Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.1957, Síða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 4. jan. 1957 Fyrir kdngsins mekt Nokkrar hugleiðingar um leikrit séra Sigurðar Einarssonar. Ég er einn af þeim mörgu hundruðum manna, sem nú hafa séð leikrit séra Sigurðar Einars- sonar „Fyrir kóngsins mekt“ í Þjóðleikhúsinu, og séð leikinn sér til óblandinnar ánægju og upp- byggingar. Það dylst engum heil- vita manni, sem leikinn sér, að þetta er eitt stórbrotnasta og viða mesta viðfangsefni, sem leikhúsið hefur haft með höndum, og mörg- um af færustu leikurum Þjóð- ieikhússins hefur gefizt þarna slíkt færi, að hinum harla sund- urlausu leikdómum ber þó saman um það, að þeir hafi ekki í annað skipti komizt hærra í list sinni. Má í þessu sambandi nefna fyrst og fremst þá þremenning- . ana Harald Björnsson, Ævar Kvaran og Val Gíslason. En þetta eitt út af fyrir sig segir nokkra sögu um gildi leikritsins, því að það á sér naumast stað, að unnt sé að leika lítilfjörlegan skáld- skap svo að list og unun sé að. En ég er líka einn af þeim mörgu liundruðum leikhúsgesta, sem ekki hafa getað látið vera að spyrja sjálfa sig um orsakir þess, af hverju vissar uppivöðslu. samar klíkur í menntalífi borg- arinnar hafa gert allt, sem þeim er unnt til þess að ófrægja þetta verk leynt og ljóst. Og svarið virðist mér ekki vera vandfundið. Leikrit Sigurðar Einarssonar fjallar um ofbeldið, ofbeldi meiri máttar þjóðar við minni þjóð, og ofbeldið er í því fólgið að kúga hana með hervaldi til þess að gangast undir stjórnskipulag, sem henni er þvert á móti skapi. Um- gjörð leiksins eru örlagaþrungnir atburðir úr sögu þjóðarinnar, en efnið og boðskapur leikritsins er sígilt. Það fjallar einmitt um eina viðkvæmustu samvizku- spumingu mannkynsins í dag og gerir hvorttveggja í senn að varpa skerandi ljósi á aðferðir og tækni ofbeldisins og kveða upp yfir því þungan áfellisdóm. Og svo hlálega vill til, að í okkar landi eru því miður til menn, sem er meinilla við alla sýni- kennslu í þeim efnum og afar ó- geðfellt að eggjandi og drengi- legt dæmi Árna lögmanns sé jafn snilldarlega dregið fram í dagsins ljós, sem Sigurður Einarsson ger- ir í þessu skáldverki sínu. Það er kommúnistaliðið, dulbúið og ó- dulbúið, sem snúist hefur til fjandskapar við þetta verk af alveg skiljanlegum ástæðum. Samanburðurinn á því, sem er að gerast í Ungverjalandi og því sem gerist á sviði Þjóðleikhússins í tveim síðustu þáttum leikrits- ins liggur svo x augum uppi. Og þá er gripið til þess ráðs að lítils- virða þetta skáldverk í von um að unnt sé að fæla íslendinga frá aðsókn að því. Og ekki hikað við að beita ósannindum og sleggju- dómum. En þetta mun algerlega mistakast. Það þýðir ekkert að reyna að telja vitibornu fólki trú um, að „Fyrir kóngsins mekt“ standi í neinum skugga af fs- landsklukku Kiljans, eins og einn leikdómari var að burðast við. Þetta eru tvö alóskyld verk. Og mjög hæpið að eftirtíminn leggi á þau þann dóm, sem kommún- istar óska. Það er líka alveg ó- þarfi, að því sé ómótmælt, sem eitt blað var að gefa í skyn, að leiknum hafi verið fálega tekið. Þetta eru bein ósannindi. Leikn- um hefur verið afbragðsvel tek- ið á öllum sýningum. Það er sannleikurinn í málinu. Frá mínu sjónarmiði er leikur- inn „Fyrir kóngsins mekt“ mjög skemmtilegur, mjög átakanlegur