Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 4
4
MORCTJNBL 4Ð1Ð
Miðvikudagur S. apríl 1957
f dag er 93. dagur ársins.
Miðvikudagur 3. apríl.
Árdegisflæði kl. 6,56.
Síðdegisflæði kl. 19,16.
Akureyri: — Næturvörður er í
Itjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur
læknir er Pétur Jónsson.
Slysavarðstofa Reykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
R. (fyrir vitjanir) er á ..ama stað
frá kl. 18—8. Sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs-apó-
teki, sími 1330. — Ennfremur
eru Holts-apótek, Apótek Austur-
bæjar og Vesturbæjar-apótek op-
in daglega til kl. 8, nema á laug-
ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttal-
in apótek eru öll opin á sunnudög-
um milli kl. 1 og 4.
Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kl. 9—20 nema á
laugardögum 9—16 og á sunnudög
im 13—16. Sími 82006.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi
9, er opið daglega kl. 9—16 nema
á laugard. kl. 9—16 og á sunnu-
lögum 13—16. Sími 4759.
Hafnarfjarðar-apólek er opið
vlla virka daga kl. 9—21. Laug-
ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga
!aga kl. 13—16 og 19—21.
Keflavíkur-apótek er opið alla
irka daga frá kl. 9—19, laugar-
iBt)agbók
daga frá kl. 9—16 og helga daga
frá kl. 13—16.
Akureyri: — Næturvörður er í
Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur
læknir er Sigurður Ólason.
Ha fnarfjörður: — Næturlæknir
er Ólafur Einarsson, sími 9275.
RMR — Föstud. 5. 4. 20. — VS
— Fr. — Hvb.
I.O.O.F. 7. = 138438*4 = 9- III.
St.. St. . 5957437 VII.
BE3M.essur
Uómkirkjan: — Föstumessa í
kvöld kl. 8,30. — Séra Óskar J.
Þorláksson.
Hallgrímskirkja: — Föstuguðs-
þjónusta í kvöld kl. 8,30. — Séra
Sigurjón Árnason.
Fríkirkjan: — Föstumessa í
kvöld kl. 8,30, — Séra Þorsteinn
Björnsson.
Laugarneskirkja: — Föstuguðs-
þjónusta í kvöld kl. 8,30. — Séra
Garðar Svavarsson.
|Hjónaefni
Jóhanna Ragnarsdóttir, Hæðar-
garði 52, Rvík og Bjöm Bragi
Magnússon, prentnemi, Hring-
braut 37, Reykjavík.
Ásta Friðleifsdóttir, Höfðaborg
102 og Guðmundur Kristinsson,
Hörpugötu 1.
Afmæli
75 ára er í dag frú María Guðna
dóttir, Laugateigi 8.
Skipin
Fyrir tveim vikum hélt Ferðafélag fslands kvöldvöku í Sjálfstæðis-
húsinu, í tilefni þess, að 10 ár eru liðin frá því að síðasta Heklugos
öyrjaði. Var sýnd á kvöldvöku þessari Heklukvikmynd þeirra
Steinþórs Sigurðssonar og Árna Stefánssonar, sem er ein bezta
kvikmynd sera fram til þessa hefur verið tekin af eidgosi. Var
fjölmenni mikið á kvöidvökunni og komust ekki allir að sem
vildu. Vegna þessa hefur Ferðafélagið ákveðið að endurtaka kvöld-
vökuna og sýna Heklukvikmyndina næstkomandi fimmtudagskvöld
\ Sjálfstæðisliúsinu. Þar mun dr. Sigurður Þórarinsson útskýra gos-
kvikmyndina svo sem í fyrra skiptið.
Eimskipaféiag íslands h.f.: —
Brúarfoss hefur væntanlega farið
frá Grimsby 1. þ.m. til London,
Boulogne og Rotterdam. Dettifoss
fó' væntanlega frá Riga í gærdag
til Ventspils. Fjallfoss fór frá
Reykjavík í gærkveldi til London
og Hamborgar. Goðafoss fór frá
Flateyri 30. f.m. til New York.
