Morgunblaðið - 28.03.1957, Síða 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
flmmtud. 27. marz 1957
S.Í.F. aðili að olþjóða-
samtökum Fariugla
AÐALFUNDUH Farfugladeildar
Keykjavíkur var haldinn 4.
mnarz sl.
Starfsemi félagsins var með
miklum blóma eins og undanfarin
ár.
Á þingi Alþjóðasambands Far-
fugla, sem haldið var í Skotlandi
í ágúst sl. var Bandalag íslenzkra
Farfugla gert að aðalmeðlim sam-
takanna, en undanfarin ár hefur
það verið aukameðlimur.
Farnar voru tvær hópferðir til
Skotlands á vegum félagsins og
ferðazt þar á hjólum. Þátttakend-
ur í ferðum þessum tóku þátt í
alþjóðamóti Farfugla, sem haldið
var í Edinborg dagana 10.—12.
ágúst sl. Næsta alþjóðamót og
þimg Farfugla verður haldið í
Hollandi í ágúst nk.
Undanfarin ár hefur þeim
stöðugt fjölgað, sem ferðazt hafa
erlendis og notið gistingar í far-
fuglaheimilum. Árið 1955 gistu
íslenzkir Farfuglar í 9 löndum,
samtals 1928 nætur, en árið áður
voru gistinætur erlendis 435. —
Undanfarin sumur hafa Farfugl-
ar haft skólastofu í Austurbæj-
arbarnaskólanum til gistingar fyr
ir erlenda Farfugla. Einnig hafa
Farfuglar haft aðgang að gistingu
að Reynihlíð við Mývatn og í
Hreðavatnsskála. Síðastliðið sum-
ar gistu erlendir Farfuglar hér á
landi í samtals 637 nætur, en árið
áður í 420 nætur. Fyrirkomulag
gistinga fyrir erlenda Farfugla
verður með svipuðu sniði og ver-
ið hefur undanfarin ár. Reynt
verður að fjölga gististöðum úti
á landi eins og auðið er.
Farnar voru helgar- og sum-
arleyfisferðir hér innanlands á
vegum félagsins. Þátttaka í öll-
um þessum ferðum var mjög
góð.
Um hvítasunnuna var að venju
farin skógræktarferð í Sleppugil
í Þórsmörk, en það hafa Farfugl-
ar fengið til umráða og hefur
verið unnið þar mikið að skóg-
rækt. Þetta var í sjötta skipti,
sem farin var skógræktarferð í
Þórsmörk og eru þessar ferðir
orðnar fastur liður í starfi fé-
lagsins. Unnið var jöfnum hönd-
um að gróðursetningu, grisjun og
við að hefta uppblástur.
Haldið hefur verið uppi miklu
félagsstarfi á vetrum. Skemmti-
fundir voru haldnir og sáu fé-
lagsmenn um skemmtiatriðin. —
Einnig voru haldin reglulega
tómstundakvöld og voru þau til
húsa í Golfskálanum.
Eitt mesta velferðarmál félags-
ins er að koma upp gisti- og fé-
lagsheimili hér í Reykjavík. Á
síðastliðnu ári var félaginu út-
hlutað lóð við Rauðalæk fyrir
væntanlegt félagsheimili, en það
hefur ekki enn verið hægt að
hefjast handa um byggingu,
vegna þess að fjárfestingarleyfi
'hefur ekki fengizt.
í undirbúningi er að hefja út-
gáfu á félagsblaði er flytji inn-
lendar og erlendar fréttir af fé-
lagsstarfseminni ásamt ferðasög-
um og fleiru.
í fundarlok var lesin upp ferða-
áætlun sumarsins, og er hún fjöl-
breytt að vanda.
í stjórn félagsins voru kosin:
Ari Jóhannsson formaður, Ragn-
ar Guðmundsson varaformaður,
Helga Kristinsdóttir gjaldkeri,
Helga Þórarinsdóttir spjaldskrár-
ritari, Þorsteinn Magnússon rit-
ari, Þórður Jónsson og Svavar
Björnsson meðstjórnendur. Vara-
menn: Ólafur Björn Guðmunds-
son og Haukur Helgason.