og um leið lærdómsríkur. Hann er voldug eggjun til varðstöðu um íslenzkt sjálfstæði og þjóð- lega menningu, orð í tíma talað, sem allir þurfa að sjá og heyra. Og hann er fallegt og rismikið skáldverk, sem er höfundi sínum til sæmdar. Fegurra og tígulegra mál hefur ekki í annan tíma heyrzt á sviði Þjóðleikhússins og leikhúsið á alþjóðar þökk skilið fyrir að hafa gert þetta leikrit svo myndarlega úr garði sem raun ber vitni. Þetta er dómur minn og fjöl- margra leikhúsgesta, sem ég hef talað við, og mér finnst að hann megi gjarnan koma opinberlega fram, af því að mér finnst þetta verk hafa sætt ómaklegri gagn- rýni, Vonandi á leikritið eftir að ganga lengi, og fjöldi manna að sjá það sér til ánægju og gagns. Leikhúsgestur. Séra Sigurður Einarsson í Holti. Sexfugur í dag: I gimar Finnbjörnsson útgerðarmaður, Hnífsdal EF AÐ líkum lætur, verður í dag glatt á hjalla vestur í Hnífsdal hjá frænda mínum Ingimar Finnbjörnssyni, verkstjóra. Hann er nú orðinn sextugur að aldri, athafna-, gleði- og fjörmaður, sem alla tíð hefur stráð ríkulega í kring um sig káíínu og glettni til ómetanlegs bragðbætis hvers- dagsréttum lífsins — og kunna menn af þessu því skemmtilegri sögur, sem þeir hafa lengur og betur notið. Ingimar hefur alla starfsævi sína verið forystumaður á sjó og landi, og þannig alltaf sterk stoð félags- og atvinnulífi byggðar- lags síns, en I-Inífsdalur hefur notið allra starfskrafta hans og lífsfjörs, því að í Dalnum okkar hefur hann átt heima frá bernsku. Ingimar Finnbjörnsson er fæddur 4. jan. 1897 að Görðum í Ingimar Finnbjörnsson Aðalvík, en fluttist til Hnífsdals 4 ára gamall með foreldrurn sín- um, þeim hjónum Halldóru Hall- dórsdóttur og Finnbimi Elías- syni Eldjámssonar. Þau voru hinar mestu mætismanneskjur bæði tvö, þó mjög hvort á sinn hátt. Hann leikandi gáfaður heimspekingur og hreinn „bo- hemé“ að eðlisfari, þótti sopinn góður, eilítið brokkgengur á stundum — hún standandi báðum fótum á jörðinni, ekkert nema gæðin og elskulegheitin fram í fingurgóma, sakleysið sjálft, sjá- andi aðeins fallegt og gott allt í kring um sig, trúar.di engu illu um eða á nokkurn mann. Þau áttu saman 11 börn. Blessuð veri minning þeirra. Ingimar ólst upp með foreldr- um sínum í Hnífsdal, við fátækt og fremur þröngan kost, eins og fleiri á þeim tíma, ekki sízt þar sem ómegð var mikil. Hann byrjaði sjómennsku þeg- ar á bamsaldri, fyrst með föður sínum, sem var formaður á eigin fleytu. Pilturinn þótti snemma vel til forystu fallinn, sakir dugnaðar og útsjónarsemi. Hóf hann snemma formennsku á stærri bátum þess tíma, var m.j. lengi hjá hinum þekkta dugnað- armanni Hálfdáni á Búð, á m/b „Dan“, þar til Ingimar sjálfur hóf útgerð og keypti m/b Njál, sem þá var einn stævsti og glæsi- legasti bótur í fiskiflota Hnífs- dælinga. Hann var mjög farsæll formaður, harðduglegur og fylg- inn sér, aflamaður og koma með afbrigðum vel að sér mönnum sökum þeirra jákvæðu og lífs- stríðsléttandi eiginleika, sem í upphafi þessa máls er að vikið. Upp úr 1940 hætti Ingimar á sjónum sjálfur og gerðist fyrst vélstjóri, en síðar verkstjóri við hraðfrystihús Hnífsdælinga, sem hann hafði átt veigamíkinn þátt í að stofna. Árið 1943 varð svo mjög alvarleg sprenging í fxysti- húsinu, sem olli hinum hörmu- legustu slysum og mun marga reka minni til þess atburðar, sem þá vakti