Morgunblaðið - 04.04.1957, Side 9

Morgunblaðið - 04.04.1957, Side 9
Ilmmtudagur Á apríl 1957 MORCVNBl AÐIÐ 9 StöÖvun sparifiármyndunar meginorsök lánsfiárskorts til íhúðahygginga Bankaraii og byggingarlónin Afleiðing al lónlansri steinu vinstri stjóraorinnor Ræba Jóhanns Hafsteins alþm á Varðarfundi í gærkvöldi HÉR fer á eftir ræða sú, sem Jó- hann Hafstein, alþm., flutti á Varðarfundi í gærkvöldi: Þegar mynduð var ný ríkis- stjórn undir forustu Sjálfstæðis- manna, eftir alþingiskosningarn- ar 1953, var það eitt af megin- atriðunum í stjómarsamningn- um að afla nýs fjármagns til byggingarlána og bæta skipan þeirra mála í heild. Um þetta var samið þannig milli þáverandi stjórnarflokka: „Tryggt verði aukið fjár- magn til íbúðabygginga í kaup stöðum og þorpum, lögð á- herzla á að greiða fyrir bygg- ingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smiðum, og lagður grund- völlur að því að leysa þetta vandamál til frambúðar“. AFSTAÐA FYKRVEHANOI RÍKISSTJÓRNAR f árslok gerði þáverandi for- eætisráðherra, Ólafur Thors, grein fyrir viðhorfum þessara mála innan ríkisstjórnarinnar og komst þá m.a. svo að orði í út- varpsræðu frá Alþingi, þann 14. des. 1953: „Til byggingarmálanna þarf einnig stórfé. Er hugmyndin sú, að leysa þær þarfir til frambúðar á þann hátt, að út- lán til íbúðarhúsa verði fastur liður í útlánastarfsemi pen- ingastofnana“. Siðan gerði ráðherrann grein fyrir þeim úrræðum, sem ríkis- stjórnin hygðist beita og tók skýrt fram, að megináherzlan yrði lögð á „að hagnýta sér aukningu sparifjár í landinu með breyttri útlánastarfsemi“. Síðan var leitað samstarfs við bankana og í nánu samráði við þá undirbúin löggjöfin um hús- næðismálastjórn, veðlán til íbúða bygginga og útrýmingu heilsu- spillandi íbúða. f nefnd sem und- irbjó þessa löggjöf áttu sæti bankastjórar frá Landsbankan- um, Búnaðarbankanum og Út- vegsbankanum, en bankastjóri Framkvæmdabankans var for- maður nefndarinnar. Auk þess áttu sæti í nefndinni hagfræðing- ar Landsbankans, Reykjavíkur- bæjar og fulltrúi í félagsmála- ráðuneytinu. SKATTFRELSI OG SKATTALÆKKUN Þegar ráðherrar þáverandi rík- isstjórnar Ólafs Thors áttu við- ræður við bankana um lánsfjár- málin til íbúðabygginga, létu þeir óhikað í ljós, að þeir gerðu ráð fyrir því, að þótt bankarnir yrðu við óskum rikisstjórnarinn- ar um nýjar lánveitingar til íbúðabyginga, þyrfti ekki að gæta samdráttar í útlánum bank- anna að öðru leyti, þar sem vonir stæðu til áframhaldandi sparl- tjáraukningar og þeim mun frem- ur, sem Alþingi var þá að ganga frá nýrri skattalöggjöf, sem fól í sér allt að 30% skattalækkun á almenningi auk þess sem sparifé skyldi gert skattfrjálst innan vissra marka og undanþegið framtalsskyldu. f HLUTFALLI VIÐ SPARI- FJÁRAUKNINGU Tillögur húsnæðismálanefndar- innar og uppkast hennar að frumvarpi til laga um íbúðaiána- málin grundvölluðust á því, að sparifjármyndunin í landinu væri meginforsenda þessara lánsfjármála. Segir um þetta í álitsgerð nefndarinnar: „— — Nefndin álítur, að sökum þess hve