Urvals hænu-ungar
8 vikna gamlir, verða til sölu í apríl og maí. 35 kr. stykk-
ið. Upplýsingar í síma um Brúarland, eða síma 1325 í
Reykjavík kl. 9—10 f.h.
Matthías Einarsson, Teig, Mosfellssveit.
5 herbergga
ný uppgerð íbúS
í Grafarholti við Vesturlandsveg er til leigu.
Hitaveita. — Upplýsingar í síma 82515.
Tilboð óskast
í Cessna flugvélina TF-DVD í því ástandi sem hún nú
er og er hún til sýnis hjá Flugskólanum Þyt á Reykjavík-
urflugvelli daglega milli 11—12 f.h. og 4—5 e.h.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir kl. 3 e.h.
fostudaginn 5. apríl og verða tilboðin þá opnuð. Áskiljum
oss rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Trygging h.£,
Vesturgötu 10 — Reykjavík
Þáttaskil í íslenzkri
ntenninga — lostian
MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLANDS
er hæsti réttur íslenzkrar menn-
ingar. Ráðið metur til launa
menningarafrek íslenzkra manna
og skipar þeim í flokka að verð-
leikum. Ríkislaunin ein eru þó
miklu léttvægari á þeim meta-
skálum heldur en virðing sú og
kynning, sem mat þetta veitir.
Formaður ráðsins er því æðsti
prestur þjóðar vorrar í öllum
menningarmálum. Þess er því að
vonum beðið með mikilli óþreyju,
að slíkur maður hefðji upp raust
sína.
Nýr formaður er kominn fram
á sviðið — og hann hefir talað.
í útvarpsþættinum Brúðkaups-
ferðin var hr. Helgi Sæmtmdsson,
formaður Menntamálaráðs ís-
lands, einn af getmönnum. Ung
brúður var kjörin af Ríkisútvarp-
inu sem verðlaunahafi. Hún
skyldi óska sér einnar óskar
á þessum tímamótum. Ósk henn-
ar var sú að vera (eða verða?)
kynbomba. Nú mun það vefjast
fyrir mörgum sveitamanni, hvað
þetta orð þýði. Vér, sem séð höf-
um amerískar kvikmyndir vitum
þó betur. Kynbomba er kona,
sem með látæði sínu höfðar til
kynhvata karla. Göngulagið minn
ir á ær um fengitíma eða hryssur
með hestalæti. Munur er sá einn,
að hjá tvifætlingum gætir þessa
jafnt í bak og fyrir.
Formaður Menntamálaráðs byrj
aði getraunina. Ekki varð honum
hugsað til hinna klassisku lista,
sem forverar hans hafa verið að
bjástra við. Ósk Salómons um
viturt hjarta var og víðs fjarri
hugskoti hans, enda bein Saló-
riions löngu fúnuð. Augu for-
mannsins beindust fyrst að lík-
ama konunnar og klæðum, sér-
staklega þeim innstu. Með góð-
mótlegri handleiðslu stjómand-
ans færðist hann nær réttu
marki. Formaðurinn var ekki
einn um hituna, en líkt og kóngur
á veiðiför skýtur að lokum
bundna hjörtinn, hitti hann að
lokum í mark. Annað hefði ver-
ið mesta ósvinna.
Innan skamms kemur hér sjón-
varp. Mættum vér þá ekki eiga
von á framhaldsmenntun á þessu
kjörsviði formannsins? Það væri
ekki ónýtt íslenzkri menningu að
kynnast þannig lostkvendum til
orðs og æðis undir öruggri hand-
leiðslu formanns Menntamála-
ráðs íslands.
Jón A. Gissuararson.
Syngjandi páskar
Mynd þessi var tekin á æfing*
hjá Félagi ísl. einsöngvara, sem
ætlar að efna til fjölbreyttrar
kabarettsýningar 7. apríl nk,
undir nafninu „Syngjandi pásk-
ar“. Verður kabarett þessi með
svipuðu sniði og í fyrra, en þá
hélt félagið 6 sýningar við ágæta
aðsókn og góðar undirtektir. Á
myndinni sjást, talið frá vinstri:
Bjarni Bjarnason, (formaður fé-
lagsins), Guðmundur Guðjóns-
son, Gunnar Kristinsson, Þuríð-
ur Pálsdóttir, Svava Þorbjarn-
ardóttir, Ketill Jensson, Guð-
munda Elíasdóttir, Kristinn Halls
son og fjórir úr hljómsveit Bjöms
R. Einarssonar. Ýmsir fleirl
skemmtikraftar taka þátt í sýn-
ingunni auk þessara, er hér sjást,
(Ljósm. Þorv. Ágústsson).