Gullfoss er í Kaupmannahöfn, fer
þaðan 6. þ.m. til Leith og Rvíkur.
Lagarfoss er í Vestmannaeyjum.
Reykjafoss er í Keflavík, fer það-
an til Akraness og frá Akranesi
fer skipið til Lysekil, Gautaborg-
ar, Álaborgar og Kaupmanna-
hafnar. Tröllafoss kom til Rvíkur
1. þ.m. frá New York. Tungufoss
kom til Ghent 26. f.m. Fer þaðan
til Antwerpen, Rotterdam, Hull
og Reykjavíkur.
ESIFlugvélar
Flugtelag íslands h.f.: — Milii
landaflug: Gullfaxi fer til Osló,
Kaupmannahafnar og Hamborgar
kl. 08,00 í dag. Flugvélin er vænt-
anleg aftur til Reykjavíkur kl.
18,00 á morgun. — Innanlands-
flug: 1 dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Isafjarðar og Vest-
mannaeyja. — Á morgun er áætlað
að fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Bíldudals, Egilsstaða, Isafjarðar,
Patreksfjarðar og Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f.: Edda er vænt-
anleg kl. 06,—07,00 árdegis í dag
frá New York. Flugvélin heldur
áfram kl. 08,00 áleiðis til Bergen,
Stafangurs, Kaupmannahafnar og
Hamborgar. Saga er væntanleg í
kvöld kl. 18,00—20,00 írá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Osló. —
Flugvélin heldur áfram, eftir
skamma viðdvöl, áleiðis til New
York..
|Aheit&samskot
Fólkið á Hraunsnefi, afh. Mbl.:
Þ Þ kr. 200,00; E B 100,00.
Fólkið á Hvalnesi, Skaga. Afh.
Mbl.: S N kr. 500,00; N 500,00;
Hildur 50,00; Á G S 200,00.
Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh.
Mbl.: M H M Akranesi kr. 100,00.
Slusaði maðurinn, afh. Mbl.:
O G krónur 50,00.
Lamaði íþróttamaðurinn, afh.
Mbl.: I J krónur 200,00.
Til Alberts Schweitzers hafa
mér enn verið afhentar eftirtald-
ar gjafir: Frá séra Jóhanni
Pálmasyni, Stað i Súgandafirði,
framlag Súgfirðinga kr. 1.620,00.
Frá K. og G. kr. 1.200,00; frá Jó-
hönnu Einarsdóttur, Drangsnesi,
Strandasýslu kr. 100,00; frá konu
á Akranesi kr. 100,00. — Sigur-
björn Einarsson.
[Félagsstörf
Bræðrafélag Laugarnessóknar:
Fundur verður haldinn í kvöld kl.
8,30 í fundarsal kirkjunnar. Rædd
verða félagsmál. Skemmtiatriði og
síðan kaffidrykkja.
Hringurinn: Fundi þeim, sem
vera átti í kvöld, verður frestað
um óákveðinn tíma.
Sjálfstæðiskvennafélagið Vor-
boðinn, Hafnarfirði. — Bazarinn
verður í Sjálfstæðishúsinu annað
kvöld (fimmtudag) kl. 8,30. Nefnd
arkonur eru beðnar að mæta kl.
2, sama dag. Þá eru þær konur,
sem ætla að gefa á bazarinn, beðn
ar um að koma gjöfum í Sjálfstæð
ishúsið eftir kl. 2 á fimmtudag.
Læknar fjarverandi
Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma
Staðgengill: Stefán Björnsson.
Ezra Pétursson óákveðinn tíma
Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn
laugsson.
Friðrik Björnsson verður fjar-
verandi til 18. apríl. Staðgengil';
Viktor Gestsson.
Garðar Guðjónsson fjarverandi
frá 1. apríl, um óákveðinn tíma. —
Staðgengill: Jón H. Gunnlaugsson
Hjalti Þórarinsson fjarverandi
óákveðinn tíma. — Staðgengill:
Alma Þórarinsson.
|Ymislegt
Orð lífsins: Lýöur minn veröur
afmáöur, af því að hann hefur
enya þekking. Af því að þér hafið
hafnað þekkingunni, þá vil ég
hafna yður .. . og með því að þér
hafið gleymt lögmáli Guðs yðar,
þá vil ég gleyma bömum yðar.
