Morgunblaðið - 28.03.1957, Síða 1
44. árgangur
73. tbl. — Fimmtudagur 27. marz 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hótanir Rússa við Norðurlönd
vekja furðu og gremju
Síðusta flökin
nr Snez-sknrði
Kaíró 27. marz.
TALSMAÐUR S. Þ. tilkynnti í
daga í Kaíró, að nú væri alger-
lega búið að hreinsa siglingaleið-
ina um Súez-skurðinn, en síð-
asta skipsflakið var dregið til
Timsan-vatns nálægt Ismailíu í
dag og afhent egypzku yfirvöld-
unum. Nú eru aðeins tvö flök eft-
ir í skurðinum, eða réttara sagt
í höfninni í Port Said. Verður
annað þeirra dregið burt í þess-
ari viku, en hitt fyrstu dagana í
apríl. En þau hindra ekki sigling-
ar um skurðinn eins og stendur,
sagði talsmaðurinn.
Frá Reuter.
ítalir fá auðugustu
olíulindir Austurlundu
Róm, 27. marz.
FYRIR nokkrum dögum voru undirritaðir samningar milli írans-
stjórnar og ítalsks olíufélags, sem munu hafa afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir olíulöndin fyrir botni Miðjarðarhafs og í Suður-
Ameríku. Þeíta gerðist meðan athygli heimsins beindist að Súez-
skurðinum og Gaza-skikanum, og þess vegna hefur því ekki verið
gefinn sá gaumur, sem ætla hefði mátt. ítalska olíufélagið, sem
hér um ræðir, heitir Eni-Agip og er að miklu leyti í höndum
ríkisins.
London, 27. marz. Frá Reuter-NTB:
1>RÉF BULGANINS forsætisráðherra Rússa til Gerhardsens forsætisráðherra Norðmanna
hefur vakið mikla gremju meðal stjórnmálamímna víða um heim. Það vekur furðu
manna, að Búlganin skuli hóta Norðmönnumofbeldi, ef þeir leyfi erlendu herveldi, fjand-
samlegu Sovétríkjunum, herstöðvar í Noregi. Eisenhower sagði á fundi við frétta-
menn í dag, að orðsending Búlganins væri algerlega óafsakanleg. Hverri frjálsri þjóð
væri það í sjálsvald sett, hvaða ráðstafanirhún gerði heima fyrir til að tryggja öryggi
sitt. Formælandi brezku stjórnarinnar lét svo ummælt, að það væri vandi að sjá, hvernig
smáríki eins og Noregur gæti ógnað öryggi Sovétríkjanna. I Bonn er þessi orðsending
talin þáttur í herferð Rússa gegn smáríkjum, og þá einkum Norðurlöndum. I þessu sam-
bandi er minnt á, að Rússar hafi nýlega sakað Svía um að hafa gert tilraun til að grafa
undan ráðstjórninni í Eystrasaltsríkjunum. Þá má einnig minna á heiftarlega árás Ísvestía,
aðalmálgagns ríkisstjórnar Sovétríkjanna, á Finna, en í gær flutti það grein, þar sem
því var haldið fram, að hernaðarsinnar og fasista-klíkur væru að færa út starfsemi
sína í Finnlandi og gerðu það undir því yfirskini, að þeir bæru varnir landsins fyrir
brjósti.
f bréfi sínu tií Gerhardsens Ieitar Búlganin hófanna um nánara
samstarf Rússa og- Norðmaima í þeim anda, sem var móiaður,
þegar Gerhardsen heimsótti Moskvu í fyrra. Jafnframt er fjölyrt
um þá hættu, sem Norðmömium stafi af herstöðvum í landinu og
af aðild að Atiantshafsbandalaginu. Ef til styrjaldar komi, muni það
óhjákvæmilega hafa í för með' sér mikla eyðileggingu í Noregi.
Á hinn bóginn be-ndir Búlganin á þá mörgu kosti, sem
vera mundu því samfara að Norðmenn og Norðurlöndin öll
ættu Sovétríkin að öruggum vini og nágranna. Hann kveðst
samt ekki vilja gera tilraun til að knýja Norðmeim til að
ganga úr Atlantshafsbandalaginu. Enda þótt Norðmenn hafi
ekki enn leyft erlendu ríki herstöðvar í landi sínu, þá vofi
sú hætta stöðugt yfir, að stríðsóðir yfirgangsseggir noti
landið að Norðmönnum fornspurðum og ráðist á Sovét-
ríkin. Það sé þetta, sem Rússar óttist.
Samningarnlr taka til nýrra
auðugra olíulinda nálægt Qum,
hinni fornhelgu borg Persa, um
200 km fyrir sunnan Teheran. —
Samkvæmt þeim eiga Fersar að
fá 70% af ágóðanum af olíuvinnsl
unni, en ítalska félagið 30%. —
Qum-olíulindirnar voru upp-
götvaðar árið 1951, þegar Mossa-
degh var enn við völd í íran.
Það voru svissneskir jarðfræðing-
ar sem fundu þær, þegar þeir
voru að störfum fyrir persneska
Framh. á bls. 2.
Punktalínan sýnlr olíulelSsIurnar, sem ítalir hyggjast gera frá
olíulindunum í Qum til Miðjarðarhafs.
Honum barst hótanabréf
BúLganLn. boðar auklnn styrk
V arsj árbandalagsins
Moskvu, 27. marz.
