Morgunblaðið - 28.03.1957, Side 16

Morgunblaðið - 28.03.1957, Side 16
Veðrið Austan kaldi. Skýjað með köflum 73. tbl. — Fimmtudagur 27. marz 1957. Byggja þarf....... Sjá grein Bjarna Ben. á bls. 9. Frystihúsið í Tálknafirði gjoreyðileggst í eldi Patreksfirði, 27. marz. UM þrjúleytið síðastliðna nótt eyðilagðist frystihúsið að Tungu í Tálknafirði í eldsvoða. Kom eldurinn upp í beitingaskúr, sem stóð um hálfan metra frá frystihúsinu og lsestist þaðan í þak aðgerðarbyggingar, sem áföst var við frystihúsið. Ekki tókst að bjarga neinum vélum, en 2500 kössum af frystum fiski og nokkrum tonnum af beitu var bjargað úr fiskgeymslu hússins. Skömmu áður en eldsins varð vart, hafði maður verið við vinnu í beitingaskúrnum. Yar hann ný- kominn heim, er hann sá að skúr- inn stóð í báli. Gerði hann þeg- ar aðvart um eldinn, bæði mönn- um sem voru við vinnu í öðrum beitingaskúr skammt frá, og ekki höfðu orðið neins varir og einnig út um sveitina. Dreif fólk þegar að frystihúsinu. Ekkí voru önnur tæki til að slökkva eldinn með en vatnsfötur og handslökkvitæki og varð því lítt við eldinn ráðið. Ekki var hægt að koma boðum til Patreksfjarðar um eldinn fyrr en löngu eftir að kviknaði í, en þangað var ekki bílfært. Fór bát- ur þegar af stað þaðan með slökkvidælur og mannafla, en hann kom eigi fyrr en eldurinn hafði verið slökktur. Læstist eldurinn fljótlega úr þaki beitingaskúrsins í viðbótar- byggingu frystihússins sem var notuð sem aðgerðarhús. Þaðan læstist hann í þak vinnusalsins. Eftir að svo var komið var öll áherzla lögð á að verja fisk- geymsluna en í henni voru 2500 kassar af frystum fiski og nokkr- ar lestir af vertíðarbeitu. Tókst að verja þennan hluta hússins að mestu og bjarga vörunni, nema umbúðir á nokkrum köss- um skemmdust vegna reyks og vatns. Allt slökkvistarfið var mjög erfitt og áhættusamt. Um tíma urðu slökkvistarfsmennirnir að yfirgefa húsið, vegna þess að „amoníak“-tæki sprungu og streymdi „amoníakið" út. Var þá mikil sprengingarhættá í húsinu. Af sprengingu varð þó ekki. Hefur byggðarlagið orðið fyrír geysilegu tjóni við bruna þenn- an, en engu varð bjargað öðru en fiskinum. Standa aðeins vegg- irnir eftir af húsinu. Brunnu þarna tvær vélasamstæður, tvær pressur og yfirleitt allt sem í húsinu var, m.a. mikið af veið- arfærum mb. Tálknfirðings sem geymd voru í beitingaskúrnum. Húsið var að flatarmáli 650 ferm. og var vágtryggt fyrir um 1 millj kr. í dag kom María Júlía með fiskinn sem bjargað var úr frysti húsinu hingað til Patreksfjarðar til geymslu, svo og beituna. Ekki er kunnugt um eldsupp- tökin. — Karl. Skókeinvígið SJÖUNDA skákin í einvígi þeii-ra Hermanns Pilniks og Friðriks Ólafssonar hófst í gærkvöldi. — Fara hér á eftir þeir leikir, sem kunnugt var um, er blaðið var búið til prentunar: Pilnik hafði hvítt, — Friðrik Enn dufl FRÉTTARITAÍII Mbl. á Ak- ureyri símaði í gærkvöldi að enn hefði tundurdafl komið í vörpu hjá einum togaranna. Er þetta í þriðja skiptið á viku tíma, sem togarar verða að leita hafnar vegna tundur- dufla, sem komið hafa í vörp- una er skipin hafa verið að veiðum. Slys hafa til allrar hamingju ekki orðið á mönn- um né tjón á skipum. í þetta skipíið er það togar- inn Harðbakur frá Akureyri. Var hann á Sléttugrunni er duflið kom í vörpuna og vissu skipsmenn ekki fyrri til en að það kom meá fiskkösinni úr vörpunni inn á þiifarið. Ekki var vitað í gærkvöldi hvort duflið