Morgunblaðið - 04.01.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.01.1957, Qupperneq 2
2 MOPCTINIiT A VTfí Ti’ncfllí^o tfnr A ían. 1Q57 Skólanemendum hraðfjölgar í bœnum Nefnd skipuð fil oð gera fillögur um skólabyggingar og sfaðsefningu þeirra 4BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær flutti borgarstjóri svohijóð- andi tillögu: „I framhaldi af ályktun á bæjarstjórnarfundi 4. október s.l. ályktar bæjarstjórnin að kjósa nefnd manna til þess að gera til- lögur um skóiahverfi í Reykjavík fyrir barnafræðslu og gagn- fræðastig, staðsetningu skóla og starf þeirra. Bæjastjórnin kýs 4 nefndarmenn en auk þeirra eiga sæti í nefndinni fræðslustjóri, námsstjóri gagnfræðastigs og forstöðumaður skipulagsdeildar. Skal nefndin hraða störfum eins og unnt er.“ r' ' ' Það hefur sett jólasvip á Selfoss, að stórt og fallegt jólatré var sett upp að þessu sinni á túninu fyrir austan kaupfélagshúsið. Var það Kaupfélagið sem gerði það. Á undanförnum árum hafði Kaupfélagið fest tvö lítil jólatré upp á flaggstengur sínar, en ákvað nú að fá eitt stórt jólatré í staðinn, hið fyrsta sinnar stærðar sem sézt hefur á Selfossi. Kveikt var á trénu viku fyrir jól og logar á því á hverju kvöldi fram að þrettánda. — Ljósm. G Sverrisson. Borgarstjóri gerði grein fyrir tillögunni og minnti á að þann 4. október s.l. hefði bæjarstjórn, að tillögu sinni samþykkt að skora i ríkisstjórn og fjárfestingaryfir- völd að veita á næstu 5 árum leyfi til bygginga skólahúsnæðis fyrir barnafræðslu og gagnfræðastig í Reýkjavík og miðist leyfin við það að hægt sé að byggja árlega 25 almennar kennslustofur auk annars húsrýmis. Einnig skoraði bæjarstjórnin á Alþingi að veita nægilegt fé til þess að ríkissjóð- ur greiði sinn hluta af stofnkostn- aði skóla jafnóðum og byggingu miðar áfram og ennfremur að ríkisstjórnin hlutist til um að nú þegar verði veitt fjárfestingar- leyfi fyrir barnaskóla, sem sótt hafði verið um í maí s.l. ATHUGUN FRA JSLUSTJÓRA Eftir að bæjarstjórn hafði sam- þykkt þessa tillögu sneri borgar- stjóri sér til fræðslustjórans í Reykjavík og óskaði eftir að hnnn gerði tillögur um framkværndir í byggingu skólahúsa á næstu ár- um. Skilaði fræðslustjóri áliti og gerði í lok þess þá tillögu, að skipuð yrði nefnd til þess að hafa umsjón með skólabyggingum og til þess að gera nýjar tillögur um skólabygginar. Er tillaga borgarstjóra komin fram í sam- bandi við þetta álit fræðslustjór- ans. Fræðslustjóri lét gera ýmsar athuganir á fjölda nemenda und- anfarin ár og hvers megi vænta um það hvað nemendur verði margir við skyldunám í Reykja- vík á næstu árum. f þeim athug- unum kom fram að árið 1962 mætti búast við að nemendur á barnafræðslu stigi verði ekki fæ.ri heldur en 13,80% af íbúafjölda bæjar- ins, og að nemendur á gagn- fræðastigi verði það ár 5,55% af í búatölu bæjarins. Sýna - SVARIÐ Framhaia af bls. 1. gæti fallizt á slíka ráðstefnu, hvenær sem líkur væru til að já- kvæður árangur náist. En eins og nú er ástatt eru