Morgunblaðið - 29.12.1956, Page 10

Morgunblaðið - 29.12.1956, Page 10
MORGlJyBLAÐlÐ Laugardagur 29. des. 1956 w — Ræða Bjarna Benediktssonar Framhald af bls. 9. •yrinn og alJir þeir möguleikar tál þess að fara í kringum á- kvæðin skapast, sem hinu marg- falda gengi hljóta óhjákvaemilega «3 fylgja. m OI.ÍUFLUTNINGAOKRIB Við sjáum og ákaflega vel heil- mdin í þessu tali um, að það •igi að stöðva óhæfilegan verzl- unargróða, og þegar sagt er, að það sé ein af aðal nýjungunum 1 sambandi við þetta mál, að strangt verðlagseftirlit eigi að koma, og það eigi að taka af þeim ríku og skipta á milli þeirra fátæku, þegar þetta er sagt af sömu mönnunum aðeins viku eft- ir, að þeir hafa verið að kné- krjúpa Samb. ísl. samvinnufél. og Olíufélaginu um að láta sér naegja 14 millj. kr. gróða á hinu nýja skipi um fimm mánaða bil, — 14 millj. kr. í hreinan ágóða um fimm múnaða bil. Þessum mönnum eru ekki eins og öðr- um landsmönnum settar reglurn- ar. Það er ekki sagt við Sam- bandið og Olíufélagið: Komið þið með skip ykltar og siglið þið skipi ykkar hér eins og þið eruð skyldugir til. Það er ekki sagt við þá: Verðlagsstjóri og ríkisstjórn ákveða hvað þið eigið að tx>rga. Nei, við þá er samið. Þeir eru beðnir um að koma með skipið og olíumálaráðh. að austan, Lúð- vík Jósefsson, segir: Eg hef verið að semja við þá um þetta, og þeir koma með skipið fyrir mín orð, en það er honum Hannibal að lcenna, hvað þeir græða mikið. Slik er frammistaðan, og það er beint sannað, að vegna óheppi- legra afskipta sama ráðherra, Lúðvíks Jósefssonar, af einum skipsfarmi, skaðaði hann landið um milli 3—4 millj. kr. Afskipti hæstv. ríkisstjómar hafa því hækkað oliuverðið að óþörfu um 17—18 millj. kr. nú á næsta fimm mánaða bili. í þessu frv. er ráðgert, að það á að leggja á okkur, almenning í þessu landi, 21 eða 22 millj. í skatta til að borga niður hækkunina á olíunni. Hefði nú ekki verið nær að sp>ara neytendunum þessi útgjöld, apara þarna í einu lagi 18 millj. kr. á fimm mánuðum? Ætli það hefði ekki hrokkið nokkuð langt til þess, að falla hefði mátt frá því að innheimta af okkur öli- um 21 millj. kr. í því skyni að leggja stjóminni fé í hendur til þess að geta gefið SÍS og Olíu- félaginu slíkt stórfé, og hér er um að ræða. Stórfé, sem Þjóð- viljinn, hefur sagt að alls ekki verði varið til þess að lækka vöruverðið í landinu eða skapa hæfilega samkeppni, heldur til þess að Sambandið geti haldið áfram æðisgenginni fjárfest- ingu. HVAB VARÐ UM „VARANLEGU ÚRRÆÐIN"? Eg er ósköp hræddur um, að •ð *vo miklu leyti sem nýjung- ar eru í þeim ráðagerðum, sem nú eru uppi og vitanlega verður að taka nýjungamar með, um leið Og við metum þetta frv., þá horfi þær ekki til góðs, ekki til auk- ins réttlætis, og elcki til þess að traust borgaranna á þeirri hæstv. ríkisstjóm, sem nú situr, aukist. Hæstv. fjmrh. Eysteinn Jóns- •on, var að reyna að sýna fram á að það væri ekki um tóm svik •ð ræða hjá hæstv. ríkisstjóm. Við munum eftir því, sem lofað var um varanlegu úrræðin. Enda var aumingja píltum austur í Amessýslu, hóað saman fyrir •kemmstu til þess að samþ. að nú yrðu þær að 'ara að koma frambúðarráðstafanirnar í dýr- tíðarmálunum, sem leystu þau málefni í eitt skipti fyrir öll. Þetta hefur verið prédikað, svo ■ð það er von að hinir saklausu •nglingar tækju boðskapinn al- varlega og sendu þessa samþykkt frá sér. En ef þeir eru komnir tál þess þroska, að þeir skilji mælt mál, blessaðir piltungarnir, þá er hætt við, að þeim hafi bmgðið, þegar þeir heyrðu Helga Hjörvar lesa upp boðskap- km í