væri virkt eða óvirKt. Togarinn hætti þegar veiðum og hélt álciðis til Akureyrar, en þangað kom í gær tundur- duflasérfræðingur Landhelgis- gæzlunnar, Haraldur Gíslason. Togarinn var væntanlegur í nótt er leið. Myndin er af Vickers Viscount flugvél sömu gerðar og hinar tvær nýju vélar Flugfélags íslands eru. Fundur i fulltrúaráði S j á I f st æð/sfé I a ga n na: Fjölmargir forystumenn verkalýðs- félaganna rceða verkalýðsmál FULLTRÚA- og trúnaðarmanna- ráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykja vík hélt fjölmennan fund í Sjálf- stæðishúsinu á þriðjudagskvöld. Framsögumenn á fundinum voru: Bjarni Benediktsson, alþm., og Gunnar Helgason, erindreki. — Ræddi Bjarni um ferð sína til Finnlands á þing Norðurlanda- ráðsins, sem haldið var þar nú nýverið. Gunnar Helgason talaði um þróun verkalýðssamtakanna og það helzta, sem gerzt hefur í verkalýðs- og atvinnumálum nú siðustu mánuðina. Á eftir urðu mjög f jörugar um- ræður um atvinnu- og verkalýðs- mál og tóku eftirtaldir menn til máls: Guðjón Sverrir Sigurðsson, form. Iðju; Guðr.i Árnason, form. Trésmiðafélags Rcykjavíkur; Friðleifur í. Friðriksson, form. Þróttar; Sverrir Gíslason, form. Fél. prentmyndasmiða; Stefán Hannesson, form. Óðins; Magnús Guðmundsson, form. Matsveina- félags S.M.F.; Haraldur Guð- mundsson, form. Verkstjórafé- lagsins Þórs; Guðmundur H. Garðarsson, form. V.R.; Ólafur Vigfússon, sjómaður; Guðjón Hansson, bifreiðarstjóri; Haukur Hjartarson, verkaniaður; og Svavar Gests, hljóðfæraleikari. Æskufólk utan af landi kemur saman 5.U.5. efnir til kynningarkvolds FYRIR nokkru var írá því sagt á Æskulýðssíðu Sambands ungra Sjálfstæöismanna í Morgunblaðinu, að stjóm S.U.S. hefði ákveðið að koma á föstúm samkomum hér í bænum með ungurn Sjálfstæðismönnum utan af landi. Hér í bænum dvelst vetrar- langt mikill fjöldi ungs fólks utan af landi. Þetta fólk stundar hér sumt nám við ýmsa framhalds- skóla bæjarins, en auk þess er hér að sjálfsögðu æskufólk, sem vinn- ur að ýmsum störfum. Þetta fólk dvelst eins og sagt var hér vetrar- langt, en hverfur síðan heim til sín yfir sumarið, þar sem það vinnur að framleiðslustörfum við sjó og í sveit yfir sumarmánuð- ina. 1. e4 Rf6 OG STARF ir. — 2. e5 Rd5 Mikill fjöldi þessa unga fólks I kvöld verður dagskráin með 3. d4 d6 er einmitt úr röðum Sjálfstæðis- þeim hætti að Ásgeir Pétursson, 4. Rf3 ge manna, er í hinum ýmsu félög- formaður SUS, flytur inngangs- 5. Bc4 c6 um þeirra um land allt. Margir orð. Síðan verður sýnd Heklu- 6. exd6 Dxd6 eru hér ókunnugir, en vilja kynn- kvikmynd og að lokum fiytur 7. 0—0 Bg7 ast öðru fólki, bæði bæjarmönn- Kristmann Guðmundsson, skáld, 8. Rbd2 0—0 um og fólki úr öðrum landsbyggð erindi um menningararf íslend- 9. Hel Bg4 um. Hafa borizt óskir um það til inga. í kvöld mun hann fjalla um 10. h3 BxR stjórnar SUS, að hún beiti sér þátt bókmennta í þjóðlífi íslend- 11. RxB Rd7 fyrir frekari ráðstöfunum en áð- inga. 12. Bb3 e6 ur hafa verið gerðar, til þess að Þá þykir viðeigandi að sýna nú 13. Bg5 Rd5b6 koma á varanlegu félagslífi unga Heklukvikmynd, sem er bæði lit- 14. De2 a5 fólksins utan af landi. Þetta hefur rík og listræn — því nú eru liðin 15. g4 Rd5 stjórn sambandsins nú undirbúið 10 ár frá því að síðasta Héklugos 16. Hadl Hfe8 um skeið og verður fyrsta sam- hófst. ' 17. Re5 h6 koman haldin í Valhöll í kvöld Að lokum verður kaffi á boð- 18. Bd2 RxR kl. 8,30. ^Verður leitazt við að stólum. 