mestar líkur til að árangur náist innan sam- taka S. f>. og munu Bandaríkin því leggja fram nýjar tillögur um afvopnunarmálin þar. Eins og menn minnast, virtist Bulganin í nóvember-bréfi sínu fús til cð fallast á eftirlit úr lofti en aðeins á takmörkuðu svæði í Vestur-Evrópu og rússnesku lepp ríkjunum. Þessu svarar Eisen- hower á þessa leið: — Ég fagna þeim vilja sem þér virðist hafa á eftirliti úr lofti, sem jákvæðum þætti í afvopnunar- málunum. En því miður virðist bréf yðar ekki sýna vilja til að leita samkomulags er byggði á grundvallaratriði tillagna minna um eftirlit úr lofti, en það var að hindra óvænta árás með sliku eftirliti á því landsvæði þar sem meginhernaðarmáttur stórveld- anna er. INDLAND — FIMMTA STÓRVELDIÐ Afrit af svörum Vesturveld- anna hafa verið send Nehru í Indlandi, en í tillögum Bulganins var gert ráð fyrir að Indland yrði fin.mta stórveldið á fyrirhugaðr' ráðstefnu. skýrslur að nemendafjöldi hef ur farið hraðvaxandi hin síð- ÞJÓNN MOSKVUVALDSINS f sambandi við brottrekstur- inn birtist nú í ítalska viku- blaðinu Epoca samtal við Re- ale, þar sem hann segir að Togliattí, formaður ítalska kommúnistaflokksins, viti ekki -engur „hvernig eigi að hugsa sjálfstætt“. Segir Reale að Togliatti haldi áfram að þjóna Moskvu-valdinu í blindni eins og hann hefur gert í 30 ár, en með slíkri fram komu svíki hann hinar vinn- andi stéttir. FYLGISHRUN Reale segir, að vegna fram- komu flokksforastunna eftir atburðina í Ungverjalandi hafi ítalski kommúnistaflokkurinn tapað trausti ítalsks almenn- ings. Telur hann að á árinu 1957 muni ekki nema 700 þús- und endurnýja flokksskírteini sín, en það þýðir nær helm- ingsfækkun. RÖDD HANS KÆFÐ Hinn brottræki flokksmaður var foringi flokksdeildar komm- únista í Napoli. Ástæðan fyrir Þrengist senn n Bárðni bás TVÆR yfirlýsingar voru gefnar í gær sitt hvorum megin Atlantshafs um væntanlegar bameignir, sem milljónir manna um víða veröld munu bíða með eftirvæntingu. Sendi Reuter Morgunblaðinu skeyti á þessa leið: New. York, 3. jan. — Leik- konan Marilyn Monroe og eig- inmaður hennar leikritahöfund- urinn Arthur Miller fóru í dag flugleiðis frá New York í hálfs- mánaðar frí á Jamaica-eyju. Þau voru spurð, hvort þau ættu barn í vændum og svömðu: — Við höfum ákveðið að gefa ekkert svar við þeirri spumingu. — Reuter. ★ Rómaborg, 3. jan. — ítalska filmstjarnan Gina Lollobrigida tilkynnti í kvöld, að hún ætti von á barni í júlí n.k. Hún sagði við blaðamenn, sem hún kallaði á sérstakan fund í skrauthýsi sínu fyrir sunnan Rómaborg: „Ég verð að staðfesta það sem allir virðast vita. Það þýðir ékkert fyrir mig að vera alltaf að svara „nei“. — Ég á von á barni.“ — Reuter. ustu ár í hlutfalli við íbúa- fjölda bæjarins og sem dæmi má nefna að nemendur á barnafræðslustigi, 7—12 ára, voru árið 1950 9,64% af íbúa- fjölda bæjarins en árið 1955 voru nemendurnir orðnir 12.1 % af íbúafjölda bæjarins. NEFNDARSKIPUN Tillaga borgarstjóra um nefnd- arskipun var samþykkt og voru þessir menn kosnir í nefndina: Guðmundur H. Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Kristján Gunnars- son, yfirkennari, Hallgrímur Kristjánsson, skólastjóri og Stein þór Guðmundsson, kennari. brottrekstri hans var að hann hafði aðra skoðun á Ungverja- landsmálunum en Togliatti. Vildi hann að ítalski kommúnista- flokkurinn fordæmdi hinar „TÍMINN“ hefur undanfarna daga verið með gamla tuggu út af útsvarsálagningu á Sameinaða verktaka. Þetta er gamalt mál, sem margsinnis er búið að gera grein fyrir. Á s.l. vori kom Þórð- ur Björnsson fram með tillögu í bæjarstjórn út af þessu máli og var þá leitað álits Niðurjöfnun- arnefndar Reykjavíkur, sem var lagt fram í bæjarstjórn, og hefur verið hljótt um þetta mál þangað til nú að „Tíminn" vekur það upp að nýju. Er því ástæða til að birta aftur greinargerð Niður- j öfnunarnef ndar, sem ekki hefur á nokkurn hátt verið hrakin og er hún svohljóðandi: „Árið 1952 lagði nefndin út- svar á Sameinaða verktaka, sem hóf starfsemi sína seint á árinu 1951, en ríkisskatta- nefndin felldi útsvarið niður. Nefndin lagði því ekki útsvar á samtök þessi árin 1953—1955, enda töldu félagsmennírnir fram ágóðahluta sinn í sam- tökunum með öðrum tckjum sínum, og var hann útsvars- lagður þar. Á árinu 1955 var útsvar félagsmanna um 111 þúsund kr. hærri en verið hefði, ef arðurinn hefði ekki verið talinn með tekjum þeirra, heldur útsvarslagöur hjá samtökunum. Útsvar á Sameinaða verktaka gæti hins vegar í mesta lagi orðið kr. 31 þús., þar sem hámark tekna, sem leggja má á, er 200 þús. kr., en velta samtakanna ekki álagsbær hér, þar sem starf- semin fer öll fram utanbæj- ar. Hefir útsvarsálagningin, eins og hún hefir verið fram- kvæmd unadnfarin ár, verið hagkvæmari fyrir bæjarsjóð- inn en að leggja á samtökin og sleppa arðinum úr tekjum félagsmannanna. Fari hins vegar svo, að samtökin verði með dómi Hæstaréttar talin skattskyld, mun nefndin að grimmdarlegu aðgerðir Rússa gegn minnimáttarþjóð, en rödd hans var kæfð á flokksþinginu, sem nýlega var haldið í Róm. — Fékk hann, þessi hrópandi í eyði- mörkinni, ekki einu sinni að taka til máls. Þeirri meðferð mótmælti Reale í ítölskum blöðum og kvað Togliatti-klíkuna háfa stjórnað flokksþinginu með algjöru ger- ræði. Fyrir þær yfirlýsingar var hann rekinn. sjálfsögðu haga útsvarsálagn- ingu sinni samkv. því“. Er ljóst af þessu að Reykja- víkurbær hefur sízt af öllu vilj- að vægja Sameinuðum verktök- um við útsvarsskyldu en hins vegar er aðstaða bæjarins, til útsvarsálagningar á fyrirtæki mjög takmörkuð samkvæmt lög- um og allt önnur heldur en að- staða rílcisins til skattálagningar. Annars sýnir greinargerð Niður- j öfnunarnefndar ljóslega hvernig í málinu liggur og þarf því ekki fleiri orðum að eyða að moldviðri Tímans í þessu sambandi. Þess má geta að eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar hefur Niður- jöfnunarnefnd lagt útsvar á Sam- einaða verktaka, sem hefur verið kært til Ríkisskattanefndar og er nú beðið eftir úrskurði