Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 10

Morgunblaðið - 04.04.1957, Page 10
1« MORGVIVBL Afíin Fimmtudagur 4. apríl 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykiavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Vontraust almennings ó nkisstjórninni VANTRAUST almennings í land- inu á núverandi ríkisstjórn kem- ur fram á ýmsa lund. En einna geigvænlegust er þó sú staðreynd að síðan vinstri stjórnin tók við völdum hefur sparifjársöfnun í landinu mátt heita stöðvuð. Um það þarf vissulega ekki að fara mörgum orðum, hve stór- hættulegt það er fyrir efnahags- líf þjóðarinnar, að sparnaðarvið- leitni skuli lömuð. Einmitt á henni hljóta margvíslegar nauð- synlegar framkvæmdir að byggj- ast. Það er t. d. vitað, að hin stór- aukna lánastarfsemi til íbúða- bygginga, sem Sjálfstæðismenn höfðu forgöngu um í fyrrverandi ríkisstjórn var fyrst og fremst möguleg vegna þess, að sparifjár myndun var þá mikil og vax- andi. Fólkið hafði trú á gildi pen- inganna og bankarnir möguleika til þess að styðja hina nýju veð- lánastarfsemi, sem Sjálfstæðis- menn beittu sér fyrir. Hótanir vinstri stjórnarinnar Allt frá því að vinstri stjórnin kom til valda á miðju s. 1. sumri hefur hin mesta óvissa ríkt í efna- hagsmálum okkar. Stjórnin þótt- ist ætla að láta kryfja allt ástand þeirra til mergjar og gefa þjóð- inni kost á því að fylgjast með „úttektinni“. Nýjar og „varan- legar leiðir“ átti síðan að fara til lausnar öllum vanda. Hins vegar hefur stjórnar- liðið haldið uppi stöðugum hót unum gagnvart almenningi. — Fólk sem hefur sett spariskild- inga sina í banka og spari- sjóði eða bætt hag sinn eitt- hvað á undanförnum árum hefur verið undir stöðugri skothríð frá málgögnum vinstri stjórnarinnar. Jafn- framt hefur verið látið í það skína, að pólitísk herferð myndi hafin af hálfu ríkij- valdsins gegn lánastofnunum þjóðarinnar. Auðvitað hefur þetta átt sinn þátt í því að stöðva sparifjár- myndunina og hindra nauðsyn- legar framkvæmdir, eins og t. d. íbúðabyggingarnar, sem mjög eru henni háðar. Fá kommúnistar bankastjóra? Á meðan Alþingi situr svo að segja aðgerðarlaust mánuð eftir mánuð sitja vinstri stjórnar herr- arnir og þjarka um það, hvort kommúnistar eigi að fá banka- stjóra þegar hin pólitíska herferð gegn lánastofnunum landsmanna verður hafin. — Kommúnistar krefjast stórauk- inna áhrifa í þjóðbankanum og víðar, enda hafa hótanir þeirra verið hvað háværastar. Öllum ábyrgum mönnum, bæði í Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum ofbýður þetta ráðslag allt. En leiðtogarnir halda áfram að semja við komm- únista. Þeir hafa líf vinstri stjórnarinnar í hendi sér. Það verður að friða þá. Ef þeir krefj- ast fantataka á bönkum og lána- stofnunutn þá verður einhvern veginn að fullnægja þeim, þrátt fyrir það að það hafi í för með sér stöðugt vaxandi upplausn og óvissu í efnahagsmálum okkar. Ömurlep' mynd Sú mynd, sem blasir í dag við af vinstri stjórninni er vissu- lega hin ömurlegasta. Hún hefur svikið öll sín loforð, út á við og inn á við. Þeir, sem bezt treystu henni standa nú uppi vonsviknir. Verst er þó það, að van- traust almennings á ríkis- stjórninni veldur varanlegri kyrrstöðu, grefur undan lieil- brigðum fjárhagsgrundvelli þjóðfélagsins og torveldar bráðnauðsynlegar framkvæmd ir. Greinilegasta dæmið um það er stöðvun sparif jármynd- unar og þverrandi möguleik- ar tii stuðnings við íbúðabygg ingar í landinu. Skrifar Bulganin Bermanni ? HÓTUNARBRÉF Bulganins for- sætisráðherra Sovétríkjanna til forsætisráðherra Norðmanna og Dana hafa vakið mikla athygli og ugg hér á