Morgunblaðið - 04.01.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1957, Blaðsíða 8
MORGUNMAÐIÐ Föstudagur 4. Jan. 1957 t ttngtttdMtafrtfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. „Leiðin til stöinunnr í utvinnu- og viðskiptnlíli þjóðnrinnnr“ ÞEGAR lokaatkvæðagreiðsla fór fram í Neðri deild Alþingis fyrir jólin um frv. ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir og útflutnings sjóð gerði Áki Jakobsson svo- hljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: „Ég tel þá lausn á vandamálum sjávarútvegsins, sem felst í þessu frumvarpi mjög ófullkomna, þar sem hún er við það miðuð, að gera taprekstur sjávarútvegsins og styrkgreiðslur honum til handa að varanlegu fyrirkomu- lagi. Sú stórfellda skattheimta, sem hér er lögfest mun valda trufl- unum, sem leiða munu til stöðn- unar í atvinnu og viðskiptalífi þjóðarinnar. Ég harma það, að ekki skuli nú hafa náðst sam- komulag um varanlegri lausn þessara mála, en með því að ég vil ekki að til stöðvunar geti kom- ið í sjávarútvegi þjóðarinnar á næsta ári greiði ég atkvæði með frv. og segi já“. Hreinskilnislep iátning Þessi yfirlýsing kemur frá stjórnarþingmanni, sem er kunn- ugri sjávarútvegsmálum en flest- ir aðrir þingmenn núverandi stjórnarflokka. Hann hefur auk þess verið sjávarútvegsmálaráð- herra og kann mjög góð skil á allri aðstöðu útvegsmanna og sjómanna. Áki Jakobsson hefur áreiðan- lega ekki mælt þessi orð af ill- vilja í garð þeirrar ríkisstjórnar, sem hann sjálfur styður. Har.n hefur hms vegar talið sér skylt, gagnvart samvizku sinni og um- bjóðendum, að segja sannleikann um ráðstafanir stjórnarinnar. Það er rétt sem þessi stuðn- ingsmaður ríkisstjórnarinnar seg • ir, að „lausn“ hennar á vanda- málum útvegsins „er við það mið- uð, að gera taprekstur sjávarút- vegsins og styrkgreiðslur honum til handa að varanlegu fyrirkomu lagi“. Hvergi örlar á minnstu við- leitni til þess að koma rekstri þessa aðalútflutningsatvinnu- vegar landsmanna á heilbrigð- an grundvöll. Hin nýja ríkis- stjórn, sem hafði lofað „nýjum leiðum og úrræðum“ í efna- hagsmálum okkar hefur ekk- ert nýtt úrræði fundið. Hún veður aðeins lengra út í ófæru styrkja- og uppbótastefnunn- ar. Jafnhliða viðurkenna leiðtogar hennar, að af því muni enn leiða hækkað verðlag. En af því leiðir áframhaldandi kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Við því kapphlaupi eru engar skorður reistar. Alþýðusamband íslands hefur aðeins heitið stjórninni stundargriðum, „starfsfriði“ um skeið eins og það er orðað. Áhrif skattaránsins Um það þarf heldur ekki að fara í neinar grafgötur, að skatt- ránsstefna stjórnarinnar og hin- ar gífurlegu álögur á almenning hljóta að hafa í för með sér kyrr- stöðu og stöðnun í atvinnu og viðskiptalífi landsmanna. Það er ekki hægt að leggja mörg hundr- uð milljóna króna nýja skatta og tolla á þessa litlu þjóð án þess að slikt hafi áhrif á framkvæmda möguleika hennar. Auknir tollar á byggingarefni hljóta t.d. að draga úr húsnæðisumbótum. Hækkandi framtærslukostnaður hlýtur einnig að rýra möguleika efnalítils fólks til þess að spara og leggja spariaura sína í húsnæðis- umbætur. Af haftakerfi því, sem stjórn- in er nú að skella yfir þjóð- ina hlýtur það einnig að leiða, að verzlunin verður almenn- ingi óhagstæðari. Ströng verð- lagsákvæði á pappírnum nægja ekki til þess að tryggja hagstætt vöruverð og sam- keppni milli þeirra, sem verzl- unina annast og keppa um viðskipti fólksins. Stefnt út í stórkostlega 1 íf sk j arasker ðingu Þegar á allt þetta er litið verð- ur auðsætt, að núverandi stjórn stefnir nú út í stórkostlega skerð- ingu á lífskjörum almennings, án þess að hafa tryggt rekstur og afkomuöryggi útflutningsfram- leiðslunnar. Hún hefur að vísu lofað útvegsmönnum og sjómönn- um hærra fiskverði og vinnslu- stöðvunum auknum stuðningi. En það mun því miður verða skamm- góður vermir. Þeim hækkunum og þeim aukna stuðningi hlýtur að verða