Morgunblaðið - 04.04.1957, Síða 1
20 síður
< -
44. árgangur
79. tbl. — Fimmtudagur 4. apríl 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ökenndeg vírusa
farsótt í Danmörku
DÖNSK blöð skýra frá því, að' undanfarið hafi gengið yfir Dan-
mörku einhver ókennileg farsótt. Sjúkdómurinn er þó þannig,
að aðeins fáir sjúklingar munu kalla á læknishjálp. Hann lýsir sér
i höfuðverk, beinverkjum, stirðum liðamótum og magakvilia. Þegar
læknar hafa verið kallaðir til, vita þeir ekki hverju naíni þeir eiga
að nefna þennan sjúkdóm.
Fyrir skömmu kom kvislingurinn Kadar í heimsókn til Moskvu. Þannig hugsar teiknari einn sér mót-
tökur hans fyrir framan múra Kreml. Skal tekið fram að það er Kadar, sem heldur á ferðatöskunni.
Kúgun Kadar-stjómarinnar fordæmd
Washington, 3. apríl.
Einkaskeyti frá Reuter.
• BANDARÍSKA utanríkis-
ráðuneytið birti í dag yfirlýs-
ingu, þar sem fordæmdar eru
hinar víðtæku ofbeldisaðgerðir
Kadar-stjórnarinnar í Ungverja-
landi.
• Yfirlýsingin hefst á því, að
mótmælt er fölsunum þeim sem
fram komu nýlega í sameigin-
legu ávarpi Kadars og rússneskra
valdhafa varðandi atburðina í
sögðu þeir að uppreisnin í land-
inu sl. haust hefði verið gerð af
fasistískum gagnbyltingarmönn-
um, sem nutu stuðnings Banda-
ríkjanna.
• Þessum ummælum mót-
mæla Bandaríkin harðlega og
segja að hér sé um algera fölsun
að ræða. Uppreisnin í Ungverja-
landi hafi sprottið upp sjálfkrafa
meðal ungversks almennings og
aðeins hefði tekizt að bæla hana
niður með ofbeldisaðgerðum
Ungverjalandi. í þessu ávarpi rússnesks innrásarliðs.
Rússar hafna eftirliti
London, 3. apríl. Einkaskeyti frá Reuter.
FULLTRÚI Sovétríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í
Lundúnum hafnaði í dag tillögu Vesturveldanna um
takmörkun á notkun kjarnorkuvopna.
Tillaga Vesturveldanna, sem mótuð var endanlega á Ber-
muda-ráðstefnunni fjallaði um það að tilkynna skyldi S.Þ.
fyrirfram allar tilraunir með kjarnorkusprengjur og að
þeirri alþjóðastofnun skyldi heimilt að senda sjónarvotta
til að vera við allar slikar tilraunir.
Valerian Zorin fulltrúi Rússa hélt ræðu í dag á afvopn-
unarráðstefnunni. Að vísu hafnaði hann tillögu Vestur-
veldanna ekki beinum orðum, en það mátti greinilega skilja
af ræðu hans, að Sovétríkin geta með engu móti fallizt á
þessar tillögur.
• I yfirlýsingu Bandaríkja-
stjórnar segir, að Kadar-stjórnin
hafi nú í frammi jafnvel meiri
kúgun og lögregluofbeldi en tíðk-
uðust á tímum Stalins og er þá
mikið sagt. Og það sýni bezt að
Kadar njóti ekki trausts ung-
versku þjóðarinnar, að öflugt
rússneskt herlið sé enn í landinu
til þess að kæfa frelsisbaráttu
ungversku þjóðarinnar.
VÍRUS-SJÚKDÓMUR
Grubh Andersen borgarlæknir
Kaupmannahafnar, hefur sagt í
viðtali við blöð, að hér sé um að
ræða vírus-sjúkdóm. Þetta geti
ekki kallazt inflúenza. Hann lýs-
ir sjúkdómnum svo, að menn fái
Endurskipulagning
á landvÖrnum Dana
KAUPMANNAHÖFN, 3. apríl. —
Blaðið Berlingske Tidende sagði
í dag frá tillögum danskrar þing-
nefndar, sem lagðar verða fram
á þingi á morgun um endurskipu-
lagningu á landvörnum Dana. —
Blaðið segir, að nefndin telji, að
búa verði her og flota Dana öll-
um nýtízku vopnum svo sem
fjarstýrðum flugskeytum. Þegar
vopnabúnaðurinn sé kominn
æskilegt horf megi taka til at-
hugunar, hvort ekki sé hægt að
fækka mönnum undir vopnum.
Fyrr sé hvorki hægt að stytta
herþjónustutíma né gera aðrar
ráðstafanir til að draga úr kostn-
aði. Þá telur nefndin, að sögn
blaðsins, að eftir stofnun vestur
þýzka hersins verði það megin-
hlutverk Dana að verja Jótland,
eyjarnar og Eyrarsund.
nokkurn hita í einn dag, en í
marga daga þjáist menn af ríg í
hálsi og á margan annan hátt.
Stundum fá menn uppköst og
magakveisu í heilan dag.