útvarpinu, um það í hverju þessar „framtiðarráðstafanir“ „varanlegu úrræðin" eru fólgin, vegna þess að meira hrófatildur, meiri bráðabirgðaráðstöfun til bráðabirgða, hefur aldrei verið sýnd á Alþingi heldur en þessi. Hæstv. fjmrh., Eysteinn Jóns- son, var að reyna að bera í bæti- fláka fyrir stjómina, og vildi ekki viðurkenna, að þetta væri hrein bráðabirgðaráðstöfun. — Hann sagði, að það gæti vel far- ið svo, að ráðstafanimar gætu orðið til nokkurrar frambúðar. Þetta var það bezta, sem hann þorði að segja um þær, eftir öll loforðin um, að ekki tjáði fram- vegis að afgreiða málin á sama veg og hann og aðrir hafa gert undanfarið. Enda .agði hann, að hvorki við né hann hefðum ráðið við málin að undanfömu. Ætli hann hefði ekki getað orðað ósköp svipað í fyrra það, sem hann var með að samþykkja þá, eins og hann orðar þetta núna? SKEMMDA EPLIÐ Eg veit raunar ekki hverja trú hann hefur sjálfur á þessum sam- þykktum, sem nú er verið að gera. Hann leyfði sér að segja, að við myndum fagna þvi, ef þær fæm út um þúfur. Eg veit ekki hvaða heimild hann hefir til þess að segja það, að við mynd um fagna því, ef verðbólga myndi aukast. Það er allt annað að gera grein fyrir því, að þetta mál er illa undirbúið og á óhæfilegan hátt lagt fyrir Alþingi íslend- inga, og við höfum elcki þá sömu trú á frambúðargildi málsins, eins og hæstv. fjmrh.. Eysteinn Jónsson eða hitt að hann skuli gera okkur getsakir um það, að við viljum, að illa fari fyrir is- lenzlcu þjóðinni. Eg held, að hon- um sé sæmra að segja sinn eigin hug skýrar heldur en hann hef- ur gert um sinn og láta vera getsakimar í oklcar garð. Eg veit, að hæstv. ráðherra Eysteini Jónssyni er mjög brugðið, og að það er vegna óróa í hans eigin samvizku, að hann lætur leiða sig til sHkra ásakana, svo hóf- samur maður og gegn sem hann að ýmsu leyti er, enda met ég hann mikils og fáa menn meira af mínum andstæðingum. Mér dettur ekki í hug að bera hon- um það á brýn, að hann vilji illa með þessum tillögum eða trúi eklci því, sem hann er hér að segja, enda hefur hann allan fyr- irvara þar á, þó að honum hafi orðið það eins og fleirum, að hver dregur dám af sínum sessu- naut. Öll þekkjum við söguna um skemmda eplið. Hæstv. fjmrh., Eysteinn Jónsson, hefur nú til- tölulega óspilltur lent í návist við hið skemmda epli, svo að nokkurrar varúðar þarf að gæta af vinum hans, um að forða hon- um áður en of langt um líður úr þeirri hættu, sem hann er í lent- ur. — ENGIN NÝJUNG AÐ SAMRÁÐ SÉ HAFT VIÐ STÉTTARFÉLÖGIN Við skulum aðeins athuga það, hvaða trygging er fólgin í því samkomulagi, sem hér er verið að gera? Eg játa, að það er út af fyrir sig nokkurs og raunar mikils virði að ná samkomulagi um það, ef það naíst, sem hér er sagt að náðst hafi, að stöðva verð- bólguna og hindra frekari vöxt hennar. En hefur það tekizt með þessu frv. og með þeim samtölum, sem hér hafa átt sér stað? Hefur annað gerzt nú heldur en oft hefur verið reynt áður? Hæstv. fjmrh. Eysteinn Jóns- son var með mér í stjórn á sínum tíma, — stjóm, sem var kölluð fyrsta stjóm AJþfl. á íslandi und- ir forsæti Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar. Við munum það áreið- anlega báðir, að þá var efnt til stéttaráðstefnu til þess að reyna að leysa verðt>ólgu-vandann. Þá var svo milcill vilji að komast að samkomulagi við stéttimar, að fulltrúar þeirra voru kallaðir saman og haldnir með þeim fimd- ir og margar ráðstefnur til þess að finna lausn vandans. En þetta entist skammt og varð tiltölulega Htill árangur af allri viðleitn- innL