Morgunblaðið - 22.02.1957, Page 10

Morgunblaðið - 22.02.1957, Page 10
MORCVNRT, AT)1Ð Föstudagur 22. fpbrúar 1957 W Hvers vegna kýs ég mína í Iðju og í öðrum verka- lýðsfélögum. Geta sömu örlög ekki hent okkar þjóð? Getur það únistarnir sem stjórna félaginu hafi gert neitt fyrir okkur Fé- lagslíf er ekkert og mér finnst Framh. af bls. 9 þykkja, eins og ýtt sé á hnapp. Og ég hef kynnzt því, sem gerðist á fundi sl. haust, að þegar menn í félaginu vildu ræða fé- lagsmál, þá var einum manni t.d. neitað um orðið og tillaga sem hann bar fram var ekki einu sinni lesin upp í heild né borin undir atkvæði. Slík vinnubrögð finnst mér furðuleg og mjög með öðrum hætti, en ég hafði átt að venj- ast í verkalýðsfélaginu í Bol- ungarvík, þar sem ég starfaði áður. í>ar voru félagsmál rædd fram og aftur af miklum áhuga og allir fengu tálmunarlaust að láta í ljós álit sitt. Einræðis og gerræðisstjórn kommúnista í Iðju hefur svo leitt til áhugaleysis fólksins á mál- efnum þessa stéttarfélags síns. Þetta þarf að breytast og skapa þarf almennan áhuga og samstöðu félagsmannanna um hagsmuna- mál sín. Það eru vissulega mörg vandamál óleyst eftir kyrrstöðu- stjórn kommúnista í mörg ár. Ég hef þá trú, að því megi breyta með því að fá nýja stjórn, skip- aða áhugasömum mönnum, sem ekki eru bundnir á pólitískan klafa. / pólitiskum greip- um kommúnista Ásgeir Pétursson, er starfar sem vélgæzlumaður hjá ísaga segir: Ég kýs lýðræðissinna í Iðju vegna þess að ég tel verulega þörf, félagsmönnum til hagsbóta að skipta um stjórn. Það er að vísu ekki langt síðan ég hóf að starfa í verksmáðju, eða í septem- ber sl., en það er nægur tími til þess að ég hef getað kynnzt nokk- uð starfsaðferðum núverandi stjórnar félagsins og þær finnst mér dæmalausar á ýmsan hátt. Ég hef kynnzt því á þessum tíma, hvernig félagsmönnum sem starfað hafa árum saman í verk- Ásgeir Pétursson smiðjum og greitt full félags- gjöld um mörg ár, hefur verið meinað að hafa sitt atkvæði í félaginu. Ég hef séð rangláta og einræðiskennda fundarstjórn, ég hef séð lausung og hirðuleysi í stjóm félagsins. Og það er mis- farið með stjórn félagsins í ann- arlegum tilgangi. Félagsmenn í Iðju hljóta að spyrja sjálfa sig: — Hvað er ó- hreint í pokanum? — Og við vit- um það í rauninni öll. Það er að einn pólitískur flokkur vill hafa öll ráð félagsskapar okkar í greipum sér. Þegar svo er, þá er alltaf hætta á að félag okkar sé misnotað í annarlegum og pólitísk gert á kostnað félagsmanna til þess að vinna að pólitískum hags- munum eins stjórnmálaflokks. um tilgangi. Við höfum líka orð- ið sjónarvottar að því í haust. Þegar kaupið var bundið, var íarið á bak við okkar félag, sem og önnur verkalýðsfélög. Það var gert á kostnað eins stjómmála- ílokks. Slíku hljótum við að mótmæla og það gerum við með því að kjósa lista lýðræðissinna. Hann er þannig skipaður, að við getum treyst því, að hann er ekki undir pólitískri stjórn eins né neins flokks. Hann er skipaður heiðar- legum mönnum, sem munu bet- ur gæta hagsmuna félagsmanna, en fráfarandi stjórn kommúnista gerði. Kommúnistar bjóða okkur ekkert nema kúgun Betúel