Morgunblaðið - 22.02.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 22.02.1957, Síða 16
Yeðrið A-stinningskaldi, slydda eða rigning öðru hvoru Hvers vegna kýs ég. Sjá bls. 9 44. tbl. — Föstudagur 22. febrúar 1957. Iðjufélagar! KOSNINGASKRIFSTOFA B-listans, lista lýðræðlssinna, í kosningunum nú um helgina verður í Verzlunarmanna- húsinu, Vonarstræti 4, III. hæð. Skrifstofan verður opin í dag frá kl. 2—7 e. h. og eru þeir Iðjuféiagar, sem vinna vilja að sigri lýðræðissinna beðnir að koma þangað á þeim tíma. Á laugardag og sunnudag verður skrifstofan opin, meðan kosning stendur yfir, þ. e. frá ki. 1—9 e. h. á laugardag og frá kl. 9 f. h. til 5 e. h. á sunnudag. Er þess vænzt, að sem flestir Iðjufélagar hafi samband við skrifstofuna og veiti þá aðstoð, er þeir mega. Stórkostleg verðhækknn n olíum og benzíni er í nðsigi f FYRRADAG var nokkrum bíl- hlössum af sandi ekið út í Tjarn- arhólmann. Árlega þarf að hækka hann og er það þá jafnan gert á veturnar þegar ísinn á Tjörninni er nógu þykkur til þess að þola bíl með hlassi. Með því að hækka hólmann verður þar vistlegra þegar krían kemur í vor og tekur að hreiðra þar um sig. (Ljóm. Mbl.) Mikið brunatjón AKUREYRI, 21. febr. — KI. 8,30 í gærmorgun var slökkviliðið kallað að vinnuskúr við klæða- verksmiðju Gefjunar. Var skúr- inn alelda er brunaverðir komu á vettvang. Það tók þá nokkuð á aðra klukkustund að ráða nið- urlögum eldsins og var þá skúr- inn ónýtur. Allt sem í honum var eyðilagðist, en það voru raf- mótorar, ýmiss konar verðmæt verkfæri og áhöld, sem Gefjun átti. Er tjónið talið nema tug- þúsundum króna. — Job. Tíðindalaust í sjó- mannadeilunni ENN stendur allt við hið sama í sjómannadeilunni. Samninga- fundir hafa engir verið haldnir frá því samningar strönduðu að kvöldi mánudagsins. Ekki er heldur kunnugt um að boðaður hafi verið sáttafundur. Búið að uthluta lóðnm í Hólognlnndshverii Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í . gær voru lögð fram svör lóða nefndar við fyrirspurn Alfreðs Gíslasonar á bæjarstjórnarfundi 17. jan. sl. og kom þetta m. a. fram í bréfi lóðanefndar: „Síðan úthlutun var hafin í Há- logalandshverfi á sl. ári hefur verið úthlutað þar lóðum undir 4 einbýlishús, eina raðhúsasam- stæðu, 46 tvílyft hús, þar með taldar 20 lóðir við Gnoðarvog, 8 blokkir (4ra hæða), 3- blokkir (10—12 hæða) og eina verzlun- arhúsasamstæðu. Auk þessa er bæjarsjóður nú að byggja á þessu svæði 4 blokkir með samtals 96 íbúðum. Má rcikna með að búið sé að úthluta á svæðinu lóðum, þar sem byggja má 7—800 íbúðir. Eftir er að úthluta lóðum fyrir 4 einbýlishús, 48 tvílyft hús, 9 raðhúsasamstæður, 1 blokk (4ra hæða) og 2 blokkir (10—12 h.). Verða væntanlega byggðar 3—400 íbúðir á þessum lóðum. f þessari tölu eru meðtaldar lóðir, sem úthlutað verður til erfðafestuhafa samkvæmt venju, í sambandi við töku landa þeirra“. Borgarstjóri minnti í þessu sambandi á að verið væri að undirbúa byggingasvæði í Kringlumýri, þar sem mundi verða lóðir undir 3000 íbúðir, en það væri mjög fjárfrek fram- kvæmd. Hvað hann greinargerð verða lagða fram frá bæjarverk- fræðingi á bæjarstjórnarfundi um þær lóðir, sem til yrðu í vor og um nýja