Hæstv. fjmrh, Eysteinn Jóns- son man einnig ofurvel, að þegar 1950, þá var haft náið samstarf við Alþýðusamband íslarvds um einstök atriði í því frv. og nið- urstaðan varð sú, að Alþýðusam- band íslands vildi una frv. gegn vissum breytingum, sem á því voru gerðar, og ég þori að full- yrða, að það var efnislega sizt fyrirvarameira samþylcki, sem Alþýðusambandið þá raunveru- lega veitti gengislækkunarlögun- um heldur en Alþýðusambandið hefur veitt þessu frv. Hæstv. ráðherra man Hka, að 1951 og 1952 var haft rækilegt samstarf við Alþýðusambandið um hættuna á hækkandi verð- lagi. Eg minnist þess, að hv. þm. N-Þing., GísU Guðmundsson, og hv. 5. þm. Reykvíkinga, Jóhann Hafstein, voru á þessum árum fengnir til þess sem fulltrúar rík- isstjómarinnar að ræða þessi mál við fulltrúa Alþýðiisambandsins, sem hafði þá beitt sér fyrir upp- sögn samninga að vori til. Þær samningaumleitanir leiddu til þess, að samkomulag komst á um vissar ráðstafanir, sem urðu til þess, að eldci varð af lcaupdeilum þá um sinn. ÞEGAR SPARIFÉB HVERFUR Aðstaðan í þessu breyttist hins vegar gersamlega, eins og enginn hefur skýrar tekið fram heldur en hæstv. fjmrh. Eysteinn Jóns- son, þegar núverandi hæstv. fé- lagsmrh., Hannibal Valdimars- son, náði yfirráðum í Alþýðu- sambandinu. Hæstv. fjmrh. Ey- steinn Jónsson hefur áður vakið athygli á þvi, að almenningur tók þeirri breytingu á stjórn Al- þýðusambandsins með þeim hætti, að ljóst var,að menn skildu hvað á ferðum var, Þá dró sem sé skyndilega úr eða stöðvaðist algerlega sparifjáraukning hjá landsmönnum um hríð. Þetta er staðreynd, sem hæstv. fjmrh. Ey- steinn Jónsson, hefur vakið at- hygli á einu sinni eða oftar hér á Alþingi, svo ég glögglega man eftir, enda fór hann þar með rétt mál, eins og hann gerði venjulega áður fyrri. En það er réttlát Jaending til hæstv. fjmrh. Eysteins Jónssonar um það í hvem félagsskap hann er kominn, að alveg sama fyrir- bærið, eins og varð, þegar hæstv. félagsmrh. Hannit>al Valdimars- son náði yfirráðum í Alþýðu- sambandinu varð nú í sumar, þeg ar hæstv. félmrh. Hannibal og fjmrh. Eysteinn tóku saman um stjóm landsins. Fólkið í landinu brást við þessu hvort tveggja al- veg á sama veg. Okkur hafði tekizt að yfirvinna það van- traust á gildi peninganna, sem skapaðist við valdatöku Hanni- bals Valdimarssonar og kommún- ista í Alþýðusambandinu, þannig að sparifjáraukningin var orðin mikil og hafði aldrei orðið meiri heldur en fyrri hluta þessa árs. En þegar svo þessir menn tóku við ríkisstjórn í sumar þá skeði sama fyrirbærið og áður hafði orðið, að fólkið hætti að trúa á gildi peninganna, — fólkið hætti að leggja fé í sparisjóð og í stað þess, að sparifjáreignin stórykist, þá hefur hún stórlega minnkað síðustu mánuðina. Þetta er glögg- ur mælikvarði. Þetta er glögg vogarskál, sem sýnir traust fólks- ins á þeim valdamönnum, sem nú eru komnir til áhrifa á íslandi. Vonandi fer t>etur en þetta van- traust bendir til. En það er vissu- Jega íhugunarefni fyrir ríkis- stjómina að athuga hina ósjálf- ráðu, þegjandi en í verkinu hart dæmandi vísbending, sem almenn ingur þannig hefur gefið henni um það til hvers hann treystir henni og við hverju hann býst af því stjórnarfari, sem nú er hafið hér á landi. VANÞEKKING RÁÐHERRANS Hæstv. félagsmálaráðh. Hanni- bal Valdemarsson, sýndi hér á dögunum gersamlega vanþekk- ingu um áhrif þessa á fjármála- ástandið og lausn þeirra mála, sem hann á sérstaklega að standa fyrir, þegar hann brást hinn reið- asti við er á þessa staðreynd var bent og sagt, að hún gerði erfið- ara