hennar. St jórn Lögmanna- félagsins endur- kjörin í 10. sinn AÐALFUNDUR Lögmannafélags fslands var haldinn í Tjarnar- kaffi um miðjan desernber s.l. Stjórn félagsins var endurKjör- in í 10. sinn, en hana skipa þeir Lárus Jóhannesson hrl. formað- ur, og meðstjórnendur Egill Sig- urgeirsson hrl. og Ágúst Fjald- sted hrl. Varaformaður var kjörinn Ein- ar B. Guðmundsson hrl., en vara- stjórnendur þeir Gunnar Möller hrl. og Björgvin Sigurðsson hdl. í gjaldskrárnefnd voru kosnir þeir Sveinbjörn Jónsson hrl., Vilhjálmur Jónsson hrl. og Jó- hann Steinason hdl., en til vara Gúsaf A. Sveinsson hrl., Gutt- ormur Erlendsson hrl. og Gunnar Jónsson hdl. Stúdentar taldir af Chamonix, 3. jan.: PARÍSARSTÚDENTARNIR tveir, sem hafa verið uppi á tindi Mont Blanc í 12 daga eru nú taldir af og verður björgunartilraunum hætt. For- eldrar stúdentanna, sem komn ir eru til Chamonix í frönsku ölpunum neituðu í dag að æskja heimildar fyrir sviss- neskan flugmann til að hann mætti reyna við björgun stúd- entanna. Sögðu þau að svo margir hefðu nú lagt lif sitt í hættu við björgunaraðgerðir, að nú þegar að talið væri úti um piltana, gætu þau ekki samþykkt að fleiri hættu lífi sínu. Lík stúdentanna verða flutt niður af fjallinu næsta vor. I dag tókst að bjarga úr þyrilvængju af fjallrisanum átta mönnum úr björgunar- leiðöngrum, sem hætt vorn kornnir. Tveir þeirra voru flugmenn af annarri þyril- vængju, sem fórst við björg- unartilraunir. Hinir sex voru fjallgöngumenn. Einn þessara manna var illa farinn af kal- sárum. — Reuter. Áhöfn Goðaness ÞESSIR menn voru á togaranum Goðanesi, er hann fórst við Fær- eyjar í fyrrakvöld: Pétur Hafsteinn Sigurðsson skip- stjóri, Neskaupstað. Halldór Halldórsson 1. stýrimað- ur, Eskifirði. Guðmundur Vestmann, Nes- kaupstað. Guðmundur Helgason yfirvél- stjóri, Neskaupstað. Ingvar B. Bjarnason, Neskaup- stað. Guðmundur Sigurðsson, Nes- kaupstað. Axel Óskarsson loftskeytamaður (var einnig á Agli rauða er hann fórst) Neskaupstað. Jón B. Jónsson, Neskaupstað. Magnús Skarphéðinsson, Nes- kaupstað. Gils Sveinþórsson, Neskaupstað. Högni Jónsson, Neskaupstað. Ólavur Debes, Færeyjum. Andreas Hilduberg, Færeyjum. Kaj Johannessen, Færeyjum. Johannes H. Pedersen, Færeyjum Ole J. Beck, Færeyjum. Anton E. Pedersen, Færeyjum. Ej vind_ Gudmundson, Færeyjum. Emil Ásgeirsson, Neskaupstað. Sigurríkur Ormsson, Bíldudal. Kristján Vilmundarson, Nes- kaupstað. Sigurjón Jónsson, Neskaupstað. Finnbogi Finnbogason, Seyðisf, Jónas Hólm, Eskifirði. Togliatti heldur áfram að þjóna Moskva í blindni En annar foringi ítalska kommúnista- flokksins brottrækur Rómaborg, 3. jan. Skv. frásögn Reuters. ÍjiINUM af foringjum ítalska kommúnistaflokksins dr. Eugenio J Reale hefur verið vikið úr flokknum, vegna þess að hann hefur Iátið opinberlega í ijós skoðanir, sem eru ekki í samræmi við stefnu flokksins. Reykjavíkurbœr hefur lagt útsvar á Sameinaða verktaka, eftir því sem lög stóðu til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.