húsnæðismál- ið er þýðingarmikið frá fé- lagslegu sjónarmiði og jafn- framt hve íbúðir eru fjárhags lega trygg eign, þá eigi lán- veitingar til íbúðabygginga að sitja fyrir um notkun á tals- verðum hluta þess sparifjár, sem myndast í landinu“. Þegar samkomulag var gert milli bankanna og fyrrverandi ríkisstjórnar um lánveitingar til íbúðabygginga í sambandi við lagasetninguna um húsnæðis- málastjórn o. fl., nr. 55/1955, var ákveðið, að framlag bankanna skyldi vera 20 millj. kr. til kaupa á A-bankavaxtabréfum hvort ár- ið um sig, 1955 og 1956, og að fjárhæð þessi skiptist á bankana „í hlutfalli við sparifjáraukn- ingu þeirra á timabilinu“. ÖRUGG ÞRÓUN Á UNDAN- FÖRNUM ÁRUM Af framangreindu kemur svo ljóst fram sem verða má, að þungamiðja lánsfjárgetunnar til íbúðalána í landinu hlýtur ætíð að hvíla á sparifjáraukningunni, myndun nýs sparifjár í landinu. Eftirfarandi tafla sýnir aukn- ingu spariinnlánanna í heild á ár- unum 1950—1955: S' B. S- Bankar Millj. kr Sparisjóðir Millj. kr. 1950 459,6 123,2 1951 468,2 128,3 1952 546,7 144,3 1953 693,2 178,4 1954 834,2 229,3 1955 908,1 254,6 Sparifjáraukningin í bönkun- um er þessi: Árið Millj. kr. 1951 8.6 1952 78.5 1953 146.5 1954 141.0 1955 73.9 1956 74.4 ÍSKYGGILEG UMSKIPTI Það eru hin ískyggilegu um- skipti í sparifjármynduninni í bönkunum á sl. ári, sem nú valda örðugleikum og hafa gert það að verkum, að bankarnir hafa ekki í bili getað haldið áfram lánveit- ingum til íbúðabygginganna. Framan af árinu 1956 er spari- fjármundunin enn mikil, eða 98.3 millj. kr. til júlí-loka. En þá skiptir hins vegar um og frá þeim tíma til áramóta minnkar sparifé bankanna um 23.1 millj. króna. Það er þetta, sem menn verða að hafa í huga, þegar núverandi Ég vil að gefnu tilefni minna nokkrum orðum á þátt núverandi ríkisstjórnar í húsnæðismálun- um: 1. Sett voru bráðabirgðalög þann 21. sept. sl. um að bæta 3 stjórnargæðingum í húsnæð- ismálastjórn með því aðalhlut- verki að úthluta lánum. 2. Sett bráðabirgðalög um afnot íbúðarhúsa, með sektará- kvæðum allt að 1 millj. kr., ef út af er brugðið. 3. Engar viðræður við banka eða peningastofnanir frá júlí, er stjórnin tók við, og til ársloka um ráðstafanir, er leitt gætu til eða stuðlað að áframhald- andi sparifjármyndun eða bætt möguleikana til aukinna íbúðalána, utan þess, sem fé- Jóiiaun Hafstein. III e: c ^ = s t* W S* • p 44,3 625,1 19,0 46,9 643,4 18,3 49,2 740,2 95,8 57,9 929,5 189,3 84,1 1147,6 218,1 110,2 1272,9 125,3 stjórnarblöð hafa undanfarna daga verið með dólgslegar ásak- anir í garð bankanna og einn ráð herranna, félagsmálaráðherra, tekið undir þann málflutning — að núverandi ríkisstjórn hcfir eins og sakir standa beðið um aukið lánsfé af minnkandi spari- fé i bönkum landsins. Viðhorf bankanna er alveg ó- breytt til þess, að eðlilegt og sjálfsagt sé að verja vissum hluta sparifjáraukningarinnar á hverj- um tima til íbúðalána. En eins og sakir standa í dag er því mið- ur ríkjandi mikil óvissa í þeim efnum og bankarnir hafa talið nauðsynlegt að sjá betur hvern- ig úr rætist. En þrátt fyrir þetta hafa bank- arnir allir tekið fram eftirfarandi í sameiginlegu svari til ríkis- stjórnarinnar: „Engu að síður er bönkun- um ljós þörfin fyrir áfram- haldandi lánveitingu veðlána- kerfisins og eru fúsir að Ieggja því lið, eftir þvi sem aðstæðtar leyfa.