landi. íslenzka þjóð- in sér að hið rússneska herveldi hefur í hótunum við þær þjóð- ir, sem henni eru skyldastar að uppruna, stjórnarháttum og menningu. öllum er það ljóst, að hin voldugu Sovétríki eru með þessu að blanda sér í mál, sem Danir og Norðmenn hljóta einir að taka ákvarðanir um, þ. e. varðveizlu öryggis þeirra og sjálfstæðis. Fulltrúar Sovét í ríkisstjórn Ýmsir hafa varpað fram þeirri spurningu, hvort ekki mætti vænta þess, að Bulganin skrifaði Hermanni Jónassyni forsætisráð- herra svipað bréf og þeim Ger- hardsen og H. C. Hansen, þar sem ísland sé aðili að Atlants- hafsbandalaginu eins og Noreg- ur og Danmörk. Ekkert skal um það fullyrt hér, hvað gerast muni í þeim efnum. En á það mó benda, að hér sitja nú kommúnistar í ríkisstjórn en hvorki í Noregi né Danmörku. Sovétstjórnin lít- ur á kommúnistana í stjórn fs- lands sem sína fulltrúa. Þeir reka hennar erindi á þeim slóðum og hafa mikil áhrif á stjórnarstefn- una í landinu. Sovétstjórnin stefnir auð- vitað að því sama hér og gagn- vart Norðmönnum og Dönum, að flæma þessar norrænu þjóð ir úr varnarsamtökum hinna vestrænu lýðræðisþjóða. En hér hefur henni tekist að koma ár sinni miklu betur fyrir borð en annars staðar á Norðurlönd um. Hér hefur hún sína eigin fulltrúa í sjálfri ríkisstjórn- inni. Þess vegna fær forsætis- ráðherra íslands e. t. v. ekkert bréf frá herra Bulganin. UTAN UR HEIMI „M*etta sannar júfjósla vnesku þjóðinni, að ég er enginn kommúnisti“ kJagan segir, að fyrir íokkrum áratugum hafi erkiher- togi einn komið til Mitrovica (í Júgóslavíu) til þess að kynna sér lifnaðarhætti Serbanna þar. Leizt honum svo vel á fólkið, að hann bauð héraðsbúum að láta byggja fagurt samkomuhús fyr- ir þá. Þakka þér fyrir — sögðu Ser- barnir — okkur vantar ekki sam komuhús. Við vildum heldur fá fangahús. Fangahús? hrópaði erkihertog- inn. Hvers vegna í ósköpunum viljið þið frekar fá fangahús en samkomuhús? Ef við hefðum fangahús hér hjá okkur, þyrftum við ekki að ferðast langar vegalengdir til þess að heimsækja ættingja okk- ar — svöruðu þeir. góðu lífi. A. m. k. létu þeir það boð út ganga, er þeir höfðu náð völdum ,að ekki mætti veita föng um jafngóða aðhlynningu og þeir höfðu notið í Mitrovica. Þar þýddi Tito m.a. Das Kapital — og smyglaði handritinu út úr fangelsinu til prentunar. Svo sem nærri má geta er bðru vísi umhorfs í gamla fangahús- inu nú, en var í fangatíð Titos. Serbunum þykir nú ekki jafn mikill fengur í þessu húsi og áður — því að heimsóknir til fanganna eru mjög takmarkaðar. Fangaverðirnir hafa einnig feng- ið orð fyrir að vera hálfgerðir ribbaldar — og ekki eru fanga- klefarnir upphitaðir, eins og í fangatíð Titos. Hann vill ekki að dekrað sé við andstæðinga sína. Djilas: Uppreisnin í Ungverja- landi er upphafið að endalokum kommúnismans. Og fangahúsið var byggt í Mitrovica, 40 mílur norð vestur af Belgrad. Sagan segir, að íbúarnir hafi fagnað mjög þessari byggingu, því að mun létt ara varð að heimsækja kunningj- ana eftir að fangahúsið var tek- ið í notkun. Það reyndist vel — og þar gistu margir menn, sem síðar áttu eftir að koma við sögu landsins. Árin milli styrjaldanna dvöldust þar m.a. Josip Broz Tito — sá hinn sami og situr nú í einveldisstólnum í Belgrad. Þar voru einnig með honum Milovan Djilas, sem síðar varð varafor- seti landsins — og Alexander Rankovic ósamt fleirum. I fangahúsinu í Mitro- vica lifðu Tito og félagar hans I þessu fangelsi situr nú einn fangi, sem man tímana tvenna. Hann var þar með Tito, vinur og baráttufélagi hans. Nú er hann andstæðingur hans — og hættulegur hagsmunum ríkisins að