Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 3

Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 3
Fimmtudagur 4. april 1957 MORCJJTSBLAÐIÐ 3 Handritin eiga hvergi heima nema á íslandi Spjallab v/ð landkönnubinn og rithöfundinn Peter Freuchen um gamla vini, bækur, ferðalög og blóm ¥ GÆRMORGUN kom hingað til lands danski landkönnuð- urinn og rithöfundurinn Peter Freuchen, ásamt konu sinni, danskri. Er hann hingað kominn í hoði Stúdentafélags Reykjavíkur og mun hann halda tvo fyrirlestra um Græn- land á vegum þess, annan í Háskólanum á laugardag hinn í Gamla Bíó fyrir almenning á sunnudag. Freuchen hefir nokkrum sinnum áður komið hingað til lands á leið sinni til Grænlands, fyrst 1905. Freuchen fagnar því að vera kominn enn á ný til íslands og hugsar vel til þess að rifja upp gömul kynni við vini sína frá því fyrr á árum. Peter Freuchen. — Myndin er tekin við Austurvöll í gær —Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. — Peter Freuchen — Lífsglaður 9 lan«dkönnuður 1 gær ræddi Peter Freucen við blaðamenn og sagði þá margt frá ferðum sínum, ritstörfum og ævi- starfi við landkönnun á Græn- landi. Freuchen er risi að vexti, mað- ur mikilúðlegur, með úlfgrátt skegg á vöngum. Nú er hann 71 árs að aldri, en virðist miklu yngri, svo kátur er hann og lífs- glaður. í fylgd með honum er kona hans, en hún er tízkuteikn- ari við hið þekkta bandaríska tízkutímarit Vogue. Er hún þriðja kona Freuchens. Þau hjón- in búa nú í Chicago, en Freuchen er danskur ríkisborgari. Á hann hús bæði í Bandaríkjunum og Danmörku og tvö hús í Græn- landi, en þar var hann síðast á ferð í haust. Hér á landi er Freuchen þekkt- ur fyrir bækur sínar sem tvær hafa komið út í íslenzkri þýð- ingu Halldórs Stefánssonar. Fjalla þær um Grænland og líf Eskimóa, en það gjörþekkir Freuchen af eigin reynd, enda var fyrsta konajians af græn- lenzku bergi brotin. í tilefni af komu Freuchens til fslands í þetta sinn gefur smábókaútgáfa Helgafells og ísafoldar út úrvals- kafla úr bók Freuchens „Æsku- ár mín á Grænlandi“, og kom sú bók út í gær. Eru af henni 300 tölusett og árituð eintök, sem Stúdentafélagið hefir til sölu. F erðalangurinn og þeir sem blómin þekkja í blaðaviðtalinu í gær kom Freuchen víða við. Hann rifjaði upp æsku sína, er hann kom í fyrsta sinn til íslands 1905, sem sjómaður á dönsku skipi. Þá kom hann á Hótel ísland og í Al- þingishúsið, og varð dapur í bragði þegar hann frétti að nú væri Hótel ísland ekki til; brunnið til grunna fyrir áratug. Furðumarga vini og kunningja é hann hér á landi. Jóhannesi ' Jósefssyni kynntist hann endur fyrir löngu er Jóhannes glímdi og Kjarval er hans einkavinur. Laxness hitti hann fyrir tveimur árum í Svíþjóð, og vestur í Bandaríkjunum við frétta- inennsku á þingi Sameinuðu þjóð' anna hitti hann Daða Hjörvar, sem hann mat mikils og hafði mikið dálæti á. — Ég er mjög glaður og ánægð- ur, sagði Peter Freuchen, yfir því að vera nú kominn hingað til lands. Ég dáist að menningu ykkar íslendinga, erfðavenjum og gamalli, góðri sögu. Það er lærdómsríkt fyrir mig að hitta menn, sem lifað hafa svo lengi í landi