fyrir um útvegun fjár til íbúðarhúsalána. Hann sagði, að það kæmi bara ekkert málinu við, hvort fólkið legði peninga í spari sjóð eða ekki. En ég spyr, hvern- ig á að fá fé til f járfestingar innan lands án þess að verðbólga leiði af, ef sparifjársöfnunin hættir? Mér dettur ekki í hug, að maðui - inn í félagsmálaráðherrasætinu geti svarað þessu, en ég veit, að hæstv. fjármálaráðh. Eysteinn Jónsson, er ekki svo lengi búinn að vera í þeim félagsskap, sem hann nú er í, að hann muni ekki ennþá hinar réttu kenningar um þetta og viti ekki þau sannindi að ef sparifjársöfnunin hættir, þá er erfitt að halda áfram fram- kvæmdum innanlands með inc- lendu fé, nema til verðbólgu horfi. PÓLITÍSKT VERKFALL Nei, almenningur tók strax með kvíða því, þegar Hannibal Valde- marsson og kommúnistar náðu yfirráðum í Alþýðusambandinu. Enda leið þá ekki á löngu þang- að til byrjað var á stórfelldum kauphækkunarherferðum og eins og hæstv. fjármrh. stundum hef- ur réttilega tekið til orða: „Þeir hófu sig alveg upp af jafnsléttu", — þeir hófu herferðina án þess að nokkurt tilefni væri til. Það er t. d. margsannað, að ástæðurnar, sem voru færðar fyr- ir því, að lagt var út í verkfallið mikla vorið 1955, voru falsástæð- ur. í það verkfall var ekki lagt af fjármálalegum ástæðum, heldur af pólitískum ástæðum. Það var verið með því að sýna íslenzka þjóðfélaginu, að ekki væri hægt að stjórna landinu, nema með samþykki Alþýðusam bandsins. ÚRSLITARÁÐIN EIGA AÐ VERA HJÁ KJÓSENDUNUM Vel getur verið, að sumir trúi á, að það sé gott, að ekki sé hægt að stjórna landinu án Alþýðu- sambandsins. En gera menn sér grein fyrir, hvað í því felst í raun og veru? Gera menn sér grein fyrir, hvað felst í þeim fagnaðar- boðskap, sem hæstv. fjármrh., Eysteinn Jónsson, og hæstv. for- sætisráðherra, Hermann Jónas- son, leyfa sér að bera fram, þegar þeir segja að það sé ánægjuefni að leita þarf út fyrir veggi Alþing is íslendinga til þess að ráða til lykta mikilsverðustu málefnum þjóðarinnar? Gera þeir sér ljóst, að með því eru þeir í raun og veru að segja, að lög og réttur eigi að hætta að gilda á íslandi? Ég geri ekki lítið úr þýðingu stéttasamtakanna. Þau eru vissu- lega mikilsverður þáttur í ís- lenzku nútímaþjóðlífi, eins og þau eru í öllu þjóðlífi nú á dög- um. En hverjum verður að ætla sitt hlutverk, og ef við viljum halda lögbundnu, frjálsu stjórn- skipulagi á íslandi, þá verður það að vera ljóst, að úrslitayfirráðin á íslandi séu hjá kjörnum full- trúum þjóðarinnar, á Alþingi ís- lendinga, hjá löglega kjörnum forseta íslands og hvergi annars staðar, nema auðvitað að lokum og fyrst og fremst hjá þeim, sem eru uppspretta valdsins, hjá kjós endunum. Það eru íslenzkir kjós- endur, sem með því að kjósa Al- þingi á lögformlegan hátt og kjósa forseta íslands á lögform- legan hátt, eiga að ráða því, hvernig málefnum þjóðarinnar er ráðið til lykta. Það er uppgjöf það eru svik við íslenzkt sjálf- stæði, við íslenzkt frelsi, við lýð- ræði á íslandi, ef það er viður- kennt, og ef farið er að hæla sér af því, að úrslitavöldin séu kom- in frá_ Alþingi íslendinga og til einhverra, hvaða stofnana sem er, utan þessara veggja, sem við er- um nú staddir innan. Til eru fleiri stofnanir og fleiri félagasamtök hér á landi, sem gætu, ef þau vildu, sýnt framan í hnefann og sannað, að ekki væri hægt að stjórna þessu landi, nema með þeirra samþykki, jafnt og Alþýðusamband íslands, ef menn vilja innleiða þá stjórnarhætti, sem guð gefi, að ekki verði. En þeir menn bera þunga ábyrgð, sem bera ábyrgð á því og hæla