byggingarsvæðið í Kringlumýri. Rá&herrar kommúnista hafa dregið nýja verðlagningu á langinn vegna kosninganna i verkalýðsféjögunum ÞAÐ er vitað að í aðsigi er stórkostleg verðhækkun á olíu og benzíni. Mun hið nýja verðlag sennilega ganga í gildi nú eftir helgina. Undanfarið hafa verðlagsmál olíu og benzíns legið fyrir ríkis- stjórninni, en ekki fengizt af- greidd vegna þess að kommún- Rokkmóðir uiiglingar AUSTURBÆJARBIÓ hefur hafið sýningar á „Rock and roll“-kvikmynd, en hvarvetna sem þær hafa verið sýndar hefur einhver hluti áhorfenda tryllzt, og tekið að láta illum látum, hlaupa upp á leiksvið og dansa, eða brugðið á dans í göngum og anddyrum kvik- myndahúsanna eða á götum úti. Hafa sums staðar orðíS skemmdir á húsunum í þessu tryllingsæði unga fólksins. Þó að íslendingar þyki kaldlyndir og ekki tilfinninga- menn á Suðurlandavísu, þá kom þó einnig hér til tals- verðra óláta í Austurbæjar- bíói. Unglingar ærsluðust, dönsuðu hvar sem því var við komið, æptu og skræktu eins og villimenn. Það ætlaði að ganga erfiðlega að rýma hús- ið, því þó kvikmyndinni væri lokið, þá dansaði þessi tryllti hópur unglinga eftir stnum eigin hrópum og gelti. Aðgöngumiðar að öllum sýningum eru rifnir út. Sumir patota 20—30 miða, og munu það þá vera heilu bekkirnir í skólum sem fara saman. ,,DularfuH“ skothríð upplýst Ingi R. skákmeislnri Rvíkur STÓRMEISTARINN Herman Filnik, sem keppir sem gestur Taflfélagsins á Reykjavíkur- mótinu, sem helgað er Eggert Gilfer 65 ára, varð hæstur að vinningum á mótinu. Hlaut hann 914 vinning, tapaði engri skák en gerði 3 jafntefli. Næstur Pilnik kom Ingi R. Jóhannsson, sem hlaut 8 vinn- inga og jafnframt titilinn Skákmeistari Reykjavíkur. Er þetta í annað sinn, sem Ingi hlýtur þann titil. Næstir Inga komu fimm menn jafnir að vinningum, þeir Bjarni Magnússon, Guðm. _ Ágústsson, Sveinn Kristinsson, Áki Péturs- son og Guðm. Aronsson. í síðustu umferð mótsins urðu þessi úrslit m.a.: Pilnik vann Lárus Johnsen, Ingi og Sveinn gerðu jafntefli, Áki vann Gilfer, Guðm. Ág. og Guðm Aronsson gerðu jafntefli. í gærkvöldi hófst Hraðskákmót Reykjavíkur, og átti þá að fara fram undanrás, en úrslitin fara fram á sunnudaginn. Farið á snjóbíl yiir Fjarðarheiði SEYÐISFIRÐI, 21. febrúar. — Hinn nýendurbyggði snjóbíll Þor- bjöms Arnoddssonar brauzt í dag yfir Fjarðarheiði. Mun það vera einasta bifreiðin, sem nú er í notkun á Austurlandi, því að allir vegir á Héraði eru ófærir nema fyrir svona snjóbíl. Ferðin gekk seint en slysa- laust. Geysimikill snjór er á heið- inni. — B, UNDANFARNA tvo daga hafa nokkur blaðaskrif verið um skot- hríð mikla vestur á Nesvegi að- faranótt s. I. þriðjudags. Rann- sóknarlögreglan skýrði blaðinu svo frá í gær, að mál þetta væri þegar „upplýst“. Kvað hún ekkert samband hafa verið haft við lögregluna varð- andi skothríðina umrædda nótt og enginn lögreglumaður komið þar á vettvang. Samkvæmt blaðafrásögnum hafa íbúar Nesvegar 53A, sem er bakhús, flúið að heiman, en það eru hjón með eitt bam. Svo hagar til þarna vestur frá, að næstu hús sunnan Nesvegar 53A eru Sörlaskjói 70 og 72. Fyrir nokkrum dögum kom maður frá borgarlækni í þau hús og spurð- ist fyrir um það, hvort skjóta