eytt í áframhaldandi verðbólguþróun. Lengra út í verðbólgu- fenið Stjórnin hefur þannig að- eins unnið það „afrek“, að vaða lengra út í verðbóigu- fenið. í því felast efndirnar á því loforði flokka hennar að finna „varanlega lausn“ á vandamálum efnahagslífsins. Það gegnir sannarlega engri furðu þótt Áki Jakobsson lýsi yfir vonbrigðum sínum og óá- nægju með tillögur stjórnarinnar. Þúsundir stuðningsmanna stjórn- arflokkanna eru áreiðanlega sama sinnis. Fólkið sér í gegnum þann skrípaleik, sem hér hefur verið leikinn. Því er lofað „nýjum og varanlegum úrræðum“. En þegar til á að taka vita hinir nýju vald- hafar ekki sitt rjúkandi ráð. Eina úrræði þeirra verður hrikaleg skattlagning almennings og flan út í enn aukna dýrtíð og verð- bólgu. „Gegnumlýsing“ vinstri stjórnarinnar Almenningur á íslandi hef- ur nú fengið tækifæri til þess að „gegnumlýsa“ vinstri stjórn ina. Og þá hefur ekki staðið á því að í Ijós kæmi sá sjúk- dómur, sem hún er þungt haldin af: Úrræðaleysi á hæsta stigi, ásamt magakvefi af völdum hrikalegs „ofaníáts“ í utanríkis- og innanlandsmál- um!! UTAN UR HEIMI ^JJert Jœtt — ótarj? íicinó er mcircj- ótunclum vcinjci láíátt E mbætti aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna er eitt af mikilvægari embættum í Washington. Astoðarutanríkisráð- herrann er hægri hönd sjálfs ut- anríkisráðherrans og verður oft að gegna störfum hans, er hann bregður sér frá eða er á annan hátt forfallaður. Aðstoðarutanrík isráðherrann er einnig hinn form- legi milliliður milli forsetans og utanríkisráðherrans annars vegar og utanríkisráðuneytisins hins vegar. Hann er líka formaður nefndarinnar, sem hefur með höndum framkvæmd þeirra á- kvarðana, sem teknar eru af for- setanum og öryggisráði ríkisins. Hins vegar er ekki auð- velt að skilgreina þetta embætti. Dulles utanríkisráðherra er sagð- ur treysta eigin dómgreind engu síður en ráðum sérfræðinga sinna. Þess vegna verður aðstoðarutan- ríkisráðherrann bæði að túlka torræð og stundum óvænt sjón- armið utanríkisráðherrans og hafa stjórn á stórum hópi sér- fræðinga, sem utanríkisráðuneyt- ið hefur í þjónustu sinni. Starfið er erfitt og vanþakklátt, og sum- ir segja að það sé vel til þess fallið að ríða mönnum að fullu á hinum pólitíska vettvangi. i j íðasti aðstoðarutanrík- isráðherra, Herbert Hoover yngri, var verkfræðingur að mennt og einn af þekktustu mönnum á sínu sviði, áður en hann gekk í þjón- ustu stjórnarinnar. Hann var dug- mikill og einarður í embætti að- stoðarutanrikisráðherra, e. t. v. of heiðarlegur að sumra sögn, þ. e. a. s. honum var ekki lagið að segja mönnum aðeins þann hluta sannleikans, sem þeim kom vel að heyra. Þess vegna var hann yfirleitt þögull. Hann var feim- inn við þjóðþingið og fáorður við fréttamenn. Enginn vann meira við skrifborð sitt í utan- ríkisráðuneytinu en Hoover, en hann gekk að starfi sínu með varfærni og skipulagshæfni verk- fræðingsins: hann gerði ráð fyrir að fá allar staðreyndir og öll svör á pappírinn. Meðan Dulles var veikur, varð Hoover fyrir hatrammri gagnrýni, og nú hef- ur annar maður verið skipaður í hans stað. r V^hristian Herter hefur tekið við embættinu með öllum þess kvöðum og hlunnindum. Hann fær 22.500 dollara árslaun, einkasíma til Hvíta hússins, einka aðgang að skrifstofu utanríkisráð- herrans, glænýjan kádilják og einkabílstjóra og rétt til að hafa hvítt flagg á bíl sínurtt, þegar hann ferðast erlendis. Á þessum síðustu vikum, þegar utanríkis- stefna Bandaríkjanna hefur sætt harðri gagnrýni bæði utanlands CIIRISTIAN HERTER lönd. Hann varð vottur að mikl- um skelfingum, þegar hann heim- sótti Sovétríkin, hugrið hafði fellt um milljón manns, og þeir sem eftir lifðu lögðu sér trjá- börk og annað slíkt til muhns. Uerter sneri sér síðan að blaðamennsku og flutti fyrir- lestra um stjórnfræði við Har- vard-háskólann. Árið 1931 var hann kosinn í neðri deild fylkis- þingsins í Massachusetts og varð síðar forseti