áliti einræðisherrans. Þetta er Djilas, sem lá undir sama þaki og Tito, er hann þýddi Das Kapital. Þá voru klefarnir hit- aðir upp að vetrinum og kunn- ingjarnir máttu koma í heimsókn. Djilas var fluttur til Mitrovica sem fangi öðru sinni að undan- gengnum leynilegum réttarhöld- um í janúar. Hann var sakaður um sviksamlega starfsemi. Sök- in var sú, að í grein, sem hann hafði ritað í „New Leader" í New York, sagði hann, að upp- reisnin í Ungverjalandi væri „upphafið að endalokum komm- únismans". Hann er nú 46 ára að aldri — og afplánar dóm sinn: þriggja ára þrælkun. Hefur hann verið við góða heilsu — og hafði því von um að lifa fangelsis- vistina af, enda þótt aðbúnaður væri illur. Hann bjóst við að geta á ný tekið þátt í stjórnmála- lífinu, og hann var þess meðvit- andi, að fylgi hans meðal bænd- anna hafði vaxið mjög — ekki sízt eftir að hann var handtekinn. Verðlag fer hækkandi í Júgó- slavíu — og óánægja almenn- ings vex. Þeir eru ekki svo fáir, sem eru þeirrar skoðunar, að Djilas hafi haft rétt fyrir sér. Eitt er víst, að Tito vill fyrir hvern mun losna við gamla bar- áttufélagann fyrir fullt og allt. Og á dögunum bárust þær fregnir út, að illa horfði nú fyrir Djilas, fanga númer 6880 í Mitrovica. Húð hans er orðin því nær svört og hnjálið- ir eru farnir að stirðna. Hinn slæmi aðbúnaður er farin að hafa sín áhrif. Erlendir vinir hans fengu fregnir af hrakandi heilsu Djilasar og óttast, að dag- ar hans verði brátt taldir. Þeir hófu þegar að safna undirskrift- um undir beiðni, sem send hefur verið Tito — um að milda dóm- inn yfir, Djilas, eða að veita hon- um einhverja aðhlynningu. Tito hefur að undanförnu Iöngum ver ið á skemmtiferðalögum og notið sólarinnar í ríkum mæli. Enn hefur hann ekki svarað — og óvíst er, hvort hann hann svar- ar nokkurn tíma. Djilas er samt sem áður hinn vongóðasti — og segir: „Þetta sannar júgóslav- Tito hefur enn ekki haft tíma til þess að svara, enda er hann önnum kafinn. nesku þjóðinni það, að ég er enginn kommúnisti". Léft óperulög á hljóm- leikum í kvold HANNA BJARNADÓTTIR óperusöngkona og Guðmundur Jóns- son óperusöngvari syngja í kvöld með Sinfóníuhljómsveitinni óperuaríur og dúetta — auk þess sem hljómsveitin mun leika for- leiki og hljómsveitarþætti úr vinsælum óperum undir stjórn Paul Pampichlers. Hefj ast þessir tónleikar í Þjóðleikhúsinu kl. 8,30. Jón Þórarinsson, framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar, kvaddi blaðamenn til fundar við sig í gær í tilefni þessa. Kvað hann hér vera um að ræða vinsæl og vel þekkt verk, þetta væru „létt- ir tónleikar" ef svo mætti segja. Hanna Bjarnadóttir mun þar ■ koma í fyrsta skipti fram á hljóm leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, en hún er nýltomin heim frá söngnámi, sem hún hefur stund- að í Hollywood urn nokkurra ára skeið. Fólk minnist hennar úr Töfraflautunni í Þjóðleikhúsinu í vetur, en þar fór hún með hlut- verk Papagenu. Guðmund Jónsson er óþarfi að kynna, en hljómsveitarstjórinn, Paul Pampichler, hefur einu sinni áður stjórnað leik hljóm- sveitarinnar — og þá við góðan orðstír. —®#®— Verk þau, sem flutt verða, eru m. a. úr Aida eftir Verdi, Madam Butterfly eftir Puccini, Grímu- dansleiknum og Rigoletto eftir Verdi. Guðmundur Jónsson syng- ur og Söng nautabanans úr Car- men eftir Bizet. Þá má og nefna „Fjórar sjávarmyndir“ úr óper- unni Peter Grimes eftir Benja- min Britten, sem hljómsveitin leikur. Hefur ópera þessi farið sigurför um Evrópu — og er ein af þeim fáu yngri óperum, sem hlotið hafa heimsfrægð.,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.