Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAfílP Miðvikudagur 3. apríl 1957 JltoindmtliifðMfr 0tg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. I „Arfur“ verkfollunna frú 1955 ALLT frá því að vinstri stjórnin var mynduð, hafa flokkar henn- ar unnið að því baki brotnu að telja þjóðinni trú um, að allir erfiðleikar, sem að henni steðj- uðu um þessar mundir, væru „arfur frá ríkisstjórn Ólafs Thors“. Þetta hefur í senn verið uppi- staðan og ívafið í málafylgju þessara flokka. Með því hafa þeir reynt að koma ábyrgðinni á eigin getuleysi yfir á fyrrverandi rík- isstjórn. Undir niðri hafa þó bæði Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn gert sér það ljóst, að málgögn þeirra hafa farið með hinar mestu rangfærslur og blekkingar í þessu máli. Megin- ástæða efnahagserfiðleika þjóðar- innar í dag, og þá sérstaklega rekstrarerfiðleikar útflutnings- framleiðslunnar eru ekki mistök „ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna“. Orsakirnar eru allt aðrar. Og jafnvel Alþýðublaðið hefur ekki getað komizt hjá því að segja hreinskilnislega og undanbragða- laust frá því, hverjar þær væru í raun og sannleika. Ritstjórnargrein 28 marz Þannig birti Alþýðublaðið 28. marz sl., þ.e. sl. fimmtudag, naín- lausa grein um efnahagsmálin, sem auðvitað varð að líta á sem ritstjórnargrein. í grein þessari, sem jafnframt fjallaði um verka- lýðsmál, var fyrst rætt um skemmdarverk kommúnista í Iðju og óreiðu þeirra í stjórn fé- lagsins. Síðan var komizt að orði á þessa leið: „Með bolabrögðum hefur Iðja verið dregin út í hvert ævintýrið á fætur öðru, sem kommúnistar hafa stofnað til með valdabrölti sínu. Er þar skemmst að minnast verkfallsins 1955, sem kommún- istar stofnuðu til í þeim tilgangi að brjótast til valda, án minnsta tillits til hagsmuna þess fólks, sem þeir drógu út í verkfallið". Ætlað að skapa fjár- hagsöngbveiti“ í þessari nafnlausu ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins er síðan haldið áfram á þessa leið: „Verkfallinu var ætlað að skapa fjárhagsöngþveiti í þjóðfélaginu, sem hægt væri að nota til þess að komast til valda. Þetta hefur þeim tek- izt, enda létu þeir það verða sitt fyrsta verk, þegar þeir komust í stjórn, að taka alla kauphækkunina, sem þeir státuðu af að hafa unnið verkfailinu, af verkafólkinu með nýjum sköttum. Þeir hafa líka notað völd sín til þess að torvelda stórum rekst- ur iðnaðarins með rangsleitni í verðlagsákvæðum og efnisskorti, þannig að vinna Iðjufélaga hefur rýrnað allmikið“. Afdráttarlaus viðurkenning Öllu afdráttarlausari viður- kenningu á því, að núverandi efnahagserfiðleikar séu fyrst og fremst arfur verkfallanna frá 1955 er ekki hægt að hugsa hér. Alþýðublaðið lýsir því yfir hik- laust að „verkfallinu var ætlað að skapa fjárhagsöngþveiti í þjóð- félaginu, sem hægt væri að nota til þess að komast til valda. Þetta hefur þeim tekizt". M.ö.o. Kommúnistum tókst með verkfallinu að skapa fjárhags- öngþveiti og komast í ríkisstjórn. Þennan sannleika, þessar stað- reyndir, getur Alþýðublaðið ekki fyrir nokkurn mun dulið lesend- ur sína lengur. Það verður að segja hann. Þrátt fyrir allar full- yrðingar sínar um „arfinn frá íhaldsstjórn Ólafs Thors" get.ur málgagn Alþýðuflokksins ekki varið það fyrir samvizku sinni, að segja ekki sannleikann um or- sök efnahagserfiðleikanna. Rödd Eysteins Jónssonar Svo vel vill til, að fyrir liggur vitnisburður eins aðalleiðtoga Framsóknarflokksins um þetta sama atriði. Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, gerði afleiðing- ar verkfallanna 1955 að umræðu- efni í þingræðu 30. janúar 1956. Komst hann þannig að oröi, að kommúnistar hefðu nú „eins og vant er beðið tækifæris til að setja efnahags- og atvinnulífið úr skorðum“, Féllu orð hans síð- an á þessa leið: „Kommúnistar höfnuðu í upp- hafi hinnar miklu deilu allri sam- vinnu um að leita að raunveru- legum kjarabótum fyrir verka- lýðinn eftir öðrum leiðum og sögðu að kaupið ætti að hækka. Höfnuðu síðan boði um 7% kaup- hækkun fyrstu daga verkfallsins vegna þess að þeir vildu hafa langt verkfall, sem gerði mikið tjón“. Það fer ekki á milli mála, að Eysteinn Jónsson og Alþýðublað- ið eru sammála um tilgang kommúnista með verkfallinu 1955 og um afleiðingar þess. Um. mæli blaðsins og ráðherrans skera þar gersamlega úr. Hvernig ætlast svo þessir sömu aðilar til þess að almenningur í landinu trúi þeim, þegár þeir halda því fram að efnahagsörðug leikarnir séu „arfur frá ríkis- stjórn Ólafs Thors“?l Iðrandi syndari Það er vissulega hörmulegt til þess að vita að þá sjaldan að Al- þýðublaðið segir satt og sýnir manndóm, þá skuli það strax á eftir þurfa að koma fram eins og iðrandi syndari og éta ummæli sin ofan í sig til þess að þóknast kommúnistum. En það hefur það nú orðið að gera í þessu máli. Ritstjórn- argreinin um tilgang kommún- ista með verkföllunum 1955 var „aðsend“ og kom óvart í Alþýðublaðinu. Þegar Alþýðu. blaðið segir satt, þá er það óvartl! Aumingja blaðið!! UTAN UR HEIMI Drujitto og ^ómartömb h anó *r að vakti almenna at- hygli og gremju í Bandaríkjun- um, þegar Jesus Maria Galindez hvarf með sviplegum hætti í miðri New York 12. marz 1956. Hefur ekkert til hans spurzt síð- ið um miðjan dag á mannmörg- um stað í hjarta borgarinnar án þess nokkur yrði þess var. rJ trax eftir hvarfið komu upp háværar raddir um nánari eftirgrennslan lögreglunn- ar. Kolumbía-háskólinn og spænskumælandi menn bæði í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum skoruðu á utan- ríkisráðuneytið og leynilögregl- una (F.B.I.) að láta rannsaka málið. Trujillo og kumpánar hans neituðu allri hlutdeild í málinu, en notuðu jafnframt hið gamla óþokkabragð að reyna að sverta Galindez með því að bera það á hann, að hann hefði verið kommúnisti og hefði stolið fé frá spænskum flóttamönnum, sem hann var að hjálpa. Við rannsókn kom í ljós, að þessar sakargiftir voru upplognar. Jesus Maria Galindez an, en nú virðast allar líkur benda til þess, að hér hafi verið um að ræða einn lið í morðher- ferð einhvers svívirðilegasta ein ræðisherra í heiminum, Rafael L. Trujillos í Dóminíska lýðveld- inu í Karíba-hafi fyrir sunnan Bandaríkin. vFalindez var prófessor við Kólumbía-háskólann í New York. Hann var Spánverji og flúði frá Spáni eftir borgara- styrjöldina. Settist hann að í Dóminíska lýðveldinu og bjó þar í 7 ár, áður en hann iluttist til New York. Enginn útlending- ur þekkti betur til einræðisins í Dóminíska lýðveldinu, enda var hann að vinna að doktorsrit- gerð um „Tíma Trujillos“ og fékk doktorsnafnbótina eftir hvai'f sitt. Ýmsir sérfræðingar í málefn- um Mið- og Suður-Ameríku höfðu lesið ritgerðina, og vissu því margir um hana. Það er tal- ið fullvíst, að Trujillo hafi látið drepa Galindez í hefndarskyni fyrir þessa ritgerð, sem átti að koma út í bókarformi. E, n hvorki bandaríska utanríkisráðuneytið né leynilög- reglan höfðust frekar að. Þá var Gerald Murphy myrtur. Hann var 23 ára gamall Bandaríkja- maður, sem hafði flugástríðu og hafði einhvern veginn flækzt í net Dóminíska lýðveldisins. Það kom á daginn, að Murphy hafði tekið á leigu flugvél í Linden í New Jersey og flogið henni til flugmaður frá Dóminíska lýð- veldinu, Octavio de la Maza að nafni. A. m. k. einn maður til viðbótar, e. t. v. tveir, voru í flug vélinni samkvæmt upplýsingum flugvallarstarfsmanna. Murphy varð skyndilega vel fjáður, og í september hitti hann fallega bandaríska flugfreyju, Sally Claire, og trúlofaðist henni. 19. nóvember sagði hann upp starfi sínu hjá Dóminíska lýðveldinu og skrifaði foreldrum sínum bréf þess efnis, að hann væri á heim- leið. 3. des. fannst bíll hans yfir- gefinn á klettabrún, en fyrir neð an var sjórinn fullur af hákörl- um. Til hans hefur ekki spurzt síðan. M, H varf Galindez þykir furðulegt. Hann var við kennslu í Kolumbía-háskólanum eftir há- degi 12. marz 1956. Síðan ók kunningi hans honum niður i miðbik borgarinnar, á „Columbus Circle“, þar sem hann ætlaði að taka neðanjarðarlest. Hann gekk niður tröppurnar — og síðan hef- ur ekkert til hans spurzt. Eng- inn skilur hvernig fílefldur karl- maður á fimmtugsaldri gat horf- Gerald L. Murphy Amatyville rétt utan við New York 12. marz 1956, daginn sem Galindez hvarf. Þetta sama kvöld flaug hann til Flórida og tók þar nægilegt benzín til að fljúga til Ciudad Trujillo, höfuðborgar Dóminíska lýðveldisins. Morgun- inn eftir flaug hann frá Florida. Upp frá því var Murphy starfs- maður Dóminíska lýðveldisins. mt egar flugvél Murphys fór frá Flórida var með honum urphy var bandarísk- ur borgari, og þess vegna skarst sendiráðið í leikinn. Félagi hans, de la Maza, var handtekinn af dóminísku lögreglunni 16. des. til yfirheyrslu. Síðan gaf lög- reglan þær upplýsingar, að de la Maza hefði framið sjálfsmorð í klefa sínum og skilið eftir miða, þar sem hann hefði lýst því yfir, að hann hefði drepið Murphy í slagsmálum. Var því jafnframt bætt við, að Murphy hefði verið kynvillingur og leitað á hann. "ið þetta hefði líklega setið, ef bandarískur þingmaður, Charles O. Porter frá Oregon, hefði ekki skorizt í leikinn og bent á, að milli hvarfs Galindez og hvarfs Murphys væri augljóst samband. Þá fór utanríkisráðu- neytið og leynilögreglan á stúf- ana, og nú kom á daginn, að mið- inn, sem de la Maza hafði átt að skilja eftir, var falsaður. Sern sagt, dóminíska dómsmálaráðu- neytið hafði hreinlega logið að Bandaríkjastjórn. Oíðar kom í Ijós, að varðmaður á flugvellinum í Am- atyville utan við New York hafði séð sjúkrabíl aka að flugvélinni 12. marz 1956, og var „sjúkling- ur“ borinn um borð í flugvél Murphys, en þessi varðmaður dó skyndilega og gat ekki borið vitni í málinu. Sally Claire segir, að unnusti sinn hafi minnzt á það, að e. t. v. hafi hann flogið Galin- dez til Ciudad Trujillo, en Murp- hy er horfinn. K Notkun deyfilyfja stóreyksf NOTKUN deyfilyfja hefur aukizt gífurlega síðari ár að dómi Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (iVHO), sem varar fólk við að taka þessi lyf í tíma og ótíma til þess að „róa taugamar“. ÞaS er sama hve sakleysisleg lyfin kunna að þykja í fyrstu, segja sérfræðingar WHO, hvort sem um er að ræða svefnlyf, ró- andi lyf.^eða örvandi meðul, það er ávallt hætta á, að notkun þeirra verði að vana eða nautn, þannig að sjúkiingurinn geti að lokum ekki án þeirra verið. — WHO hefur spurt marga lækna um álit þeirra í þessum efnum, og eru þeir sammála um, að þessi hætta sé fyrir hendi. Erfiðleik- arnir eru þeir, að margir sjúkl- ingar þurfa á deyfilyfjum að halda, og vandinn er að gefa þeim lyfin án þess þeir venjist á að nota þau. Deyfilyf, eða önnur taugalyf, auka vellíðan manna, hvort sem þau eru róandi eða örvandi, og það er einmitt það, sem freistar þeirra er eiga á hættu að verða nautnaþrælar. SELJIST GEGN LYFSEÐLUM WHO varar menn við að byrja á að taka deyfilyf, ef þeir geta hjá því komizt. Stofnunin leggur til, að læknar fari mjög varlega í að gefa dcyfilyf, og að slíkt lyf verði ekki seld nema gegn lyf- seðlum. Á Norðurlöndum er ströng lög- gjöf um þessi efni, og það eru fá eða engin deyfilyf, sem almenn- ingur getur fengið án ávísunar frá lækni. ú er unnið af kappi að því að fá lausn á þessu máli, og þess virðist ekki langt að bíða, að hún fáist. — Það er svo sem engin nýlunda, að ofan- nefndir fjórir menn skuli hafa fallið fyrir drápshendi Trujillos og skósveina hans. Á undanförn- um árum hafa andstæðingar hans verið hundeltir og drepnir unn- vörpum bæði í Dóminíska lýð- veldinu, Bandaríkjunum og Mexíkó. Octavio de la Maza.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.