athygli um land allt. Varð Ingimar þá fyrir miklu áfalli, sem lamað hefur heilsu hans æ síðan, þótt alla tíð og ennþá hafi hann haldið áfram hinu erfiða og ábyrgðármikla starfi sínu sem verkstjóri húss- ins. Hversu þýðingarmikið það er fyrir Hnífsdælinga, sézt bezt í ljósi þeirrar staðreyndar, að út- gerðin og starfræksla frystihúss- ins er ekki aðeins meginstoð at- vinnulífsins í Dalnum, heldur ná- lega sú einasta, sem lif og starf fólksins á staðnum fellur og stendur með. Hygg ég það allra mál, að Ingimar hafi í þessu hlut verki leyst mikinn og vanþakk- látan vanda um svo langt skeið. Og víðar hefur Ingimar komið við sögu. Útgerðarmaður hefur hann verið alla tið frá sjó- mennskuárunum og tekið mikinn þátt í hreppstjórnarmálum um lengri tíma auk annarra opin- berra starfa, sem hann hefur ver- ið kallaður til. Þá var hann um mörg ár leiðandi kraftur í U. M. F. Hnífsdælinga og formaður þess um langt skeið. Framh. á bls. 15 Kærubréfið og rækjuveið- araar við Isafjarðardjúp í Morgunblaðinu þann 9. des. sl., er birt sem frétt frá Djúpi, að í tilefni af rækjuveiðum þar með botnvörpu, hafi sýslumanninum á ísafirði verið sent kærubréf undirritað af 136 kjósendum, þar sem krafizt er, að rækjuveiðar með þessum hætti verði þegar bannaðar. Fyrirsögn þessarar fréttar í blaðinu er að nokkru leyti vill- andi, þar sem hún gefur til kynna að aðeins „smáútvegsmenn“ við Djúp standi að kærubréfi þessu. Það er að vísu rétt að smáút- vegsmenn og sjómenn hér í hér- aðinu létu nöfn sín ekki vanta undir umgetið kærubréf, enda rányrkjan, sem rækjuveiðunum fylgir komið harðast niður á þeim útvegsmönnum og sjó- mönnum, sem stundað hafa fisk- veiðar hér innan Djúps á hinum smærri bátum. Hitt vil ég svo með línum þessum upplýsa, að nöfn hinna athafnamestu og stærstu bátaútvegsmanna hér við Djúp standa og undir kæru- bréfinu og má þar til nefna fyrst og fremst Einar Guðfinnsson, Bjarna Eiríksson, Hálfdón Ein- arsson og Jakob Þorláksson, all- ir í Bolungarvík, Pál Pálsson, Hjört Guðmundsson, báðir í Hnífsdal, Guðbjart Ásgeirsson og Ásgeir Guðbjartsson, ísafirði. Allir þessir menn hafa um langt árabil rekið umfangsmikla útgerð á stórum bátum, flestir sem formenn ó þeim. Undantekningalaust, eins og áður er að vikið, má segja að allir trillubátaformenn hér í héraðinu og sjómenn á hinum smærri bát- um hafa skrifað undir kærubréf- ið, auk roskinna formanna er áð- ur stunduðu fiskveiðar á stærri bátum, en sem nú hafa, sumir hverjir, látið sér lynda að sækja sjóinn á smærri farkosti. í hópi þessara manna er að finna af- burða sjómenn og aflamenn, sem of langt yrði hér upp að telja. Menn, sem öðrum fremur hafa haft aðstöðu til að sjá og dæma um þá skaðsemi, sem rækjuveið- ar hér við Djúp hafa þegar vald- ið. Ég get ekki í þessu sambandi stillt mig um að endurtaka hér, það sem ég áður hefi opinberlega bent á. Það er þegar einn at- hafnamesti og þekktasti útvegs- maður hér við Djúp, Einar Guð- finnsson kaupm. í Bolungarvík, hugsaði sér að gera út á rækju- veiðar. Öll tæki til þessa veiðiskapar hafði hann útvegað Nemur flugumferðarstjórn í USA Gústaf Sigvaldason frá Reykjavík hefur dvalizt í Bandaríkjun- um síðan í október s. I. til þess að kynna sér flugumferðarstjórn. Er væntanlegur heim úr þessari ferð í byrjun næsta árs. Á mynd- inni sézt Gústaf kynna sér starfsemina á La