BÚLGANIN, forsætisráðherra
Rússa, sagði í dag, að Eisenhower
og Macmillan hefðu staðfest það
á Bermuda-ráðstefnunni, að þeir
væru staðráðnir í að halda áfram
vígbúnaðarkapphlaupinu og
þeirri stefnu sinni að skipta heim
inum í hernaðarblokkir. Lét hann
þessi orð falla á „vinafundi“
Rússa og Ungverja í Moskvu. —
Jafnframt sagði hann, að Eisen-
hower og Macmillan hefðu neit-
að að verða við tilmælum hans
um að hætta við vetnissprengju-
tilraunir, en hins vegar hefði
orðið samkomulag um það á Ber-
Þetta þykir mjög athyglisvert,
þar sem sú regla hefur' hingað til
gilt um olíuvinnslu í Austur-
löndum nær, að ágóðanum væri
skipt til helminga.
MIKILVÆGT SKREF
Samningarnir voru undirritað-
Ir af forseta Enl-Agip, Mattei,
sem hafði átt langar viðræður
við Segni forsætisráðherra, eftir
að hann kom frá íran til Róma-
borgar. Með samningunum hafa
ítalir stigið mikilvægt skref til
að tryggja sér sinn hluta af olíu
Austurlanda og hafa spilað út
stóru trompi með því að fara að
eins fram á 30% af ágóðanum.
Afleiðingarnar eru ófyrirsjáan-
legar.
Setja þarf upp ítalskt-pers-
neskt olíufélag, þar sem pers-
neska stjórnin mun eiga 49% af
hlutabréfunum, en ítalska olíu-
félagið 51%.
Kadar: Yið gálum ekki byggt
stjórn okkar á vilja fólksins
f DAG réðst Janos Kadar, hinn
rauði kvislingur Ungverjalands,
á júgóslavnesku leiðtogana Kar-
delj varaforseta og Popovic utan-
ríkisráðherra, og sagði að afstaða
þeirra til byltingarinnar í Ung-
verjalandi í október sl. hefði ver-
ið „and-marxisk og líkari afstöðu
Dulles og Radio Free Europe“.
Kadar sagði m.a. „Sú tillaga
Kardeljs, að við skyldum byggja
stjórn okkar á bæja- og sveita-
ráðum var óframkvæmanleg, þar
sem það voru einmitt þessi
ráð, sem hvöttu til uppreisnar
gegn stjórninni“. Kadar sagði, að
komið hefði verið á kommúnista-
stjórn í landinu „tiltölulega frið-
samlega" í upphafi, og að stjórn-
in hefði leyft borgaralega þenkj
andi mönnum að halda nokkru
af áhrifum sínum. Þetta væri á-
stæðan til þess, að hin borgara-
legu öfl hefðu komið fram með
nokkrum krafti í október sl.
Kadar sagði, að rússneskir her-
ir hefðu aldrei ráðizt á fullveldi
Ungverjalands. „Það voru þeir,
sem vernduðu þjóðlegt frelsi
okkar“, sagði hann að lokum.
muda, að Bandaríkjamenn sæju
Bretum fyrir fjarstýrðum eld-
flaugum .
Með því að taka við þessum
vopnum, tekst brezka stjórnin á
herðar mikla ábyrgð, sagði Búlg-
anin. Hún verður að standa þjóð
sinni reikningsskap slíkra gerða.
Búlganin hélt því fram, að
vaxandi misklíð á alþjóðavett-
vangi stafaði af „starfsenri
ákveðinna heimsvaldasinna á
Vesturlöndum, sem beint væri
gegn sósíalistaríkjunum, og af
íhlutun þessara sömu afla í
málefni nálægra Austurl.“ Með
tilliti til þessa og til vaxandi
hernaðarstyrks Atlantshafs-
bandalagsins, sagði Búlganin,
að Rússar og Ungverjar væru
ákveðnir að gera allt, sem þeir
gætu, til að styrkja Varsjár-
bandalagið.
Frá Reuter—NTB
KJARNORKUTILRAUN-
IR RÆDDAR FYR5T
*
London, 27. marz. Frá Reuter-NTB.
¥jAÐ var tilkynnt í London í kvöld, að Vesturveldin hefðu fallizt
“ á þá tillögu Rússa, að afvopnunarnefnd S.Þ. sem nú situr á
rökstólum fvrir luktum dyrum í London, taki fyrst til umræðu
tilraunir með kjarnorkuvopn. Upprunalega hafði Jules Moch, full-
trúi Frakka, lagt til, að fyrst yrði tekin til umræðu spurningin um
niðurskurð á herafla, vopnum og hernaðarútgjöldum, síðan eftirlit
með herflutningum og herafla stórveldanna, þá niðurskurður á
kjarnorkuvopnum, útrýming þeirra eða eftirlit með þeim, og loks
í fjórða lagi tilraunir með vetnis- og kjarnorkuvopnum.
Rússar héldu því fram, að
mestar líkur væru á árangri af
umræðum nefndarinnar, ef síðast
nefnda atriðið yrði tekið fyrir
fyrst. Mun nefndin að líkindum
einnig ræða tillögu Eisenhowers
og Macmillans á Bei-múda-ráð-
stefnunni um, að alþjóðlegir eft-
irlitsmenn fylgist með tilraunun-
um.
Það er nýlunda á fundum af-
vopnunarnefndarinnar að haga
umræðum þannig, að eitt efni sé
tekið fyrir og afgreitt í eiitu, en
það var Harold Stassen, fulltrúi
Bandaríkjanna, sem kom fram
með tillöguna um þessa tilhögun,
þegar nefndin kom saman 18.
marz. Er talið líklegt, að meiri
árangur náist, sé umræðum hag-
að þannig.