Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. apríl 1957
MORCVNBLAÐIÐ
9
að að afferma skipið. Geta vöru-
bílarnir ekið fast að hlið þess.
IJnnið hefir verið að björgun
„Polar Quest“ nú alllengi og
standa vonir til að hvalfangar-
inn komist á flot innan skamms.
Kvikmyndir:
STJARNA
AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir nú
ameríska mynd, sem tekin er í
litum og Cinema-scope. Nefnist
myndin „Stjarna er fædd“ og eru
þau Judy Garland og Jaines
Mason í aðaihlutverkunum. —
Judy Garland var um langt skeið
einhver mesta söngstjarna í ame-
rískum kvikmyndum og auk þess
mikilhæf leikkona. — Þung örlög
ollu því að leikkonan hvarf af
sjónarsviðinu um all-langan tíma
og hugðu víst flestir að þar með
væri glæsilegum leikferli hennar
lokið. En svo var þó ekki. Með
frábæru þreki og viljafestu tókst
ER FÆDD
henni að rétta við með þeim ár
angri að hún hefur aldrei leikið
betur en nú og aldrei notið meiri
hylli áhorfenda. Myndin í Aust-
urbæjarbíói staðfestir í ríkum
mæli hið glæsilega „come-back“
þessarar ungu leikkonu, enda hef-
ur myndin hvarvetna hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda og annarra
áhorfenda. James Mason, hinn
ágæti enski leikari, er verðugur
mótleikari Judy Garland í þess-
ari mynd og aðrir leikendur fara
einnig mjög vel með hlutverk
sín. í myndinni fá áhorfendur að
skyggnast að tjaldabaki í leik-
húsum í Bandaríkjunum og kvik-
myndaverum og verða við það
margs vísari um hið ólgandi og
hraða líf, sem þar er lifað, og
einnig það hversu leikstjörnur
verða til í þessum furðulega gervi
heimi. — Myndin er mjög efnis-
mikil, ljúf og létt framan af með
miklum dansi og söngvum, sem
Judy Garland flytur meistara-
lega, en er á líður myndina rís
harmleikurinn milli hjónanna
Esther Blodgett (Judy Garland)
og leikarans Norman Main
(James Mason), er lýkur með
dauða hans.
Myndin er hvorttveggja í senn,
prýðilega gerð og afbragðsvel
leikin. Er því vissulega óhætt að
mæla með henni.
Ego.
Tilraunum
ekki hætt
LONDON, 1. apríl — í dag kom
til London sendiherra japönsku
stjórnarinnar — og hafði hann
meðferðis bréf stjórnar sinnar til
Macmillans forsætisráðherra. í
bréfi þessu var þess farið á leit,
að Bretar hættu við fyrirhugaða
sprengingu vetnissprengju á
Kyrrahafi. Hafa Japanir áður
farið þess á leit við Rússa, að
þeir hætti tilraunum sínum með
sama vopn, en Rússar hafa svar-
að því til, að sprengingar þeirra
yllu engum skaða í Japan þar eð
þær væru allar gerðar á rúss-
nesku landssvæði.
81 milli kr hagstæðari
Þegar rikisstjórn Ólafs Thors
fór frá völdum í júlílok 1956, var
nettóskuld bankanna við útlöndl
39 milljónir króna. En nettóskuld
bankanna í júlílok 1953 var 19,9
milljónir króna. Útflutnings-
birgðir voru að verðmæti 101
milljón króna hærri í júlílok 1956
en í júlítok 1953.
Af þessu sést að gjaldeyrisbú-
skapurinn var 81 milljón króna
hagstæðari þegar ríkisstjórn
Ólafs Thors skilaði af sér, en þeg-
ar hún tók við.
í>að er ekki sök fyrrverandi
ríkisstjórnar þó sparifé hafi hætt
að aukast eftir að vinstri stjórnin
tók við völdum. Það er heldur
ekki sök Sjálfstæðismanna, þó
gjaldeyrisástandið hafi versnað
seinni hluta ársins 1956, vegna
aukinnar eftirspurnar eftir er-
lendum vörum. Það Ieiddi af ótta
almennings við uppsiglandi hafta
stefnu.
í árslok 1956 var nettóskuld
bankanna við útlönd 64,5 millj.
króna, en var 15,9 milljónir kr.
í árslok 1955. Verðmæti útflutn-
ingsbirgða var 45 millj. króna
minni í árslok 1956 en í árslok
1955. Hefur gjaldeyrisaðstaðan
þess vegna versnað um 94 nrillj.
króna á árinu 1956.
s
s
i MeSal
s
i lands
I fjöru
Þar hefir fjoldi skipa
sfrandað — og ,,borið
sín bein'4
ÞAÐ eru ekkl marglr áratugir
síðan að í flestum tilfellum var
úti um þau skip, sem strönduðu
á söndum suðurstrandarinnar.
Þannig hlaut Meðallandssandur
viðurnefnið „Skipakirkjugarður-
inn“.
STAKSTEIIVAR
Tók engin erlend lán
Það er mikill misskilningur
hjá Tímamönnum, þegar þeir
halda því fram í gær, að grein-
argerð Landsbankans, sem ný-
lega hefur verið birt, feli í sér
áfellisdóm um stefnu fyrrverandi
ríkisstjórnar í gjaldeyrismálum.
Það er að sjálfsögðu skylda þjóð-
bankans að flytja varnaðarorð og
benda stjórnarvöldum á það, þeg-
ar óvænlega horfir í efnahagsmál
um þjóðarinnar. Þetta hefur
stjórn Landsbankans gert fyrr og
nú.
En ástæða er til þess að benda
á það, að þegar fyrrverandi rík-
isstjórn tók við seint á árinu
1953, tók hún ekki við gjaldeyr-
isvarasjóðum. Meðan hún fór
með völd, tókst henni hins vegar
að halda vel í horfinu og
skila af sér betri gjaldeyrisaf-
stöð>u þegar hún fór frá, en þegar
hún tók við, enda þótt engin er-
lend lán væru tekin á valdatíma-
bili hennar og meira fé varið til
vélvæðingar og margháítaðra
framkvæmda heldur en nokkru
sinni fyrr.
Hér eru birtar þrjár myndir,
sem ljósmyndari blaðsins tók úr
flugvél s. 1. mánudag. Tvö skip
eru nú strönduð á sandinutn,
belgiski togarinn, Van der Weyde
og norski hvalfangarinn Polar
Quest. Má telja nokkuð öruggt
að þeim verði báðum bjargað, en
á þriðju myndinni sést flak af
skipi, sem orðið hefir sandinum
að bráð. Af sumum skipunum,
sem þarna hafa „borið sín bein“
sést aðeins á siglutréð.
Umboðsmenn vátryggjenda
belgiska togarans hér, Trolle &
Rothe, hafa samið við björgun-
arfyrirtækið „Björgun" um að
taka að sér að losa aflann úr
skipinu. Er það gert til þess að
létta skipið, en í lestum þess
voru um 300 tonn af ísvörðum
fiski. — Þegar því verki er lok-
ið verður hafizt handa um að ná
skipinu á flot. Á myndinni, sem
hér fylgir sést að þegar er byrj-
Stöðugt verðlag
Á árinu 1954 batnaði hagur
bankanna gagnvart útlöndum
nokkuð. Og verðlag mátti þá
heita stöðugt. En á árinu 1955
skullu á hin miklu verkföll, sem
kommúnistar beittu sér fyrir,
og nýtt kapphlaup hófst milli
kaupgjalds og verðlags. Af þess-
um ástæðum varð aðstaða bank-
anna erfiðari og eftirspurnin eft-
ir erlendum vörum fór vaxandi.
Nettóskuld bankanna gagnvart
útlöndum hækkaði um 118 rnillj.
króna á árinu 1955, en útflutn-
ingsbirgðir við árslok höfðu auk-
izt um 94,6 milljónir króna að
verðmæti. Framan af árinu
1956, virtist trú almennings á
gildi peninganna fara heldur vax
andi, og afleiðingar verkfallanna
fóru rénandi. Sést það m. a. á
því, að sparifjáraukningin nam á
fyrstu 7 mánuðum þess árs 136
milljónum króna.
Gjaldeyrisaðstaðan gagnvart
útlöndum 1. apríl 1956, var
þannig, að nettóskuld bankanna
var aðeins 27 milljónir kr. En
1. apríl 1953 var hún 41 milljón
króna. En þá töldu Framsóknar-
menn allt vera í lagi í gjaldeyr-
ismálunum, enda fór þá ríkis-
stjórn Steingríms Steinþórssonar
nieð völd.