“ lagsmálaráðherra mun lítil- lega hafa rætt íbúðamálin við Landsbankann í árslok. 4. 19. febr. 1957 eru fulltrúar bankanna boðaðir til forsætis- ráðherra til viðræðna um mál- ið. í marz eru tveir fundir með ríkisstjórninni um málið og málaleitun ríkisstjórnar- innar um íbúðalán rædd í bankaráðum bankanna og milli þeirra og svarað sam- eiginlega þann 26. marz s.L með þeim niðurstöðum, sem kunnar eru úr dagblöðum, að bankarnir treysti sér ekki í bili að leggja fé af mörkum, en vilji taka málið til athug- unar að nýju að lokinni vetr- arvertíð. 5. Ríkisstjórnin mun til bráða- birgða verja 10—15 millj. kr. af fé atvinnuleysistryggingar- sjóðs og frá almannatrygging- unum til íbúðalána. Þetta hefur ríkisstjórnin til- kynnt eftir að svar bankanna lá fyrir, en það svarar ríflega því, sem um var beðið frá þeim í bili. Þetta liggur fyrir að svo komnu. HVAÐ VELDUR UMSKIPTUNUM? Hver og einn getur svo gert það upp við sig, hvort núverandi ríkisstjórn og aðgerðir hennar í efnahagsmálunum og boðaðar ráðagerðir muni eiga nokkum þátt í þeim alvarlegu umskiptum í þróun peningamálanna, sem landsmenn undanfarið hafa búið við. Ég minni aðeins á eftirfarandi örfá atriði: Fyrir kosningar í sumar eru boðuð „varanleg" úrræði í efna- hagsmálunum. Það á að gjör- breyta efnahagslífinu og leiða þjóðina af „eyðimerkuxgöngu" undanfarinna ára. Eftir kosningar og stjórnar- myndun (með kommúnistum, þrátt fyrir gagnstæð loforð) er vísitala og verðlag fest með bráðabirgðaaðgerðum. Um það segir stærsta stjórnar- blaðið, Þjóðviljinn, 28. ágúst ’56: „Samkomulagið er til þess gert og bundið því skilyrði, að samið verði um varanlega frambúðarlausn efnahagsmál- anna fyrir áramót. Verði það ekki gert koma aftur til fram- kvæmda fyrri ákv. um kaup- greiðskur og verðlag“. Og Alþýðublaðið 30. ágúst: „Og fresturinn fram að næstu áramótum mun skera úr um það, hvort hægt verði að gera drauminn um róttæk- ar ráðstafanir í efnahagsmál- unum og stöðvun dýrtíðarinn- ar að veruleika. Hann þýðir ekki aðeins vinnufrið rikis- stjórninni til handa ,heldur undirbúning annars meira og betra“. Því er haldið fram af núver- andi stjórnarherrum, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi skilið við „gjaldþrota" veðlánakerfi og aðeins blekkt fólkið í byggingar- málunum. Er mikil furða, hversu langt menn geta leiðzt í rökvillum og beinum ósannindum eða hvoru- tveggja samfara takmarkaðri þekkingu á þeim málum, sem um er rætt. Sjálfstæðismenn beittu sér fyr- ir frelsi til bygginga hagkvæmra smáíbúða og unnu að fjárveit- ingum til íbúðalána, af gengis- hagnaði, af greiðsluafgangi ríkis- sjóðs hvað eftir annað og frá Landsbankanum (mótvirðissjóðs fé) meðan ekki var fyrir hendi föst skipan lánsfjármálanna. Síöan er