hennar. Hann var kosinn í fulltrúadeild Bandaríkja- þings árið 1942, og tíu árum síð- ar var hann kosinn fylkisstjóri í Massachusetts. Uerter er vellauðugur maður, kvæntur er hann einum erfingja Standard Oilfélagsins. Hann á 4 uppkomin börn og 13 barnabörn. Hann leggur mikla stund á útilíf, göngur og veiðar. Enda þótt hann sé ekki til þess borinn, er hann meðlimur hins fræga Boston-„aðals“, enda hefur hann átt sérstöku gengi að fagna á hinum pólitíska vettvangi. Hann hefur aldrei tapað kosningum. og innan, hefur skipun Herters í embættið vakið almenna at- hygli. C hristian Herter er fæddur í París árið 1895. Hann er sonarsonur Þjóðverja, sem var flóttamaður eftir byltingarnar 1848 og fluttist til New York, þar sem hann vann sér mikinn auð sem húsameistari, en dró sig síðan í hlé til Parísar. For- eldrar hans bjuggu í París og lögðu stund á listnám. Þegar þau komu til Ameriku, gátu þau sér orð sem listamenn og máluðu m.a. veggmyndir í höfuðborgum tveggja fylkja. Herter hlaut menntun sína í New York og við Harvard-háskólann. Eftir fyrri heimsstyrjöld var hann ritari bandarísku sendinefndarinnar á friðarráðstefnunni. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum þegar bandaríska þjóðþingið neitaði að ganga í Þjóðabandalagið, og hann fékk sig fluttan í fjármála- ráðúneytið. Þar varð hann að- stoðarmaður Hoovers eldra, sem síðar varð forseti, þegar hann fór til Evrópu með hjálp til handa fórnarlömbum hungursneyðarinn- ar ,sem þá hrjáði mörg Evrópu- Aður en Eisenhower ákvað að bjóða sig fram aftur, var Herter einn þeirra manna, sem líklegastir þóttu sem forseta- efni repúblikana, enda nýtur hann mikils álits í Bandaríkjun- um. Auk þess hefur hann alla ævi lagt sérstaka rækt við utan- rikismál. Hann var formaður þeirrar nefndar Bandaríkjaþings, sem fór um Evrópu 1947 og lagði fram skýrsluna, sem varð upphaf Marshall-hjálparinnar. Hann er sannur alþjóðasinni. Uerter var skipaður að- stoðarutanríkisráðherra, vegna þess að menn bera traust til hans bæði í heimalandinu og erlendis. Hann er ekki líklegur til að beina utanríkisstefnu Bandaríkjanna inn á nýjar brautir, því hann á ekki frumleika og áræði Dean Achesons eða Roberts Lovetts. Framundan eru erfiðir tímar fyrir repúblikana, því demókratar eru andvígir utanríkisstefnu þeirra, og George öldungardeildarþing- manns nýtur ekki lengur við til að bera klæði á vopnin, eins og hann gerði þegar hann var for- Framh. á bls. 15 Selið — „dvalariieimiliu menntlinga í nýútkomnum Menntamál- um kennir ýmissa grasa. Þar er m.a. grein um félagslíf í Menntaskólanum í Reykjavík, ritiuð af Guðrúnu Erlendsdótt- ur, Hrafnkatli Thorlacius og Sveinbirni Björnssyni. í grein- inni er minnzt á Selið og Sels- ferðir menntlinga, eins og það heitir í greininni. Selið er austur í Hveragerði, reist af nemendum 1936 að fyrirlagi Pálma Hannessonar rektors. Ætlaðist hann til þc-ss að nem- endur færu þangað nokkrum sinnum á vetri til jarðfræði- iðkana, en á seinni árum hafa nemendur eingöngu farið þangað í skemmtiferðir. Við skulum nú líta á, hvað þar er gert. í greininni segir, „að hver bckkur fari þangcl' tvisv- ar til þrisvar á vetri“. „Er þar margt gert til skemmtmnar, kvöldvökur haldnar frammi fyrir arninum í hinum vist- lega sal, þar sem farið er með leikþætti, spilað á píanó og umfram allt sungið. Er þá mikið undir því komið að fá söngelskan kennara með í ferð ina, svo að hann geti haldið uppi söng. Þá geta stúlkurnar sýnt, hve góð húsmóðurefni þær eru, því að þær elda ofan í allan hópinn. En enda þótt grauturinn brenni við hjá þeim, skyggir það ekki á gleði okkar, því að oftast eiga þær gómsætar kökur í pokahorn- inu, og bæta þær upp gramt- inn, enda kann að vera, að mamma hafi haft hönd í bagga með bakstri þeirra“. — Af þessu má sjá að Selsferðir geta verið hinar gagnlegustu og góð upplyfting frá lestri og annríki. Sallust er góður — í hófi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.