FRÁ AUSTURLÖNDUM
Ekki er vitað, hvaðan þessi
undarlegi sjúkdómur kemur. En
hann hefur einnig gengið í Þýzka
Iandi og öðrum löndum Vestur-
Evrópu. Nokkrar líkur benda til
að hann hafi borizt vestur til
Evrópu frá nálægum Austur-
löndum, en ekki verður það sann-
að, m. a. vegna þess að einkenni
hans eru svo margháttuð og hon-
um oft ruglað saman við venju-
legt kvef, inflúenzu eða jafnvel
gigt.
Vilja fresta spreng-
ingum
LONDON, 3. apríl. — Flokksbing
brezka Verkamannaflokksins sem
haldið er um þessar mundir sam-
þykkti í einu hljóði ályktun, þar
sem skorað er á brezku stjórnina
að fresta um sinn kjarnorkutil-
raunum þeim sem fyrirhugaðar
eru, ef ske kynni að takast mætti
á næstunni að koma á alþjóðlegu
banni á kjarnorkuvopn.
Færustu hermálasérfræðingar Svía
telja hlutleysið enga vörn veita
Ohjókvæmilegt oo búo sænska
herinn kjnrnorkuvopnum
Soldáni boðið til
Egyplalands
RABAT, 3. apríl. — Nasser for-
seti Egyptalands hefur boðið Ben
Jússef soldán af Marokko í opin-
bera heimsókn til Egyptalands. —
Soldáninn hefur þekkzt boðið og
mun sennilega heimsækja Kairo
á pílagrímsferð sinni til Mekka,
hinnar heilögu borgar múhameðs
trúarmanna. — Reuter.
Bandaríkin áhyrgjasf
frjálsar siglingar um
Washington, 3. apríl. Einkaskeyti frá Reuter.
EISENHOWER Bandaríkjafprseti viðurkenndi á blaðamannafundi
í Hvíta húsinu í dag, að þegar árás Breta og Frakka við Súez-
Ekurð stóð sem hæst, hefði hann íhugað það í fullri alvöru að bjóða
þeim Eden og Mollet forsætisráðherrum Bretlands og Frakklands
til Washington. Hefði það verið ætlun sín að leggja fast að þeim
persónulega að stöðva árásina tafarlaust.
Forsetinn svaraði hins vegar
neitandi spurningu frá einum
blaðamanni um það hvort sá
orðrómur væri réttur, að tví-
menningunum hefði verið boðið
til Bandaríkjanna, en boðið hefði
verið afturkallað.
ENGIN ÁBYRGÐ
Þá skýrði Eisenhower frá því,
í tilefni ummæla Ben. Gurions
forsætisráðherra ísraels, að ísra-
elsmönnum hefði aldrei af hálfu
Bandaríkjanna verið heitið
neinni ábyrgð eða tryggingu
ísrael ekki
og Akaba
fyrir því að ísraelsk skip fengju
að sigla um Súez-skurð. Banda-
ríkjastjórn hefði heldur ekki
ábyrgzt ísraelsmönnum frjálsar
siglingur um Akaba-flóann né
lofað að hindra að Egyptar tækju
Gazasvæðið í sínar hendur.
MUNU BEITA
ÁHRIFUM SÍNUM
Það sem Bandaríkjastjórn hef-
ur heiíið fsraelsmönnum, sagði
Eisenhower, er að beita öllum
sínum áhrifum til að siglingar
Framh. á bls. 2
TÓLF MANNA NEFND sænskra sérfræðinga í hermálum
og utanríkismálum hefur opinberlega sett fram kröfur
um að Sviar afli sér atómvopna, eins skjótt og við verður
komið. Sérfræðingar þessir eru sammála um, að hlutleysið
sé Svíum engin vörn gegn rússneskri árás. í nýrri styrjöld
myndu Rússar reyna að ryðja sér braut út til Atlantshafsins,
yfir Svíþjóð.
Við rússneska árás, telja sérfræðingarnir, að Svíar yrðu
að treysta á liðsauka frá Atlantshafsbandalaginu. En þá er
íhugunarvert, að það myndi því aðeins veita slíkan liðs-
auka, að landvarnir Svía sjálfra hafi komið að einhverju
gagni.
Telur nefndin vonlaust fyrir Vestur-Evrópu-þjóðir að
reyna að hnekkja rússneskri hernaðarárás, nema þær ráði
yfir kjarnorkuvopnum. Segir hún, að sænska stjórnin taki
á sig þunga ábyrgð, ef hún geri engar ráðstafanir til að
styrkja landvarnirnar með slíkum vopnum.
FÆRUSTU SERFRÆÐINGAR
SVÍA
Sérfræðingarnir tólf, komu
saman í nefnd af eigin vilja til
að ræða varnarmál Svíþjóðar.
Þar sem í hópi þeirra eru margir
færustu og mest metnu séifræð-
ingar á þessu sviði, hefur álit
þeirra næstum hið sama gildi eins
og um opinbera nefnd hefði ver-
ið að ræða.
Formaður nefndarinnar var
Helge Jung, fyrrverandi yfir-
maður sænska hersins, en helzti
utanríkismálasérfræðingurinn
var Lennart Hirschfeld forstjóri
utanríkismálastöfnunarinnar
(Utrikespolitiska Institutet.)
Álit nefndarinnar hefur verið
gefið út í allstóru riti, sem er
prýít hinum skýrustu upp-
dráítum af hernaðaraðstöðu
Svíþjóðar.
Bókin nefnist „Öst och vást
och vi“.Hefur hún vakið mikla
Framh. á bls. 2.