sínu án þess að glata for- tíð sinni eða sögu, eru svo rót- fastir í því sem liðið er, en horfa með framfarahug fram á leið. Mitt hlutskipti í lífinu hefir verið það að flakka um veröldina. Ör- lög mín eru ævi þess, sem í raun- inni á hvergi heima. Ungur hleypti ég heimdrag- anum og lagði land undir fót og síðan get ég ekki sagt að ég hafi nokkurs staðar tekið mér ból- festu um langa hríð. Þess vegna finn ég ávallt til dálítillar öfund- ar þegar ég kem heim í fæðing- arbæ minn, Nyköbing á Falstri og hitti gamla jafnaldra mína og leikbræður. Þeir hafa búið þar síðan í barnæsku á sama staðn- um, og þeir vita allt um fuglana, sem sitja á engjunum í kringum bæinn og segja mér nákvæmlega hvenær blómin á Falstri springi út. Um það er ég ófróður og það er hlutskipti þess, sem ávallt er á ferðalagi að kunna varla deili á átthögum sínum. Fyrir okkur aldraða menn, sem víða höfum ferðazt verður lífið ekki ósvipað kvikmynd, sem við horfum ópersónulegir á, rennur framhjá augum en er horfin að bragði. Því þykir mér á sama hátt gam- an að koma hingað til íslands, rétt eins og þegar ég kem heim til Falsturs. Hér er gömul rót- föst menning í grósku með þjóð- inni. Og það er einmitt hjá smá- þjóðunum, sem manni verður ljósast, að í raun og veru er það maðurinn sjálfur, hjartalag hans og sál, sem öllu skiptir í veröld- inni, ekki þjóðir og heimshlutar sem slíkir. Og það er einmitt þetta sem mér hefir fundizt koma fram í ræðum hins ágæta full- trúa ykkar íslendinga hjá Sam- einuðu þjóðunum, Thors Thors. Þegar hann flytur ræður hlusta allir, jafnvel þótt það sé fulltrúi minnstu þjóðarinnar sem mælir, því að í ræðum hans kemur fram friðarviljinn, samstarfsviljinn og virðingin fyrir einstaklingnum, manninum. Handritin heim Þá vék Freuchen að handrita- málinu, og lýsti þar þeirri bjarg föstu sannfæringu sinni, að Dön- um beri að skila íslendingum handritunum. Gömlu íslenzku handritin eru skrifuð á íslandi af íslendingum og þess vegna eiga þau að geymast á íslandi, sagði hann. Ég hefi ávallt dáðst að íslenzk- um bókmenntum og ég fæ ekki skilið að þeir menn skuli vera til sem ekki bera þá virðingu fyrir skinnbókunum gömlu að vilja skila þeim aftur til föðurlands síns. Og þar við bætist, að íslend- ingar eru svo afskaplega elsku- leg þjóð. Með því á ég við, að ef ein- hvern fýsir að rannsaka handrit- in eða lesa þau, þá á hann ofur auðvelt með að koma hingað til lands og líta í þau. Vísindin eiga að vera alþjóðleg. En sannleik- urinn er sá, að danskir vísinda- menn, sem um handritin hafa fjallað eru ef til vill meiri safnar ar en vísindamenn, og af þvi er andstaðan gegn afhendingu hand- ritanna sprottin. Síðan drap Freuchen á þann atburð, er Þjóðverjar tóku minn- ismerki eitt mikið herskildi í Dan mörku 1864 og færðu það heim með sér. Því var ekki skilað aft- ur frá Berlín fyrr en eftir síðasta strið. Ef þér hefðuð séð fagnað- arlætin sem þá urðu í Danmörku væruð þér heídur ekki í neinum vafa um, að ísiendingar eiga skil ið að fá þá dýrgripi sína aftur, sem þeir óska. Við verðum að efla vináttu og frið með þjóðum okkar og hand- ritin eru