Guardia flugvell- inum í New York, einum stærsta flugvelli veraldar. ser. Þetta var á eftirtektarsamir þeim tíma, sem og glöggir sjó- menn hér fóru að sjá hvílík tor- tíming ungfisks og önnur spill- ing á veiðum nytjafiska ótti sér stað með rækjuveiðunum. Fáir aðrir hér í héraðinu höfðu betri aðstöðu til þess að njóta stundar- hagnaðar af rækjuveiðum en ein- mitt þessi ötuli útvegsmaður. En svo víðsýnn var Einar á þessa hluti, að hann sá fyrir þær ó- heillaafleiðingar, sem í kjölfar þessa veiðiskapar mundu síðar fara, enda þegar á daginn komið. Hætti hann því við þessi áform sín og er maður meiri að. Rækj uveiðimenn hér við Djúp tala oft um að rannsaka þurfi hvort rækjuveiðar muni hafa í för með sér spillandi áhrif á fiski- gengd o. fl. Enginn veit þó betur en einmitt þeir að svo er. Eða kannski halda þeir, að þær millj. ónir ungfisks, sem látið hafa lífið hér við Djúp fyrir fjölda- morðsveiðarfæri þeirra, botn- vörpunni, (sem reyndar er lög- bannað veiðarfæri innan friðun- arlínunnar) muni koma á öngul. inn á línunni síðar meir? Nei, það er ekki hægt að telja neinum trú um. Rækjuveiðimenn og aðrir vita ósköp vel, að rannsókn stofu- lærðra manna í þessum efnum mundu taka langan tíma og á meðan mundi þeim kannski óátal ið verða leyft að halda áfram skemmdarstarfsemi sinni, sem ég þó verð að gera ráð fyrir að stöðvuð verði, með þeim hætti að banna botnvörpu við veiðarnar. Hafa annars ekki þessir sömu menn haldið uppi nokkurs konar rannsókrium í þessum efnum um hart nær 20 ára skeið? Allflestir þeirra hafa að vísu ekki gefið neinar upplýsingar né opinberar skýrslur um afhroð það, sem hvers konar fiskungviði hefur goldið við rækjuveiðarnar, en hins vegar óspart haldið á lofti annað veifið, þeim hagnaði, sem af þeim leiddi fyrir þjóðarbúið í heild. Engum heilvita manni, sem þekkir til þeirra spillandi afleið- inga, sem þegar hafa stafað af rækjuveiðunum, getur dottið í hug að sá hagnaður, sem af þeim leiðir, fái vegið upp á móti þeim hagnaði, sem jafnan frá fyrstu tíð hefur verið af fiskveiðum hér innan Djúps, en sem hrakað hef- ur óðfluga síðustu árin, síðan far- ið var að skafa Djúpsbotninn með botnvörpu á beztu fiskimiðunum, eftir að rækjan og hvers konar fiskungviði hafði verið upprætt á innfjörðum Djúpsins, sem sann- að er að séu þýðingarmiklar upp. eldisstöðvar nytjafiska vorra. Um skaðsemi veiða með botn- vörpu á fjörðum inni þarf engra rannsókna frekar við. Reynsla ísfirðinga af rækjuveiðum sann- ar þetta áþreifanlega eins og ég oftlega opinberlega hefi bent á; nú síðast í grein, sem birt var í 7.—8. tbl. Sjómannablaðsins Víkings, sl. sumar. Því er það, að útvegsmenn hér við Djúp, ásamt fleiri velunnur- um þessa héraðs, hafa enn á ný krafizt þess að tekið væri fyrir þær skaðsemisveiðar með botn- vörpu, sem hér hafa átt sér stað. Er ekki ofmælt þó sagt sé, að ísfirðingar biði nú í eftirvænt- ingu um, að rækjuveiðar með sama hætti og þær hafa verið stundaðar hér, verði bannaðar. Að síðustu vil ég hér með leyfa mér að gera þá fyrirspurn til æðstu ráðamanna útvegsmála hér á landi, hvort rækjuveiðar með botnvörpu hafi nokkru sinni verið leyfðar hér við ísafjarðar- djúp, eða annars staðar kringum landið? Verð ég að telja ólíklegt, að það hafi verið leyft. Vigur, 12. des. 1956. Bjarni Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.