Betúelsson, er vinnur 1 Kexverksmiðjunni Frón segir: Ég styð lista lýðræðissinna í Iðju, vegna þess að ég er lýð- ræðissinni og tel að völd komm- Betúel Betúelsson. únista í verkalýðshreyfingunni og aukin áhrif þeirra í alþjóðamál- um geti leitt yfir okkur öll sem þetta land byggjum hina ægileg- ustu ógæfu. Mér virðist að margt vinnandi fólk sé alltof afskiptalaust um kommúnistahættuna. Menn halda að það sé allt í lagi. Það héldu menn líka fyrr á árum t.d. í Ungverjalandi. En við sjáum ár- angurinn. í verksmiðjunni hjá okkur vinnur ein ungversk stúlka. Hún hefur orðið fórnar- dýr kommúnismans. Enn hefur hún ekki lært mikið í íslenzku, en við sem með henni vinnum, vitvim þó að hún hefur ekki flúið land af ævintýraþrá. Við vitum að hún hefur orðið að flýja grimmileg örlög, að kommúnism- inn hefur fært þjóð hennar í kúg- unarfjötra. Og ég vil segja við samfélaga ekki hent eins hjá okkur og hjá öðrum smáþjóðum, að kommún- istar byrji að herða kverkatök- in um alþýðu landsins? Þess vegna ætti hver þjóðhollur mað- ur að hugsa sig vel um áður en hann greiðir kommúnistum at- kvæði. Ég hef verið 8 ár í Iðju. Á þess- um tíma get ég ekki séð að komm t.d. hneykslanlegt að gamlar kon- ur, komnar undir sjötugsaldur eru látnar greiða fullt félagsgjald, 200 krónur. Og enn hneykslan- legra er það, að við félagsmenn- irnir skiljum ekkert hvað verð- ur um allt það fé sem kemur inn í félagsgjöldum. Á mörgum árum nemur sú upphæð hundr- uðum þúsunda króna. Sjötugur i dag: Halldór Þorsíeinsson útvegsbóndi í Vörum HALLDÓR Þorsteinsson er fædd ur á Pétursmessu, 22/2 1887 í Melbæ í Leiru. Bjuggu þar þá for eldrar hans Þorsteinn Gíslason oftast kenndur við Meiðastaði þar se^n hann bjó lengi síðan og kona hans Kristín Þorláks- dóttir af Kjalarnesi. Þorsteinn var Borgfirðingur að ætt og uppruna, sonur Gísla bónda á Augastöðum í Hálsasveit Jakobssonar og Halld. konu hans Hannesd., í Stóra-Ási Sigurðss. En faðir Gísla var Jakob smið- ur á Húsafelli Snorrason prests þar Björnssonar frá Höfn í Mela- sveit. — Er Halldór í Vörum fjórði maður frá sr. Snorra á Húsafelli, en inn rammefldi klerkur andaðist 15. júlí 1803, og hafði þá þrjá um nírætt. Halldór Þorsteinsson hefir ver- ið tryggur við átthagana: fæddur í Leirunni og búið í Garðinum. Kvæntur er hann Kristjönu Kristjánsdóttur frá ívarshúsum í Garði Jónssonar. Hefir þeim orð- ið 13 barna auðið, og lifa tólf, öll hin mannvænlegustu. Frú Krist- jana hefir reynzt manni sínum ágæt eiginkona, og ber heimili þeirra hjóna henni gott vitni. Það er mikið átak að koma upp svo stórum barnahóp. Farsæl- lega hefir til tekist um uppeldi barnanna, og má svo til orða taka, að hjónin í Vörum hafi með guðsótta og góðum siðum vígt böm sín til þjónustu við gjaf- arann allra góðra hluta. Kunnugir nágrannar segja, að vinsældir Halldórs og þeirra hjóna séu miklar og almennar í byggðarlagi þeirra. Veldur þar mestu um góðgirni í allra garð. Afbragðs félagsmaður þykir Hall dór, og forkunnar vel kann hann til sjómennsku: sjósóknari mikill og stjórnandi í fremstu röð. Var hann einn af brautryðjendum vél bátaútvegsins á Suðurnesjum. Þykir