljast það 30.000 áfengisflöskur eða um 3 flösk- ur á hvert mannsbarn á Akur- eyri. Tilefnið var, svo sem landslýð öllum er kunnugt, að Akureyringar voru orðnir þreyttir á 3 ára vínbanni, með öllu því feikna smygli og leyni vínsölu sem því fylgdi. Gengu þeir til atkvæðagreiðslu nu fyrir skömmu og var þar sam- þykkt með 700 atkvæða meiri- hluta að opna aftur vínbúð á Akfureyri. Mörgum komu þessi úrslit nokkuð á óvart, einkum vegna þess að Reglan er sterk á Akureyri, þar er vagga henn ar og margir eru í stúku. Kosn ingabaráttan í vínkosningunni var allhörð og gáfu bæði bind- indismenn og andstæðingar þeirra út blöð til þess að túlka sinn málsstað. Var ein höfuð- röksemd opnunarmanna, að bæjarsjóður tapaði árlega 3—400 þús. krónum í útsvari á því að hafa ekki vínbúðina opna svo sem áður var. Ákveðið er nú að opna vín- búðina á Akureyri 2. jan. n.k. og verður hún á sama stað og hún áðúr var í Gránufélags- götu. Forstjóri hennar verður og hin sami, frú Gerda Stef- ánsson. — Nú hefur Wyszynski kardináli skorizt úr leik og gert samkomu- lag við Gomulka. Afstaða páfa til þessa atburðar verður senn kunn. þing ítalska kommúnistaflokks- ins. Erindið hafi hins vegar verið það, að reyna að koma á sam- bandi milli Vatikansins og Varsjár. 1 áfastóllinn er nú í miklum vanda staddur. Á hann að aðhyllast stefnu Wyszynskis og hefja vinsamleg samskipti við kommúnista og reyna þannig að bjarga því, sem bjargað verður af sjálfstæði kaþólsku kirkjunnar í kommúnistalöndunum — eða á hann að halda sér við hina mörk- uðu stefnu, sína fyrri stefnu, stefnu Mindszentys — og annarra kirkjuhöfðingja: Málamiðlun milli kristindóms og kommún- isma er óhugsanleg. Cinemascope á Akureyri AKUREYRI, 27. des. — Á annan jóladag bauð framkvæmdastjóri Nýja bíós hér, Hreinn Garðars- son, ýmsum gestum og blaða- mönnum til kvöldsýningar á kvik myndinni Sæfarinn í tiiefni af því að bíóið hafði rétt fyrir jölin komið upp hjá sér cinemascope- tækjum, er fyrst voru notuð þenn an dag. Mun Nýja bíó vera fyrsta kvikmyndahúsið utan Reykja /ik- ur, sem hefur tekið þessi full- komnu sýningartæki í notkun. — job.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.