19. dxR Dc7 hafa á boðstólum fræðandi þætti Allt ungt Sjálfstæðisfólk utan 20. h4 h5 um íslenzka menningu og auk af landi er velkomið meðan hús- 21 c3 Db6 þess einhvern góðan skemmti- rúm leyfir og er því heimilt að 22. Dc4 þátt, hverju sinni. Er með því taka gest með sér. móti reynt að stuðla að því að unga fólkið geti bæði haft fróð- leik og gleði að því að sækja þessa samkomu. HEKLUMYND — BÓKMENNTAERINDI Þar sem kynningarkvöld þessi verða haldin á virkum dögum, er ráðgert að þau standi eigi lengi. Helzt ekki lengur en tvo tíma hverju sinni, en það verður þó að sjálfsögðu að fara nokkuð eftir atvikum. Því verða fræðsluþætt- Góðar horfur á að björgun rnuni takast KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 27. marz: — Á flóði í dag kl. 2,30, var gerð tilraun til þess að ná norska selveiðibátnum „Polar Quest“ á flot á Meðallandssandi. Lítill straumur var og tókst ekki að ná bátnum út. Við undirbúning að björgun- inni hafði Björn Pálsson veitt veigamikla aðstoð með flugvél sinni. Vél skipsins var látin vinna en lagt hafði verið út akkeri og vír á milli þess og skipsins. Hafði ms Skaftfellingur lagt akkerinu, eftir að Björn Pálsson hafði flog- ið með kaðal frá hinu strandaða skipi og út að Skaftfellingi, þar sem hann lét kaðilinn falla í sjó- inn. Við kaðalinn var fest flot- holt og sóttu Skaftfellings-menn kaðalinn. Á honum var svo drátt- EGILSSTÖÐUM, 27. marz: Mikill áhugi er hér ríkjandi fyrir lands- skíðagöngunni og hafa alls gengið hana hér 117 manns.Þess má geta, að þátttaka barnaskólanna var 100%. —Ari. arvírinn drenginn um borð í bát- inn og fest í akkerið, sem Skaft- fellingsmenn létu síðan falla. Horfur eru á því góðar að með stækkandi straum muni takast að ná skipinu út bráðlega, ef ekki koma ófyrirsj áanlegar tafir fyrir. G. B. Fyrirleslur Lem- bourns fjölsóttur í í FYRRAD. kl. 5,30 flutti danskl rithöfundurinn Hans Jörgen Lem bourn erindi í Háskólanum um efnið „De intellektuelles forræd- eri“, eða „Svik gáfnaljósanna“, eins og það hefur verið kallað á íslenzku. Var fyrirlesturinn vekjandi og eggjandi, svo sem vænta mátti, enda var honum mjög vel tekið af áheyrendum, sem f jölmenntu til að hlýða á mál danska skáldsins. Á undan fyrirlestrinum flutti Gunnar Gunnarsson skáld stutt ávarp, sem birtist í blaðinu í gær. 15-18% kanphækkun til sjomanna FjEGAR ríkisstjórnin lagði fram bjargráða-tillögur sínar ' í veiur, reyndi húu með öllu móti að dyíja, hvað í þeim fólst Hið raunverulega cfni þeirra er nú að koma í ljós. Þjóðviljimi fullyrðir t. d. í stórri fyrirsögn í gær: „Samkomulagið sem ríkisstjórnin gerði við sjómenn jafn gildir 15—18% kauphækl-:un.“ Síðan rekur blaðið ummæli Lúðvíks Jósefssonar á Alþingi í fyrradag við umræðurnar um skatthlunnindi sjómanna og segir: „Minnti Lúðvík á að skattfríðindin væru liður í sam- komulaginu um verulegar kjarabætur, er rikisstjórnin gerði nú um síðustu áramót.------- Kjarabætur þessar, sem fengust án vinnudcilu og verk- falls, eru taldar ncma 15—18% kauphækkun.“ Hér er vissulega um mjög þýðingarmiklar upplýsingar að ræða og er stór-furðulegt, að ríkisstjórnin skyldi ekki þegar í stað koma þeim á framfaeri. í stað þess voru ákvæðin um fiskverð og annað, er hér hafði þýðingu, sett fram með þeim hætti, að sem allra erfiðast væri að átta sig á stað- reyndunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.