öllum gott með honum að vera, segja sveitungar hans, og get ég tekið undir það, því að einu sinni sótti ég hann heim, og er mér það yndislega minnis- stætt. Halldór hefir lengi átt sæti í sveitarstjórn og látið sér annt um kirkju og kristni, söngmaður góð- ur og rækir vel kirkju sína. Þá hefir hann og haldið óbrigðulli tryggð við bindindismálið allt frá æskudögum. Faðir hans, Þor- steinn á Meiðastöðum, var góð- femplari, og fygldi sonurinn föð- urnum á þeirri braut og fylgir enn. — Halldór hefir verið lífið og sálin í st. Framför nr. 6 í Garði suður og baráttumaður i flokki bindindsmanna. Hann var umboðsmaður stórtemplars í stúku sinni frá 1928 til 1956 sam- fleytt, og gegndi hann þeim starfa með ágætum. En starfið inn á við í stúkunni lét hann sig þó mestu skipta, og reyndist hann á þeim vettv. „reglubundinn -g starfsm. mikill" eins og dr. Páll* Eggert Ólason segir um ættföður hans, sr. Snorra á Húsafelli. — Mér er bæði ljúft og skylt að þakka Hall- dóri í Vörum, á þessum merku tímamótum í ævi hans, starf hans í þjónustu bindiridishreyfingar- innar. Ævistarfið innan ættar- garðsins og utan er þann veg, að allir góðir menn geta af heilum hug óskað honum til hamingju með það — og þá henni líka, sem hefir verið inn ljúfi lífsförunaut- ur hans. Brynleifur Tobiasson. Lúther H. Signrðsson — minning „KALLIÐ er komið, komin er nú stundin". Hinn duldi örlagaþráður lífs- ins hefur nú brostið svo skyndi- lega, sem svo oft áður. Staðreynd, sem aldrei verður umflúin, en kemur okkur samt á óvart hverju sinni. Eitthvað þessu líkt varð mér hugsað síðast liðinn föstudag, er einn starfsfélagi okkar, Lúther H. Sigurðsson, hné örendur niður á vinnustað sínum í Kassagerð Reykjavíkur. Lúther yar fæddur í Hafnar- firði 12. júlí 1911. Voru foreldrar hans, þau hjónin Sigurður Guðna son skipstjóri og Sigríður Ólafs- dóttir. Lúther ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna og dvaldi þar unz hann myndaði sitt eigið heimili 1933. Það ár, hinn 31. des- ember, giftist Lúther eftirlifandi konu sinni Lovísu, dóttur Jó- hanns Guðmundssonar skipstjóra og konu hans Sigríðar Dagfinns- dóttur. Byggðu ungu hjónin sér lítið en snoturt hús í Hafnarfirði og bjuggu þar til 1940, er þau fluttu alfarin til Reykjavíkur, þar áem hann hafði þá fengið fasta atvinnu. Þau hjónin eign- uðust þrjár yndislegar dætur, sem enn eru í foreldrahúsum, Sigríði 17 ára, Hrafnhildi 15 ára og Hafdísi 7 ára. Við „Fjörðinn" var Lúther fæddur, og fyrstu æsku- og fram- tíðardraumana átti hann þar. Oft á síðkvöldum lék hann sér með félögum sínum á ströndinni, við hinn geislum stráða sæ, er bar að landi bylgjur úthafsins með alls kyns töfratónum. Skipin skriðu að landi, útiteknir, þróttmiklir menn stigu frá borði, ánægðir með fenginn afla, glaðir og ham- ingjusamir við heimkomu og ást- vinafund. Tilfinningar og hug- myndaflug vöknuðu í brjósti hins unga manns, ásamt útþrá og starfslöngun. Hann ákvað að verða sjómaður. Lúther fór ungur „til sjós“. Nýfermdur fór hann sina fyrstu sjóferð, starfsþráin og lífsfjörið kölluðu hann til nytjaverka. Var þetta góður vinnuskóli fyrir ung. an