ÞJÓÐVERJAR EFLA ENN
SJÁVARÚTVEG SINN
Þingið j Bonn hefur í viðbót
við það, sem fyrir var, veitt sem
svarar 160 millj. króna til sjávar-
útvegsins, ýmist sem 3% lán eða
beinan styrk.
Hér er illa búið með fé að
þeim sjóði, sem aðallega veitir
stofnlán til sjávarútvegsins, Fisk
veiðasjóði íslands, og líður þessi
undirstöðuatvinnuvegur þjóðar-
innar veruleg fyrir það, og ýmsa
aðra skammsýni, eins og það að
bannaður skuli vera innfiutning-
ur á fiskiskipum.
Aðalfundur Félags ísl. myndlistermanna
AÐALFUNDUR Félags íslenzkra
myndlistarmanna var haldinn i
Baðstofu iðnaðarmanna, þriðju-
daginn 19. marz s.l. Stjóm félags-
ins var endurkjörin, en í henni
eiga sæti:
Svavar Guðnason, formaður;
Valtýr Pétursson gjaldkeri; og
Hjörleifur Sigurðsson, ritari.
í sýningarnefnd félagsins voru
þessir kjömir:
Málarar: Þorvaldur Skúlason;
Sigurður Sigurðsson; Jóhannes
Jóhannesson; Svavar Guðnason;
Sverrir Haraldsson.
Myndhöggvarar: Ásmundur
Sveinsson; Sigurjón Ólafsson;
Magnús Árnason.
Fulltrúar á aðalfundi Banda-
lags íslenzkra listamanna voru
kosnir:
Ásmundur Sveinsson; Kjartan
Guðjónsson; Jóhannes Jóhannes-
son; Karl Kvaran; Hörður Ágústa
son.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi ályktun:
„Aðalfundur Félags íslenzkra
myndlistarmarma beinir þeirri
áskorun til Aiþingis, nú er í hönd
fer endurskipulagning á úthlutun
listamannalauna, að hlutur yngri
listamanna verði ekki fyrir borð
borinn meir en orðið er“.
Auglýsing
Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavik f.h.
bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði verða lögtök
látin fara fram fyrir ógreiddum:
fasteignag j öldum
lóðaleigugjöldum
brunabótaiðgjöldum,
sem féllu í gjalddaga 2. janúar sl., að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 27. marz 1957.
KR. KRISTJÁNSSON.
Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn
Frá T. jan. til 1. maí: Herbergi með morgunkaffi frá d. kr. 12.00.
HOLMENS KANAL 15 — C. 174.
í miðborginni — rétt við höfnina.
Stangaveiðifélag AKRANESS
ASalfundur
Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn sunnudaginn
31. marz kl. 1 e.h. að Hótel Akranes.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. — Mætið stundvíslega.
STJÓRNIN.
— Hæstaréttardómur
Framh. af bls. 6
mann sinn vinna það. Eru því
eigi heldur efni til að fella niður
skaðabótaskyldu gagnáfrýjanda
samkvæmt 26. gr. laga nr.
20/1954, að því leyti sem tjónið
var vátryggt. Ber samkvæmt
þessu að dæma gagnáfrýjanda til
að greiða aðaláfrýjanda krónur
11.128.50 með vöxtum, eins og
krafizt er, og málskostnað í hér-
aði og fyrir Hæstarétti, samtals
kr. 3500.
Dómsorð mitt er því, segir
Gizur áð lokum:
Gagnáfrýjandi, Magnús Árna-
son, greiði aðaláfrýjanda, Almenn
um tryggingum hf., kr. 11.128.50
ásamt 6% ársvöxtum frá 20. októ-
ber 1954 til greiðsludags og kr.
3500.00, málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti.