Morgunblaðið - 03.04.1957, Blaðsíða 6
8
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. april 1957
Skýrsla Péturs Benediktssonar bankastjóra á fundi Lands
bankanefndar 28. marz s.l.
Óhagstæð
samdrætti
L
þróun innlána olLi
útlánum bankanna
Ekki er vert að gleyma þeirri
staðreynd, að bankarnir ráða
ekki, jafnvel þegar bezt lætur,
nema yfir annarri hlið viðskipta
sinna. Innstæðunum, sparnaðin-
um, ræður fólkið sjálft. Ef kröf-
urnar til bankanna eru meiri en
góðu hófi gegnir, flytja menn
peningana fyrst í aðrar lánsstofn
anir, og ef það dugir ekki, þá
á svartan markað eða í persónu-
leg lán til kunningja og vina. Allt
þetta þekkja menn hér á landi.
Þess sýnist engin vanþörf að
minna á þessar staðreyndir í sam-
bandi við hina geysilegu sam-
keppni um takmarkað sparifé
landsmanna einmitt nú, þegar
ýmsar raddir eru uppi um að
leggja á bankana nýjar kvaðir
um forgangslánveitingar.
Ég sagði áðan, að sparnaðinum
réði fólk sjálft. Segja má, að þetta
sé ekki rétt nema að vissu
marki. Tekjurnar verða að vera
umfram vissar lágmarksþarfir, til
þess að menn geti sparað, en þá
ráða menn því líka, hvort þeir
spara og hvar þeir koma’spari-
fénu fyrir. En viljinn til sparnað-
ar er aftur á móti mjög undir
því kominn, hvert traust menn
bera til þess, að verðgildi spari-
fjársins haldist.
Engum blöðum er um það að
fletta, að rökstuddur skortur á
því trausti hefur mjög aukið alls
konar fjárfestingu á íslandi að
undanförnu. Mikill hluti af þess-
ari fjárfestingu, — ekki sízt í-
búðabyggingar, — hefur verið
þess eðlis, að hún hefur ekki
komið að haldi, nema jafnframt
fengjust lán til viðbótar þvi fjár-
magni, sem menn réðu sjálfir yf-
ir. Það fjármagn, sem einmitt
hefði átt að hjálpa lánsstofnun-
unum til þess að veita eðlilega
fyrirgreiðslu um fjárfestingu,
hefur því haft gagnstæð áhrif
og orðið til þess að auka eftir-
spurnina eftir lánsfé.
Þá hafa hækkandi tollar og
skattar í senn dregið úr getu
manna til að spara og aukið
allan tilkostnað, bæði við at-
vinnurekstur og fjárfestingu, og
þar með aukið eftirspurnina eftir
lánsfé. Þriðji örðugleikinn bætist
við fyrir alla þá, sem í eitthvað
hafa ráðizt: aðhald bankanna um
lánveitingar.
Það er eðlilegt, að þeir, sem
verða fyrir barðinu á þessari
lánatregðu, spyrji sjálfa sig,
hvort hún sé réttmæt, og þetta
ec spurning, sem framkvæmda-
stjórar bankanna hljóta oft að
velta fyrir sér. Er bönkunum —
og þá fyrst og fremst seðla-
bankanum — óhætt að lina takið
og veita þeirri kaupgetu út í
efnahagskerfið, sem nauðsynleg
er til þess, að fyrirtæki geti
þrengingalaust borið hækkandi
kostnað, og til þess, að ekki purfi
að koma til dýrkeyptrar stöðvun
ar á alls konar framkvæmdum,
sem þegar hefur verið lagt mikið
fé í? Sérstaklega er ástæða til að
spyrja svo vegna þess, að nú eru
nokkur merki samdráttar í kaup-
getu í fyrsta sinn um langt skeið.
Þrátt fyrir þetta er það álit
framkvæmdastjórnarinnar, að
það sé síður en svo rétt að auka
lánveitingar, eins og nú standa
sakir. Aukning útlána með pen-
ingaþenslu er því aðeins réttlæt-
anleg, að vænta megi samsvar-
andi aukningar framleiðslu og
framboðs á vörum. Hér á landi
er hagkerfið þegar þanið svo að
segja til hins ýtrasta, svo að
nauðsynlegt hefur verið að auka
mjög innflutning erlends vinnu-
krafts til starfa við útflutnings-
framleiðsluna. Annað skiptir þó
enn meira máli: gjaldeyrisstað-
an. Eins og henni er komið, er
hvergi nærri hægt að fullnægja
þeirri eftirspurn, sem fyrir er,
hvað þá, ef hún væri aukin. Frek
ari peningaþensla mundi við þess
ar aðstæður valda enn auknu
janfvægisleysi og gjaldeyris-
skorti.
Síðari hluti
Eina undantekningu hefur J
Landsbankinn þó gert frá hinni
almennu stefnu. Eins og kunnugt
er, hafa verið settar nýjar reglur
um útflutnings- og framleiðslu-
styrki til sjávarútvegsins. í til-
efni af því hafa reglurnar um
lán gegn veði í sjávarafurðum
og lán út á verðbætur afurð-
anna verið endurskoðaðar. Vegna
hinna miklu örðugleika sjávar-
útvegsins og sívaxandi tilkostn-
aðar hefur verið reynt að ganga
eins langt og unnt var til móts
við óskir útvegsmanna, þótt af
þessu hljóti að leiða allverulegar
hækkanir á útlánum, bæði seðla-
bankans og sparisjóðsdeildar. Ef
áætlanir ríkisstjórnarinnar um
tekjuöflun til útflutnings- og
framleiðslustyrkjanna fá staðizt,
ætti það að draga verulega úr
verðþensluáhrifum þessara lána.
Bankinn hefur og ætíð litið á
það sem eina fyrstu skyldu sína
að gera það, sem honum er unnt
til þess að styðja þann atvinnu-
veg, sem aflar meginhlutans af
útflutningsverðmætum landsins.
Horfurnar í gjaldeyrismálum
eru nú mjög tvísýnar. Um fram-
leiðslu ársins þýðir ekkert að
reyna að spá, svo mjög eiga
íslendingar afla sinn undir duttl-
ungum náttúrunnar. Tvennt vita
menn þó þegar um útflutninginn,
Annars vegar eru 45 millj. kr.
minni birgðir um áramót en ár-
ið áður, en hins vegar um það
bil 15 millj. kr. minna verðmæti
útflutningsframleiðslunnar
fyrstu tvo mánuði þessa árs en
í fyrra. Árið 1956 var hagstætt
ár fyrir flestar greinar útgerð-
ar, svo að það má teljast ein-
stakt happ, ef útflutningsverð-
mætið lækkar ekki að mun á
þessu ári. Jafnvel 100 millj. kr.
lækkun gjaldeyristekna af út-
flutningi getur alls ekki talizt
verulega svartsýn áætlun.
En við þetta bætist, að undan-
farna mánuði hafa tekjur af
varnarliðsframkvæmdum lækk-
að stórlega. Ekki er auðvelt að
áætla, hve miklu það gjaldeyris-
tap nemur, sem af þessu hefur
leitt, en síðara helming ársins í
fyrra voru tekjur af varnarlið-
inu og framkvæmdum þess 54
millj. kr. minni en á sama tíma
árið 1955. Samdráttarins fór ekki
að verða verulega vart fyrr en
leið á árið, svo að alls má búast
við, að gjaldeyristekjur af varn-
arliðinu síðan í fyrravor til þessa
dags séu 80—100 millj. kr. minni
en líkur stóðu til að óbreyttu á-
standi. Þegar þess er gætt, að
hinar miklu duldu tekjur í frjáls-
um gjaldeyri hafa verið ein helzta
forsenda hins mikla innflutnings
tollhárra neyzluvara og fjárfest-
ingarvara á undanförnum árum,
er ljóst, hve gagnger áhrif þessi
þróun hlýtur að hafa á allt efna-
hagskerfið.
Hvaða leiðir á að fara til þess
að komast úr þeim vanda, sem
nú fer æ vaxandi í gjaldeyris-
og fjárfestingarmálum? Hér er
aðeins um tvennt að velja: að
búa að sínu eða taka erlend lán.
Ef fyrri leiðin er valin, verð-
um við að gera okkur ljóst, að
þjóðin verður að sníða sér stakk
eftir vexti. Hún verður þá að
draga stórlega úr öllum fram-
kvæmdum og haga bæði neyzlu
og fjárfestingu í samræmi við
það, sem aflað er á hverjum
tíma. í fjárfestingu fer þá að-
eins innlendur sparnaður, og um
innflutning fram yfir það, sem
gjaldeyristekjurnar hrökkva til,
væri ekki að ræða. Raunar þyrfti
bæði innlendur sparnaður og
gjaldeyristekjurnar enn um sinn
jafnframt að greiða vexti og af-
borganir erlendra lána.
Hin leiðin er sú að brúa bilið,
bæði í sparnaðinum og gjald-
eyrisverzluninni, með því að taka
erlend lán til langs tíma. Stór-
felldum erlendum lántökum fylg-
ir ætíð nokkur áhætta, því að
með þeim eru framtíðinni bundn
ir baggar, sem vel geta reynzt
þyngri, þegar að skuldadögunum
kemur, en menn hafði órað fyrir.
Þó er það hér sem oftar, að sá
kemst ekki langt, sem lætur böl-
sýnina reka sig út í öfgar. Það
er augljóst, að erlend lán geta
verið æskileg til þeirra fram-
kvæmda, sem fljótlega gefa ör-
uggar gjaldeyristekjur eða gjald-
eyrissparnað. Ýmis veigamikil
rök geta og hnigið að því að
ganga feti framar en þetta um
erlendar lántökur, eins og nú
horfir. Það er mjög mikilsvert
fyrir afkomu þjóðarbúsins að
láta ekki framkvæmdir, sem ó-
hemju fjármagn hefur nú þegar
verið fest í, stranda vegna fjár-
skorts eða gjaldeyrisskorts. En
þessi braut er ekki hættulaus,
og það, sem varast þarf, er það,
að í skjóli hins erlenda lánsfjár
yrði ráðizt í nýjar framkvæmd-
ir, sem ekki yrði lokið nema með
nýjum lánum og svo koll af
kolli. Ennfremur ber að hafa
stranga gát á þeirri auknu eft-
irspurn eftir vinnuafli, sem leiða
mundi af notkun erlends láns-
fjár til greiðslu innlends kostn-
aðar.
Notkun erlends lánsfjár getur
því aðeins orðið til verulegra
bóta, að jafnframt sé gætt fyllsta
hófs í innlendum lánveitingum
og í áætlunum um nýjar fram-
kvæmdir, en þá getur það veitt
þjóðinni það svigrúm, sem nauð-
synlegt er til að koma á jafn-
vægi milli neyzlu og fjárfesting-
ar annars vegar og framleiðslu-
getu og sparnaðar hins vegar.
Erlent lánstraust er hverri þjóð
dýrmætt, og því verður ekki
haldið nema sá, sem lánið á að
veita, beri traust til lántakand-
ans og þeirrar stefnu, sem hann
fylgir í fjármálum. Mikil ábyrgð
hvílir því á íslendingum að nota
það lánsfé, sem þeir fá, sem bezt
sér til sjálfsbjargar í framtíð-
inni. Það ætti öllum að vera aug-
Ijóst, að enginn getur til lengdar
eytt meiru en hann aflar.
Molotov bjóst ekki
ríkjamenn færu
við uð Bundu-
frú íslundi
HARRY HJÖRNE, ritstjóri „Göte
borgs-Posten“, sem er eitt stærsta
blað Svíþjóðar, var nýlega á ferð
hér á íslandi og hefur ritað at-
hyglisverða grein í blað sitt um
varnir fslands. Fer upphaf henn-
ar hér á eftir:
„Það var daginn þegar þau tíð-
indi bárust um heiminn, að meiri
Athygli vekur, oð ráðherra kommún-
ista stublar að sigri Bandarikjanna
hluti íslenzku þjóðarinnar væri
andvígur framlengingu á varn-
arsáttmálanum við Bandaríkin,
en samkvæmt honum höfðu
sbrifar úr
daglega lífinu
Mistök hjá símanum
RITSÍMASTJÓRINN í Reykja-
vík ritar:
í dálkum yðar laugo.rdaginn
30. marz er kvartað undan því,
að símastúlka sem tekur við sím-
talapöntunum í 02, hafi ekki vilj-
að taka við pöntun á símtali við
Grundarhól á Hólsfjöllum, vegna
þess að símtalsbeiðandi vissi ekki
nafnið á næstu símstöð við Grund
arhól.
Hér hafa orðið mistök hjá
símastúlkunni, sem skylt er að
biðja velvirðingar á.
í starfsreglum fyrir talsímaaf-
greiðslu við langlínustöðvar seg-
ir m. a. svo: „Komi það fyrir,
að símtalsbeiðandi geti aðeins
nefnt nafn og heimili (bæjar-
heiti og hreppsheiti) þess, er
hann óskar að tala við, en ekki
heiti næstu símstöðvar, skal taka
við kvaðningunni og tilkynna
varðstjóra og stöðvarstjóra, sem
afla upplýsinga um símastöðina. ‘
Er af þessu ljóst, að símastúlk-
unni bar skylda til að taka við
kvaðningunni og afla þeirra upp-
lýsinga sem um var beðið.
H'
Flýtir afgreiðslu
INS VEGAR má benda á, að
það flýtir fyrir afgreiðsiu
langlínusímtala við bæi í sveit-
um, að símtalsbeiðandi geii um
heiti viðkomandi símstöðvar um
leið og hann pantar símtalið,
enda er það föst venja hjá öll-
um þorra símnotenda, þó hitt
geti að sjálfsögðu komið fyrir,
að símtalsbeiðandi viti eigi um
heiti stöðvarinnar, eins og hér
hefur átt sér stað
Virðingarfyllst,
Ól. Kvaran.
II’
Á að taka miðnætursól-
ina frá okkur íslcuding-
um?
ÉR kemur bréf frá einurn sól-
dýrkanda:
Þessi spurning vaknar ósjálf-
rátt hjá mörgum, þegar þeir lesa
skrif þeirra, sem vilja hæíta að
flýta klukkunni yfir sumarmán-
uðina.
Vil ég leiða nokkur rök að því,
að við eigum að flýta klukkunni
áfram, eins og gert hefur verið
undanfarin ár.
Nýting sólarljóssii.s.
EF KLUKKUNNI er flýtt, kem-
ur sólarljósið mikiu jafnara
niður á þá tíma sólarhringsins,
sem menn vaka og starfa. Tökum
dæmi: Eftir óflýttri klukku kem-
ur sólin upp 15. júlí kl. 2.43 og
sezt kl. 9.56 e. h. Ef við gerurn
ráð fyrir að flestir fari á fætur
frá kl. 7.30—8.30 og í rúmið milli
kl. 11—12 e. h. þá sést, að sólin
er næstum búin að vera 5 tíma
á lofti áður en nokkur kemur
á fætur, en sezt aftur á móti 1—2
tímum áður en menn hátta og
því er þetta ekki góð ráðstöfun.
Enn þá ver lítur dæmið út,
ef við tökum t. d. 15. ágúst. Þá
kemur sólin upp eftir óflýttri
klukku kl. rúmlega 4 en sezt
tæplega kl. 9 e. h.
Útivist og íþróttaiíf.
MÖGULEIKAR til úti- og
íþróttalífs eru stórum meiri,
ef klukkunni er flýtt, vegna
hlýrri og lengri síðdægra og
kvölda, en fæstir eru það vel
settir að þurfa ekki að hafa lang-
an vinnudag. íþrótta- og knatt-
spyrnumót yrðu að vera á mjög
óþægilegum tíma mestan hluta
sumarsins, ef klukkunni væri
ekki flýtt og þess vegna til fjár-
haglegs taps fyrir íþróttastarf-
semina.
H
fsland sem ferðamanna-
land
VAÐ verður um „land mið-
nætursólarinnar" ef við
hættum að flýta klukkunni. —
Uppistaðan í auglýsingum okkar
erlendis er einmitt sú, að sólin
skíni hér um miðnættið. Gæti
það því haft alvarlegar afleiðing-
ar fyrir ferðamannastraum hing-
að að leggja niður þann sið að
flýta klukkunni.
Það væri slæm ráðstöfun að
taka frá okkur miðnætursólina.
Með vinsemd.
Gissur Fálsson.
Bandaríkjamenn heimild til að
hafa herlið á fslandi.
Ég var þetta sama kvöld í boði
fyrir Svía í Kreml, og það vildi
svo til, að ég sat nálægt þáver-
andi utanríkisráðherra Rússa,
Molotov. Hann fór ekki í laun-
kofa með, að hann var ánægður
með atburðina á fslandi, og hann
gaf í skyn, að hann liti á þá sem
upphafið að uppreisn Atlants-
hafsríkjanna gegn Bandaríkjun-
um. Hann spurði, hvaða augum
við litum á það, sem gerzt hefði.
Það var auðheyrt, að Molotov
bjóst ekki við, að Bandaríkja-
menn mundu fara frá Ísíandi.
En frá sjónarmiði Rússa var að
sjálfsögðu mikill munur á því,
hvort Bandaríkjamenn yrðu á
íslandi áfram með vilja þjóðar-
innar og sem vinir hennar eða
með þvingunum.
Um hálfu ári síðar komu aft-
ur tíðindi frá íslandi, sem höíðu
stórpólitíska þýðingu: Banda-
ríkjamenn munu verða um kyrrt
í herstöðvum sínum á ísiandi
samkvæmt samningi milli Banda
ríkjastjórnar og ísl. stjórnarinn-
ar, sem mynduð var af flokkum
er felldu þá stjórn, sem vildi
framlengja samningana um her-
stöðvarnar. í stjórninni, sem sam
þykkti þennan sáttmála, var
líka ráðherra kommúnista. Það
sem Molotov áleit vera vott un«
uppreisn þjóðanna gegn Banda-
ríkjunum og Atlantshafsbanda-
laginu hafði breytzt í yfirlýsingu
samhuga þjóðar um áframhald-
andi pólitískt og hernaðarlegt
samstarf.
Fyrir Bandaríkin var það mik-
ill sigur“.