(Hos. 4, 6).
Snowden fjármálaráðherra: —
„Sannleikurinn er sá, að drykkju-
skapur eykur fátækt, og fátækt
leiðir menn út í drykkjuskap",
—• Umdæmisstúkan.
Söfn
Náttúrgripasafnið: Opið á
sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju
dögum og fimmtudögum kl. 14—
15.
Listasafn ríkisins er til húsa í
Þjóðminjasafninu. Þjóðminj asafn
ið: Opið á surnudögum kl. 13—16
og á þriðjudögum, fimratudögum
og laugardögum kl. 13—15.
Listasafn Einars Jónssonar
verður lokað um óákveðinn
tíma.
• Gengið tt
Gullverð ísl. krónu:
100 gullkr. = 738,95 pappírskr.
Sölugengi
1 Sterlingspund .. kr. 45.70
1 Bandaríkjadollar . — 16.32
1 Kanadadollar .. — 16.90
100 danskar kr........— 236.u0
100 norskar kr........— 228.50
100 sænskar kr.......— 315.50
100 finnsk mörk .... — 7.09
1000 franskir frankar . — 46.63
100 belgiskir frankar . — 32.90
100 svissneskir fr. .. — 376.00
100 Gyllini ..........— 431.10
100 tékkneskar kr. .. — 226.67
100 vestur-þýzk mörk — 391.30
1000 Lírur ............ — 26.02
niwfiunkuffuiii
Anna litla var veik og þegar
frænkan kom í heimsókn, spurði
hún Önnu, hvernig henni nði.
Anna litla leit vandræðaleg til
mömmu sinnar og sagði síðan:
— Mamma, hvemig líður mér
í dag.
— Hvorum megin vill yðar náð
hafa skiptinguna? spurði stallar-
inn konunginn, þegar hann var að
greiða honum undir svefninn.
— Hve mörg hár eru á höfðinu
á mér? spurði konungurinn.
— Þrjú, yðar náð.
— Þá vil ég hafa skiptinguna
hægra megin.
Nokkrum dögum seinna voru
aðeins tvö hár eftir á höfði kon-
ungsins og eftir nokkra umhugs-
un kvaðst hann vilja hafa skipt-
inguna í miðju.
-•IRDIIMAND
Stæðið var upptekið
Næstu nótt var aðeins eitt hár
eftir og þá sagði konungurinn við
stallarann, sem greiddi honum und
ir svefninn:
— Ég er að hugsa um að sofa
með slegið hár í nótt.
★
Er þau einu sinni ræddust við
Elízabeth Browning og Frederick
Locker, kvaðs. Elízabeth meta
meira ljóð Hoods en Grays, en
bætti við:
— En ég vil þó undirstrika það,
að ég er ákaflega lítið hrifin af
Grays.
★
Robert Browning, sem uppi var
milli 1812—1889, skrifaði einu
sinni, á sínum yngri árum, bók-
ina „Sordello". Maður nokkur sem
las hana, kvaðst ekki skilja neitt
af því sem í henni væri og sneri
sér til rithöfundarins um skýringu
Browning las bókina yfir og sagði
síðan:
— Þegar ég orkti þessi Ijóð, þá
vissi guð og ég hvað ég meinti.
Nú veit guð það einn.
★
John Bunyan, enskur kennimað
ur og rithöfundur á 17. öldinni,
var einu sinni stöðvaður af konu,
er hann kom út úr kirkjunni eftir
guðsþjónustu, er þakkaði honum
með mörgum fögrum orðum, hina
góðu prédikun sem hann hafði
flutt. „Hún var alveg dásamleg",
sagði konan.
„Þér þurfið nú ekkert að segja
mér það“, svaraði prestur. „djöf-
ullinn var búinn að hvísla því {
eyrað á mér áður en ég var kom-
inn niður úr prédikunarstólnum“.