sér nú af því og segjast hafa það eitt nýtt til að leggja, að komið er ískyggilega langt út á þessa brauL ENDURGJALD KOMMÚNISTA Með því, sem nú hefur verið gert, er staðfest, eins og hv. 5 þ.m. Reykv., Jóhann Hafstein, sagði hér fyrr í kvöld, að Fram- ; sóknarflokkurinn hefur til bess að öðlast meiri völd en hann gat vonazt eftir í samvinnu við okk- ur Sjálfstæðismenn gert samning við kommúnista. — í þessu sani- bandi hefur fylgiféð í Alþýðu- flokknum sannast sagt enga þýð- ingu, hvorki til né frá. Framsóknarflokkurinn hefur gert samning við kommúnista um það að bjarga þeim úr einangrun, úr eymd fordæmingar fólksins, inn í Stjórnarráðið til þess að halda þar höfuðstöðvum komm- únismans á íslandi. Á sömu stundu, á sömu vikum og þessir menn verða fyrir réttmætri og réttlátri fordæmingu í öllum lýð- ræðisþingum hins frjálsa heims, þá er þeim leyft að slá upp tjald- búðum sínum innan þessara gömlu, fornhelgu múra og í Stjórnarráðinu til þess þannig að sleppa úr einangruninni; til þess þannig að geta haldið áfram að vera hið sundurgrafandi og niður brjótandi afl í íslenzku þjóðlífi. Slíkt er verðið, sem borgað er fyrir það samkomulag, sem nú hefur komizt á. Kommúnistar fara m.a.s. ekki dult með, að það er þetta verð, sem borgað er. Um þetta vitna orð Eðvarðs Sigurðssonar, sem Þjóðviljinn hermdi á þriðjudag- inn var, á þá leið, að verkálýður- inn væri út af fyrir sig mjög óánægður með þær ráðstafanir, sem nú er verið að gera, en þeir vildu ekki steypa núverandi rík- isstjórn. OPNA LEIÐIN Það er þetta, sem nú er í raun og veru samið um: Kommúnistarnic segja: í því skyni að fá að vera í ríkisstjórn- inni enn um sinn, erum við reiðu búnir til þess að leggja á almenn- ing þessar 240 millj. kr. og vísitöluskerðingu um 6 stig. Enda mundu þeir vera til með í dag að failast á hvaða álögur sem væri, bara, ef þeir héldu þeim möguleika að hafa skjól í Stjórn- arráðinu og á Alþingi meðan hætt an gengur yfir. En þeir taka jafn- framt fram, að ef þeim Hkar ekki, þá eiga þeir „opna hina gömlu leið.“ Þá á enn að byrja sama leikinn og áður. Ef þeim líkar ekki þjónslund hæstv. fjármrh., Eysteins Jóns- sonar, ef hann lætur einhvern tíma verða úr hótunum, sem hann heíur verið með bak við tjöldin undanfarna daga, er hann hefur sagt, að með þessum mönnum væri ekki vinnandi, af því að engu þeirra orði væri trúandi, þá segja þeir: Leiðin er opin fyrir áframhaldandi vericföll. Játa verður þó, að sá munur er á, að kommúnistar hafa sjálfir viðurkennt með öllum sínum mál flutningi, að þegar þeir halda því fram, að vísitöluskrúfan og ei- lífar kauphækkanir séu verka- lýðnum til góðs, þá eru þeir að tala á móti bet'ri vitund. Þegar þeir eru að egna til pólitískra verkfalla, þá eru þeir að efla sína eigin valdaaðstöðu á móti hags- munum almennings. Fyrir þessu hefur nú fengizt játning: Þess vegna er núverandi ófremdar- ástand e.t.v. nauðsynlegt í þróun íslenzkra stjómmála, því að vá lér vits og menn læra af biturri reynslu. Kommúnistar — og hér fyrir framan mig situr einmitt einn þeirra eins og glottandi ná- hrafn — vinna nú sjálfir drýgsta verkið við að afhjúpa sjálfa sig. Almenningur á eftir en áður miklu hægara með að átta sig á, að þeir eru að berjast fyrir ann- arlegu málefni, að þeir eru að auka sín eigin völd, að þeir eru að efla baráttu fyrir því að koll- steypa þjóðfélaginu, þegar þeir tala um og þykjast vera að berj- ast fyrir hagsmunum fólksins. Þessi lærdómur hefur nú áunnizt og hann er vissulega ómetanleg- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.