þjóðardýrgripir í aug- um hvers einasta ísiendings, en ekki í augum Dana. Því ber að skila þeim. Ég elska land mitt, hélt Freuc- hen áfram, jafnt og þið elskið ykkar föðuriand, og þess vegna vil ég að við afhendum þessa þjóðardýrgripi ykkar. Satt að segja ber ég kinnroða sem Dani fyrir það að þeir skuli ekki fyrir löngu vera komnir til Is- lands. Hugljúfur fræðaþulur Talið barst að gömlu íslend- ingabyggðunum í Grænlandi, en Freuchen er manna fróðastur um þær og hefir rannsakað byggða- stæðin allvel. Enn lifa gamlar sögur og söngvar meðal Græn- lendinga um hvítu mennina sem landið byggðu eitt sinn, og lík- ast til hafa þeir verið allt að 5000 talsins, segir Freuchen, áttu sér 12 kirkjur og 8 klaustur á Grænlandsströndum. Síðan er spjallað um ferðir Freuchens um allan heim, vel- gengni hans í bandaríska sjón- varpsþættinum, er hann vann á aðra milljón króna en um það vill hann lítið tala, kvikmynda- gerð hans og kvikmyndaleik, er hann lék eitt sinn hreindýra- þjóf í norðurskautskvikmynd, síðustu bókina hans, sem er smá sagnasafn af portúgölskum fiski- mönnum á Nýfundnalandsmið- um og svo mætti lengi telja. Maður finnur strax, að Peter Freuchen er maður, sem gæti talað um hugðarefni sín og ævin- týr allt til kvölds og haldið áheyrendum hugföngnum, svo mikilli frásagnargleði og gáfu er hann gæddur, en hér verður botn inn sleginn í viðtalið við þennan hugljúfa, yfirlætislausa land- könnuð, sem sennilega kann betri skil á Grænlendingum og landi þeirra en nokkur annar núlifandi maður. AÐALFUNDUR Félags íslenzkra rafvirkja var haldinn þriðjudag- inn 26. f.m. Á fundinum var lýst stjórnarkjöri, sem fram átti að fara að viðhafðri ailsherjarat- kvæðagreiðslu, en þar sem að- eins einn listi kom fram, varð stjórn, og aðrir trúnaðarmenn félagsins, sjálfkjörin. Stjórn fé- lagsins og aðrar trúnaðarstöður eru nú skipaðar sem hér segir: Félagsstjórn: Formaður, Óskar Hallgrímsson, varaformaður, Páll J. Pálsson, ritari Sveinn V. Lýðs- son, gjaldkeri Magnús K. Geirs- son, aðstoðargjaldkeri Kristján Benediktsson. Varastjórn: Sig- urður Sigurjónsson og Auðunn Bergsveinsson. Trúnaðarmanna- ráð: Svavar Björnsson, Einar Einarsson, Sigurður Kjartansson og Tómas Tómasson. Varamenn: Marteinn P. Kristinsson, Gunn- laugur Þórarinsson, Kristinn K. Ólafsson og Kristján J. Bjarna- son. Stjórn Styrktarsjóðs: Ósk- ar Guðmundsson og Aðalsteinn Tryggvason. Til vara Áslaugur Bjarnason og Stefán Jónsson. Stjórn Fasteignasjóðs: Aðalsteinn Tryggvason, Þorsteinn Sveinsson og Óskar Hallgrímsson. Endur- Æviágrip HINN heimsfrægi danski land- könnuður, Peter Freuchen, er kominn hingað í boði Stúdenta- félags Reykjavíkur. Peter Freuchen er fæddur í Danmörku árið 1886 og varð stúdent þar árið 1904. Hóf hann nám í læknisfræði, en hvarf frá því námi þegar hann gerðist þátttakandi í hinum danska könnunarleiðangri til Norðaustur-Grænlands, sem stjórnað var af Mylius-Erichsen, og þar aðstoðaði hann prófessor Wegener við veðurathuganir. Nokkru seinna vann hann með Knud Rasmussen að stofnun Thule-stöðvarinnar og stóð þar fyrir verzlun til 1919. Þaðan fór hann í leiðangur með Knud