mann, enda kom í Ijós, að hann kunni vel að meta góð hand tök, og var sjálfur fljótur að gegna kalli, er sérstaklega með þurfti. Stundaði Lúther nú sjó- mennsku samfellt í nokkur ár eða þar til, að hann varð fyrir því þunga áfalli að verða fórnar- lamb hins hvita dauða. Þetta olli því, að hann varð að hverfa af vettvangi dagsins, hverfa frá athöfnum og áhuga- málum og frá ástríku heimili, er hann unni svo mjög. Heimilið var lamað, hjörtu ást- vinanna börðust af innibyrgðum ótta. En sameiginlega voru heitar bænir sendar til Alföðurs um iíkn á þessum döpru augnablik- um, og veittu þær ávallt það von- arljós, er varð hinn dýrmæti afl. gjafi þess, að ei var látið bugast. Á þessum reynslunnar stund- um varð þó Lúther sjálfur að stíga þyngsta sporið, er hann með lamaða líkamskrafta og þunga sjúkdómsbyrði fór til Vífilsstaða, ef unnt reyndist að fá þar ein- hverja bót meina sinna. Gerðist þetta ekki aðeins einu sinni, held- ur þrisvar sinnum, að hann varð að hefja slíka göngu á sinni stuttu ævi. Fyrir viljaþrek Lúthers sjálfs og kærleiksríka þjónustu á hæl- inu, komst hann ávallt til nokk- urrar heilsu, eða svo, að hann gat sinnt sínum störfum og hugs- að um heimili sitt. Engum duld- ist þó nú að síðustu, að hann háði harða baráttu, er endaði að lok- um svo, að jarðvist hans hér varð svo skyndilega lokið. Lúther var ætíð léttur í lund, hress og kátur við störfin, með- fæddir eiginleikar og Guðsgjöf, er léttu ætíð lífsgöngu hans, svo að hann sá ávallt hinar björtu hliðar, þrátt fyrir allt. Um nær 20 ára skeið hafði Lúther verið starfsmaður í Kassa gerð Reykjavíkur hf. Nú þegar við göngum með þér s(*<<sta spöl- inn, viljum við minnast þess tímabils með kæru þakklæti. Við viljum þakka þér störf þín og trúa og dygga þjónustu öll þessi ár. Vinnan var þér svo mikils virði, að þú vannst ávallt af kost- gæfni, snyrtimennsku og áhuga að hverju, sem þú gekkst. Ég vil þakka þér jafnframt góða sam- vinnu. Engar kenndir áttir þú slíkar, að álit þitt væri óskeikult á viðfangsefnunum, heldur vild- ir þú ræða málin, hlusta á það, sem aðrir sögðu, taka tillit til þess og ná þannig sem beztum árangri i hverju verki. Vegna alls þessa var svo gott að vera og starfa með þér. Heimilisfaðir var Lúther sér- stakur, umhyggja hans var jöfn úti sem inni. Hann kunni vel að meta ástríka og umhyggjusama eiginkonu og elskuleg börn. Bezt þótti honum því heima að vera, er frí hafði hann frá' störfum, sökum þess, að hann vildi vera heimili sínu og ástvinum allt. — Þetta var eitt af hans aðalsmerkj- um, sem og er allra sannra drengja. Þegar þú ert héðan svo skyndi- lega kallaður, hafa ástvinir þínir mikið misst, og mest þeir, er næst þér standa, eiginkonan, dæturn- ar þrjár og aldraðir foreldrar. Ég sendi ykkur ástvinum hana mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég bið Guð að gefa ykkur styrk á þessari skilnaðarstundu. Allir starfsfélagar þínir þakka þér samveruna og kveðja þig nú með trega, en kæru þakklæti. Við burtför þína gleðja okkur minn- ingarnar um góðan dreng. Guð blessi þig. Vilhjálmur Bjamason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.