lögfest hið almenna veðlánakerfi í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, undir forsæti Sjálf stæðismanna. Þegar sú löggjöf var í undirbúningi áætluðu sér- fræðingar, að árlega þyrfti að byggja um 1000—1100 nýjar í- búðir á öllu landinu næstu 5 ár, til að leysa úr húsnæðiseklunni. Samhliða var áætlað, að löng lán til íbúðabygginga á vegum veð- lánakerfisins og allra annarra að- ila, sem að slíkum lánveitingum Og 25. þing Alþýðusam- bands íslands, sem saman kom í nóvember, ályktar: „ÞingiS lýsir því yfir, að við aðgerðir þær í efnahags- málum, er nú standa fyrir dyrum er það algert lágmarks skilyrði verkalýöshreyfingar- innar, að ekkert verði gert, er hafi í för með sér skerðingu á kaupmætti vinnulaunanna og að ekki komi til mála, að auknum kröfum útflutnings- framleiðisUmnar vetrði mætt með nýjum álögum á alþýð- una“. „BJARGRÁBIN“ f EFNAHAGSMÁLUNUM „Bjargráðin" í efnahagsmál- unum voru lögfest fyrir jólin. Aðalinntak þeirra, eftir því sem ríkisstjórnin sjálf gerði grein fyrir — var að krefja þjóðina um allt að 250 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum; og enntfremur, þegar tillit væri tekið til eldri álaga, sem óbreyttar stæðu, væri verið að „millifæra" um 500 millj. kr. til útgerðar- innar. Þegar fjárlög fyrir árið 1957 eru loks afgreidd í marz s.l., eru það í ofanálag langhæstu fjár- lög, sem nokkru sinni hafa verið afgreidd. Loks má minna á, það sem eng an veginn er áhrifalaust á efna- hagsmálin, að af hálfu ríkis- stjórnarinnar •>*"'"r,st svo sem varnarliðið, samfara framkvæmd um þess í landinu, eigi bæði að vera og ekki vera hér, og veit raunar enginn, hvað við tekur. Og enn er þess ógetið, hverjir ábyrgð bera á verkföllunum frá 1955 — og þeirri dýrtíðarhækk- un, sem af þeim leiddi (25 stig eða 15% hækkun á vísitölufram færslukostnaðar), en minnkandi verðgildi krónunnar og óstöðugt verðlag lamar öll skilyrði til heil brigðrar sparifjármyndunar. vjnna, yrðu 100 millj. kr. hvort árið um sig 1955 og 1956. ÁRANGUR VEÐLÁNA- KERFISINS Nú liggja fyrir skýrslur hag- fræðideildar Landsbankans um árangur veðlánakerfisins, þar sem m.a. segir eftirfarandi: „Lánveitingar úr veðdeild- inni hófust 1. nóvember 1955, og á þeim sautján mánuðunr, sem siðan eru liðnir, hafa A- og B-lán úr veðdeildinni num- ið 81 millj. kr. til rúmlega 1450 einstaklinga auk 24 millj. kr. til Byggingarsjóðs. Hafa samn ingar og heildaráætlanir um lánveitingar fullkomlega stað izt. Árið 1955 voru löng lán til íbúðabygginga rúmlega 100 millj. kr., en allt bendir til þess, að þau hafi verið um 120—130 millj. iar. á árinu 1956, en skýrslusöfnun um þau er enn ekki lokið. Mikið hefur líka áunnizt. Nú liggja að vísu enn óafgreiddar 1800 umsóknir, en það er um 800 minna en í upphafi. Allmikill fjöldi þessara íbúða er skamrnt á veg kominn, en margir, sem umsóknir eiga, munu vafalaust geta bjargazt án lána úr veðlánakerfinu. Á Frh. af bls. 12. Þóttor núverandi ríkisstjórnai Hvað dnnnizt hefir og gera mætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.