Ras- mussen yfir norðurhluta Græn- sjálfkjörin skoðendur: Þorsteinn Sveinsson og Ragnar Stefánsson. Til vara: Matthías Matthíasson. Skemmti- nefnd: Haraldur Steingrimsson, Gunnar H. Árnason og Óskar Gissurarson. Á aðalfundinum flutti formað- ur félagsins, Óskar Hallgrímsson, skýrslu stjórnarinnar um starf- semi félagsins ó liðnu starfsári. Var starfsemi félagsins mjög fjöl þætt, en stærsta viðfangsefnið var bygging félagsheimilis, scm félagið hóf á árinu, ásamt öðru stéttarfélagi í bænum. Gjaldkeri, Magnús K. Geirsson, gerði grein fyrir fjórhag félagsins og las endurskoðaða reikninga. Fjár- hagur félagsins er góður, skuld- lausar eignir nema nú kr. 765.728.80. Eignaaukning á árinu hefur orðið kr. 232.416.55. Félagsmenn eru nú 355 og skiptast eftir búsetu þannig: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjarnarnes: 271 (277 árið áður). Utan þessara staða: 84 (77 árið áður). Við nám í iðngreininni á öllu landinu eru nú 180 nemend- ur. Sérstök félagsdeild starfar á Akureyri og eru félagar í henni 21. Formaður deildarinnar er Ingvi R. Jóhannsson. landsjökuls og fann þar áður ókunna landshluta. Peter Freuche,. var einnig þátt takandi í Thuleleiðangrinum 1916—’18, var með í undirbúningi leiðangurs Roald Amundsens og leiðangrinum frá Grænlandi til Kyrrahafsins 1924. í þessum síð- astnefnda leiðangri varð hann fyrir allmiklu kali á vinstra fæti, serr xeiddi til þess að taka varð "f nonum fótinn. Peter Freuchen er víðfrægur fyrirlesari og rithöfundur. Hann hefur verið ritstjóri danska viku- blaðsins Ude og Hjemme og er blaðamaður hjá Politiken. Hann hefur fengizt mikið við ritstörf og meðal annars skrifað skáld- sögurnar „Storfanger“ og „Röm- ningsmænd“, sem báðar fjalla um Hudson Bay-eskimóana. Tvær hinna alkunnu ferðabóka hans, Æskuár mín á Grænlandi og Ævintýrin heilla, hafa verið gefn ar út á íslenzku. Árið 1935 kom út bók hans um Knud Rasmussen, en þeir voru miklir vinir og samstarfsmenn. Peter Freuchen hefur á seinni árum ýmist dvalizt í Danmörku eða Ameriku. í Hollywood sá hann um töku kvikmyndar sinn- ar „Eskimóinn", sem lýsir árekstr um hinna frumstæðu eskimóa við hvíta manninn. Og ekkT alls fyrir löngu gat hann sér frægðar þar vestra fyrir að vinna 64 þús- und dali í spurningaþætti. Ný verzlun Keflavík, 16. marz: VERZLUNIN Nonni og Bubbi hafa opnað nýja verzlun að Hring braut 92. Er verzlun þessi ein sú glæsilegasta sem opnuð hefur verið hér í bæ. Verzlunarhúsið er 218 fermetrar að stærð, tví- lyft auk kjallara. Er verzlunin á neðri hæðinni ásamt vörulag- er. í verzluninni er öllu mjög haganlega fyrirkomið, er henni skipt í deildir, en þær eru mat- vörudeild, nýlendu, búsóhalda- deild og vefnaðarvörudeild. Verzlunin er hituð upp með geisla hitun, sem komið er fyrir í loft- inu. I kjallara eru tvær frysti- geymslur, með mismunandi kuldastigi. Jón Pálsson sá um smíði verzlunarinnar, Guðbjörn Guðmundsson sá um raflagnir, Áki Granz annaðist málningu og innréttingar gerðu þeir Stefán Rafn og Jónas Kristjánsson Hafn arfirði. — Ingvar. Stjórn félogs íslenzkro rofvirkjo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.