mætti dúfur á húsunum. Var það auðsótt mál og sagðist hann koma seinna að næturlagi og vinna það verk. Ekki var þó hægt að segja nákvæmlega um, hvenær það yrði gert, þar sem sérstakt veður þarf til þess. Dúfurnar eru ekki skotn- ar að degi til fyrir allra augum, og þá ekki síst tekið tillit til barna. Þessa umræddu nótt voru skotn ar 18 dúfur á húsunum nr. 70 og 72 við Sörlaskjól. Skyttan stóð við Nesveg 53A er hún skaut 3 þeirra, en hafðist annars við á lóðinni við Nesveg 55. Dúfur voru skotnar á fleiri stöð um þessa nótt, þar sem kvartað hafði verið undan þeim. f sambandi við blóðbletti á hlið hússins við Nesveg, kvaðst lög- reglan hafa fundið þar tvo blóð- uga fjaðrastúfa, en annað ekki. Úfvarpið líka! ÚTVARPIÐ, sem tekið hefur kr, 5 fyrir orðið í auglýsingum sín- um, ákvað að hækka orðið um eina krónu. Mun útvarpið hafa talið sér fært að fara að dæmi annarra ríkisfyrirtækja, sem gengið hafa á undan á verðhækk- unarbrautinni. Verðlagseftirlitið er nú komið í málið og hefur það til athug- unar. istar hafa fyrir hvern mun viljað draga það á langinn vegna kosn- inganna í verkalýðsfélögunum, sem staðið hafa yíir. Viðskipta- málaráðherra kommúnista hafði þegar fyrir áramót gefið olíu- innflytjendum fyrirheit um nýja verðlagningu á olíu og benzíni, en síðan hefur hann legið á mól- inu. „Þjóðviljinn" hefur undan- farið verið að búa almenning undir, að þessi verðhækkun væri í aðsigi og viðhaft þau ummæli, að ekki mundi reyn- ast unnt að standa til lengdar á móti verðhækkun. Það er skiljanlegt að kommún- istar hafi lagt sérstaka áherzlu á að draga þetta mál vegna kosn- inganna innan verkalýðsfélag- anna. í kosningaáróðrinum hafa kommúnistar stöðugt haldið því fram að engar verðhækkanir séu í aðsigi. Stórfelld hækkun á olíu og benzíni, sem er meðal brýn- ustu nauðsynjavara, mundi því hafa komið kommúnistum illa, ef sú ráðstöfun hefði verið gerð heyrinkunn fyrir kosningarnar í félögunum. Hafa kommúnistar sérstaklega í huga kosningarnar í „Iðju“, sem þeir telja mjög ör- lagaríkar. Sú verðhækkun á olíu og benzíni, sem nú er í uppsigi- ingu, mun hafa miklar afleið- ingar, enda verður þar um stórkostlega hækkun að ræða. Nýlt leikfélag í Kópa- vogi sýnir „Spansk; fluguna' í BYRJUN janúar sl. var stofnað leikfélag í Kópavogi, Leikfélag Kópavogs, af rúmlega 40 áhuga- mönnum og konum. Leikstjóra var ráðin frú Ingi- björg Steinsdóttir og í samráði við hana var „Spanskflugan“ eft- ir Arnold og Bach valin sem fyrsta verkefni félagsins. „Spanskflugan" verður frum- sýnd í barnaskólanum í Kópa- vogi nk. laugardagskvöld kl. 8,30 e.h. og síðan verða tvær sýningar á sunnudag, kl. 3 og kl. 8,30. Því nær allir leikendur I „Spanskflugunni“ koma hér 1 fyrsta sinni fram á leiksviði. „Spanskflugan“ mun ekki hafa verið leikin í Reykjavík síðan 1926, en þetta er meðal hinna allra vinsælustu leikrita þessara frægu gamanleikjahöfunda. Fulltrúar Sjálfstœðis- félaganna í Reykjavík ÞEIR umdæmafulltrúar, sem enn hafa ekki haft samband við skrifstofu fulltrúaráösins í Valhöll, Suðurgötu 39 eru áminntir um að hafa tal af skrifstofunni nú þegar í dag, — sími 7103 og 81192.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.